Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. janúar 1974
TÍMINN
13
EITT af þvi, sem marga unga
menn fýsir að kynnast, er radió-
tækni, og þeir, sem eldri eru og
reyndari, eru reiðubúnir til þess
að leggja þeim lið, er langar til
þessaðgerast radióamatörar. Nú
vill svo til, að næsta alheims-
skátamót drengja, Jamboree,
sem haldið verður sameiginlega
af öllum Norðurlandaþjóðunum
við Litla-Hamar i Noregi sumarið
1975, verður að miklu leyti heigað
radióskátun , er svo er nefnd,
Þess vegna fékk Timinn tvo verk-
fræðinga, Vilhjálm Þór Kjartans-
son og Kristján Benediktsson,
sem er formaður samtaka radíó-
amatöra til þess að ræða við sig.
— Ég fekk ungur mikinn áhuga
á radiórækni, sagði Kristján, og
það er kannski þess vegna, að
mig langar til þess að hjálpa
unglingum, sem eru svipaðs
sinnis, til þess að feta sig áfram á
þessari braut. Við, sem að þessu
störfum, finnst við séum að færa
unglingunum, sem til okkar leita,
eitthvað, er eykur þekkingu
þeirra og getur orðið þeim til ein-
hvers gagns. En þröskuldur er i
vegi i þessu starfi, þvi að það er
ærið margt, er radióamatörar
þurfa til sinna nota, og það er ekki
hlaupið að þvi að fá slíkt hér á
landi.
Þetta stendur mjög i vegi fyrir
öllum, sem við radiótækni fást.
Hér er skortur á radióvörum, allt
siðan Viðtækjaverzlun rikisins
var lögð niður, og erfitt að fá sitt-
hvað, er við þörfnumst. Einkum
gengur stirt að fá smávægilegum
pöntunum sinnt. En það eru
einmitt margir og mismunandi
smáhlutir, sem radióamatörar
þurfa að fá — fleiri smáhlutir en
menn almennt gera sér grein
fyrir i fljótu bragði.
En samtök radióamatöra eru
reiðubúin til þess að liðsinna
þeim, er það vilja þekkjast, en
þar er ýmsa erfiðleika að yfir-
stiga, einnig við útvegun þess, er
nota þarf.
— Á undanförnum árum hefur
það færzt i vöxt, að skátaforystan
i nágrannalöndum okkar vinni
skipulega að þvi að flétta radió-
og rafeindatækni inn i skátastarf-
ið, sagði Vilhjálmur Þór Kjart-
anss. Sums staðar eru starfandi
flokkar eða sveitir radióskáta,
hliðstætt sjóskátum og flugskát-
um. Það talar sinu máli, að
skátamótið i Litla-Hamri verður
að miklu leyti helgað þvi, sem
kallað er radióskátun.
HVAÐ ER HADIÓSKATUN?
— Radióskátun er hvers kyns
starfsemi með radió- og rafeinda-
tæki. Af hugsanlegum viðfangs-
efnum má nefna, að með litlum
tilkostnaði er hægt að smiða ein-
föld viðtæki, tóngjafa fyrir mors,
litla magnara o.þ.h. Með heldur
meiri tilkostnaði er hægt að
smiða stereó-magnara, sæmileg
fjarskiptaviðtæki og senditæki
fyrir nýliða, svo eitthvað sé nefnt.
Senditækin má ekki nota nema að
afloknu amatörprófi.
Auk þess að hlusta á fjarskipti
og útvarp sér til ánægju, þá eru
margir sem reyna að „safna”
sem flestum löndum. Þá hlusta
þeir eftir útvarpsstöðvum, radió-
amatörum eða hvoru tveggja og
senda stöðvunum, sem þeir ná,
hlustunarskýrslu i von um að fá
staðfestingarkort (QSL) til baka.
„Refaveiðar” kallast leikur,
sem skátar iðka. „Refurinn”
felur sig með senditæki, en
„veiðimennirnir” eru vopnaðir
miðunarviðtækjum, landabréfum
og áttavitum. Refurinn lætur i sér
heyra með vissu millibili, og
veiðimennirnir keppast um að
finna hann á sem skemmstum
tima. Margir skátaflokkar
erlendis hafa smiðað eigin mið-
unarviðtæki i þessum tilgangi.
KADtÓ-AMATÖRAR
Þeir skátar, er mestan áhuga fá
á þessu, vilja gjarnan fá leyfi til
að smiða og nota eigin senditæki.
Ef þeir eru minnst 14 ára gamlir,
læra sendingu og viðtöku mors-
merkja og grundvallaratriði i
fjarskiptareglum og radiótækni,
þá geta þeir tekið próf og fengið
kallmerki og nýliðaleyfi hjá
Landsima lslands. Tæki nýlið-
anna geta dregið um land allt og
stundum til útlanda i góöum skil-
yrðum. Með viðbótarprófi fást
full réttindi, og þá opnast mögu-
leikar á viðskiptum um allan
heim. jafnvel um gervihnetti.
Skátar á Noröurlöndum og viðar,
sem jafnframt eru radió-amatör-
ar, hittast reglulega á ákveðnum
tiðnum til að ræða áhugamál sin.
Rétt notkun „labb-rabb" tækja
getur verið ánægjuleg og gagn-
legt, t.d. á ferðalögum. Tilgangur
notkunarheimildarinnar er samt
að fullnægja sambandsþörfum al-
mennings i vissum tilfellum, en
ekki að fullnægja grúskhneigð og
tækniáhuga notandans. Engar
kröfur eru gerðar til mors- eða
tæknikunnáttu, enda mega
notendur ekki smiða eða gera við
tækin sjálfir. Langdrægni leyfi-
legra tækja af þessu tagi tak-
markast að jafnaði við nokkra
kilómetra.
JOTA (JAMHOREE ON TIIE
AIR)
Alheimsmótið i loftinu gefur
skátum um viða veröld tækifæri
til að hittast árlega með aðstoð
radióamatöra. Þótt ipegintil-
gangurinn sé að efla alþjóðlegt
bræðraþel, þá er JOTA lika hald-
iö til að koma skátum i snertingu
við radiótækni og starfsemi ama-
töra.
Hjálparsveitir skáta og aðrar
björgunarsveitir þurfa sifellt á
færum I'jarskiptamönnum að
lialda, sem geta starfrækt og
haldið við tækjabúnaði sveitanna.
Kristján Benediktsson búinn aö ná sambandi. Hiö næsta honum á miöri mynd situr Vilhjálmur Þór Kjartansson, cn kringum þá er ungt
áhugafólk. —Timamyndir: GE.
Skátastúika hefur náö sambandi viö skáta erlendis, og þaö er rætt um málefni skáta. Til hægri á
myndinni eru amatörar, Sigurbjörn Bjarnason og Kristján Benediktsson.
HEFUR ÞÚ HUG Á AÐ
VERÐA
RADÍÓAMATÖR?