Tíminn - 18.01.1974, Side 12

Tíminn - 18.01.1974, Side 12
TÍMINN Fðstudagur 18. janúar 1974. FYRRVERANDI GEÐSJÚKUNGAR AAIKLU ÓLÍKLEGRI TIL OFBELDISVERKA EN AÐRIR |f* ,m«»L L««, r«« «• » i I Rætt við Tómas Helgason yfirlækni og Ólaf Jóhann Jónsson deildarlækni MILLI jóla og nýárs gerðist sá hörmulegi at- burður i Ileykjavik, að rúmlega fertugur maður réð móður sinni bana á heimili þeirra við Rauðarárstig. Hafði hnifi verið beitt. Er lög- reglan kom á vettvang, opnaði maðurinn sjálfur fyrir henni ibúðina, skýrði frá verknaði sin- um og bað þess, að hann yrði fluttur á Klepps- spitalann, en þar hefur hann verið vistmaður meira og minna siðustu árin. Eftir að hafa verið fastur vistmaður á Kleppi stöðugt frá þvi skömmu eftir áramót 1972-1973, yfirgaf hann spitalann seint i sumar eða i haust s.l. og var eftir það göngusjúkling- ur á Kleppi. Maðurinn heitir Guðmundur Arnar. Fram kom i einum fjölmiðl- anna eftir þennan atburð, að fregnir hermdu, að Guðmundur Arnar hefði óskað eftir þvi að dvelja áfram á Kleppi, eftir aö hann fór þaðan i haust. t>að heföi og verið vilji móður hans. Okkur þótti ástæða til að for- vitnast nánar um þetta atriði og fleira i sambandi við þetta og átt- um fyrir nokkru viðtal við Tómas Helgason, yfirlækni Kleppsspital- ans, og Ólaf Jóhann Jónsson, deildarlækni þar, en Guðmundur Arnar var á hans deild sem göngusjúklingur i haust. Var alltaf tviátta Við spurðum Tómas fyrst að þvi, hvort rétt væri, að Guðmund- ur Arnar hefði óskað eftir þvi að koma aftur inn sem fastur vist- maður á Kleppi. — Það er titt um marga sjúk- linga okkar, sérstaklega þá, sem eru veikir lengi og fá ekki fullan bata, að þeir vilja helzt dvelja áfram á sjúkrahúsi og ekki fara þaðan. t>ess vegna þarf að ýta undir þá og koma þeim út i lifið. l>annig var þessu háttað með Guðmund. Hann var raunar alltaf tviátta, vildi stundum dvelja hjá okkur og slundum ekki. Hann sagðist stundum vilja vera, en fór. Hann sagðist vilja vera og átti að mæta hér til eftirlits og viðtala, en kom ekki. l>að er þvi ekki hægt að leggja neitt upp úr þvi i sjálfu sér, þótt hann hafi sagt þetta. Það er eins og með svo marga aðra, að þeir telja sig ekki Tómas Ilelgason yfirlæknir. nógu friska til að fara af sjúkra- húsinu, en verða náttúrulega að fara vegna þess, að ekki er til nægilegt rými til þess, að allir, sem vilja vera á sjúkrahúsinu, geti verið þar. Að sögn þeirra Tómasar átti Guðmundur að vera dagsjúkling- ur, eftir að hann yfirgaf spitalann i ágúst. en siðustu vikurnar fyrir morðið voru komur hans farnar að verða ærið slitróttar. Að sögn Tómasar er slikt algengt með sjúklinga á svipuðu stigi og Guð- mundur. Þegar Guðmundur út- skrifaðist i ágúst, hafði hann ver- ið óvenjulengi fastur vistmaður á Kleppi, rúmlega hálft ár. Hann hafði hins vegar verið á Kleppi oft áður. nokkra mánuði i senn. Hafði svo gengið i mörg ár. Ileföi verið útskrifaður, þrátt fyrir nóg pláss — A siðustu mánuðum var verið aö vinna að þvi að koma honum i vinnu aftur, segir Tómas. — Viö töldum hann hæfan til að vera i vinnu og enga ástæðu til þess, að hann væri á spitalanum. Við vor- um sem sagt að reyna að koma honum i gang aftur. En hann var svona heldur litið fyrir það og vildi frekar hafa „náðuga daga” hér á spitalanum eða yfirleitt. Þess vegna gekk svolitið stirðlega að koma honum af stað. Við töld- um hann færan til þessa, en hins vegar blandast hér einnig inn i, að eins og þú veizt, vantar óskaplega mikið af plássi fyrir geðsjúka og þar af leiðandi þarf fólkið að fara héðan fyrr en ella. A móti kemur það einnig, að kannski væri aldrei hægt að full- nægja allri eftirspurn þótt við hefðum allt það pláss, er við teld- um okkur þurfa. - En mynduð þið hafa útskrif- að Guðmund Arnar i sumar, ef nægilegu plássi hefði verið til að dreifa? — Alveg hispurslaust. Okkur hefði aldrei dottið i hug, að Guð- mundur Arnar myndi