Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 B Í Ó M I Ð I Á S E E D O F Sendu SMS skeytið JA SCF á númerið 1900 og þú gætir unnið. N Ú Í B Í Ó Hvað þarf að lemja margar kærustur? Dómarafíflið sem hérna á dögun-um taldi það vera ofbeldismanni til afbötunar að konan sem hann mis- þyrmdi hefði reitt hann til reiði er sennilega ekki eini karlmaðurinn á landinu sem telur það vera í lagi að gefa kvenfólki á lúðurinn – ef það er eitthvað að brúka sig. Í GAMLA DAGA heyrði maður stundum talað um að kvenfólk – ef ekki allt þá að minnsta kosti sumt - hefði beinlínis ánægju af eða þörf fyrir smáhirtingu annað slagið og fyndist innst inni bara notalegt að láta lúskra á sér – í skikkanlegu hófi að sjálfsögðu. Í nútímanum hljómar það kannski ótrúlega að ekki alls fyrir löngu skuli menn hafa getað látið því- líkt og annað eins sér um munn fara, en það er samt spurning hvort svona delluhugmyndir séu útdauðar með öllu. Í GAMLA DAGA fannst karlmönn- um að í besta falli væri erfitt að skilja hið dularfulla tilfinningalíf kvenfólks og í versta falli væri kvenþjóðin alveg gersamlega óskiljanleg, og ástæðu- laust að reyna að skilja hana. Enn þann dag í dag er tilfinningalíf kvenna sennilega jafnmikil ráðgáta og ævin- lega áður í augum margra karlmanna. En maður skyldi ætla að það væri löngu komið úr móð að reyna með bar- smíðum að fá kvenfólkið til að skilja og viðurkenna meinta yfirburði karl- kynsins. Svo er þó ekki. Því miður. NÝLEG RANNSÓKN í Svíþjóð – og það er margt líkt með skyldum – leiddi í ljós að 18%, eða næstum því fimmta hver stúlka á aldrinum 15 til 24 ára kveðst hafa orðið að sæta barsmíðum, hótunum eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu kærasta síns. Þetta vakti um- ræðu í Svíþjóð og mun sennilega vekja einhverja athygli hér á landi líka – þegar nógu margir kærastar eru búnir að lemja nógu margar kærustur nógu oft, mikið og lengi. ATHYGLISVERT var við þessa könn- un að einungis 2% af ungum mönnum sem áttu í ástarsambandi við þessar stúlkur könnuðust við að hafa mis- þyrmt þeim eða misboðið með ein- hverjum hætti, sem bendir til þess að karlmenn hafi gífurlega mikla hæfi- leika til að afneita verkum sínum, rétt- læta þau eða draga úr mikilvægi þeirra. Sem aftur minnir á karlana tvo sem drógu okkur hin með sér í blóðugt stríð. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR 72 (60) Bak 2.12.2004 20:59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.