Tíminn - 23.12.1973, Page 11
Sumiudagur 23. desember 1973.
TÍMINN
11
BRELLA, SEM BUXNAÞJOFURINN
VARAÐI SIG EKKI Á
NÚ er öld sérfræöinnar, og Cel
Hichards, sjötugur Englending-
ur, tollir i tízkunni og hefur helg-
að sér sérgrein. Hann stelur
kvenbuxum af snúrum. En hér á
dögunum fór illa fyrir honum, svo
sem nú skal greint.
Kona ein var orðin illa hvekkt á
þvi, hve illa henni hélzt á buxum
sinum, og var svo langt gengið, að
hún sá fram á hastarlegt buxna-
leysi. Hún fékk þess vegna mann-
inn sinn til þess að strengja vir
þvert um húsagarðinn, spotta-
korn frá snúrunum, og þráður frá
virnum var tengdur við flassljós
og myndavel, sem komið hafði
verið fyrir á heppilegum stað.
Þessum fjanda bjóst aumingja
buxnaþjófurinn ekki við. Hann
datt um virinn i myrkrinu, eins og
til var stofnað, og i sömu andrá
varð skjannabjart i kringum
hann. Það má sjá, hvernig and-
litsdrættir mannsins hafa stirðn-
að við þetta.
Með þessu var létt hreint og
beint agalegu buxnatapi af frú
June Ford. örlög buxna hennar
höfðu legið á henni eins og mara i
tvö ár, og hafði til margra ráða
verið gripið, áður en það snilli-
bragð fannst, er dugði svona vel.
Það hafði auðvitað verið marg-
leitað á náðir lögreglunnar, sér-
stakir vökumenn fengnir og loks
gerður hár veggur i kringum
húsagarðinn. En allt hafði komið
fyrir ekki.
Verst af öllu fór það þó með
taugarnar, þegar stöku sinnum
fundust á morgni á snúrunum
buxur, sem horfið höfðu fyrir
heilu ári. Það jaðraði við, að þessi
ósköp legðu hana i rúmið, enda
voru nágrannarnir farnir að
fullyrða, að hér væru að verki
dularöfl, sem engum mennskum
væri fært að kljást við.
Svo var þetta bara Cecil
Richards, sem lék þennan ljóta
leik. Hann meðgekk, enda stoðaði
litið að þræta, þegar myndin var
lögð fram. Hann kvaðst hafa
byrjað að stela buxum á jólunum
1971, og siðan hafði hann haldið
þvi áfram — venjulega á föstu-
dagskvöldum, þegar þær voru
báðar að spila bingo, frú
Richards og frú Ford, ásamt
fleiri rosknum húsmæðrum i
hverfinu.
JOÉIN
FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVlKUR
Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir
verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um
jólin sem endranær. Til þessað tryggja öruggt raf-
magn um hátíðarnar, vill Rafmagnsveitan benda
notendum á eftirfarandi.
1
2
3
4
5
6
Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna
henni yfir daginn eins og kostur er,
einkum á aðfangadag og gamlársdag.
Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straum-
frek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna,
hraðsuðukatla og brauðristar —
einkanlega meðan á eldun stendur.
Farið varlega með öll raftæki til að forðast
bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausa-
taugarog jólaljósasamstæður eru hættuleg-
ar.
Utiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþétt-
ar og af viðurkenndri gerð.
Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum
(,,öryggjum''). Helztu stærðir eru:
10 amper Ijós
20-25 ampereldavél
35 amper ibúð
Ef straumlaust verður, skuluð þér gera
eftirtaldar ráðstafanir:
Takið straumtæki úr sambandi.
Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr
íbúð, (t.d. eldavél eða Ijós) getið þér sjálf
skipt um vör í töflu ibúðarinnar.
Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig
sjálf skipt um vör fyrir íbúðina i aðaltöflu
hússins.
Ef um víðtækara straumleysi er að ræða
skuluð þér hringja í gæzlumenn Rafmagns-
veitu Reykjavikur.
Bilanatilkynningar í sima 18230 allan
sólarhringinn.
Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld til
kl. 21 einnig í símum 86230 og 86222.
Vér flytjum yður beztu óskir um GLEÐILEG JOL
°g FARSÆLD á KOMANDI áRI, með þökk fyrir
samstarfið á hinu liðna.
Pi. 1RAFMAGNS
t \ 1VEITA
■A. 1 REYKJAVlKUR
Geymið auglýsinguna.