Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2004, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.11.2004, Qupperneq 58
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2004 ■ RAPPHÁTÍÐ ■ TÓNLIST Afrískt kvöld í Alþjóðahúsi Laugardagskvöldið 27. nóvember kl. 19.00 – 21:00. Menning og mannlíf í Gambíu Kale frá Gambíu fjallar á léttan og lifandi hátt um mannlíf í Gambíu, menningu, tónlist og trú í Kaffi Kúltúre, Hverfisgötu 18. Hann svarar einnig fyrirspurnum. Af þessu tilefni verða afrískir réttir á sérstöku tilboði á Kaffi Kúltúre. Fyrirlesturinn og umræða fer fram á ensku. Aðdáendaklúbbur hljómsveitarinn- ar Queen á Íslandi ætlar að flytja hingað til lands eina frægustu Queen-hermihljómsveit í heimi. Heitir hún Miracle og er frá Hollandi. Verða tónleikar sveitar- innar á skemmtistaðnum Nasa á föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin hefur fengið góða dóma fyrir flutning sinn á hinum sígildu Queen-lögum. Eitt helsta einkenni hennar er að hún flytur tónlistina á sinn hátt með sinni eigin sviðsframkomu og klæðnaði. Reynir hún ekki að apa algjörlega eftir Queen á sviðinu. Fjórar manneskjur stofnuðu Queen-aðdáendaklúbbinn árið 1996; systkinin Margrét Sigur- geirsdóttir og Sigurður og makar þeirra. Að sögn Margrétar hafði oft verið talað um að fá hljómsveit sem þessa hingað til lands. Bolt- inn fór þó ekki að rúlla fyrr en Sigurður fór til Hollands og sá Miracle spila. Talaði hann við meðlimina og fékk þá til að koma hingað til lands. Margrét segist hafa smitast af Queen-áhuga bróður síns þegar hún var lítil. „Ég man eiginlega ekkert annað en að hafa fílað Queen í botn. Maður var mataður á þessu af stóra bróður,“ segir hún. Eitt af uppáhaldslögum henn- ar með Queen er Brighton Rock frá árinu 1974. Hún á þó ekki von á því að Miracle taki það lag um helgina, enda ekki eitt af allra þekktustu lögum sveitarinnar. ■ Queen-krafta- verk á Íslandi Rímurnar flæða í Breiðholti Rótgrónasta rapp- og rímnamót Íslands, Rímnaflæði 2004, verð- ur haldið í félagsmiðstöðinni Miðbergi í kvöld. Þar fá ungir rapparar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Tuttugu sprellfjörug rapp- atriði verða þar á dagskrá, þar sem ungir rapparar á aldrinum 14 til 18 ára spreyta sig á glímunni við orðin. Flestir eru þeir strákar, en innan um eru stelpur sem láta ekki sitt eftir liggja. Að venju velur dómnefnd sig- urvegara kvöldsins, en aðstand- endur Rímnaflæðis hafa samt smám saman verið að draga úr keppnisáherslunni. „Rímnaflæðið er fyrst og fremst skapandi vettvangur fyrir ungt fólk til að tjá sig og koma sér á framfæri, miklu frekar en keppni,“ segir Birkir Viðarsson, tómstundaleiðbein- andi í Miðbergi, en hann hefur skipulagt Rímnaflæðið. „Það eru svo margir sem hafa fullt að segja og vanda sig við framsetninguna, eru með frum- legan orðaforða svo þetta verði ekki einhæft.“ Tvær gestasveitir koma fram, en þær eru Antlew/Max- imum og Hæsta hendin. Báðar eru þær að senda frá sér geisla- disk um þessar mundir og eru í fremstu sveit íslenskra rappara. Rímnaflæði hefst klukkan 19 og aðgangseyrir er aðeins 300 krónur. Eins og venjulega verður svo allt saman tekið upp og sett á geisladisk, og eitthvað af því verður örugglega sýnt á Popptíví og víðar. ■ MIRACLE Hljómsveitin Miracle er ein frægasta Queen-hermisveit heims. GESTIR KVÖLDSINS Þeir félagar, Antlew og Maximum, verða gestir á Rímnaflæði 2004 í Breiðholti í kvöld ásamt Hæstu hendinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 56-57 (44-45) Slanga 25.11.2004 18:44 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.