Tíminn - 23.12.1973, Page 19

Tíminn - 23.12.1973, Page 19
Sunnudagur 2:i. desember 1973. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingriinur Gisiason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. Skoðum hug okkar Mesta hátið ársins er að ganga i garð og hef- ur það ekki farið fram hjá neinum undanfarnar vikur, að hún nálgaðist. Hin mikla kauptið og auglýsingaflóðið minnir menn á. Verzlunin hefur verið geysimikil og fólk virðist hafa mikla fjármuni handa á milli til kaupa á jóla- mat og jólagjöfum. Jólin hafa verið nefnd hátið friðarins. Boð- skapur þeirra er friður á jörð. Og jólunum fylg- ir vissulega aukinn náungakærleikur meðal kristinna manna. Tillitssemi þeirra hverra til annarra er meiri á jólahátiðinni en aðra daga ársins. Jólahátiðin og það andrúmsloft, sem henni fylgir, er vel fallinn timi fyrir menn til að skoða hug sinn og endurmeta viðhorf sin til manna og málefna. Við megum þakka, er við setjumst við jóla- borðið, að lifskjör okkareru góð og þjóðin hefur nú meiri efni en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir óblið náttúruöfl á íslandi á þessu ári, eins og t.d. gosið i Eyjum og hin langvarandi og hörðu frost nú, megum við þakka orkuauðgi landsins og öll skulum við leiða hugann til þeirra ná- granna- og vinaþjóða okkar, sem þurfa að búa við köld og myrk jól að þessu sinni vegna orku- skortsins, sem stafar af takmörkun Araba- þjóða á oliusölu til þeirra. Við skulum öll biðja þess, að fimbulfingur frostsins loki ekki fyrir yl og ljós til okkar um hátiðina, en um leið skulum við biðja þess að friðarsamningar þeir, sem loks eru hafnir milli Araba og Israela beri árangur og létti af oliutakmörkunum Araba svo þeirri myrku vofu og köldu, sem nú grúfir yfir jólahátið hjá vinum okkar og frændum á Norðurlöndum og ýmsum þjóðum Vest- ur-Evrópu, verði bægt frá. Og gott væri, ef sú tillitssemi og náungakær- leikur, sem vex með mönnum á jólum og áður var á minnzt ilendist i br jóstum manna og blási ekki á braut að loknum jólum. Ýmsirhafahaftþað á orði að undanfömu, að eitt helzta einkennið á þvi allsnægta- og vel- ferðarþjóðfélagi, sem við höfum búið okkur á Islandi sé kröfuharka og kröfufrekja og met- ingur manna og stétta á milli, sem leiðir til ójafnaðar og sáir fræum öfundar og illsku milli manna. Of oft hefur það hent okkur á undan- förnum árum, að krefjast jafnan margfalt stærri hlutar til okkar hvers um sig, þegar þeim, sem minnst hafa mátt sin, fá nokkurn aukinn skerf i sinn hlut. Vonandi festa menn með sér um þessa hátið það lofsverða hugar- far, er réð i kjarasamningum BSRB og rikisins nú fyrir nokkrum dögum, að þeir, sem minnst hafa skulu fá hlutfallslega mest, en þeir, sem stærstan hlutinn hafa borið fái hlutfallslega minnst. Ef það hugarfar ræður einnig i skiptum manna að baki jólum þarf islenzk þjóð ekki að kviða efnahagsörðugleikum, vinnudeilum og verkföllum. í von um að menn efli með sér slikt hugarfar á jólahátiðinni óskar Timinn lesend- um sinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. — TK Gleðileg jól ERLENT YFIRLIT Feisal er voldugasti forustumaður Araba Því veldur