Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 60
48 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Sýningu sem opnar í Hafnar- borg í dag, á jólagjöfum fyrir þjóðþekkta Íslendinga sem nem- endur á lokaári hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði hafa hannað og búið til... Leikritinu Böndin á milli okk- ar á Litla sviði Þjóðleikhússins. Sýning í kvöld og síðasta sýn- ing fyrir jól verður 7. desember... Tenórnum og Faðir vor í Iðnó. Síðustu sýningar fyrir jól um helg- ina. Í síðustu viku var slegið aðsóknarmet hjá Leikfélagi Akureyrar, en aldrei hafa fleiri sótt sýningar í samkomuhúsinu en þessa viku. Á níu dögum voru þrettán sýningar í húsinu og samtals voru gestir 2.540 talsins en uppselt var á nær allar sýningarnar. Flestir gestanna komu í leikhúsið til að sjá Ausu og Stólana eftir Hall og Ionesco en einnig var troðfullt á tónleika Margrétar Eirar í leikhúsinu. „Aðsókn það sem af er vetrar er með miklum ágætum og stefnir í metaðsókn að leikhúsinu í vetur,“ segir leikhússtjór- inn, Magnús Geir Þórðarson. „Seld áskriftarkort hafa aldrei verið fleiri en núna og kortagestir leikhússins eru á öllum aldri. Engu að síður hefur það vakið at- hygli hversu stór hluti þeirra er ungt fólk.“ Magnús segir gesti leikhússins koma alls stað- ar að af landinu, en þó séu langflestir frá Akureyri og nágrenni. Í síðustu viku hófst forsala á söngleikinn Óli- ver sem frumsýndur verður 28. desember. Skemmst er frá því að segja að miðarnir rjúka út og er sala á 15 fyrstu sýningarnar langt komin Kl. 20.00 í Hallgrímskirkju: Hugljúf lög í anda jóla og aðventu með íslenskri áherslu. Mótettukór Hallgríms- kirkju, ásamt Ísak Ríkharðssyni drengja- sópran, Sigurði Flosason saxófónleikara og Birni Steinari Sólbergssyni orgelleik- ara. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. menning@frettabladid.is Aðsóknarmet á Akureyri Sindri Freysson byggir skáldsögu sína, Flóttann, á raunverulegum atburðum sem gerðust hér á landi á stríðsárunum Skáldsagan Flóttinn eftir Sindra Freysson fjallar um ungan Þjóð- verja, Thomas Lang, sem lagði á flótta þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 og fór huldu höfði á Ís- landi í rúmt ár. Hann rétt sleppur frá Reykjavík áður en Bretar stíga á land og gengur alla leið vestur á Ísafjörð, þar sem hann hefur ástæðu til að vænta sér aðstoðar. Sagan takmarkast þó ekki við Thomas Lang, heldur er hún breið samfélagslýsing og í henni er mikið persónugallerí. Þar eru Ísfirðingar, Íslendingar í Reykjavík, Þjóðverjar í Reykjavík, Bretar í Reykjavík. Persónurnar eru úr öllum lögum samfélagsins – og hvorki börn né fullorðnir fara varhluta af þeim að- stæðum sem ríkja í landinu. En það merkilega er að Thomas nýtur hjálpar þeirra sem meira mega sín í þjóðfélaginu. „Ég notfæri mér það að Thomas fer vestur á firði á þessum flótta sínum, þar sem hann umgengst fyrst þessa broddborgara á Ísafirði, fólkið sem er í efstu lögunum á þessum tíma, höfðingjaslektið á Ísa- firði,“ segir Sindri. „En á flóttan- unm kynnist hann miklu fleiri hlið- um. Hann kynnist vitavarðahjónun- um, seinustu bensíndropum búsetu á Ströndum. Hann spannar mjög breitt samfélagssvið á sínum flótta sem endurspeglar einnig samfélag Íslands á þessum tíma. Thomas kynnist þessu dæmi- gerða íslenska hugarfari; stríð er svo fjarlægt hugtak að þegar maður kemur og leitar á náðir þínar, þá finnst þér sjálfsagt að hjálpa hon- um. Síðan er hann eftirlýstur njósn- ari - og fólk er farið að stofna sér í hættu með því að hjálpa honum. Það færist meiri spenna í samskiptin, launungin verður meiri og það verð- ur sífellt erfiðara að tryggja veru hans á Vestfjörðum. Netið þrengist hægt og rólega utan um hann.