Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 26
26 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? ÓLÖF DEBONT Umfjöllun rýrir framlög fólks STYRKTARTÓNLEIKAR KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA SJÓNARHÓLL Ástarvikan sem haldin var í Bolungarvík í ágústlok bar tilætlaðan árangur, því nú eiga að minnsta kosti tvær konur í plássinu von á sér með vorinu, að sögn Soffíu Vagnsdóttur bæjarfulltrúa. Þá voru farnir ástargöngutúrar, 200 ástar- blöðrum var hleypt upp í loft og fleiri örvandi atriði voru í gangi. „Fólk var hvatt til að eiga svolítið meira samband svo við gætum fjölgað Bolvíkingum,“ sagði Soffía. „Og það er farið að glitta í árangur.“ Hún sagði að nú væri verið að leggja drög að næstu ástarviku. Hún hefði bent bæjarstarfsmönnunum á að panta dálítið ríflega af rauðum jólaljósaseríum, því þegar til hefði átt að taka í ágúst hefði ekki fengist ein einasta snúra í öllu landinu. „Það voru ekki nema sjö börn sem settust í 1. bekk í skólanum í haust, þannig að það veitir ekki af fjölgun,“ sagði Soffía. Spurð um brottflutning íbúa sagði hún að nokkuð væri um það. Íbúatalan væri nú í kringum 950 manns. „Nú erum við á fullu að leita að nýjum atvinnutækifærum,“ sagði hún. „Það er ágætis uppbygging við höfnina og í sjávarútveginum. En okkur vantar ný störf. Þá hefur verkefnið heilsubærinn Bolungarvík verið hér á fullu um árabil og þar er ekkert lát á. Hins vegar vantar hér betri aðstöðu til félagslífs. Félagslegi þátturinn hefur dofnað vegna ýmissa áfalla. Við þurfum að taka á menningarmálunum, laga félagsheimilið okkar og skapa aftur aðstöðu til að geta hist meira og talað saman. Þetta verðum við að laga svo mannlífið dafni og blómgist.“ ■ Farið að glitta í árangur ástarviku EFTIRMÁL: SOFFÍA VAGNSDÓTTIR: 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Reykti um borð þrátt fyrir bann Flugstjórar reyktu óáreittir um borð í flugvélum Flugleiða þó að reyk- ingar hefðu verið bannaðar. Björn Thoroddsen flugstjóri er í hópi þeirra síðustu sem reyktu um borð. REYKINGAR Björn Thoroddsen flug- stjóri er síðasti maðurinn eða með þeim síðustu sem reyktu um borð í flugvélum Flugleiða. Hann telur að þeir hafi verið þrír til fjórir flugmennirnir sem komust upp með að reykja í flugstjórnarklef- anum síðustu árin þó að reykingar væru bannaðar um borð. Björn reykir pípu. Hann hætti að fljúga fyrir þremur árum. „Flugleiðir ákváðu að verða reyklaust félag og ári síðar var það fest í lög. Þegar ákvörðun Flugleiða var kynnt FÍA var mér sagt að formaður félagsins á þeim tíma hefði bent á að það væru nokkrir flugstjórar sem væru ólæknandi nikótínistar og spurt hvað ætti að gera við þá? Sagan segir að stjórnendur fyrirtækis- ins hafi sagt að þeir yrðu látnir í friði. Við vorum þrír eða fjórir nefndir til sögunnar og það má segja að það hafi verið þegjandi samkomulag. Ég afsakaði mig alltaf á þessu,“ segir Björn Thoroddsen flugstjóri. Björn kveðst aldrei hafa heyrt neitt frá fyrirtækinu um reyk- ingabann til flugmanna eða áhafna og ekki hafi komið nein sérstök fyrirmæli til flugstjór- anna um að hætta að reykja í flug- stjórnarklefanum. Aðstoðarflug- mennirnir hafi sagt sér að reyk- ingarnar færu ekkert í þá. „Það kvartaði enginn. Ég reyndi að púa fram í nefið á vélinni en það kom fyrir að reykurinn fannst í eldhús- inu aftast. Loftræstingin var þannig. Það kom fyrir að flug- freyjurnar héldu að einhver væri að reykja á klósettunum og rifu upp hurðirnar aftast en fundu ekki neinn.“ Nokkuð var um það síðustu árin að farþegar lokuðu sig inni á klósetti til að reykja. „Við fengum bréf um að við ættum að labba aftur í, skrifa niður sætisnúmerið og skoða vegabréfið, ræða við far- þegann og biðja um að lögregla væri tilbúin til handtöku við lend- ingu. Síðan átti að stinga farþeg- anum inn og hann sektaður. Ég vissi dæmi þess að flugstjórar gerðu þetta. En svo voru stöðvar- stjórarnir orðnir hundleiðir á því að láta lögregluna handtaka far- þega.