Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 52
40 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Við óskum...
...varnarmanninnum sterka Kristjáni Erni Sigurðssyni til
hamingju með að vera orðinn nýjasti atvinnumaður
okkar Íslendinga í fótboltanum. Kristján Örn skrifaði
undir þriggja ára samning við norska liðið Brann.
„Það er svo sannarlega gaman að vera skemmtilegt
hér í kvöld.“
Einar Bollason á góðri stundu í NBA–boltanum fyrir mörgum árum nokkru eftir miðnætti.
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Laugardagur
SEPTEMBER
HANDBOLTI KA-maðurinn Halldór
Jóhann Sigfússon hefur heldur
betur látið til sín taka í DHL-
deildinni í handbolta í vetur en
hann kom heim fyrir þetta tíma-
bil eftir tveggja ára dvöl
hjá þýska liðinu Friesenheim.
Halldór Jóhann er langmarka-
hæsti leikmaður deildarinnar
það sem af er og hefur skorað 89
mörk í tíu leikjum sem gerir 8,9
mörk að meðaltali í leik.
Akureyringar hafa verið sjóð-
andi heitir í deildinni í vetur því
Þórsarnir Aigars Lazdins og Árni
Þór Sigtryggsson koma næstir.
Litháinn Lazdins hefur skorað 72
mörk í tíu leikjum en Árni Þór 67
mörk. Hinn síungi Zoltan
Belányi, sem leikur með ÍBV, er í
fjórða sæti með 63 mörk í níu
leikjum og landsliðsmaðurinn
Ingimundur Ingimundarson, sem
leikur með toppliði ÍR, er síðan í
fimmta sæti með 61 mark í níu
leikjum.
Halldór Jóhann sagði í samtali
við Fréttablaðið í gær að hann
væri sáttur við eigin spila-
mennsku í vetur. „Ég hef fundið
mig vel, sjálfstraustið er í lagi og
ég hef sennilega aldrei verið í
betra formi heldur en núna,“
sagði Halldór Jóhann.
Hann sagðist hafa æft mjög
vel úti í Þýskalandi og náð að
fylgja því vel eftir þegar hann
kom heim til Íslands í maí. „Ég
hef haldið dampi, æfði mjög vel í
sumar og það hefur skilað sér,“
sagði Halldór og var ekki í vafa
um að Þýskalandsdvölin hefur
gert hann að betri leikmanni. „Ég
hafði mjög gott af því að fara út,
fékk dýrmæta reynslu þar og það
kemur að gangi núna þegar ég er
einn af reynslumestu mönnum
KA-liðsins.“
Halldór Jóhann sagðist lítið
hugsa um landsliðið en játti því
að það væri auðvitað markmið
hans. „Það er fultl af góðum leik-
mönnum í minni stöðu en ég verð
að sjálfsögðu klár ef kallið kem-
ur. Ég ætla hins vegar ekki að
fara að væla í fjölmiðlum ef ég er
ekki valinn. Viggó veit hvað hann
er að gera og þarf ekki mína
hjálp til þess að velja liðið.“
HALLDÓR JÓHANN SIGFÚSSON Hefur skorað 8,9 mörk á meðaltali fyrir KA-menn í DHL-deildinni í vetur. Fréttablaðið/Pjetur
Aldrei verið í betra formi en nú
KA-maðurinn Halldór Jóhann Sigfússon er markahæsti leikmaður DHL-deildar karla í hand-
bolta með 89 mörk í tíu leikjum.■ ■ LEIKIR
19.00 Þór Ak. og Þór Þorlákshöfn
mætast í Höllinni á Akureyri í 1.
deild karla í körfubolta.
19.15 Stjarnan og Selfoss leika í
Ásgarði í suðurriðli DHL-deildar
karla í handbolta.
19.15 KA og FH mætast í KA-
heimilinu í norðurriðli DHL-
deildar karla í handbolta.
19.15 Grótta/KR og ÍBV mætast á
Seltjarnarnesi í suðurriðli DHL-
deildar karla í handbolta.
20.00 Ármann/Þróttur og Valur
mætast í Laugardalshöllinni í 1.
deild karla í körfubolta.
20.00 Afturelding og HK mætast á
Varmá í norðurriðli DHL-deildar
karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.45 Olíssport á Sýn.
18.00 Upphitun á Skjá einum.
19.00 Motorworld á Sýn.
19.30 Race of Champions 2003 á
Sýn.
20.30 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Fréttaþáttur um
meistaradeildina í fótbolta.
21.00 World Series of Poker á
Sýn.
Intersportdeildin
KEFLAVÍK–SKALLAGRÍMUR 94–67
FJÖLNIR–SNÆFELL 100–81
Stig Fjölnis: Darrel Flake 31 (14 frák.), Nemanja
Sovic 28 (8 frák.), Jeb Ivey 23 (8 stoðs.).