“ Flóttinn byggir á raunverulegum atburðum og Sindri leitaði víða heimilda. „Sagan kom þannig til mín að ég var fyrir vestan sem blaðamaður í desember 1994 þar sem ég var að skrifa um snjóflóð. Ég rakst á sumarbústað sem snjó- flóðið hafði þeytt út á Súgandafjörð. Ég fór að spyrjast fyrir um bústað- inn sem lá þarna og í ljós kom að aldrei hafði fallið á hann flóð í þá áratugi sem hann hafði staðið þarna – og mér var sagt að þarna hefði þýskur flóttamaður verið hýstur á styrjaldarárunum. Ég komst að því að sá sem var hýstur með honum í þessum bústað var á lífi. Ég tók viðtal við hann og fékk að vita að fleiri sem tengdust honum voru á lífi. Ég tók fleiri við- töl og síðan hlóð þetta utan á sig, stig af sigi. Ég fór í skjalasöfn, leit- aði eftir gögnum í Bretlandi og Þýskalandi, fór í dómabækur og samtímaheimildir. Smám saman fékk ég skýrari mynd af hinum raunverulegu atburðum. Að lokum var ég kominn með alla söguna – en vantaði manninn sjálfan, sem hét reyndar August Lehrmann. Sumar- ið 2000 tók ég til þess bragðs að aug- lýsa eftir honum í stærsta frétta- blaðinu í Düsseldorf. Tveir menn höfðu samband við mig. Annar var þýskur rannsóknarlögreglumaður á eftirlaunum. Sá maður bauðst til að veita mér aðstoð án nokkurrar umb- unar. Hann hafði einfaldlega áhuga á þessu tímabili og vildi hjálpa mér. Hann skráði niður alla með nafn- inu Lehrmann, sem voru einhverjir tugir, og byrjaði svo að hringja í þá. Hann náði að lokum í dóttur Augusts Lehrmann sem veiti mér margar, ómetanlegar upplýsingar um það hvað hefði orðið af þessum manni. Eftir að hafa verið árum saman í heimildaröflun, var ég að kikna undan heimildum og sagfræði. Á einhverjum tímapunkti verður maður að yfirgefa sagnfræðina og vinna úr þessu sem skáldskap. Þeg- ar það tókst var ég búinn að finna form sem smellpassaði við þá sögu sem ég vildi segja. En þótt þetta sé saga þessa manns og frá ákveðnum tíma er Flóttinn tímalaus saga. Flótti er fyrirbæri sem er óháð tíma og stað. Fólk er alltaf að flýja. Flótt- inn er í grunneðli mannsins – en að vera í felum á Íslandi í heilt ár, er kraftaverk. Engu að síður guldu Íslendingarnir sem hjálpuðu hon- um fyrir það. sussa@frettabladid.is Flóttinn er í grunn- eðli mannsins ! Mostraskegg hefur sent frá sérbókina Eitt stykki Hólmur eftir Braga Straumfjörð Jósepsson, fræðilegt rit með léttum undirtóni, sem fjallar um mannlífið í Stykkis- hólmi á fyrri hluta tuttugustu aldar. A ð f e r ð a - fræðin er sótt í smiðju mannfræð- innar, þar sem ítarlega og á skipu- legan hátt er fjallað um mannlíf- ið í litlu byggðarlagi á stuttu og afmörkuðu tímabili. NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR Hjá Háskólaútgáfunni er kominút bókin Sjúkdómsvæðing í rit- stjórn Ólafs Páls Jónssonar og Andreu Óskar Jónsdóttur. Lækna- vísindum tuttug- ustu aldar er gjarn- an