Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 43
31FÖSTUDAGUR 3. desember 2004 Fara öryrkjar aftur í mál við ríkisstjórnina? Mikla athygli hafa vakið heilsíðu- auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands, sem birst hafa í dagblöð- um undanfarið um samkomulag- ið, sem ríkisstjórnin gerði við ör- yrkja fyrir kosningar 2003. Sam- kvæmt því samkomulagi ætlaði ríkisstjórnin að hækka bætur til þeirra, sem yrðu ungir öryrkjar um 1 1/2 milljarð króna en ríkis- stjórnin lét öryrkja ekki hafa meira en 1 milljarð. Stjórnin sveik þá um hálfan milljarð. Menn telja ef til vill, að ekkert sérstakt búi á bak við þessar stóru auglýsingar Öryrkjabanda- lagsins. Samtökin séu aðeins að hnykkja á kröfum sínum. En það er misskilningur. Þessar auglýs- ingar gegna sérstökum tilgangi. Þær eru lokaaðvörun til stjórn- valda. Ef ríkisstjórnin stendur ekki við samkomulagið við ör- yrkja og lætur þá fá þann hálfa milljarð sem á vantar fyrir ára- mót, þá fer Öryrkjabandalagið í mál við ríkisstjórnina eina ferð- ina enn. Öryrkjabandalagið hefur þegar unnið tvö dómsmál gegn ríkisstjórninni. Og Öryrkja- bandalagið er öruggt með að vinna einnig þetta þriðja dóms- mál, ef til þess kemur. Það lá fyrir löngu fyrir kosn- ingar 2003 hver kostnaðurinn yrði við það að efna samkomulag- ið við öryrkja að fullu. Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið ritaði Tryggingastofnun ríkisins bréf 9. apríl 2003 og óskaði eftir að reiknað yrði út hvað fram- kvæmd samkomulagsins kostaði. Tekið var fram að grunnlífeyrir þeirra sem yrðu öryrkjar 18 ára ætti að tvöfaldast. En síðan ætti hækkun grunnlífeyris að skerð- ast um 421 kr. fyrir hvert ár, sem aldur öryrkja hækkaði um þar til náð væri 67 ára aldri en þá yrði engin hækkun. Ávallt skyldi mið- að við það hvenær menn yrðu ör- yrkjar. Þessi atriði samkomu- lagsins eru alveg skýr og hafa alltaf legið fyrir. Það tók Trygg- ingastofnun 2 daga að reikna út kostnaðinn. Hann lá fyrir 11. apr- íl 2003 og var alls 1.528.800 kr. Kostnaður upp á hálfan annan milljarð lá því fyrir mánuði fyrir kosningar. Það þýðir því ekki fyr- ir ríkisstjórnina að koma nú og segja, að samkomulagið hafi ver- ið eitthvað óljóst. Það var alveg skýrt og kostnaður við fram- kvæmd þess lá nákvæmlega fyr- ir 11. apríl 2003. Samkvæmt auglýsingu Ör- yrkjabandalagsins sagði heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra í viðtali við Mbl. 28. nóv. 2003: „Niðurstaðan varð því sú að sögn ráðherra að greiða þyrfti hækkanirnar, sem um var samið, í áföngum, 66% koma til greiðslu um næstu áramót og afgangurinn ári síðar. Þetta varð niðurstaðan í meðförum ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið.“ Ríkis- stjórnin hefur því mánuð til stefnu til þess að standa við sam- komulagið, ella fer málið fyrir dómstóla. Almenningur skilur ekki hvers vegna ríkisstjórnin vill ítrekað níðast á öryrkjum. Það yrði ríkisstjórninni til ævar- andi skammar, ef dómstólar mundu í þriðja sinn dæma hana til þess að greiða öryrkjum það sem þeim ber. ■ AF NETINU SELFOSSKIRKJA föstudaginn 3. des kl. 20.30 - Sérstakur gestur: DIDDÚ HÁTEIGSKIRKJA sunnudaginn 5. des kl. 20.30 JÓLATÓNLEIKAR PÁLL ÓSKAR & MONIKA ásamt kór og strengjakvartett MIÐAVERÐ kr. 2000.