Tíminn - 23.12.1973, Side 15
„Hvað er sannleikur?"
Sunnudagur 23. desember 1973.
1 TIMANUM 17. nóv. s.l. er smá-
pistill frá Sigurði Þórissyni odd-
vita, sem hann kallar leiðréttingu
við frásögn undirritaðs af sund-
laugarmálum Mývetninga, er
birtist i Timanum 26. okt. s.l. t
þessari „leiðréttingu” bendir
oddvitinn þó ekki á neitt i frásögn
minni, er ranglega sé með farið,
sem varla er von, þvi að i henni er
ekkert missagt.
Harmsagan af sundlaugarmál-
um Mývetninga er orðin lengri en
svo, að hún verði sögð i stuttu
máli. Þess vegna varð ég að
stikla á stóru i frásögn minni, en
ég taldi fulla ástæðu til að skýra
frá þessu óvenjulega máli. Upp-
lýsingar oddvita, settar fram á
hlutlægan hátt, hefðu getað verið
ágætt framlag, en þvi miður er
þessu ekki til að dreifa um skrif
hans frá 17. nóv., og verður ekki
hjá þvi komizt að géra athuga-
semdir við þau og skýra um leið
nokkru nánar frá málinu.
Oddvitinn segir svo: ,,A siðast-
liðnum vetri ákvað sveitarstjórn,
i fullu samráði við ungmenna- og
iþróttafélög sveitarinnar, að
styrkja byggingu tveggja plast-
lauga i sveitinni, þar sem ekki
virtist unnt að sameina félögin
um eina laug og engin leyfi lágu
fyrir frá fjármálayfirvöldum um
styrk til stórrar laugar”. Hér
koma fram einkennilegar og óná-
kvæmar staðhæfingar, svo ekki
sé meira sagt. 11. desember 1972
var oddvitanum sent bréf frá If.
Eilifi, þar sem óskað er eftir þvi,
að fulltrúar félagsins fái að mæta
á fundi sveitarstjórnar til við-
ræðna um sundlaugarmál og
stjórn Umf. Mývetnings verði
einnig gefinn kostur á að mæta á
fundinum. 1 bréfinu var skýrt frá
þvi, að það væri stefna félagsins,
að á næsta sumri yrði byggð var-
anleg bað- og búningsaðstaða, en
plastlaug notuð til bráðabirgða.
Var þetta i samræmi við skoðan-
ir, sem fram höfðu komið hjá
iþróttafulltrúa rikisins. t bréfinu
var enn fremur óskað eftir svör-
um við eftirfarandi spurningum:
,,A) Hvað liður framkvæmd á
samþykkt sveitarstjórnar frá 25.
april sl. um byggingu sundlaugar
i Reykjahlið? B) Hver er stefna
sveitarstjórnar varðandi stærð og
gerð sundlaugarmannvirkja?”
Engin svör
Ekkert svar barst við þessu
bréfi, og i bréfi dagsettu 22. janú-
ar var beiðni um viðræður itrek-
uð. Svar barst eigi að heldur fyrr
en um miðjan marz, en þá bárust
loks boð um fund þann 19. marz. A
fundinum skýrði oddviti frá þvi,
,,að sveitarstjórn hefði litið gert i
þessu máli, m.a. vegna þess, að
hitaveituvatnið, sem áætlað væri
að nota, hefði reynzt mjög illa i
fyrravor og fyrri hluta sumars,
aðalleiðslur hefðu ekki flutt full-
komið vatnsmagn og kisilútfell-
ing mikil. Oddviti gat þess, að
hann hefði beðið Karl Ómar verk-
fræðing að láta rannsaka vatnið
með tilliti til þessarar notkunar,
og einnig hefði hann leitað til
skipulags rikisins um staðsetn-
ingu laugarinnar.” Um fjárfram-
lag rikisins var ekkert rætt á
fundinum, og engin svör fengust
við spurningu B, enda hafði odd-
vitinn aldrei kynnt bréf Eilifs áð-
ur fyrir sveitarstjórn (nema þá
e.t.v. meirihlutanum), og stærð
og gerð sundlaugar aldrei verið
til umræðu hjá þeim. Og við þess-
ari spurningu hafa engin svör
fengizt enn frá meirihlutanum,
svo sem kunnugt er.
