Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 10
10 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR IVANOV Í NÝJU DELÍ Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, kom til Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, í gær til að ganga frá samningum um sam- skipti ríkjanna. Meðal þess sem samið var um voru geimferðamál og leiga Indverja á tveimur kjarnorkuknúnum kafbátum. Hæstiréttur Svíþjóðar sneri við dómi undirréttar: Morðingi Lindh ekki geðveikur SVÍÞJÓÐ, AP Morðingi Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður að sitja af sér lífstíðarfangelsisdóm samkvæmt dómi Hæstaréttar Svíþjóðar. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem hafði dæmt hinn 25 ára Mijailo Mijailovic ósak- hæfan og því bæri að vista hann á geðsjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Mijailovic myrti Lindh þann 10. september í fyrra. Hann játaði að hafa ráðist á hana með hnífi en sagðist ekki hafa ætlað að drepa hana. Raddir í höfði hans hefðu hins vegar sagt honum að gera það. Í dómi Hæstaréttar segir að þó að Mijailovic eigi við sálræna erf- iðleika að etja geti hann ekki talist geðveikur. Hæstiréttur hafnaði enn fremur kröfu verjenda um að Mijailovic yrði dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en ekki morð að yfirlögðu ráði. Mikael Nilsson, lögmaður Mijailovic, sagði í gær að skjól- stæðingur hans hefði farið fram á að fá að afplána dóminn í Serbíu- Svartfjallalandi en hann er serbneskur ríkisborgari. Talið er að Mijailovic óttist að verða fyrir einelti annarra sænskra fanga. ■ Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum Landsbankinn gerir ráð fyrir að lánaveisla bankanna leiði til þess að einkaneysla hækki um 0,5-1 prósent næstu tvö ár og að veislan endi með verðbólguskoti allt að sex prósentum um áramótin 2006-2007. EFNAHAGSMÁL Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyld- urnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hæg- ari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráð- stöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteigna- viðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. „Almenningur hefur mögu- leika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fast- eignaverð hækkar mikið. Í Lands- bankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 pró- sent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hag- ræðingu í bankakerfinu. Saman- tekið tel ég að þessi kerfisbreyt- ing sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós seg- ir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veð- láni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. „Ef lánstíminn yrði hins vegar lengd- ur um fimm og hálft ár við skuld- breytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja pró- senta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimil- anna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða,“ segir Edda Rós. ghs@frettabladid.is Siðmennt: Andstaða við þingtillögu MANNRÉTTINDI Stjórn Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, hefur mótmælt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að skerða framlög til Mannréttinda- skrifstofu Íslands og hvetur þing- menn til að hafna henni. Í tilkynningu frá félaginu segir að við þetta kunni starfsemi skrif- stofunnar að lamast. Hún hafi alla tíð verið óháður álitsgjafi í álita- málum er snerta mannréttindi. Á Íslandi hafi Mannréttindaskrifstof- an verið fremst í flokki við að verja mannréttindi og skyldur sem kveð- ið sé á um í mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna. - ghg MIJAILO MIJAILOVIC Morðingi Önnu Lindh hefur farið fram á að fá að afplána dóminn í Serbíu-Svartfjallalandi. MORGUNVERÐARFUNDUR Félag MBA-HÍ nema stóð fyrir fundi á Grand hótel þar sem Gylfi Magnússon dósent og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fluttu erindi. Mynd- in er af nokkrum fundarmönnum. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR „Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Landsbanka Íslands. SKATTAMÁL Forsjárlausir og tekju- litlir einstaklingar sem greiða meðlag með nokkrum börnum eru í þeim hópi sem hvað minnst græðir á skattalækkunum ríkis- stjórnarinnar. Sem dæmi má nefna að forsjárlaus faðir, sem greiðir meðlag með tveimur börn- um og hefur um 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær að- eins rétt rúmlega 100 þúsund krónur útborgaðar þegar hann hefur greitt meðlag og skatta. Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að slíkur einstakling- ur njóti ekki barnabóta. Tekjurnar séu ekki háar og því lækki tekjuskatturinn ekki mikið frá því sem nú er. Persónuafslátturinn hækki um átta prósent eða í takt við verðbólguna. Börn viðkomandi njóti góðs af hærri barnabótum en ekki hann sjálfur. Vaxtabætur lækki og hann tapi vaxtabótum ef hann skuldi mikið við húsnæðis- kaup. Viðkomandi njóti ekki góðs af hátekjuskattslækkuninni og eignaskatturinn fari eftir eign- um. „Ég hef á tilfinningunni að mið- að við þetta dæmi komi viðkom- andi ekkert sérstaklega vel út úr þessu,“ segir hann. - ghs Skattalækkanir: Forsjárlausir græða lítið STEFÁN ÚLFARSSON Forsjárlausir og tekjulitlir einstaklingar koma illa út úr skattabreytingum ríkis- stjórnarinnar, ekki síst ef þeir greiða með- lag með börnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA fiÚ FÆ R‹ G JA FA BR ÉFI N OK KA R Í K R I NG LU NN I HE LG IN A 3 .-5 . D ES EM BE R Nordica Loftlei›ir Flughótel Flú›ir Rangá Klaustur Héra› Komdu vinum og vandamönnum skemmtilega á óvart me› flví a› gefa fleim gjafabréf á Icelandair Hotels, NordicaSpa, Hótel Eddu e›a VOX restaurant í jólagjöf. Gjafabréfin okkar eru gjöf sem slær í gegn. mi›ast vi› tveggja manna herbergi me› morgunver›ar- hla›bor›i á Icelandair hóteli a› eigin vali. 4.550 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 14 12 2 Ver›dæmi: á mann Gisting á Icelandair hóteli gefur punkta í Vildarklúbbi Icelandair. Einnig er hægt a› bóka í síma 444 4000 e›a á www.icehotels.is 10-11 fréttir 2.12.2004 19:57 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.