hinn mikli olíuauður Saudi-Arabíu SÁ MAÐUR, sem ræður nú vafalitið mestu meðal leiðtoga Arabarikjanna, er Feisal kon- ungur Saudi-Arabiu. Astæðan er sú, að hann ræður yfir stærstu oliulindunum og getur þvi ráðið mestu um stefnu Araba i oliumálunum. Þótt hann verði sjálfur ekki við- staddur friðarráðstefnuna i Genf, mun óbeinna áhrifa hans gæta þar öllu meira en nokkurs annars. Það veikir ekki aðstöðu hans, t.d. gagn- vart Bandarikjamönnum, að hann er minna grunaður um fylgi við Rússa en nokkur ann- ar leiðtogi Araba. Feisal hefur jafnan verið mikill andstæð- ingur kommúnismans og fer ekki dult með skoðanir sinar i þeim efnum. Hann lét lika deilumál Araba og tsraels- manna fyrst verulega til sin taka eftir að hann taldi sig hafa sannfærzt um, að Sadat forseti Egyptalands væri ekki nein undirlægja Rússa, eins og haldið hafði verið fram, held- ur héldi fullkomlega hlut sin- um gagnvart þeim. Það sann- aði Sadat m.a. i fyrra, þegar hann sendi heim hina mörgu rússnesku sérfræðinga, sem voru komnir til Egyptalands. Þvi hefði vafalaust ekki ver- ið trúað, ef þvi hefði verið haldið fram i lok fyrri heims- styrjaldarinnar, að land það, sem nú heitir Saudi-Arabfa, ætti eftir að gegna jafnmiklu hlutverki á sviði heimsmál- anna. Þá var mestur hluti Arabiuskagans það landsvæði, sem stórveldin sóttust einna minnst eftir að ná undir yfir- ráð sin. Þau létu þaö þvi að mestu afskiptalaust, þegar Ibn Saud, faðir Feisals, sem stjórnaöi aöeins litlu fursta- dæmi, fór að dæmi Haraldar hárfagra og lagöi tvo þriðju hluta skagans undir yfirráð sin. Þá var litið á mestan hluta þess lands sem verðlausa eyðimörk. En svo kom olian til sögunnar. Nú er Saudi-Arabia mesta oliuveldi heims og taliö er, að þar sé að finna um þriðjung allrar oliubirgða, sem nú er vitað um i heimin- um. FEISAL konungur er 69 ára aö aldri. Hann er þriðji sonur Ibn Sauds, en alls átti hann 40 syni, eins og frægt er. Hann baröist ungur viö hlið fööur sins, þegar hann var að sam- eina Arabiu og gat sér þá mik- ið frægðarorð. Faðir hans hafði mikið dálæti á honum og geröi hann að utanrikisráð- herra sinum 1931, en hann var þá 27 ára aö aldri. Þaö féll þá i hlut hans að semja um oliu- réttindi við bandarisk fyrir- tæki og hefur hann stöðugt sið- an haft náin tengsli við ýmsa forustumenn Bandarikjanna á þessu sviði. Tengslin milli Bandarikjanna og Saudi- Arabiu hafa jafnan verið vin- samleg, þótt heldur hafi kóln- að á milli sfðan Bandarikin gerðust sjálfskipaður vernd- ari tsraels og tsraelsmenn hófu landvinninga sina. Ibn Saud lézt 1953 og tók þá elzti sonur hans, Saud, við konungdómi. Hann reyndist mjög duglitill stjórnandi og dvaldist mikið erlendis. Hann gerði Feisal að forsætisráð- herra og réði hann mestu um stjornina meðan Saud var konungur. Árið 1964 var Saud vikið frá völdum og tók Feisal þá við konungdómi, en faðir hans hafði útnefnt hann sem krónprins. Hann hefur síðan verið hinn óumdeildi ein.ræðis- herra Saudi-Arabiu likt og faðir hans var SIÐAN Feisal varö konung- ur, hefur hann beitt sér fyrir alimiklum framförum, enda hefur oliugróöinn gert þaö meira en mögulegt. Meiri- hluta