Frá fulltrúum Umf. Mývetn-
ings kom fram, að á aðalfundi fé-
lagsins, sem haldinn var tveimur
dögum áður, hefði verið ákveðið
að festa kaup á rafmagnshitaðri
pFastlaug og koma henni upp á
komandi sumri. Ekki var fullráð-
ið, hvar hún yrði sett upp, en
væntanlega i grennd við Skútu-
staði. Og tekið var skýrt fram, að
með þessari sundlaugarfram-
kvæmd væri ekki ætlað að koma i
veg fyrir, að byggð yrði varanleg
sundlaug i sveitarfélaginu. Á
fundinum var ekki að heyra, að
sveitarstjórn væri hætt við að
koma upp sundlaug i Reykjahlið,
en menn voru sammála um, að úr
þvi sem komið væri og undirbún-
ingur ekki hafinn enn, væri hæpið
að áætla, aö sú laug yrði tilbúin til
notkunar fyrr en á árinu 1975.
Urðu þá umræður um það, hvort
hægt væri á skjótan og ódýran
hátt að koma upp bráðabirgða-
sundaðstöðu á hitaveitusvæðinu i
Reykjahlið, sem hægt væri að
nota, þangað til hið varanlega
sundlaugarmannvirki væri tilbú-
ið til notkunar.
Þessar hugmyndir hafa e.t.v.
verið fremur óraunhæfar, en hafa
ber i huga, að hér eru menn orðn-
ir óþolinmóðir að biða eftir sund-
laug, nær 20 árum eftir að fyrstu
ráðagerðir hófust. Og ekki verður
annað sagt, en að oddvitinn hafi
sýnt þessari bráðabirgðalausn
talsverðan áhuga, og kom hann
með þá hugmynd, að hreppurinn
veitti tf. Eilifi einhvern stuðning
við að koma upp bráðabirgða-
laug. Við, fulltrúar Eilifs, töldum,
að slikur fjárstuðningur yrði
hugsanlega þeginn, og óskuðum
eftir að sveitarstjórn tæki afstöðu
til þess máls. Hins vegar lögðum
við sérstaka áherzlu á, að ekki
yrði hvikað frá fyrirætlunum um
sundlaugarbyggingu af hreppsins
hálfu, og létum bóka eftirfarandi
um hugsanlegan hreppsstyrk:
,,Þó yrði það fjárframlag, ef til
kæmi, að vera háð þvi skilyrði, að
það yrði ekki til að draga úr
framkvæmdum sveitarfélagsrns
við varanlega sundlaug”.
Rætt um sameiningu
Eftir að fulltrúar félaganna
voru horfnir af fundi, var eftirfar-
andi bókað m.a.: „Sveitarstjórn
var sammála um að styrkja tf.
Eilif til byggingar bráðabirgða-
sundlaugar, með þvi að leggja
fram hreinsitæki i laugina, sem
siðar mætti nota i varanlega
sundlaug, enn fremur skúra fyrir
búningsklefa, böð og salerni.”
Á fundinum var enginn afstaða
tekin varðandi fjárstyrk til Umf.
Mývetnings, og sundlaugarmál
voru svo ekki til umræðu i sveit-
arstjórn fyrr en 11. júni. Þá las
oddviti bréf frá formanni Mý-
vetnings, „þar sem farið er fram
á lán allt að kr. 300 þúsund til að
koma upp sundlaug við iþrótta-
völlinn á Álftabáru. Lán þetta
endurgreiðist, þegar hreppurinn
ræðst i byggingu á varanlegri
laug”.
Og erindið var afgreitt þannig:
„Oddvita heimilað að veita Umf.
Mývetningi fyrirgreiöslu við að
leysa út sundlaugina. Jafnframt
varoddvita og Bóasi Gunnarssyni
falið að ræða við stjórnir Umf.
Mývetningsog tf. Eilifs, hvort fé-
lögin geti ekki sameinað krafta
sina við að koma upp sameigin-
legri sundlaug og reka hana”.
Viðræður um sameiginlega
laug fóru fram 1. júlf, en þá ræddu
þeir oddvitinn og Bóas óformlega
við stjórnir félaganna, hvora fyr-
ir sig, og ræddu þeir fyrst við
stjórn Eilifs, samkv. ákvörðun
oddvita, en Bóas taldi eðlilegra,
að þeir ræddu við stjórn Mývetn-
ings fyrst. 1 þessum viðræðum
lýstu stjórnarmenn Eilifs þvi yfir,
að þeir væru til viðræðu um þessi
mál og fögnuðu þvi, ef hægt væri
að ná samkomulagi um eina
sundlaugarbyggingu, en bentu
jafnframt á, að eðlilegra heföi
verið að ræða við stjórn Mývetn-
ings fyrst, þvi að hér hlyti að vera
um það að ræða, að þeir hættu við
sina rafhituðu sundlaug á Álfta-
báru og sameinazt yrði um eina
sundlaugarbyggingu á jarðhita-
svæðinu i Reykjahlið. Siðar hefur
oddvitinn túlkað þessa afstöðu
stjórnarEilifs þannig, að hún hafi
ekki verið til viðræðu um þetta
mál, og verður sú túlkun varla
skilin nema á þann veg að hann
hafi talið að „sameiginleg sund-
laug” ætti að vera á Alftabáru.
