Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 44
Í Fréttablaðinu 27. nóvember sl. birtist fréttaskýring þar sem fjallað er um málefni hins gengna Sparisjóðs Hólahrepps og vitnað til Magnúsar Brandssonar spari- sjóðsstjóra í Ólafsfirði. Þrátt fyrir smæð sína hafa málefni Sparisjóðs Hólahrepps verið tölu- vert í fjölmiðlum undanfarin ár. Undirrituð hefur fylgst með mál- efnum sparisjóðsins úr nokkurri fjarlægð en af áhuga. Meðal ann- ars var ég viðstödd aðalfund sjóðsins sem haldinn var árið 2000 þar sem ákveðið var að auka stofnfé sjóðsins og hefja banka- rekstur á nútímalegri nótum en verið hafði. Uppbyggilegur bjart- sýnisandi sveif yfir fundinum og ákváðu viðstaddir að hefja sókn og nýir aðilar fjárfestu í auknum stofnbréfum sjóðsins. Þar á meðal undirrituð. Kaupfélag Skagfirð- inga (KS) kom inn í reksturinn og ráðinn var mjög hæfur spari- sjóðsstjóri. Skemmst er frá því að segja að rekstur sjóðsins gekk vel og skil- aði sjóðurinn arði en fyrst og fremst vaxandi fjölda ánægðra viðskiptavina. Til tíðinda fór svo að draga á síðasta ári þegar stjórnendur KS hófu að grafa undan þáverandi meirihluta stjórnar sjóðsins. Deilt var um framkvæmd frekari stofnfjár- aukningar, en tillaga um stofn- fjáraukningu lá fyrir aðalfundi 2003. Sú tillaga var dregin til baka að kröfu fulltrúa KS í stjórninni. Nú hefur það hins vegar gerst að á vafasömum stofnfjáreig- endafundi 24. nóvember sl. var samþykkt veruleg stofnfjáraukn- ing að kröfu og á forsendum stjórnenda KS. Atlögur og að- ferðafræði einkenndust af sama hroka og orð Magnúsar Brands- sonar í garð eldri stofnfjáreig- enda í grein Fréttablaðsins. Hug- takið viðskiptasiðferði kemur upp í hugann en það mun vafalaust koma í ljós á næstunni hvort að- gerðir núverandi meirihluta eru löglegar. Mikil ókyrrð hefur verið í kringum starf sjóðsins síðastlið- in tvö ár og hefur hún stafað af óvægnum yfirtökukröfum stjórn- enda KS. Það hefur meðal annars leitt til þess að nýir viðskiptavinir hafa hikað við að færa viðskipti sín til sjóðsins. Steininn tók þó úr síðastliðið sumar þegar sparisjóðsstjóranum var sagt upp störfum og honum lagt á hálsi að vera hliðhollur eldri stofnfjáreigendum, þ.e. ekki í liði KS-manna. Nú standa mál þannig að stjórn sparisjóðsins er skipuð að fjórum fimmtu hlutum KS-mönnum og nýráðinn spari- sjóðsstjóri er sérvalinn af stjórn- endum KS. Þvert á það sem Magnús Brandsson heldur fram í grein sinni í Fréttablaðinu var Sparisjóður Hólahrepps ekki á leið í dauðann þó boðum KS hefði ekki verið fylgt í blindni. Hins vegar var verið að reyna að byggja upp sjálfstæða fjármála- stofnun sem virðist ekki hafa ver- ið stjórnendum KS þóknanleg. Undirrituð lýsir vanþóknun sinni á hrokanum sem virðist einkenna orð og gjörðir núverandi meiri- hluta stjórnar hins gengna Spari- sjóðs Hólahrepps. Hyggst ég því beina fjármálaviðskiptum mínum annað. ■ Fyrir því er löng hefð, að orðin „trúlaus og trúleysingi“ séu not- uð sem hnjóðsyrði. Slík orðnotk- un er fyrst og fremst vitnisburð- ur um þann sem talar. Hún lýsir vanlíðan hans, og því er sorglegt að mætur