Tíminn - 23.12.1973, Side 36

Tíminn - 23.12.1973, Side 36
36 TÍMINN Sunnudagur 2:i. desember 1973. Kraftaverk... eftir hljóðfærinu, sem hann lék á. Samband okkar var ekkert sér- staklega rómantiskt en okkur leið vel i návist hvors annars. Geraldine kunni einnig vel við hann. Við fundum örugglega bæði, að einn góðan veðurdag myndum við giftast, en við töluð- um aldrei um það. Svo versnaði skyndilega höfuð- verkurinn, sem ég hef alltaf þjáðst af, nú siðasta árið. Ég lá á gólfinu, ósjálfbjarga af kvölum, og Charles náði i lækni. Læknir- inn sagði, að ég skyldi láta skera mig upp. — bað er svo langt siðan þér voruð skorin upp siðast, og miklar framfarir hafa orðið siðan þá, sagði hann. Sérfræðingur á Royal-Victoria spitalanum i Bournemouth rann sakaði mig. Hann sagði mér frá nýrri uppskurðaraðferð, sem gæti e.t.v. gefið mér sjónina á öðru auganu. Hverju hafði ég að tapa? Ég var lögð inn einn fimmtudag t ágúst i fyrra og strax daginn eft- ir var ég skorin upp. Ég vaknaði fyrst af deyfingunni á föstudags- morgun og fann til hræðilegs höf- uðverkjar og brennandi þorsta. Ég var spurð um liðan mina. — Hræðileg, gat ég stunið upp. Ég reyndi að snúa mér i rúminu, en mjög ákveðin rödd — rödd yfir- hjúkrunarkonunnar — sagði: — bér verðið að liggja á bakinu, frú Robinson, og þér verðið að liggja grafkyrr. Nú kom biðtiminn. Augu min voru hulin með þykkum bind- um .Laugardagurinn silaðist áfram, og sömuleiðis sunnudag- urinn. Ég fékk ekkert að vita, og eg var mjög örvæntingarfulL Svo rann mánudagurinn upp, og ég heyrði, að komið var að rúmi mfnu. — Hvernig liður þér i dag, sagði rödd. — Mér liður vel, sagði ég, þvert ofan i sannleik- ann. En þá heyrði ég lækninn segja: — Kjarlægið umbúðirnar, systir. Hjartað i mér hamaðist... Eg fann, hvernig hendur fjar- lægðu bindin — og skyndilega skar ljósið mig i augun. Ég varð alveg rugluð við hina skyndilegu breytingu. Og skyndilega hrópaði ég með lárin i augunum: — Ég get séð. ÉG GET SÉÐ. Charles, sem beið á ganginum fyrir utan, sagði að það hefði mátt heyra lil min um a 111 sjúkrahúsið. Svo stóð maður við fólagaflinn á rúminu minu. Ég vissi slrax, að það var Charlcs. Hann sagði: — Sæl elskan. Mér datt ekki i hug annað en: — En hvað þú hefur feitar kinnar, Charles. Læknirinn sneri sér að Charles og sagði: — Herra Robinson, kona yðar gelur nú séð. Viljið þér ekki vera svo vænn og kaupa handa henni sólgleraugu. Charles sagði siðar, að hann hefði hlaupið eins hratt og hann gat, og án þess að taka eítir nokkru. bað var nærri búið að aka á hann á götunni. Bilstjórinn hreytti út úr sér skammaryrðum, en Charles stamaði: — En ég ætla bara að kaupa gleraugu. — bú hefur sannarlega not fyrir þau, sagði bilstjórinn. begar Charles var farinn heim, ráfaði ég fram á baðherbergið. fcg fann til óendanlegs, ólýsan- legs léttis. Margir hlutir, sem ég sá nú i fyrsta skipti, komu mér kunnuglega fyrir sjónir, — rúm, gluggar, hurðir. Ég hafði alltaf haft á tilfinningunni, hvernig þeir litu út. En fólkið var framandi. Ég var eins og ókunnug manneskja fyrir sjálfri mér. Ég gekk að spegli og starði lengi á sjálfa mig. Svo þetta var Margaret Robinson. Hvað hún var annars horuð og hárið Ijótt... — Sæl Margaret, sagði ég við spegilmynd mina og fór að háskæla. Enn er ég stundum hrædd við aö sofna á nóttunni. Hugsa sér, ef ég gæti ekki séð Charles, þegar ég vaknaði. Við erum gift nú, brúð- kaupið var haldið fjórum mánuð- um eftir uppskurðinn. Ég gleðst ólýsanlega yfir hinum hversdagslegu hlutum. Ég get fallið i stafi yfir sápupakkanum i verzluninni, og yfir fötunum, sem fólk gengur i. betta er stórkost- legt. Ég hlýt að angra þá, sem ég umgengst, þvi ég segi stöðugt við þá: — Sérðu þetta og þetta... Ég gleymi því, að samborgarar min- ir eru tilfinningalausir gagnvart hinum daglegu hlutum. En fyrgefið mér, ég er þaö nefnilega ekki.... (þýtt og endursagt — gbk.). SVALUR eftir Lyijian Young

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.