Tíminn - 23.12.1973, Qupperneq 18
ÞETTA TVENNT, þjóötrú og
vísindi, hefir átt í strlði um ald-
ir, en aldrei cins og nú á öld
tækninnar. Þá eru veðurfregnir
þar I fremstu röð, sem vonlegt
er, eins og Þorsteinn Erlingsson
segir öllum öörum betur I þessu
erindi I Páskahreti I Eiðnum:
Af hyggni skelka heyja
bændur enn
þann húsgangslýð, sem aldrei
skilur vitin.
Og veðurspárnar setja svip á
menn
og sérstaklega á þá, sem
eig' ’ann litinn.
Þetta erindi sýnir að veður-
spárnar hafa ekki komið fyrst
með Veðurstofunni og visindum
nútlmans, heldur eiga sér jafn-
Ianga sögu og maðurinn, sem
tók að lita til lofts og huga að
veðri eftir þvi.
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur, sem er allra manna
uppáhald og það að verðleikum,
ræddi um veðurspárnar i út-
varpi um miöjan júli I sumar,
þvi að þá var ekkert sjónvarp.
Páll var hinn ánægðasti og sagði
að veðrið væri eitthvað að
breytast til hins betra, hunda-
dagar væru að byrja og bændur
hefðu haft tröllatrú á þeim,
þannig að veöurfar, sem byrjaði
meö þeim stæöi I reynd nokkuð
samfellt til höfuðdags. Svo bætti
Páll viö: ,,En þessa trú gerum
við ekki aö okkar hér á Veður-
stofunni”. Þarna erum við Páll
á öndverðum meiö,eins og hann
veit. Ég tek þaö fram I upphafi
þessa máls, til þess að ekki
valdi misskilningi, að ég tek
engan mann fram yfir Pál
Bergþórsson, hvorki i útvarpi
né sjónvarpi, og eru þó margir
vissulega góðir. Þegar hann
kémur fram i sjónvarpinu, t.d.
við mánaðarlok, til þess að gera
upp fyrir mánuðinn, þá kemst
^g alltaf I sólskinsskap. Hann er
Hverjum manni orðhagari. Ég
minnist þess, sem Haraldur
hárðráði Noregskonungur sagði
við Arnór jarláskáld, þegar
hann flutti Magnúsi góða
frænda hans kvæðið, sem þetta
er I:
Haukur réttur er þú Hörðá
drottinn,
hver gramur er þér stórum
verri.
Meiri verði þinn en þeirrá
þrifnaður allur unz himinninn
rifnar.
Þá varð Haraldi að orði: ,,A11
ákaflega yrkir þessi maður, en
lofaðu svo einn, að þú lastir ekki
ahnan”. Þetta vil ég ekki láta
béra mér á brýn i sambandi viö
Pál. Það er ekki einn lastaður,
þótt annar sé lofaður.
Þaö fer vart á milli mála, að
Páll Bergþórsson trúir á mátt
visindanna eða á mátt sinn og
megin, eins og það var orðað til
forna, og hafa vissulega margir
trúaö á minna, sem þann átrún-
að hafa haft. Fyrir nærri tvö
þúsund árum voru mælt fram
þessi orö: „Eins er þér vant”,
og þeim vil ég nú leyfa mér aö
beina til hans. Páll á að trúa
meira á það, sem þjóðtrúin fær-
ir honum upp I hendurnar og
byggt er á alda gamalli eftirtekt
kynslóöanna. Þetta er mér
ómetanlegt. Það hefir 70 ára
reynsla kennt mér og mörgum
rosknum mönnum.
Ég hefi alla ævi átt heima á
Hrafnkelsstöðum og i 70 ár
horft til veöurs af sama sjónar-
hól. Hefi ég oft getað sagt fyrir
veður um sláttinn, bæði eftir
draumum og veðurútliti, svo að
ekki hefur skeikað um hárs-
breidd. Ég hef næga votta að
sliku. T.d. var ég búinn að spá
fyrir þessu sumri nokkru áður
en Páll kom i útvarpið og auð-
vitað ekki eftir loftútliti og
skýjafari, heldur eftir þjóðtrú
og reynslu. Ég spáði á þessa
leið: Það kemur þurrkur með
hundadögunum um miðjan júli,
og sú veðurreynd stendur til
höfuðdags. Hann verður þó
daufur 16. vikuna, eins og alla-
jafna i þurrkatið.