gera svona nokkuð. Við höfum rætt þetta: flestir hér á spitalanum þekkja hann og engum hefur dottið i hug, að hann myndi nokkurn tima gera nokkurn hlut af sér. Þetta sagði Tómas. og Ólafur tckur i sama streng og bætir við: — Ég held, að allir hafi álitið hann mjög góðlyndan mann og þægilegan. Ekki ininnzt á llutning við lækninn Sjúkdómur Guðmundar var að sögn Tómasar svokallaður geð- klofi. Við vikjum nú aftur að fyrstu spurningu viðtalsins. — Siðustu þrjá mánuðina, er ég hafði með Guðmund að gera sem göngusjúkling, vil ég taka það fram, að móðir hans hafði aldrei samband við mig, segir Ólafur. Og ég vissi ekki til á.þessum þrem mánuðum, að hún bæri nokkru sinni fram þá ósk, að Guðmundur Arnar flytti að heiman frá sér. Sjálfur bar hann aldrei fram þá ósk við mig á þessum þrem mán- uðum að vera lagður inn. Hann virtist sætta sig við að vera dag- sjúklingur þennan tima. Hann átti að koma hingað á morgnana á fund klukkan hálf-tiu og vera hér til klukkan þrjú á daginn. A fundinum eru allir sjúklingar deildarinnar og starfs- lið hennar, og þar er spjallað um viðburði siðasta . sólarhrings. Fram til klukkan þrjú taka menn siðan þátt i handavinnu og ýmsu öðru, gera hreint á herbergjum og deildum, og fleira. Guðmundur tók þátt i þessu öllu. Ilætt um að leggja hann inn eftir áramót — En siðasta mánuðinn var hann farinn aö mæta það illa, að það var rætt um það við hann, að eftir áramót yrði að gera ein- hverja breytingu á og hann helzt að leggjast inn til þess að fá hann i virkilega meðferð, segir Ólafur. Okkur fannst bara vanta herzlu- muninn, að hann gæti farið að stunda vinnu úti i atvinnulifinu, en á þessum þrem mánuðum vann hann ekkert utan deildar- innar. Hann tók þessari hugmynd ekki illa. Annars virtist hann sætta sig við að vera dagsjúkling- ur, meðan hann stundaði það. — En gat það ekki borið vott um einhverja afturför, er hann fór að stunda deildina svona illa? — Það þurfti ekki að gera það, segir Tómas, af þvi að það er kannski tengt við hans viðhorf til lifsins. Hann var ekki mjög fram- takssamur — vildi helzt vera i friði, loka sig af bara í sinum heimi og ekkert vera að láta etja sér i vinnu. — Er hægt að lækna geðklofa? — Já, já, það er hægt, en ekki alltaf. segir Tómas. Guðmundur Arnar var ekki fulllæknaður, en við töldum hann hins vegar, eins og ég hef áður sagt, það góðan, að við ætluðumst til, að hann færi i vinnu. Það er eins og með aðra sjúkdóm. Menn fara i vinnu þótt þeir séu ekki fulllæknaðir og sitji uppi með svo og svo mikil örkuml. Ef til vill var það svo, að Guðmundur Arnar sat eftir með leifar af sinum sjúkdómi, sem gerðu það að verkum, að hann er svona fáskiptinn og framtakslitill og vildi sem sagt helzt vera i friði út af fyrir sig. En það er auðvitað ekki hægt, miðað við það, að mað- ur hefur ekki nóg pláss' til að sinna þvf, sem er mest bráðað- kallandi á hverjum tima. Bjuggust ekki við fullum bata — Tilgangur okkar með inn- lagningu Guðmundar eftir ára- mót var sá að veita honum þá betri stuðning og láta hann byrja að vinna frá deildinni, segir Ólaf- ur, —láta hanri búa á deildinni, en stunda vinnu úti i bæ. Þá hefði þessu i raun og veru verið snúið við frá þvi sem var. Þá hefði hann orðið náttsjúklingur hjá okkur, en unnið á daginn i bænum. Það var ætlunin að koma honum i það millibilsástand, á meðan hann lægi inni, og að hann flytti siðan út i bæ og ynni. Að sögn Tómasar og Ólafs hafði Guðmundur verið nokkuð sam- fleytt i vinnu i tvö-þrjú ár, áður en hann lagðist inn i fyrravetur. En á þeim tima kom hann mjög oft á göngudeildina. — Voruð þið bjartsýnir á, að Guðmundur myndi ná fullum bata? — Við bjuggumst ekki við, að hann myndi ná fullum bata, segir Tómas, — en að hann gæti með stuðningi þessum, sem hann hef- ur haft hjá göngudeildinni, klárað sig i vinnu og utan spitala. Við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.