Stig Snæfells: Desmond Peoples 22 (9 frák.),
Magni Hafsteinsson 18 (7 frák., 7 stoðs.), Hlynur
Bæringsson 16 (9 frák., 5 stoðs.), Sigurður
Þorvaldsson 15.
Ekkert stig af bekknum hjá Snæfelli annan leikinn
í röð.
TINDASTÓLL–NJARÐVÍK 85–95
ÍR–KR 92–83
HAUKAR–HAMAR/SELFOSS 88–93
KEFLAVÍK–SKALLAGRÍMUR 94–67
1. deild kvenna í körfu:
Stærsta tapið
í fyrsta leik
Kanans
KÖRFUBOLTI Njarðvíkurkonur unnu
37 stiga sigur á KR, 89-52, í mikil-
vægum leik í botnslag 1. deildar
kvenna í fyrrakvöld en það sést
kannski á mikilvægi leiksins að
bæði lið tefldu fram nýjum er-
lendum leikmanni í honum.
Það er óhætt að segja að hinn
nýi serbneski bakvörður Njarð-
víkinga, Vera Janjic, hafi byrjað
vel en hún skoraði 22 stig og stal 9
boltum í sínum fyrsta leik auk
þess að eiga 5 stoðsendingar og
taka 5 fráköst. Hinn banda-
ríski leikmaður liðsins, Jamie
Woudstra, naut góðs af liðsstyrkn-
um því hún gat einbeitt sér að
þeim hlutum sem hún er best í og
uppskeran var 31 stig, 13 stig og 8
stoðsendingar hjá henni. Cori
Williston spilaði sinn fyrsta leik
með KR en þessi bandaríski bak-
vörður byrjaði ekki vel, skoraði
reyndar 12 stig en liðið mátti þola
stærsta tap tímabilsins og á enn
langt í land með því bæta sína
stöðu í deildinni. ■
LEIKIR GÆRDAGSINS
Dregið í enska deildarbikarnum í knattspyrnu:
Chelsea og United mætast
SIGURMARKINU FAGNAÐ Leikmenn Manchester United sjást hér fagna sigurmarki
Davids Bellion gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið.
FÓTBOLTI Í gær var dregið í undan-
úrslitum enska deildarbikarsins í
fótbolta en Manchester United og
Liverpool tryggðu sér sæti í þeim
á miðvikudagskvöldið með því að
leggja Arsenal og Tottenham að
velli. Manchester United bar
sigurorð af Arsenal, 1–0, þar sem
Frakkinn David Bellion skoraði
sigurmarkið eftir aðeins nítján
sekúndur. Bæði lið stilltu upp
varaliði sínu en Manchester
United var sterkari aðilinn og átti
sigurinn skilin. Venju samkvæmt,
þegar þessi lið spila, fór allt í
háaloft og var Hollendingurinn
Robin van Persie hjá Arsenal
heppinn að sleppa með gult spjald
fyrir aðför sína að Kieron
Richardson, leikmanni Manchest-
er United, á lokamínútunum.
Leikur Tottenham og Liverpool
var gífurlega spennandi en það
var ekki fyrr en í fram-
lengingunni sem mörk litu
dagsins ljós. Jermain Defoe kom
Tottenham yfir á 108. mínútu en
Florent Sinama Pongolle jafnaði
metin úr vítaspyrnu þegar þrjár
mínútur voru til leiksloka. Freddy
Kanoute og Michael Brown
brenndu síðan af vítum fyrir
Tottenhma í vítaspyrnukeppninni
og Pongolle skoraði úr síðasta
vítinu sem tryggði Liverpool
sigur. Áður höfðu Chelsea og
Watford tryggt sér sæti í undan-
úrslitunum.
Chelsea og Manchester United
mætast á Stamford Bridge í og
Watford sækir Liverpool heim á
Anfield Road í fyrri leikjunum í
undanúrslitum.
Ray Lewington, knattspyrnu-
stjóri Watford, var hæstánægður
með dráttinn jafnvel þótt hann
eigi ekki góðar minningar frá
síðasta leik sínum á Anfield Road
í deildarbikarnum. Það var árið
1986 en þá tapaði lið hans Fulham,
sem var þá í þriðju deildinni, 10–0.
Lewington sagði allt geta gerst og
er viss um að margir öfunda
Watford að þeirri stöðu sem
liðið er í. „Ef við komumst í
úrslitaleikinn þá gætum við verið
öruggir með Evrópusæti,“ sagði
Lewington. ■
52-53 (40-41) SPORT 2.12.2004 21:28 Page 2