Þegar óþurrkar höfðu gengið
framan af slætti, trúðu menn á
16. vikuna næstum eins og á
heilaga forsjón, að þá kæmi
þerrir. Og það reyndist oft ræt-
ast, en gat auövitað brugðizt
eins og allt. Þetta var samt
reglan, eftir minni reynslu. Og
16. vikan skar sig einnig oftast
úr I þurrkatið, en þá á hinn verri
veg. Halda menn ekki^ að um
verzlunarmannahelgina hafi
fólk orðið vart við.að hann væri
daufur i miðri 16. vikunni, þ.e. á
16. sunnudag sumars. Ég hefði
viljað vera daginn þann staddur
hjá kunningja minum, Sigurði á
Sandhaugum i Bárðardal, þegar
þar var 100 millimetra úrkoma
yfir sólarhringinn, eða helmingi
meira en meðalúrkoma er allan
ágústmánuð. Það hefði verið
fróðlegt að sjá slikt veöur. Við,
sem búum á þessum rigningar-
rassi, sem Suðurland vissulega
er, þykir það hálfa nóg, eða 50
millimetrar. Þar kom að þvi, að
Hviti Kristur sneri allverulega á
Asa-Þór. Það var ekki nema
rétt suddi hjá allsherjargoðan-
um á Draghálsi þennan dag,hjá
þvi sem afkomendur Þorgeirs á
Ljósavatni fengu i sinn hlut.
Hvaöa vit er það lika að bjóða
sjálfum Asa-Þór upp á gamalt
rollukjöt. Er ekki lengur ætt
tryppi i Borgarfirði til þess að
blóta? Svo ættu þeir að senda
Þór gamla austur að Súlu og
fleiri vatnsfalla á hringýegin-
um til þess að stemma á gö ósi,
eins og hann gerði I gamla daga.
En nú kem ég að veðurspá frá
ungdæmi minu, sem verið gæti,
að veðurfræðingar og aðrir
heföu gaman af að heyra. Sú
saga gerðist. um sláttinn á
fyrsta áratug aldarinnar og ér á
þessa leið:
Það var búinn að vera óþurrk-
ur I eina viku, og hafði verið
slegið stanzlaust alla dagá. Þá
var það um það leyti er við vor-
um að drekka siðdegiskaffið i
slægjunni, að hann fór að rofa til
I vestrinu alveg niður við, og
karlmennirnir fóru að tala um,
hvort hann ætlaði nú ekki að
fara að gera þerri. Þá segir
pabbi við mig: „Hlauptu heim
og biddu mömmu þina að’fára
niöur i kjallara og vita.'hvort
ekki hefur lækkað i skyrturinun-
um”. Ég man ennþá, hvað mér
fannst þetta vitlaust að trúa á
skyrtunnur. Það hafði frændi
minn, séra Kjartan I Hruna,
aldrei nefnt, þegar hann var að
búa mig undir fermingu. Sagði
hann mér þó margt, sem ég get
aldrei fullþakkað.
Hvaðum það. Ég elti mömmu
niður i kjallara, og við skoðuð-
um I allar tunnur, og viti menn!
Það var stórt borð á þeim öll-
um! Ég man,hvað ég hljóp út á
engjar til þess að segja þessi
góöu tiðindi. Það var litið rætt
um eftirvinnukaup á Hrafnkels-
stöðum kvöldið það. Við fórum
að rifa upp heyið og höfðum lok-
iö þvi, þegar ekki sá lengur
handaskil fyrir myrkri. Og hvað
haldiö þið? Það kom viku þurrk-
ur, svo aö hvert strá var komið I
hlööu um næstu helgi. I þá daga
var talið, að ekki yrði komizt
lengra I þvi að hafa góða sam-
vizku heldur en þegar búið var
að alhirða á laugardegi eftir
stranga vinnu i þurrheyi alla
vikuna og þreyttur skrokkur
lagðist til hvildar á laugardags-
kveldi. Hámarki náði þessi vel-
liöan, ef maður vaknaði á
sunnudagsmorgni við það, að
farið var að rigna. Þá var breitt
upp yfir höfuð og tekinn góður
blundur til viðbótar.
