Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 32
Geymslubox Þegar þú pantar mat af veitingastöðum geymdu þá boxin sem þú færð utan um matinn. Þau geta nýst vel fyrir afganga eða þegar þú þarft að frysta eitthvað.[ ] sími 568 6440 Allt í eldhúsið Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala Girnilegt smákökufondú á hátíðarborðið Nýstárlegur eftirréttur með allskonar sósum. „Mér datt í hug að brydda upp á nýjungum varðandi eftirrétti og þetta var ein hugmyndin,“ segir Ásgeir Sandholt, konditormeist- ari, um nýjan desert, smáköku- fondú, sem hann hefur búið til og er til sölu í bakaríum Sandholts. „Það er þekkt að fólk missi sig í jólasteikina og njóti þess vegna ekki eftirréttarins,“ segir Ásgeir hlæjandi. „Þennan eftirrétt getur fólk hins vegar fengið sér með kaffinu í rólegheitum. Það mynd- ast líka alltaf svo skemmtileg stemming í kringum fondúréttina og það er næstum hægt að kalla þetta félagslegan desert.“ Eftirréttur Ásgeirs sam- anstendur af litlum kökum sem hann bakar sjálfur og sósu til að dýfa kökunum í. „Þetta eru mis- munandi kökur og nokkrar teg- undir af sósum. Margir vilja bara súkkulaðisósu og þá geta þeir að sjálfsögðu fengið hana, en það er um fleiri bragðtegundir að ræða eins og mangósósu, engifersósu eða tesósu. Kökurnar eru líka þan- nig að þær gera sig ekki til fulls fyrr en þeim er dýft í sósuna,“ segir Ásgeir. „Þá er sniðugt að eiga jarðarber eða annars konar ber og ávexti til að drýgja rétt- inn.“ Eftirrétturinn er sem fyrr seg- ir til sölu í Sandholtsbakaríi. ■ Til að slaka á í jólaösinni, eða hefja ánægjulegt kvöld úti á líf- inu, þá er barinn hjá Einari Ben einn af skemmtilegri stöðum í bænum. Flestir kannast við hann sem Rauða barinn, en það var ein- mitt liturinn á veggjunum um ára- bil. Rauði Barinn hjá Einari Ben er kjörinn fyrir þá sem vilja yfir- vegað andrúmsloft og góða þjón- ustu. Ekki skemmir staðsetningin fyrir því barinn er á efstu hæð með skemmtilegt útsýni yfir gamla bæinn. Vinsæll drykkur, hvort sem er í upphafi máltíðar eða á djamminu, er hinn klassíski Dry Martini sem fjallað var um hér í blaðinu síð- asta föstudag. Þeim sem þykir þessi drykkur góður vilja ekkert annað og eru flestir þeirra mjög sérvitrir hvað varðar blöndun á drykknum. Eins og segir í göml- um og góðum brandara: Ef ég lendi á eyðieyju vil ég aðeins hafa flösku af Martini Extra Dry, flösku af Beefeater gini, ólífur, martini glas, klaka og kokteil- hristi. Og ég þori að veðja að inn- an við mínútu eftir að ég byrja að blanda fyrsta drykkinn mun ein- hver banka á öxlina á mér og segja: Svona blandar maður ekki Dry Martini! En þessi drykkur fellur ekki öll- um í geð. Og til hvers eru hinar Martini flöskurnar? Þessi þarna Rosso, eða Bianco og Rosé? Hvað blandar maður úr þeim? Allur þessi formáli hentar einkar vel til að kynna til sögunnar nokkra drykki sem innihalda aðrar tegundir Martini. Og ekki er verra að þetta eru afskaplega góðir drykkir. Bikini 2/10 Martini Rosé vermút 2/10 Stolichnaya vodki 6/10 Tónik Fyllið hátt glas af klaka og hellið drykkjunum yfir hann í réttri röð að ofan. Skreytið með appelsínusneið. El Presidente 3/10 Martini Rosso vermút 7/10 Bacardi Carta Blanca romm Fyllið kokteilhristara af klaka og hellið drykkjunum yfir hann. Hrærið létt og hellið svo í kokteil- glas. Skreytið með appelsínuberki og kirsuberi. El Presidente er einstaklega skemmtileg blanda og óvenjuleg fyrir rommaðdáendur, en á það sameiginlegt með hinum klass- íska Dry Martini kokteil að vera sterkur. Fyrir þá sem vilja mildari drykk er Bikini ferskur og tónikið gefur skemmtilega bitran keim. En það er líka hægt að blanda sæt- ari drykki með Martini. Hér er einn vinsæll: Rosso Rapture 6 cl Martini Rosso Engiferöl Appelsínusneið Fyllið viskíglas með klaka, hel- lið Martini Rosso yfir klakann og fyllið með engiferöli. Skreytið með appelsínusneið. ■ Staldrað við í jólaösinni Af barnum á Einari Ben. Fondú Ásgeirs er ljúffengt og sómir sér vel á hátíðarmatseðlinum. 32-33 (02-03) matur ofl 2.12.2004 15.59 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.