Fréttablaðið - 26.11.2004, Page 9

Fréttablaðið - 26.11.2004, Page 9
8 26. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Grunaður stríðsglæpamaður: Leiðir Kosovo til sjálfstæðis ALÞJÓÐAMÁL Samkomulag hefur náðst um að Ramus Haradinaj verði næsti forsætisráðherra Kosovo. Haradinaj var einn af leið- togum KLA, frelsishers Kosovo. Hann hefur verið sakaður um stríðsglæpi og í síðustu viku var hann yfirheyrður af fulltrúum sak- sóknara við stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Haradinaj er afar umdeildur í Kosovo enda verið sakaður um morð, ofbeldisverk og smygl svo eitthvað sé nefnt frá því hann varð einn af leiðtogum KLA, Frelsis- hers Kosovo, í uppreisn gegn yfir- ráðum Serba 1998-1999. Haradinaj er leiðtogi AAK, annars tveggja flokka sem spruttu upp úr KLA. Hinn flokkurinn, PDK, hefur verið í samsteypustjórn undanfarin ár með LDK, flokki friðarsinnans Ibrahims Rugova. Alþjóðasamfélagið hefur lýst því yfir að afstaða verði tekin til lokastöðu Kosovo-héraðs um mitt næsta ár og er því útlit fyrir að Haradinaj leiði Kosovo til sjálf- stæðis. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna síðan NATO réðst gegn yfirráðum Serba árið 1999. - ás Endurhæfing í stað örorku Starfsendurhæfing til að forða fólki frá örorku hefur gefið góða raun hér á landi.Tryggingastofnun vill auka þá starfsemi og jafnframt að læknar fái aukna fræðslu um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun. HEILBRIGÐISMÁL Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verk- efnum sem lúta að starfsendur- hæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, for- stjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjár- aukalögum er gert ráð fyrir svip- aðri aukningu á næsta ári. Heild- arútgjöld vegna þessarar aukn- ingar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. „Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar,“ sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræði- stofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heil- brigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofn- unar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá mál- in í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Trygginga- stofnun hefur sent heilbrigðisráð- herra er bent á að hjá samsvar- andi stofnunum í Noregi og Sví- þjóð hafi allt eftirlit með fagaðil- um verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efn- is. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannat- ryggingakerfið, stöðu þess og þró- un, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Trygg- ingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatrygg- ingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. jss@frettabladid.is KOSOVO Ramus Haradinaj mun sem forsætisráðherra leiða viðræður um lokastöðu Kosovo-héraðs. STARFSENDURHÆFING Þverfaglegt teymi á Reykjalundi vinnur að einstaklingsmiðaðri endurhæfingu, þar sem metin er vinnugeta, vinnufærni þjálfuð upp og stuðningur veittur við endurkomu á vinnu- markað. Myndin er tekin á Reykjalundi. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Kærleikssjóður: Til styrktar Sogni SJÓÐUR Stofnaður hefur verið Kærleikssjóður Sogns í minningu um Kristínu Kjartansdóttur, sem lést með sviplegum hætti árið 1947 aðeins tveggja ára gömul. Hún var fórnarlamb manns sem var veikur á geði og fékk hvergi meina sinna bót. Það er Rósa Að- alheiður Georgsdóttir, móðir Kristínar, sem stofnaði sjóðinn. Hún situr jafnframt í stjórn sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi réttargeðdeild- arinnar á Sogni til hagsbóta fyrir sjúklinga svo sem með jólagjöfum og tækjakaupum. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur, þar af 50 þúsund króna framlag Rósar Aðalheiðar Georgsdóttur og 800 þúsund króna framlag frá Landsbankanum. Sjóðnum er ætlað að afla tekna sjálfur meðal annars með frjáls- um framlögum og er almenningur hvattur til að leggja honum lið Bankareikningur sjóðsins er 010- 18-930084. ■ 08-09 fréttir 25.11.2004 19:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.