Nú hef ég, eins og gefur að
skikja, ekki hundsvitá þvi, hvað
liggur til grundvallar skyr-
tunnuspánni, liklega einhvers
konar háþrýstisvæði, eins og er
oftast yfir Grænlandi i þurrrka-
tið. Sjálfsagt verkar skyrið i
tunnunni sem einhvers konar
loftvog. Gaman væri, að Páll
vinurvor útskýrði þetta, sem ég
tel vist að hann geti.
Nú er fátt um skyrtunnur á ts-
landi, en Veðurstofan hefur tek-
iö við þessu sérstæða hlutverki
þeirra. En með hvaða árangri?
Ég held að skyrtunnunni hafi
ekki skjátlast, en oft hendir það
Veöurstofuna, þvi er nú ver og
miður, hvað sem veldur. Ekki
flökrar það að mér, að þeir
ágætu menn, sem með veður-
spárnar fara, geri ekki allt eftir
beztu samvizku. Það viðurkenni
ég fúslega, að veðurfregnirnar
eru ómetanlegar fyrir bændur.
Þó meö þeim fyrirvara, að þeir
hætti ekki sjálfir að lita til lofts
og gera sinar ályktanir, á sama
hátt og bændur hafa gert frá
alda öðli. Um þaö vitnar sagan
allt frá landsnámstið.
Nú er þaö aldrei vani minn að
kasta fram fullyrðingum, án
þess að láta rök fylgja, eftir þvi
sem kostur er á. Og úr þvi að ég
talaði um misbrest á veður-
spám, er bezt,að við Páll Berg-
þórsson rifjum upp veðurspána
um þrjár helgar i sumar, þá 15.,
16. og 17. Páll hefur þetta auð-
vitað allt tiltækt hjá Veðurstof-
unni, en ég verð að treysta á
minnið og hefi ekkert skrifað.
Og þvi skal ég lofa að hafa held-
ur það, er sannara reynist.
Við Árnesingar vorum
áhyggjufullir um veðrið um 15.
sumarhelgina, þvi að þá átti að
vera hið árlega Alfaskeiðsmót,
útiskemmtun, sern er orðin
meira en 60 ára hefð. Það var
leiöindaveður á lrugardag, þó
að ekki rigndi mikið, og Veður-
stofan lofaði engu góðu. Þetta
fór nú samt allt vel, og þurrt var
allan sunnudaginn, en sólarlitið.
Ég sat þennan dag heima og
hlustaði á útvarp, ferðaðist i
huganum um sögustaði Njálu
með Böðvari Guðmundssyni og
Jóni Böðvarssyni og skemmti
mér konunglega. Ég var i sól-
skinsskapi á eftir og fór að at-
húga veðurútlit. Eftir minu viti
var hann að gera þurrk og hafði
orð á þvi við frændur mina, þeg-
ar þeir komu heim af
skemmtuninni á Alfaskeiði.
Eins og ungum bændum sæmir,
trúa þeir meira á Pál Bergþórs-
son heldur en mig, og þótti eng-
um mikið. Svo kemur veðurspá-
in um kvöldið og var eitthvað á
þessa leið: Eitt þúsund milli-
bara lægð við Grænland á hreyf-
ingu norðaustur, rigning um allt
land. Þá fékk ég nú orð i eyra,
en ég beit á jaxlinn og bölvaði i
hljóði. Spursmál, hvor okkar
Páls er þrjóskari, ef i það fer.
Það var ekki langt liðið á sjö-
unda timann um morguninn,
þegar ég fór að gá til veðurs. Þá
var glampandi sólskin, og i hönd
fór einn bezti þurrkdagur
sumarsins. Þegar Veðurstofan
geröi upp eftir daginn, var það
eitthvað á þessa leið: Þurrkur
og hvergi mælanleg úrkoma á
landinu. Þaö, sem gerzt hefur,
er sjálfsagt einfaldlega þetta:
Lægðin breytti um stefnu og fór
austur fyrir sunnan land. Lægð,
sem fer noröaustur, kemur
ævinlega með rigningu. Auðvit-
að er Veðurstofan alveg viss
um, hvar lægðirnar eru i byrj-
un. En hvernig er það með
ferðaáætlunina, er hún alveg
óútreiknanleg? Ef svo er, geta
veðurfræðingarnir þvegið hend-
ur sinar alsaklausir. Ég spyr i
gamni: Hlaupa bansettar lægð-
irnar útundan sér eins og ótemj-
ur og kasta veöurfræðingunum
af baki.
