Tíminn - 01.02.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. febrúar 1974.
iTÍMINN
15
Ferðir til Sóíarlanda
á komandi sumri
HÖFÐINGLEG GJÖF
SYSTKINA ÚR HEGRANESI
Tíminn efnir til getraunar fyrir áskrifendur og eru
verðlaunin ferðir tii Suðurlanda. — Fyrsti þáttur
getraunarinnar birtist i sunnudagsblaði Timans.
Þau eru orðin seði mörg, félags-
heimilin, sem risið hafa af grunni
slðan sett voru lögin um félags-
heimilasjóð. öll eiga þessi félags-
heimili það sameiginlegt að vera
miðstöövar félagslegra athafna
viðkomandi byggðarlaga. Hins
vegar er sjálfsagt nokkur munur
á búnaði öllum, a .m .k. til að byrja
með.
Ég hygg það muni næsta fátitt,
að aöeins eitt eða tvö fjárvana fé-
lög standi að byggingu myndar-
legs félagsheimilis. Þar sem svo
er ástatt, hlýtur framkvæmdum
öllum að miða hægar en ella,
lengri tlma tekur að fullbúa hús-
ið, eins ög það raunverulega þarf
að vera, en þar sem fleiri aðilar
sameinast um byggingu.
Hér I Hegranesi hófst bygging
félagsheimilis árið 1968, og er
raunar eigi lokið enn, þótt húsið
sé fyrir nokkru tekið til notkunar,
m.a. til skólahalds. Einn aðili,
þ.e. sveitarsjóður Ripurhrepps,
hefur aö langmestu leyti staðið
straum af öllum kostnaði við
framkvæmdir. Það gefur auga
leiö, að við nokkra erfiðleika hef-
ur verið að glima fyrir lítið
sveitarfélag að koma upp þessari
byggingu, svo prýðileg sem hún
þó er.
Þann 10. nóv. s.l. var saman
kominn I félagsheimilinu nokkur
hópur fólks, þ.á.m. systkinin frá
Asi i Hegranesi, þau sem enn eru
á lifi: Einar, áður bóndi I Ási,
ARMULA 1A. SIMI 86112. REYKJAVIK
ólöf.húsfr. á Rip, Lovisa.húsfr. á
Asi og Kristbjörg, húsfr. á
Sauðárkróki, börn hjónanna Jó-
hönnu Einarsdóttur og Guðmund-
ar sýslunm. Ólafssonar, er
bjuggu I Asi 1890-1936. Við þetta
tækifæri færðu þau systkinin
félagsheimilinu að gjöf nýtt og
vandað pianó. Þessi góða gjöf lýs-
ir vel þeim hug, sem þau bera til
þessa húss. Hún lýsir skilningi
þeirra systkina á þvi, að félags-
heimilið á framar öllu að vera
griðastaður félagslegs starfs, þar
sem söngur og hljómlist verður
að vera gildur þáttur. Hún lýsir
fúllum skilningi á þvi, að ekkert
félagsheimil.i, sem vill risa undir
nafni, getur verið, né má vera, án
hljóðfæris, það væri sem sálar-
laust hrör. Vel sé þeim fyrir þann
skilning. Er hætt við þvi, að nokk-
ur dráttur heföi orðið á, að félags-
heimilið eignaðist hljóðfæri, ef
eigi hefði til komið ræktarsemi
þeirra systkina, stórhugur þeirra
og rausn.
Þar sem ég, af sérstökum
ástæðum, gat eigi verið viðstadd-
ur, er gjöfin var afhent, vil ég f.h.
sveitarstjórnar og allra hrepps-
búa,votta opinberlega systkinun-
um frá Asi einlægar þakkir fyrir
þessa stórhöfðinglegu gjöf og
þann hug, er þar býr að baki.
Árni Gislason
oddviti Ripurhrepps
Setjaravél Linotype
til sölu.
Upplýsingar í síma 92-1869
öxlum. Mismunadrif milli afturöxla. Hvert hjól
með sjálfstæöa fjöðrun.
Vél 212 (Din) hestöfl. Buröarþol 15 tonn.
Stálpallur, hliðar- og endasturtur. 11/16 slrigalaga
nylon hjólbarðar.
Tifbúinn til notkunar um kr. 2.700.000.00
Möguleikar á afgreiðslu i febrúar-april
EF PANTAÐ ER STRAX.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600
KÓPAVOGI