Tíminn - 18.01.1974, Síða 1

Tíminn - 18.01.1974, Síða 1
Áætlunarstaðir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Sigluf jörður Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 Fljótandi frystihús á loðnuvertíðina í vetur — hólfrar aldar gömul lög hamla því, að unnt sé að taka á leigu erlend frystiskip Fryst loðna er mun verömætari afurð en loðnumjöl. Afkastagetan ykist mjög, að margra Uliti, ef leigja mætti erlend frystiskip, en hálfrar aldar gömul lög banna það. Tlmamynd (J.E. SÁTTAFUNDUR í DAG — svo virðist sem tilboð VSI sé lagt til grundvallar samningaviðræðum EINS og mörgum mun kunnugt, fer það ekki eingöngu eftir þvi, hve loðnugöngur eru stórar, hversu mikið við veiðum á hverri vertið, þvi það er aöeins tiltöiu- lega lltill hluti þeirra, sem veidd- ur er. Aflamagnið takmarkast einnig af veðráttu, og ekki sizt móttökuskilyröum I landi. Margir hafa hugleitt, hvernig bæta megi úr þessu, og i fyrra kom m.a. upp hugmynd um að leig j a bræðslu- skip til að auka afkastagetu við vinnsluna. Nú í vetur hafa komiö upp hugmyndir um að taka á leigu frystiskip, með þaö fyrir augum að fá þannig færanlega frystigetu, sem myndi væntan- lega auka mjög gæði hráefnisins, og vinnslugetan yrði meiri. Blaðið hafði I gær samband við Steindór Gislason, sem undanfar- ið hefur staðið i þvi að fá leyfi stjórnvalda fyrir þvi að taka sllkt frystiskip á leigu. Steindór, sem starfar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sagðist hafa feng- iö þessa hugmynd, þegar hann, ásamt fleiri, hafa verið að velta þvi fyrir sér, hvernig nýta mætti loðnuna meira til manneldis. Hann leitaði fyrir sér erlendis og fann að lokum eitt slikt 1400 lesta skip á Spáni, sem fáanlegt var til leigu um skemmri tima og á mjög góðum kjörum. Skipiö á að geta f ryst nær 60 lestir á sólar- hring, sem er álika og frystigeta stærstu frystihúsanna hér, en mest munu þau geta fryst um 80 lestir. Sagði Steindór, að sér virtist þetta mjög hagstæður möguleiki til að frysta loönu með tilliti til stuttrar vertiðar og takmarkaðr- ar f rystigetu. Ennfremur bæri að hafa það i huga, að unnt væri aö frysta stöðugt ferskt og gott hrá- efni, og færa þessa löndunarað- stöðu eftir þvi, hvar mest væri þörf fyrir hana hverju sinni. Steindór sagðist þvi næst hafa fengið til liðs við sig verkfræðing til að kanna heimild til leigu á sliku skipi. Leituðu þeir til sjávarútvegsráðuneytisins, sem treystist ekki til að veita heimild- ina, vegna andstöðu ákveðinna söluaðila, og ennfremur vegna þess, aö i gildi eru 52 ára gömul lög, þ.e. lög um fiskveiðar og fisk- verkun i islenzkri lögsögu frá 1922. Þar segir m.a, að erlendum skipum sé óheimilt að verka fisk innan lögsögunnar. Steindór sagði að lokum, að sér f^ndist nauðsynl að endurskoða þessi lög, svo unnt yrði að nýta betur hráefnið, og hægt væri að fá nóg af erlendum frystiskipum leigð á hagstæðum kjörum, þar sem mörg útgerðarfélög gætu ekki gert út skip sin, vegna hins gifurlega verðs á eldsneyti viða um heim. Blaöið hafði samband við Jón Arnalds, ráðuneytisstjóra i sjávarútvegsráðuneytinu, til að afla frekari upplýsinga um þetta mál. Sagði hann, að fyrst og fremst hefðu það verið lögin, sem stóðu i vegi fyrir þvi, að leyfið var veitt. Unnt hefði verið að setja bráöabirgðalög, sem hefðu siöan þurft staðfestingar Alþingis, en það væri mjög viðkvæmt mál, að veita erlendu fjármagni inn i landið, einkum ef arðurinn. þ.e. leigan, færi út úr landinu, jafnvel þótt hún væri litil, eins og I þessu tilfelli. Hann sagöi ennfremur, að ráðuneytið hefði beðið nokkra að- ila um óformlega umsögn varö- andi þetta mál, og ýmsir stórir hagsmunaaðilar hefðu veriö þessu andvigir. S.t.S. hefði veriö þessu meðmælt, en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna andvig, þótt ekki lægi það fyrir formlega. Blaðið hefur einnig fregnað, að Félag islenzkra fiskimjölsfram- leiðenda hafi verið á móti þessu vegna grundvallarsjónarmiða. Ingólfur Stefánsson, frkvstj. Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, var einn aíþeim, sem spurðir voru álits, og sagðist hann hafa veriö þessu meðmæltur. Raunar hefði hann, ásamt öðrum stofnað hlutafélag til kaupa á svipuðu skipi árið 1969, meö það i huga að frysta sild til beitu og fyr- ir niðursuðu. Það hefði á sinum tima verið kveðið niður, þótt þá lægju fyrir upplýsingar frá mörg- um þjóðum, um að varla væri hugsanlegt að tapa á þessum skipum. 1 viðtalinu viö Jón Arnalds kom það fram, að hann taldi þetta vissulega allrar athygli vert út af Framhald á bls. 8. Sáttafundur var I gær með vinnu- veitendum og fulltrúum A.S.t. Hófst hann klukkan tvö og lauk laust fyrir kvöldmat. Samkomu- lag varð um það á fundinum aö skýra ekki frá gangi mála, og ennfremur að segja ekki frá inni- haldi tilboðs vinnuveitenda. Næsti fundur veröur klukkan tvö i dag, en fyrir hádegi verða undir- nefndir á fundum. Þótt enn hafi ekki veriö skýrt opinberlega frá tilboði Vinnu- veitendasambandsins, hefur ýmislegt kvisazt um innihald þess. T.d. að laun frá 27 og upp i 34 þúsund krónur á mánuði eigi að hækka um 4%, en önnur laun um 1000 krónur. Enn fremur mun vera gert áð fyrir þvi, að laun hækki um 3% 1. marz 1975. Laun þessi eiga að vera grunnlaun og kaupgreiðsluvisitalan að færast i 100. Öiafur Hannibalsson, skrif- stofustjóri A.S.I., sagöi i viðtali viö blaðið i fyrradag, aö tilboöinu fylgdi listi með ýmsum skilyrð- um, sem raunar geröi tilboöið neikvætt. Nokkur þessara skilyröa munu vera, að kaupgreiðsluvisitaian verði endurskoðuð til þess að draga út vixlhækkunum verðlags og kaupgjalds, krafan um aö 15% kauphækkun á alla fiskvinnslu- taxta falli niður, krafan um breytingu á stjórn lifeyrissjóð- anna falli niður, reglur um vinnu- viku verði óbreyttar, að samið verði um tryggingarfjárhæð og greiðslur i veikindaforföllum aö tiilögu Vinnuveitendasambands- ins og að krafan um framlag at- vinnurekenda i fræðslusjóð verkalýðsfélaganna falli niður. Enn fremur að tryggt verði, aö vinnuveitendur fái réttláta af- greiðslu verðlagsmála, að rammasamningar verði gerðir um vakta- og ákvæðisvinnu. Nokkur önnur skilyrði munu vera fram sett, m.a. að samningar gildi til 1. nóvember 1976. A.S.l. hefur tekið þessu tilboði iila, og m.a. sagði Snorri Jónsson, forseti A.S.t., eftir að tilboðiö kom fram, að það hefði ekki þau áhrif, að fallið yrði frá þeirri ákvöröun að leita heimilda til vinnustöðvunar, nema siður væri. Svo virðist þó sem tilboö þetta sé grundvöllur frekari viðræöna, þvi fundir hafa verið nokkuð reglu- lega siðan það kom fram, og eins og áður sagði, verður sáttafundur klukkan tvö i dag. — hs FA 1200 UTLENDINGAR KOSNINGARÉTT HÉR? t HAUST samþykkti Norður- landaráð að mæla með þvi við rikisstjórnir Norðurlanda, að þær létu hið fyrsta kanna möguleika á þvi, að Norður- landabúar hljóti kostningarétt og kjörgengi til bæjar- og sveitarstjórnakosninga, þar sem þeir dveljast á Norður- löndum, þótt þeir hafi ekki rikisfang i þvi landi. Finnar áttu hugmyndina að þessu, og ef til kæmi, hefði gagnkvæmur kosningaréttur mest að segja fyrir 200.000 Finna, sem búa i Sviþjóð. Samþykktin var gerð með 57 atkvæðum, en enginn var á móti, hins vegar sátu niu hjá, þ.á m. tveir islendingar, en hinir fulltrúarnir héðan i Norðurlandaráði greiddu at- kvæði með tillögunni. tslandsdeild Norðurlanda- ráðs visaði siðan málinu til umsagnar félagsmálaráðu- neytisins. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar fulltrúa þar er litið af málinu aö frétta. Breyta þarf lögum, ef Norður- landabúar búsettir hér eiga að fá kosningarétt til bæjar- og sveitarstjórna. Sennilega eru a.m.k. 1200 manns frá hinum Norðurlöndunum búsettir hér á landi, sem hugsanlega myndu þá fá kosningarétt til bæjar- og sveitarstjórna, ef úr þessu verður. SJ geðklofar utan sjúkrahúsa á íslandi — sjá opnu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.