Sextánda sunnudaginn var
meiri úrfelli i Bárðardal heldur
en dæmi eru til áður. Þá spáði
Veðurstofan ekki þerri, en hún
nefndi ekki þessi ósköp.
Sunnudaginn i 17. vikunni
. nenni ég ekki að ræða um, þvi að
þá rak hver vitleysan aðra hjá
Veðurstofunni.
Það gerir nú litið til, þó að
Veðurstofan spái rigningu um
slátt,en úr verði góður þerrir.
Það verður auðveldlega fyrir-
gefið. En ef hún spáir þerri og
úr þvi verður slagviðri, getur
þaö orðið dýrt spaug fyrir
bændurna i landinu, eins og ég
skal nefna dæmi um.
A mesta óþurrkasumri á
þessari öld, 1969, hafði staðið
langur rosakafli, þegar brá til
þerris I tvo daga, laugardag og
sunnudag, og Veöurstofan sagði
hiklaust, að þerrir yrði á mánu-
dag til viðbótar. Bændur á
Suöurlandi voru svo vitlausir að
trúa þessu og uggðu ekki að sér.
Þúsundir hesta af heyi lágu i
beöjum um allt Suðurland, og
jafnvel þekktist, að menn
breiddu úr hrúgum til þess að
nota betur þerrinn næsta dag.
Sjálfsagt hefir einhver bóndinn
sagt ljótt, þegar hann vaknaði
næsta morgun i slagviðri, sem
stóð allan þann dag og þann
næsta. Hefði réttilega verið sagt
til um veörið, mundi enginn
bóndi hafa sofnað dúr þessa
nótt, og þannig hefði áreiðán-
lega verið bjargað milljóna-
verðmætum með þeim tækjum,
sem nú eru til á hvérjum bæ.
Enda er haft eftir gömlum
bónda: „Ég held að þeir liti
aldrei til lofts þarna á Veður-
stofunni”. Og það sem verra er.
Veðurstofan hefur vanið bændur
af þvi að lita til lofts, og þvi fer
sem fer.
Aður en Veðurstofan kom,
voru bændur yfirleitt ekki þeir
aular, að þeir sæju ekki fyrir, ef
von var á slagviðri næsta dag.
ril aö sanna, aö þetta er ekki
sagt út i bláinn, ætla ég að nefna
tvennt, sem bændur töldu
Sruggt rigningarmerki næsta
iag áður fyrr. Annað var það, ef
alveg var heiðskirt og engin
fyrirstaða i suðrinu. En fyrir-
staða var það nefnt, ef skýja-
oakki var niðri viö hafsbrún.
Næði heiðrikjan aftur á móti
niður ihafsauga, eins og það var
kallað, boðaði það ekki gott. Hitt
dæmið um aðsteðjandi rigningu
er i þvi fólgið, að fari það sam-
an, að bliku leggi upp i vestur-
loftið og gangi svo hratt inn á
vestrið, aö blikan komist upp
fyrir sólina, áður en hún sezt.
má eiga visa úrkomu fyrir fóta-
ferð næsta dag. Þetta gerðist
einmitt þennan minnisstæða
dag 1969. Ef blikan náði hins
vegar aldrei sólinni, áður en hún
settist aö kvöldi, mátti búast við
þurrum degi að morgni. Fyrr-
greinda helgi áriö 1969 var allt
hey komið i lanir á Hrafnkels-
stöðum, áöur en háttað var, og
fyrsta verkiö i rigningunni
næsta morgun var aö breiða yfir
þær striga, og þar meö var allt
tryggt á þeim bæ.
Netþykkni undan sól veit á
storm og úrfelli, segir Atli, bú-
fræðirit Björns i Sauðlausksdal.