Aldrei var boðaður sameigin-
legur fundur félaganna beggja
um þetta mál, svo sem eðlilegt
hefði mátt teljast, en á fundi
sveitarstjórnar 2. júli er eftirfar-
andi bókað: „Oddviti gerði grein
fyrir viðræðum þeim og könnun,
sem honum og Bóasi Gunnarss.
var falið á siðasta sveitarstjórn-
arfundi að gera við stjórn Umf.
Mývetnings og If. Eilifs um eina
sameiginlega sundlaugarbygg-
ingu.” Fleira er ekki bókað um
þetta.
A þessu stigi hafði enn ekki ver-
ið rætt um það i sveitarstjórn að
veita ungmennafélaginu afgangs-
TÍMINN
rafmagn frá barnaskólanum til
upphitunar laugarinnar, en á
þessum fundi, 2. júli, las oddviti
„bréf frá formanni Umf. Mývetn-
ings, þar sem hann fer fram á að
sveitarstjórn eftirláti Umf. Mý-
vetningi það umfram rafmagn,
sem til kann að verða i barnaskól-
anum á Skútustöðum, til hitunar
sundlaugar á Alftabáru. Sveitar-
stjórn samþykkti fyrir sitt leyti
að verða við þessari ósk, þó án
allra skuldbindinga um orku-
magn.”
Engum getur dulizt, að sund-
laugin á Alftabáru er byggð með
fulltingi sveitastjórnarmeirihlut-
ans, þó að þessi samþykkt um af-
gangsrafmagnið hafi verið gerð
samhljóða. Þá var stjórn ung-
mennafélagsins fyrir löngu búin
að kaupa laugina, og vitanlega
var hún búin að tryggja sér það
hjá meirihluta sveitarstjórnar að
fá rafmagn til hennar.
Enginn boðaður
Kostnaðaráætlanir um þessar
bráðabirgðasundlaugar lágu ekki
fyrir, fyrr en komið var fram á
sumar. Kostnaðaráætlun Eilifs
hljóðaði upp á rúmar 2 millj.
króna, en hún var kynnt sveitar-
stjórn á fundinum 2. júli. Svo sem
fram hefur komið, var af félags-
ins hálfu, horfið frá áformum
um slika laug, eftir að þessi áætl.
var gerð, og var þá ákveðið að
hafa samband við iþróttafulltrúa
rikisins og athuga, hvort hann
gæti komið hingað og fengið odd-
vita til að halda sameiginl. fund
málsaðila. Tók iþróttafulltrúnn
þessu vel, enda átti hann hvort eð
var leið hingað norður skömmu
seinna, þ.e. 19. júli. Hafði hann
samband við oddvitann, áður en
hann kom, og óskaði eftir fundi.
En svo einkennilegt sem það var,
þá boðaði oddvitinn engan á þenn
an fund. Staðfesti hann þetta sjálf
ur opinberlega á opna fundinumð
1. nóv. Undirritaður, sem hitti
Iþróttafulltrúann fyrir tilviljun á -
Húsavik sama dag, mætti þó á
þessum fundi ásamt tveimur öðr-
um, og einnig voru mættir nokkr-
ir menn frá Umf. Mývetningi,
sjálfsagt fyrir tilviljun einnig.
Enginn sveitarstjórnarmaður sat
fundinn nema oddvitinn. Þarna
upplýsti iþróttafulltrúinn m.a., að
um verul. hallarekstur væri að
ræða á öllum sundlaugum hér-
lendis. Ýmsar fleiri gagnlegar og
athyglisverðár upplýsingar komu
þarna fram.
Fjárveiting frá rikinu til sund-
laugar i Mývatnssveit, stórrar
eða smárrar, mun enn ekki liggja
fvrir. Samt nefndi oddvitinn
aldrei þetta atriði sem ástæðu
fyrir aðgeröarleysi sinu fyrr en á
opna fundinum 1. nóv., enda er að
sjálfsögðu hægt að vinna ýmsa
nauðsynlega undirbúningsvinnu,
þó að slik f járveiting sé ekki fyrir
hendi, m.a. að ganga frá skipu-
lagi iþróttasvæðisins i Reykjahl.,
sem enn er eftir. Ég veit ekki bet-
ur, en að vilyrði hafi á sfnum tima
fengizt fyrir þvi, að Mývetningar
fengju rikisframlag til sundlaug-
arbyggingar i Reykjahlið, og um-
sókn var send til fjárveitingar-
nefndar Alþingis vorið 1972, en
hversu fast hefur verið gengið
eftir þvi framlagi siðan, af
heimaaðila, veit ég ekki.