“ Björn tilkynnti aldrei reyking- ar farþega á klósettum og bætir við að sér finnist hræðilegt að fólk geti hvergi reykt um borð í flug- vélum. „Það ætti að vera einhver staður í flugvélum fyrir þá sem reykja.“ ghs@frettabladid.is UM HVAÐ ER SLÚÐRAÐ ÞARNA? Talsverðar líkur eru á að fjarstaddir vinnu- félagar séu umræðuefnið. Umræðuefni á vinnu- stöðum: Karlar slúðra meira en konur KÖNNUN Karlmenn slúðra meira í vinnunni en konur. Þetta eru nið- urstöður sænskrar rannsóknar sem sagt er frá á heimasíðu Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Könnun Svíanna leiðir í ljós að karlar slúðra meira um vinnu- félaga sína en kollegar þeirra af kvenkyninu. Sænskar konur tala aftur á móti meira um mat og börn í vinnunni en karlarnir. Eftirlætisumræðuefni kvenn- anna eru í þessari röð vinnan, fréttir, frí, eldamennska, börn, matur, sjónvarpsþættir, síðasta og næsta helgi, vinnufélagar og menning. Karlarnir ræða hins vegar mest vinnuna, fréttir, elda- mennsku, vinnufélagana, sjón- varpsþætti, íþróttir, frí, síðustu og næstu helgi, laun og þjálfun. -shg SÍÐASTUR TIL AÐ REYKJA Í FLUGVÉLUM Björn Thoroddsen flugstjóri var í hópi síðustu manna sem fengu að reykja óáreittir um borð í flugvélum Flugleiða. Reykingarnar fóru fram í flugstjórnarklefanum og því urðu far- þegarnir ekkert varir við þær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ALÞINGISHÚSIÐ Hollustan í fyrirrúmi. Mötuneyti Alþingis: Salatbar í dag MATARÆÐI Þingmenn og aðrir starfsmenn Alþingis gæða sér á salati, hrísgrjónagraut og nýbök- uðu brauði í mötuneyti þingsins í hádeginu í dag. Ekki er að undra að léttmeti sé á borðum, hamborg- arhryggur með viðeigandi með- læti var á matseðli gærdagsins. Þá var kaldur búðingur með rjóma í eftirrétt. „Jólin eru bara komin,“ varð einum þingmanni að orði eftir kræsingarnar í gær. Fagnaði hann því um leið að fá kál og gulrætur í dag. -bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N REYKINGAR Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að bann hafi verið sett um 1990 við reykingum um borð í flugvélum Flugleiða til og frá landinu. Þar með hafi flugstjórn- arklefinn verið gerður reyklaus. Reglur hafi verið og séu skýrar, bæði hjá félaginu og í opinberum reglugerðum, það sé bannað að reykja um borð. „Ég þekki ekki hvort Björn komst upp með það að reykja um borð eða ekki. Ef hann segir það sjálfur þá er það ekki mitt að rengja það. En það er bannað að reykja um borð og það hefur ver- ið bannað. Það eru engar undan- tekningar gerðar á því. Farið er með brot á þessum reglum eins og brot á öðrum reglum sem öryggis- mál í flugi,“ segir hann. - ghs Icelandair: Ekki mitt að rengja GUÐJÓN ARNGRÍMSSON „Ef hann segir það sjálfur þá er það ekki mitt að rengja það,“ segir Guðjón um reykingar Björns Thoroddsen í flugvélum Flugleiða eftir að bannið var sett á. BÆJARFULLTRÚINN Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi ásamt syni sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KOMUGJALD Á SLYSA- OG BRÁÐA- MÓTTÖKU LANDSPÍTALA - HÁSKÓLA- SJÚKRAHÚSS ER 3.210 KRÓNUR Greiða þarf aukalega fyrir aðra þjónustu, til dæmis myndatökur og blóðprufur. „Það er óþarfi að blása málið svona út og gera að gróusögum og ágrein- ingi,“ segir Ólöf deBont, sölumaður hjá Bros auglýsingavörum, um um- fjöllun um kostnað og launa vegna styrktartónleika í Hallgrímskirkju. „Ég hef verið báðum megin borðsins. Ég er listamaður, hef sjálf lært söng og er búin að fara með milljónir í nám, og svo hef ég verið móðir lang- veiks barns sem lést. Ég þekki því málin beggja vegna borðsins. Það þarf bara að vera meiri heiðarleiki í hvernig svona samkomur fara fram: Að þær séu til styrktar og ágóðinn þegar búið er að borga kostnað renni til viðkomandi málefnis.“ Ólöf segir að með umfjölluninni síð- ustu daga sé búið að hleypa illu í góðgerðarmálefni. „Það er óþarfi að fjalla um svona mál á þennan hátt. Það særir alla og niðurstaðan verður neikvæð.“ segir Ólöf. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 26-27 (24kls 2.12.2004 15.56 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.