Tíminn - 18.01.1974, Page 20
20
TÍMINN
Föstudagur 18. janúar 1974.
AXEL MUN GERA
DIETZENBACH AÐ
TOPPLIÐI NÆSTA
KEPPNISTÍMABIL
Liðið hefurverið eitt sterkasta lið V-Þýzkalands undanfarin ár
„tslendingurinn Axel Axels-
son mun gera S.G.
DIKTZKNBACH aö toppliöi i
þý/kum handknattleik næsta
keppnistimabil," segja v-
þýzku blööin. Þaö er nú al-
talaö i V-Þýzkalandi, aö ts-
lendingurinn Axel Axelsson
muni leika meö Dietzenbach
næsta keppnistiambil. Þýzku
hlööin segja, aö Axel sé
maöurinn sem liöiö vantar, en
i þvi er einn snjallasti hand-
kna ttleiks maður V-Þýzka-
AXKL AXKLSSON... er hér
stöðvaður á síöustu stundu.
(Timamynd Kóbert)
lands, örvhenti snillingurinn
H. Wehner, sem hefur leikiö 65
landsleiki. Liöiö hefur á aö
skipa snjöllum línumönnum
og sterkum markvörðum. Þaö
eina sem þaö vantar, er sterk
hægrihandarskytta eins og
Axel.
S.G. DIETZENBACH hefur
undanfarin ár verið eitt sterk-
asta handknattleikslið V-
Þýzkalands. Um þessar
mundir gengur liðinu ekki vel,
sem stafar af þvi, að það
vantar hægrihandarskyttu.
Félagið hefur haft samband
við Axel, sem hefur gefið þeim
fremur jákvætt svar. Iþrótta-
siðan hefur það eftir áreiðan-
legum heimildum, að Axel
hafi mikinn hug á að gerast
leikmaður i Vestu-Þýzkalandi.
Hann er enn ekki búinn að
ákveða hvort hann fer til
Dietzenbach, en eins og málin
standa, bendir allt til þess að
hann fari.
Ef Axel fer til Dietzenbach,
þá er hann þriðji
leikmaðurinn, sem mun byrja
að leika með þvi næsta
keppnistimabil. Hinir eru
landsliðsmenn eins og Axel,
annar v-þýzkur og hinn frá
Júgóslaviu. Það er þvi ekki að
undra, þótt þýzku blöðin segi,
að Dietzenbach verði topplið
næsta keppnistjmabil.
Sparið á e in-
hverju öðr u sviði
Vonandi kemur þaö ekki aftur
fyrir, sem gcröist viö upphaf
fyrri landsleiks tslands og
Úngvcrjalands, aö
þjóðsöngvar landanna voru
ckki leiknir. Astæöan fyrir
þcssu slysi var sú, aö einhver
bilun átti sér staö I
hljómflutningstækjum Laug-
ardalshallarinnar. Þaö er
aö sjálfsögöu mjög einfalt
aö koma i veg fyrir slys af
þcssu tagi, nefnilega meö þvi
að fá einhverja góöa lúðra-
sveit til að leika. Slfkt er
kostnaöarsamt — a.m.k.
dýrara en aö leika hljómplötu
— en þeim peningum er vel
variö. Þaö skapar vissa
stemmningu á iþróttamótum,
þegar lúörasveit leikur
þjóösöngvana, og svo fjörug
lög i hálfleik.
A þetta er minnzt hér vegna
fjölda upphringinga frá
óánægðum íþróttaunnendum,
sem hafa jafnvel boöizt til að
taka þátt i kostnaöi vegna
lúörasveitar. Er þessu hér
mcð komiö á framfæri og
skoraö á HSl og önnur sér-
sambönd, einkum og sér i lagi
KSÍ, aö spara ekki á þessu
sviði.
Einar komst
Hann skoraði 1 1 mörk úr
ellefu skotum, þegar
Víkingur vann Þór 27:22
í feitt...
Einar Magnúss. hinn skot
haröi landsliösm. og Vikingur
komst heldur betur I feitt, þegar
Vikingar léku viö Þór frá Akur-
eyri á miövikudagskvöldið.
Hann sendi knöttinn alls ellefu
sinnum I netiö hjá Þórsurum.