Engin leiðrétting
1 þriðja lið „leiðréttingarinnar”
setur oddvitinn fram furðulegar
fullyrðingar, en hann hljóðar svo:
„Undirskriftarskjalið barst mér i
hendur að kvöldi 6. september.
Var þá komið að göngurri og slát-
urtið, og vegna anna komst fund-
urinn ekki á fyrr en 1. nóvember.
Var það litið lengri timi en það
hafði tekið fréttaritarann, for-
mann Eilifs, að koma samþykkt-
inni til min.”
Undirskriftarskjaliö er dagsett
31. júli og söfnunin, sem ýmsir
lögðu hönd að, stóð yfir allan
ágústmánuö. Sveitarstjórnar-
mennirnir Bóas Gunnarsson og
Armann Pétursson sendu skjalið
til oddvitans, en ekki undirritað-
ur. Og eftir að oddvitinn tók skal-
ið sjálfur á pósthúsinu I Reynihlfð
um miðjan dag, fimmtudaginn 6.
sept., hafði hann fjóra daga til
stefnu fram að göngum, sem hóf-
ust þriðjudaginn 11. september.
Álitu þeir Bóas og Armann, aö á
þeim tima ætti aö vera hægt að
koma á fundi, ef vilji væri fyrir
hendi. En satt er það, að búskap-
arannir geta oft verið miklar.
Mývetningar höfðu lengi beðið
eftir þvi að geta byggt sundlaug,
þegar hitaveita kæmi i Reykja-
hlið. Þess vegna er von, að menn
eigi erfitt með að skilja, að þegar
hitaveitan er komin i gagnið og
nóg heitt vatn stendur hreppnum
til boða i sundlaug. þá skuli odd-
vitinn og stuðningsmenn hans,
þrátt fyrir gerðar samþykktir,
halda að sér höndum ár eftir ár
me nauðsynlegan undirbúning,
skjóta sér á bak við áformaðar
bráðabirgðalausnir áhuga-
mannafélaga og gefa þeim hýrt
auga, en þó einkum rafhitaðri
sundlaug, sem miðað er við að
nota, þegar skólinn getur verið án
upphitunar, þ.e. rétt yfir hásum-
arið. Sem betur fer þarf ekki að
efa, að meirihluti Mývetninga er
óánægður með slik vinnubrögð og
fordæmir þau.
En svo vikið sé aftur að skrifum
oddvitans, þá er augljóst, aö i
þeim er ekki um neina leiðrétt-
ingu að ræða, nema siður sé. Og
hvort sem það er „heimilisbölið”
eða annað, sem veldur, þá hefur
honum orðið það á i þessum pistli
að hagræða sannleikanum all-
verulega. Ætli það sé svo með
oddvita Skútustaðahrepps, að
hann þurfi að spyrja eins og Pila-
tus forðum: „Hvað er sannleik-
ur”? Jón Illugason.
15
Jólabækurnar
BIBLÍAN
VASAÚTGÁFA
NÝPRENTUN
Þunnur biblíupappír
Balacron-band * Fjórirlitir
Sálmabókin
nýja
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(f>ubbranböstofu
Hallgrimskirkja Reykjavik
simi 17805 opiö3-5e.h.
Frá Viðlagasjóði
Sveitarfélög sem ekki hafa gert skil á Við-
lagagjaldi þurfa að standa skil á gjaldinu
fyrir n.k. áramót, ef þau vilja komast hjá
frekari dráttarvöxtum.
Viðlagagjald má greiða i bönkum eða
sparisjóðum inn á reikning Viðlagasjóðs
hjá Seðlabanka íslands.
Hlégarður
Leigjum út sali fyrir árshátiðir, þorrablót
og til fundahalda. Framreiðum veizlumat,
þorramat, kaffi, smurbrauð, kökur og
fleira.
Upplýsingar i sima 66195.
Áttadags-
gleði
stúdenta
verður haldin i Laugardalshöllinni 31. des.
1973 kl. 23-04. Hljómsveitin Brimkló.
Forsala aðgöngumiða i anddyri H1 28.-31.
des. kl. 14-17. Kaupið miða timanlega, i
fyrra seldust þeir upp. SHl.
Jólatrésskemmtun
fyrir börn stúdenta og börn háskóla-
kennara verður i hátiðasal Háskóla Is-
lands fimmtudaginn 27. des. kl. 14.
Ókeypis aðgangur og góðgæti. — SHí.