Tíminn - 23.12.1973, Side 33
Sunnudagur 23. desember 1973.
TÍMINN
33
aumingja Siggi. Og ég
veit að mamma verður
svo hrædd um mig.
— Hvar áttu heima?
spurði Frikki. Hann
varð reglulega glaður
yfir að einhver leitaði til
hans og þarfnaðist
hjálpar hans.
— Ég á heima á
Vatnaliljugötu númer
hundrað tuttugu og eitt,
svaraði Siggi.
— Komdu með mér,
væni minn, sagði Frikki.
Ég skal fylgja þér heim
strax, svo að mamma
þin verði ekki alltof
hrædd. Og það gerði
hann.
Mamma hans Sigga
stóð á tröppunum og
skimaði i allar átti. Hún
varð ósköp þakklát og
fegin, þegar Frikki kom
með Sigga litla. Og hún
hugsaði með sér, að
hann hefði breytzt
mikið. Siðan bauð hún
honum i kaffi.
Frikki var ekki seinn á
sér að þiggja boðið. Og
hann var viss um, að
aldrei á ævinni hafði
hann skemmt sér betur.
Þegar hann kom heim
seinna um daginn, fór
hann að hugsa um það,
hve gaman væri að vera
góður við aðra og hjálpa
þeim, sem þess þyrftu.
Og hann hét þvi að vera
alltaf góður og hjálp-
samur i framtiðinni.
Allir hinir froskarnir i
Vatnaliljuþorpi voru
steinhissa. Frikki frosk-
ur var orðinn allra
froska beztur, og var
sifellt að hjálpa til og
gleðja aðra. Einn daginn
lánaði hann meira að
segja litlum andarunga
liljublaðið sitt, af þvi að
hann var svo þreyttur.
Hinir froskarnir trúðu
ekki sinum eigin augum
og eyrum. Þeir voru
vissir um, að Frikki
þættist vera svona góður
til þess að bliðka þá. En
þegar þeir fréttu, að
hann gætti litlu uglu-
barnanna á kvöldin, svo
að móðir þeirra gæti náð
i mat handa þeim, fóru
þeir loks að trúa þvi, að
hann væri raunverulega
orðinn svona ósköp
göður og hjálpsamur.
Skömmu seinna fékk
Frikki froskur sitt
stærsta tækifæri til að
sanna öllum, að han
væri raunverulega
orðinri góður. Rikki
rotta, sem allir frosk-
arnir voru dauðhræddir
við, hafði tekið Friðu
frosk og dregið hana
burt með sér. Frikki
varð fyrst skelfingu
lostinn, þvi að hann
vissi, að Rikki var miklu
stærri og sterkari en
hann. En einhvern
veginn varð hann að
bjarga aumingja Friðu.
Loks datt honum ráð i
hug. Hann greip stóran
hattprjón, sem gömul
kona hafði misst i vatnið
daginn áður, og með
honum tókst honum að
frelsa Friðu og drepa
rottuna. Friða varð svo
glöð, að hún kyssti
Frikka beint á munninn.
Nú var Frikki orðinn
hetja þorpsins, og allir
froskarnir kepptust við
að hrósa honum. En
hann var ekki fyllilega
ánægður þvi að nú var
hann svo hræðilega
ljótur, að hann þorði alls
ekki að biðja Friðu að
giftast sér. Og hann
óskaði þess af öllu
hjarta, að hann hefði
ekki verið svona and-
styggilegur við Nikkó-
linu norn. En svo frétti
hann, að Nikkólina hefði
brotið töfrasópinn sinn
og væri svo fjarskalega
leið yfir þvi.
Frikki fór strax af
stað að safna stráum, og
þótt þau væru þung og
stór, tókst honum á end-
anum að binda þau
saman i fallegan sóp,
sem hann færði Nikkó-
linu. Hún varð svo glöð,
að hún fór strax að tauta
einhver töfraorð. Og á
svipstundu varð Frikki
fallegur aftur.
Hann stökk af stað,
eins hratt og fæturnir
gátu borið hann, beina
leið heim til Friðu, og
bað hana að giftast sér.
Og hún sagði auðvitað
já, þvi að Frikki var
bæði fallegastur og bezt-
ur af öllum i þorpinu.
Siðan var haldið helj-
armikið brúðkaup, sem
öllum þorpsbúum var
boðið i, og Frikki og
Friða bjuggu saman i
hamingju og friði upp
frá þvi.
K
U
/
U
í Hvað ætlarv ungur til ] nógU gamap -
þú að kjósa?! að kJósa- Hvað myndirðu
En ég er V Ef ég get imynd-N
þig \ ekkiifram ) aðmér, aðégsé
'vboði, bjáninn nógu gamall, get ég
þinn. ^ V alveg eins imyndað