gróðans hefur veriö komið fyrir i bönkum erlendis og er það ætlunin aö geyma hann til siðari tima. Feisal konungur telur framfarir nauösynlegar, en þær megi ckki koma of hratt, og gildi þetta þó einkum um þær, sem ieiða til lifsvcnjubreytinga. Þetta getur haft við rök að styöjast, þegar þess er gætt, að Suadi-Arabia er að mörgu leyti enn á miðaldastigi og al- menningur allur heldur fast i gamlar venjur, Feisal hefur einkum lagt áherzlu á umbæt- ur á sviði heilbrigðismála og kennslumála, auk bættra samgangna. Þaö kostað Feisal mikla mótspyrnu að koma upp sjónvarpsrekstri en nú eru 300 þús. sjónvarpstæki i notkun i Saudi-Arabiu, en ibú- ar landsins eru um 7.7 millj. Þrælahald, sem áður var leyfilegt, hefur verið bannaö, og margir aörir ósiðir bann- færðir. Annars er lögö mikil á- herzla á aö halda i gamla siöi og haga sem ftestu i samræmi við kenningar Múhameðs. Feisal konungur telur sig gegna miklum skyldum i þeim efnum, þar sem helgustu trúarstaðir Múhameðstrúar- manna eru i landi hans aðrir en Jerúsalem. Sjálfur fylgir hann kóraninum stranglega og lifir mjög fábreyttu lifi. Afengi er bannað á heimili hans og i návist hans. Hann hefur ekki verið giftur nema einni konu siðan hann var kon- ungur, en áður hafði hann ver- ið þrigiftur. Núverandi kona hans er sögð rúmlega fertug að aldri og eiga þau fjórar dætur og fimm syni. Sam- kvæmt venju i Saudi-Arabiu hefur litið borið á tiætrunum, en synirnir stunda nám við ameriska háskóla. Feisal konungur hefur brot- ið þá venju, sem áður þótti sjálfsögð, að fela kóngssonum eða ættingjum konungsins öll helztu embætti rikisins. Hann hefuri mörgum tilfellum valið ókonungborna menn i helztu embætti rikisins. Nokkurt dæmi um þetta er þaö, að nú- verandi oliumálaraðherra , rlkisins, Yamani, er kominn af miðstéttarfólki i Mekka. Hann er 43 ára að aldri, en hefur þó gegnt þessu vciga- mikla embætti i aratug. Yamani hafði stundað nám i Bandarikjunum i allmörg ár áður en Feisal tók hann i þjón- ustu sina. Hann hefur unniö manna mest að þvi að skipu- leggja samtök Arabarikjanna um oliumálin, og nýtur mikils álits viöa um heim sem snjall skipuleggjari og einbeittur og hygginn forustumaöur. ÞÓTT samstaða sé nú hjá Arabarfkjunum á yfirboröinu, fer fjarri þvi, aö hún sé eins traust og ætla mætti. Forystu- menn þeirra eru mjög ósam- mála um lokamarkið. Ein- ræðisherrarnir i Libýu, Irak, Alsfr og Sýrlands stefna að róttækum sósialisma, en Feisal og Hussein Jordaniu- konungur vilja viðhalda núv. þjóðskipulagi meö endurbót- um. Sadat stendur mitt á milli. Ef ckki nást á friðarráð- stefnunni i Genf viðunanlegir samningar fyrir Araba, er hætt við, að það verði vatn á myllu róttæku foringjanna. Fyrir Bandarikjamenn og lsraelsmenn skiptir þvi miklu að semja meðan menn eins og Feisal, Hussein og Sadat geta haft áhrif á samningagerðina. Margt bendir til, að Nixon og Kissinger geri sér þetta ljóst, en hið sama virðist ekki gilda um Israelsmenn og ýmissa leiðtoga demókrata i Bandarikjunum. Þvi er ekki fullsýnt hver niðurstaðan verður á friðarráðstefnunni i Genf. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.