rithöfundur og meist- ari íslensks máls skuli finna hjá sér hvöt til að senda trúleysinu og játendum þess tóninn fyrir það eitt, að þeir þekki ekki þá tegund af hugljómun, sem hlotn- ast rétttrúuðum einum. Í Frétta- blaðinu 24. nóv. sl. ritar Þráinn Bertelsson einn af sínum snjöllu pistlum, sem blaðið á vinsældir og áhrif að þakka. Í þessum pistli reiðir höfundurinn svo hátt til höggs, að SAMTarar (þ.e. félagar í Samtökum trúlausra) „lesa“ hann sér til jafn mikillar ánægju og aðra pistla þessa rit- höfundar. Titillinn „Trúarof- stækir trúleysingjar“ gefur strax til kynna að höfundur ætli sjálfur að lýsa og ráðast svo á lífssýn þeirra sem telja sig trú- lausa, en skaðsemi þeirra er mikil! Hefði ekki verið heiðarlegra að nota þeirra eigin lýsingu á lífssýninni? Eftir nokkur inn- gangsorð stendur þetta. „[ ... ]. Trúarafneitun er mjög algeng hjá ungu fólki, sem virð- ist í vaxandi mæli líta á ferm- inguna sem kveðjustund við kirkju og kvöldbænir og ákveð- ur að ganga út í lífið á sínum eig- in vegum, [ ... ] Þessir blessaðir trúleysingjar feta svo sinn stíg út í lífið og líta á sjálfa sig sem æðsta vald í öllum málum og trúa á dómgreind sína, skyn- semi og kannski fyrst og fremst á vísindin. Það er að segja þann sannleika, sem vísindin hafa ný- legast uppgötvað. Þessi rauna- lega og sjálfhverfa tómhyggja er hluti af skýringunni á því, af hverju líf fólks snýst fyrst og fremst um ofneyslu og ofát og síðan yfirbót í formi megrunar- kúra eða í formi strangra leik- fimiæfinga. [ ... ] Burtséð frá því hversu dapurleg tómhyggja nú- tímans er, þá er trúarofstæki trúleysingjanna ennþá dapur- legra. Fjandskapur við kristna trú sem brýst einkum fram í hæðnisorðum og kaldhæðni er reyndar meinlítill miðað við þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framand- legri trúarbrögðum, sem aftur leiðir til útlendingahaturs, þjóð- rembu og fasisma.“. Ekki finnst höfundi þörf rök- stuðnings við að fella slíkan dóm, en vafalaust þekkir hann rit hins djúpvitra skálds Steph- ans G. Stephanssonar vel. Til fróðleiks fyrir þá lesendur sem ekki eru eins vel að sér og hann nefni ég hér tvö kvæði skálds- ins. „Framþróun“ [1875] Í æsku tók ég eins og barn alheimskunnar trúna. Með aldri varð ég efagjarn. Engu trúi ég núna. og „Vantrúin“ [1891] en þar er efni ofanritaðrar vísu rætt í kvæði með fimm erindum. Sækjum nú boðskap Sigur- bjarnar Einarssonar biskups (Kirkjuritið, júní 1980). „[ ... ] Aldrei og hvergi verður vor óskáldlega tíð, vor andlega gelda tíð, ámátlegri í öllu sínu yfirlæti, en þegar hún í alsælu einfeldninnar er að jórtra tugg- urnar, sem nautfé síðustu aldar og aldamótanna síðustu skyrptu út úr sér, þegar það óð slefandi yfir kirkjukenningar og biblíu- bókstaf, hafandi skilning nauts- ins á því djúpvísa táknmáli, sem biblían talar, og dogmur kirkj- unnar reyndar líka. Það er fá- tæk tíð og vond tíð, að ég nú ekki nefni, hvílík megurð það er og sálarhor að geta ekki skilið skáldamálið í þeirri helgu ritn- ingu, sem hefur blásið betur að glóðum allra lista en nokkur önnur ritning, nokkurt annað ritsafn, nokkur annar áhrifa- valdur yfirleitt í gjörvallri sögu mannanna.