lýst sem óslit- inni sigurgöngu en þrátt fyrir óum- deildar framfarir kann vöxtur heil- brigðiskerfisins að valda skaða í sum- um tilfellum. Lækn- ingar geta haft óbeinar aukaverkanir sem birtast á allt öðrum sviðum en þeim sem lækningarnar beinast að. Þetta er inntak hugmyndarinnar um sjúk- dómsvæðingu sem fjallað er um í bókinni. Glíman –óháð tíma- rit um guð- fræði og sam- félag er komið út hjá Há- skó laú tgá f - unni. Mark- miðið með tímaritinu er að gera guð- fræðina gjald- genga í samfé- lagslegri umræðu á Íslandi. Ritið kemur út einu sinni á ári, bæði í raf- rænni og prentaðri útgáfu. Yfirskrift fyrsta árgangs er “guðfræðin og samfélagsumræðan“. Ritstjórar eru Ágúst Einarsson, Jón Pálsson, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyj- ólfsson og Stefán Karlsson. FRAMTÍ‹ARHÓPUR Samfylkingarinnar Framtí›arhópur Samfylkingarinnar bo›ar til opins morgunver›arfundar í I›nó á morgun, laugardag 4. desember kl. 11-13 um framtí›ars‡n fyrir grunnskóla. Framtí›arskólinn Frummælendur: Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla í Kópavogi: Skóli flar sem allir blómstra Ger›ur G. Óskarsdóttir fræ›slustjóri: Frá bekkjar- mi›a›ri kennslu til einstaklingsmi›a›s náms Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvö›ull: Hjallastefnuskóli: „vi›sjárvert skrípó“ e›a vænlegur framtí›arkostur? Allir velkomnir. Morgunver›ur kr. 1.200. Fundarstjóri er Hermann Tómasson áfangastjóri vi› VMA. Sjá nánar á www.framtid.is Ódýrar jólagjafir! Barna myndbönd (Disney ofl.). Verð frá 890,- Fótboltatreyjur barna. Verð frá 1.400,- Fótboltaliðafánar. Verð frá 1.290,- Fótboltaliðaplaköt. Verð 350,- Flíspeysur (fullorðins). Verð 990,- Geisladiskar frá kr. 300,- DVD myndir, úrval af nýjum og gömlum myndum PC tölvuleikir frá kr. 400,- Bolir: 50 Cent og Metallica. Verð 1.000,- Yu-Gi-Oh kort. Verð frá kr. 390,- Leðurhanskar. Verð 1.490,- Leigumyndbönd á 500 kr. og margt fleira. Jólamarkaðurinn í Glæsibæ. (Álfheimum 74) Opið 10 – 18 virka daga og 10-16 laugardaga . Uppl. í síma 659-9945. Sendum í póstkröfu. Pjaxi hefur sent frá sér stórvirkiðSaga bílsins á Íslandi 1904- 2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðars- son. Í bókinni er rakið upphaf bíla og bílaaldar á Íslandi. Fjallað er um stefnumótun í samgöngumálum þjóðarinnar þar sem baráttan stóð milli bílsins og járnbrautanna. Fylgst er með þróun bílaumboða á Íslandi og sagt frá Bifreiðaeinkasölu ríkisins og árunum þegar bílar voru skömmt- unarvara. Sérstakur kafli er um vöru- bílana sem bjargað var úr strandi við suðurströnd Íslands á árum heims- styrjaldarinnar síðari. Annar kafli snýst um bílana sem herir Banda- manna skildu eftir hérlendis og að styrjöldinni lok- inni. Tímabil bílainnflutnings í vöruskiptum við Austan- tjaldslöndin fær sína umfjöllun og gefin er hug- mynd um út- breiðslu bílsins um landið og þrautseigju frumherjanna í þeim efn- um, um þróun farþegaflutninga og vöruflutninga. Fjallað er um íslenskt hugvit í bílasmíði og nokkur þeirra félaga sem stofnuð hafa verið í tengslum við bíla á Íslandi. SINDRI FREYSSON Á einhverjum tímapunkti verður maður að yfirgefa sagnfræðina og vinna úr þessu sem skáldskap. 60-61 (48-49) Menning 2.12.2004 18:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.