Tíminn - 23.12.1973, Qupperneq 4
4
TÍMINN
■SunnudaKur 2:i. desember 197H.
I*J1fill
BllBi
Nýflutt og dnægð með lífið
Ekki alls fyrir löngu flutti her-
toginn af Kent ásamt fjölskyldu
sinni i nýtt hús, og við það tæki-
færi var þessi skemmtilega
mynd tekin. Það er yngsti sonur
þeirra hjóna, Nicholas lávarður
af Windsor, sem brosir breitt og
lætur fara vel um sig i blóma-
kerinu. Þetta UDDátæki stráksa
kom auðvitað öllum til að skella
upp úr, jafnt ljósmyndaranum
sem hinum fjölskyldumeð-
limunum, og þess vegna hefur
myndin sjálfsagt orðið svona
óhátiðleg og gleðilega ólik
flestum öðrum kóngafólks-
myndum, sem sifellt birtast i
blöðunum.
Allt er öðruvísi en dður
Það má með sanni segja, að
allt er öðru visi en það var áöur,
segir vesalings Ingrid Bergman
sem varð fyrir þvi ekki alls fyrir
löngu, að þjófar róðust inn i ibúð
hennar á Maylair-hótelinu i
London. Þjófarnir tóku með sér
skartgripi, pelsa og ýmislegt
annað, fyrir hátt i tvær milljónir
króna. Það leit helzt út fyrir, að
fellibylur hef ði gengið yfir,
sagði Ingrid á eftir. Allar hurðir
stóðu upp á gátt, og allar skúff-
ur og allir skápar höfðu verið
opnaðir. Allt verðmæti var horf-
ið úr Ibúðinni. Það sem Ingrid
scgist sjá mest eftir, eru minja-
gripir, sem hún hafði fengið frá
börnum sínum. Þessir hlutir
höfðu mikið gildi fyrir hana per-
sónulega, þótt þeir hefðu ekki
allir mikið gildi fyrir aðra, og
væru ekki mjög verðmælir.
o
Ingrid Bergman varð sjálf vör
við innbrotið, þegar hún kom
heim til sin úr leikhúsinu kvöld
eitt. Hún var með eitt af kvöld-
blöðunum undir handleggnum,
og þar hafði hún einmiit verið
að lesa um innbrot hjá kunn-
ingja sinum. Þjófarnir hölöu
llklega brotist inn aðeins tiu
mlnútum eftir að leiksýning
hófst I Alberty-leikhúsinu, þar
sem Ingrid fer með aðalhlut-
verkið. I ljós kom við rannsókn,
að eitthvert sambýlisfólk henn-
ar hafði hleypt inn ókunnugum
mönnum fyrir mistök, en ann-
ars eru útidyr hússins alltaf
læstar, og þangað kemur enginn
inn óboðinn. Ingrid Bergman er
þriðja leikkonan sem á skömm-
um tlma hefur verið rænt frá I
London.
★
Vöxtur dn
mengunar
Þróunarstofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNIDO, hefur nú haf-
ið herferð fyrir því að bæta
mannlegt umhverfi og nýtur
stofnunin til þess fjárstuðnings
frá hinni nýju Umhverfismála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur höfuðstöðvar sinar i
Nairobi i Kenya. Iðnþróunar-
stofnunin á nú að vinna kerfis-
bundið að þvi að rannsaka
hvernig unnt sé að minnka
mengunina frá ýmsum stóriðju-
greinum, sem nú valda mikilli
mengun á mannlegu umhverfi.
Þær greinar, sem hér helzt um
ræöir eru til dæmis járn og stál-
iðnaður, gúmmiiðnaðar og
leðuriðnaður. Iðnþróunarstofn-
unin hefur meðal annars haft
það hlutverk siðan henni var
kor.iið á fót árið 1966 að vinna að
þvi að hraða iðnvæðingu i þró-
unarlöndunum, og i frétt frá
stofnuninni segir, að kappkost-
að verði að koma i veg fyrir
mengun i sambandi við allar
nýjar iðngreinar og stóriðju,
sem sett verði á fót i þróunar-
löndunum, þannig að hagvöxtur
þurfi ekki ævinlega að hafa i för
með sér einhverskonar mengun
mannlegs umhverfis.
★
Vakna við
vondan draum
Nýlega var haldið þing i Frakk-
landi, þar sem komu saman um
400 fæðingarlæknar og ljós-
mæður og var þar fjallað um
marga hluti i sambandi við
barnsfæðingar. Læknarnir
Philip Fargier og Marie-Jose
Callamel, skýrðu frá rannsókn-
um sinum á börnum i fæðingu.
Komið var fyrir heila linuriti á
höfðum barnanna um leið og
legvatnið var komið og var
þetta aðeins gert þegar fæðingin
gekk eðlilega að öllu. A heila-
linuritinu kom i ljós að heila-
bylgjurnar sýndu djúpan svefn,
i sumum tilvikum var um
klukkustund að ræða frá þvi að
linuritinu var komið fyrir og þar
til barnið var fætt og sýndi það
svefn allan timann, og fyrstu
daga barnsins er þessi
fæðingarsvefn rikjandi. Eins og
flestir vita þá er það oft, að
börnin eru nýfædd tekin upp á
fótunum og slegið i bossann á
þeim til þess að fá þau til að
gráta og þenja lungun lofti. Má
með sanni segja að þau vakni
við vondan draum!
rwi
/Z-2?
Hami er kominn, hann er kominn.
Hver heldurðu að það liafi verið.