- Miðasala v/ innganginn og í verslunum Skífunnar Jólaplatan „Ljósin Heima“ fæst í öllum betri hljómplötuverslunum. Gullbarkar og öfundar- pésar Gæsahúðarbarki Íslands stendur nú í ströngu enda illt hlutskipti að lenda í umræðu og yfir hana haf- inn. Brjóstin roðna á upptendruð- um fréttahaukum sem sjá hvorki fegurð né ljós heldur einungis titt- lingaskít. Sér þetta fólk ekki gleð- ina í augum krabbameinssjúku barnanna sem annars, ef ekki væri fyrir tilstilli stjarnanna, fengju ekki neitt? Auðvitað gætu gull- barkarnir gefið vinnu sína alfarið og þannig dobblað upphæðina en það myndi svipta þá sínu ljósi og engum yndi að heyra í þeim gleði- snauðum. Öfundarpésar fjölmiðlanna liggja nú þunglega á yfirbarkan- um fyrir smávægileg- ar mótsagnir og virðast ekki skilja að maðurinn er of mikið séní til að þetta k o m i nokkrum við. Snillingar eru einfaldlega yfir svona dægurþras hafnir. Og þó hann borgi skattinn til Berlusconi er hann frábær landkynning, hátt- prúður, hláturmildur og glaðvær. Og þannig verður það áfram ef við bara höldum okkur á mottunni, not- um dabbaogdórataktíkina sem við kunnum svo vel, bukta þegar hann kemur og beygja þegar hann fer. Að lokum: Við verðum að fara að hætta þessari hnýsni, íslending- ar. Mublurnar í utanríkisráðuneyt- inu, Íraksstríðið, klakinn í París, Árni í Brussel, kvótinn, sendiráðin, olían, Hannes Hólmsteinn, bók- haldið, stjórnarskráin, okkur kem- ur þetta ekki rassgat við. Það eina sem kemur okkur við er nýi diskur- inn hans Kristjáns, við megum ekki gleyma því sem við eigum að dýrka. ■ Rokið upp af minnsta tilefni Um daginn fékk ég símtal frá ævareiðum rithöfundi sem sagði stuttu eftir að hann hringdi að hann legði ekki í vana sinn að skella á fólk. Það var þó greinilega það sem hann langaði til að gera – hringja til að skella á. Maðurinn sagði að ég væri í klíku – en ef ég væri ekki í klíkunni, þá væri greinilegt að ég væri að láta misnota mig. Klíkan var svona frekar óskilgreind – þarna var Halldór Guðmundsson og Silja og JPV og Edda og sjálfsagt einhverjir fleiri. Ég hafði unnið mér það til óhelgi að hampa bók Halldórs um Halldór sem höfundurinn sagði að væri „ofmetin“. Hins vegar hefði ég þagað um bókina hans. Svona er nú taugaveiklunin mikil á jólabókamarkaðn- um. Alltof margir titlar – alltof fáir kaupend- ur. Menn rjúka upp af minnsta tilefni. Þannig blossaði upp nokkuð fjörug en stutt deila milli Þráins Bertelssonar og Ágústs Borgþórs Sverrissonar um bók þess fyrr- nefnda, Dauðans óvissi tími. Ágúst sagði að verk Þráins væri í kjaftasögu- og dylgjustíl; Þráinn svaraði með því að telja Ágúst sið- lausan og heimskan. Egill Helgason á visir.is LÝÐUR ÁRNASON LÆKNIR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN SAMNINGUR VIÐ ÖRYRKJA 30-43 (30-31) Umræðan 2.12.2004 15.33 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.