“. Eðlilegt er að spyrja. Hvaða lífsviðhorf í nútímaþjóðfélögum skyldu helst vera kveikja eftir- talinna fordóma. 1. Umburðarleysis gagnvart lífsskoðunum annarra? 2. Haturs í garð framandlegs fólks og siða þess? 3. Hroka vegna meintra menningarlegra yfirburða? Svari hver fyrir sig, en gagn- legar vísbendingar finnast ef vel er leitað. Blekking og þekking Fyrir hálfri öld ritaði hinn merki vísindamaður Níels P. Dungal bókina „Blekking og þekking“, og glæddi þannig meir en nokkur annar heilbrigða skynsemi (og trúleysi!) í vitund minnar kynslóðar. Skólarnir gerðu þó sitt til að andæfa. Þannig man ég að guðmenni einu á Akureyri var árlega boð- ið á sal Menntaskólans þar, og erindi hans þangað var oftar en ekki að ráðast á þróunarkenn- inguna. Þegar Dungals var minnst í Ríkisútvarpinu fyrr á þessu ári kom mér undarlega fyrir sjónir að reynt var að hreinsa hann af trúleysi með orðalaginu „frem- ur efasemdamaður en trúleys- ingi“ og það án nokkurs rök- stuðnings! Þannig sá ríkisfjöl- miðlar neikvæðri merkingu í orðið „trúlaus“ með því að vé- fengja að góðir menn verðskuldi það. Svo lúmskt getur orðfæri mætustu manna orðið. Hérlendis eru jafnréttislög brotin með því að yfirlýstum trúleysingjum er neitað um öll áhrif á ráðstöfun sóknargjalda sinna, en meðlimir ríkiskirkj- unnar og útvalinna trúarsafnaða nota sóknargjöld sín í rekstur eigin félagsstarfsemi. Sóknargjöld eru lögð á okkur öll, en þriggja manna nefnd val- in af meirihluta af aðilum tengd- um ríkiskirkjunni ráðstafar þeim fyrir þá, sem ekki vilja láta skrá sig í trúfélag. Jafnvel trúarhetjunum í Fríkirkjunni of- býður frekja ríkiskirkjunnar, svo að ég vísi til nýlegra stól- ræðna í þessari systurkirkju hennar. Það er þetta misrétti sem ég er ósáttur við, en hef gefist upp á að kvarta yfir. Hins vegar mega ritsnilling- ar mín vegna hafa trúleysi mitt (og annarra) að skotspæni eins og þá lystir, jafnvel hrópa að þarna sé kveikja að „útlendinga- hatri, þjóðrembu og fasisma“. Magna þeir ekki „trúarafneit- unina“ þannig og leiða ungt fólk inn á braut þeirrar „Framþróun- ar“ sem Stephan G. Stephansson lofsyngur? Höfundur er SAMTari og fyrr- verandi menntaskólakennari í stærðfræði. ■ 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR32 Um „sættir“ og hroka Trú(leysi?) og fylgiháski Steininn tók þó úr síðastliðið sumar þegar sparisjóðsstjóranum var sagt upp störfum og honum lagt á hálsi að vera hliðhollur eldri stofnfjáreig- endum, þ.e. ekki í liði KS- manna. ,,                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   HALLA S. SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR UM MÁLEFNI SPARISJÓÐS HÓLAHREPPS UMRÆÐAN JÓN HAFSTEINN JÓNSSON UMRÆÐAN TRÚ OG TRÚLEYSI FRÁ AÐALFUNDI SPARISJÓÐS HÓLAHREPPS Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, snýr baki í myndavélina. Kristján Hjelm sparisjóðsstjóri til vinstri og Valgeir Bjarnason stjórnarmaður í sparisjóðnum gegnt Þórólfi. 44-45 (32-33) Umræðan 2.12.2004 15.14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.