Þetta hefir aldrei brugðizt mér,
frá þvi að ég fór fyrst að veita
þessu athygli. Þetta eru aðeins
litil dæmi af mörgum veðurat-
hugunum bænda öld eftir öld.
Hjátrú og raunvisindi hafa allt-
af þrifizt hlið við hlið. Stað-
reyndakarlar nútimans gera lit-
ið úr mörgu þvi, sem byggt er á
eftirtekt kynslóðanna. En mér
er spurn: Hafa þeir efni á þvi,
ekki vissari en þeir eru i sinni
sök?
Þegar þetta er ritað i lok
hundadaga, er búinn að standa
forláta þerrir, og bændur um
Suðurland eru að hirða siðustu
töðuna. Hvort spá min stenzt, að
hin góða veðurreynd haldizt til
höfuðdags — þegar þetta spjall
mitt verðuq flutt útvarpshlust-
endum — hefur ekkert að segja
úr þessu, þvi að fáir dagar eru
til stefnu. Nú fer norðanátt að
verða hættuleg, vegna frosta,
sem henni fylgja, og sjálfsagt
megum við búast við frostskúr-
um núna, hvað sem meira verð-
ur.
Þetta er orðiö eitt bezta sum:
ar um árabil Veðurguöinn hafði
vit fyrir bændum eins og bezt
varð á kosið. Þeir fengu þerri-
um miðjan júll og gátu slegið og
hirt þau tún, sem ekki voru beitt
I vor. Hin voru ekki tilbúin til
sláttar, og hefði verið stórskaði
að slá þau strax. En þá kom
væta 1 bili og forláta grasveður,
einmitt það allra bezta, sem á
varð kosttð, svo aö allt varð kaf-
sprottið, og þá kom þurrkurinn
aftur alveg á réttum tima. Það
er. óþarfi aö nöldra viö Guð i
þetta sinn. Eg þori að segja, að
vinstri stjórnin hefði ekki
stjórnað tiðinni 'betur en þetta,
þó að hún hefði verið þess
megnug, og „léngra veröur ekki
rakið en til 'Bollants”, eins og
þar stendur, Hitt er hræðilegt,
hvað hér munaði mjóu, að þetta
yröi hallærissumár. Maður þor-
ir varla aö hpgsa þá 'hugsun til
enda. Ef rrjetraþykkur klaki
hefði verið i jörðu, eins og á
kalárunum, að undangengnum
einum kaldasta júni mánuði á
þessari öld. Hvað þá? Það er
eins og Páll Bergþórsson sagði
um miðjan júli: „Það er vetrar-
veðráttan og klakleysið, sem
þarna bjargaði”.
Allt er þá þrennt er. Og nú er
bezt að ljúka þessu spjalli með
þriðju veðurspánni frá gömlum
tlma.
A fyrstu tugum aldarinnar bjó
roskinn merkisbóndi i nágrenni
við Hrafnkelsstaði. Hann var
allra manna veðurgleggstur.
Færi hann áö snúa heyi sinu á
sumardegi, var óhætt að fara
eftir þvi, og það gerðum viö oft
heima, þvi að vel sást á milli
bæjanna. Eitt sinn fórum við að
spyrja þennan bónda, hvernig
hann færi að þvi að sjá vona
veðrið út fyrirfram. Hann sagði
frá á þessa leið: „Ég hefi ands-
viti mikla trú á skýjafarinu. Það
hlær stundum að mér fólkið,
þegar ég er að gá til veðurs. Ég
tek hrifu og rek skaftið niður i
völlinn, svo að það stendur fast.
Siðan leggst ég á bakið hjá hrif-
unni og miða fariö á skýjunum
við hrifuhausinn. Ef skýin halda
til suðurs, er vis norðanátt I
vændum”.
Hugsum okkur svo aö siöustu
myndina þannig: Veður-
fræðingur stendur við veður-
kortið og hefur fengið mynd og
fréttir úr öllum áttum. Aö hinu
leytinu er gamli bóndinn og hef-
ir aðeins hrifuna sina. En hann
notar hana þannig, að hausinn á
henni slagar upp I hausinn á
hinum visa vísindamanni.