Einar fór rólega af staö, og þaö
var ekki fvrr en á 20. min. fyrri
hálfleiksins, sem hann lét fyrst
vita að sér. Þá sendi hann
knöttinn meö þrumuskoti aö
markinu—hann skall I stöngina
•og þeyttist þaöan I netið. Eftir
1. DEILD
FH-ingar hafa örugga forustu i 1.
deildinni I handknattleik, og fátt
gctur komið i veg fyrir að ts-
landsm eistaratitilinn hafni i
Hafnarfirði. Staöan i 1. deild er nú
þessi:
FH 7 7 0 0 155:109 14
Valur 7 5 0 2 141:126 10
Vik. 7403 152:146 8
Fram 7 2 3 2 139:134 7
Haukar 7 2 2 3 130:144 6
Arm. 7 2 1 4 100:108 5
1R 7115 126:144 3
Þór 7 115 118:149 3
það var Einar eins og
fallbyssubátur, sem leitaði aö
skotmarki, og i siöari hálfleik
komst liann heldur betur á
skrið. Þrisvar sinnum I slöari
hálfleik endurtók hann fyrsta
mark sitt — þrumuskot frá hon-
um skullu I stöngum Þórs-
marksins og þaöan I netiö.
Heimsins heztu markveröir
hefðu ekki ráðið viö skot hans.
Og Einar setti örugglega nýtt
met i skotnýtingu i leiknum.
Ilann skaut ellefu skotum, sem
gáfu 11 mörk. Þar aö auki átti
hann þrjár línusendingar, sem
gáfu mörk. Frábær árangur
þaö.
Leikur liðanna var mjgmjög
jafn til að byrja með, og þau
skiptust á um að halda forustu.
Það var ekki fyrr en undir lok
hálfleiksins, sem Vikingar náðu
þriggja marka forskoti. en
staðan var 10:7, fyrir Viking i
hálfleik. t siðari hálfleik juku
Víkingar forskotið og þeir voru
komnir með sjö mörk yfir,
20:13, um miðjan hálfleikinn.
Þá var eins og liðið færi að slá
slöku við, og leikmönnum Þórs
tókst að minnka muninn i 24:22,
undir lok leiksins. Þá toku
Vikingar aftur við sér, og
skoruðu þrjú siöustu mörk
leiksins sem lauk 27:22 fyrir
Viking.
Vikingsliðið átti góðan leik á
meðan leikmenn liðsins léku á
fullu. Sóknarleikur liðsins var
hreyfanlegur, og markvarzlan
var mjög góð hjá Rósmundi
Jónssyni. Einar lék vel eins og
fyrr segir, sömuleiðis Guðjón
Jónsson og Skarphéðinn
Öskarsson, sem er linumaður i
stöðugri framför. Mörk Vikings
skoruöu: Einar 11 (4 viti),
Guðjón 4, Skarphéðinn 4, Páll og
Ólafur tvö hvor, Stefan 3 og Jón
eitt.
Þórsliðið náði aldrei að binda
vörnina saman, og markvarzlan
var I molum — markverðir
liðsins vörðu varla bolta.
Sóknarleikur liðsins er nokkuð
einhæfur, og leikmennirnir láta
knöttinn ekki ganga nógu mikið.
Beztu menn liðsins voru þeir
Framhald á bls. 8.
EINAR MAGNÚSSON...
skorar hér eitt af inörkunum
sinum ellefu.
(Timamynd Róbert)
ÍSLAND í RIÐLI MEÐ FRÖKKUM,
A-ÞJOÐVERJUM OG BELGUM
tslenzka landsliöiö í knattspyrnu leikur i sjöunda riöli i Evrópu-
keppni landsiiöa 1976. t riölinum leika A-Þjóöverjar, Belgiumenn
og Frakkar ailt þjóöir, sem viö höfum leikiö gegn. Mættum
Frökkum I Hm 1957 og töpuöum þá báöum leikjunum 0:4. Viö lékum
gegn A-Þjóöverjum 1973 á Laugardalsvellinum og töpuöum þá 1-2
og 0:2.
MIKLA-
TÚNS-
HLAUP
ÁRMANNS
Miklatúnshlaup Ármanns
verður á morgun kl. 2 ef veður
leyfir. öllum er heimil þátt-
taka, og þeir sem ætla sér að
taka þátt i hlaupinu, eru
beðnir að mæta timanlega og
vera vel búnir.