Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 46
Ari Trausti Guðmundsson er 56 ára í dag. Hann heldur ekki hefð- bundna afmælisveislu heldur opn- ar, ásamt konu sinni, Maríu G. Baldvinsdóttur, nýtt gallerí á Laugavegi 40. Tímamótin slógu á þráðinn til Ara Trausta í tilefni af afmælinu og opnun gallerísins „Yst“. „Þótt ég segi sjálfur frá, þá er þetta einhver fallegasta listversl- un landsins.Þetta er nýtt hús, byggt eftir brunann sem öllum er í fersku minni. Yst er ekki hefð- bundið sýningagallerí og ekki heldur smágjafaverslun. Við sýn- um í upphafi verk eftir tvo lista- menn, Tolla og föður minn heitinn, Guðmund Einarsson frá Miðdal. Hér verður umsjónarmaður að skjóta inn ofurlitlum fróðleik um Guðmund frá Miðdal. Hann má með sanni teljast brautryðjandi í íslenskri hönnun, leirlistaverk hans prýða víða íslensk heimili og sumir muna hans eru meðal eftir- sóttustu listgripa tuttugustu ald- ar. En jafnframt því sem Guð- mundur starfrækti Listvinahúsið á Skólavörðuholti var hann mik- ilsverður málari og teiknari. Hann lærði við Akademíuna í Kaupmannahöfn og lagði stund á höggmyndalist í Munchen. Myndefni hans voru oft úr ís- lenskri náttúru. „Þetta er hefðbundin desem- beruppákoma Tolla en eftir föður minn eru málverk, kolateikning- ar og ýmis dæmi um listhönnun hans sem ekki hafa mikið verið sýnd seinni árin. Þetta eru m.a. krúsir og vasar ýmis konar, úr leirsmiðju hans í Listvinahús- inu.“ Umsjónarmaður getur ekki stillt sig um að spyrja jarðeðlis- fræðinginn Ara Trausta hvort hann hafi fylgst með síðasta Grímsvatnagosi. „Nei, ekki nema á netinu. Ég var nefnilega með hóp ferða- manna á Nýja-Sjálandi. En það kemur gos eftir þetta gos.“ ■ 34 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR JOSEPH CONRAD, RITHÖFUNDURINN FRÆGI, FÆDDIST ÞENNAN DAG 1857. Hann var reyndar pólskur, fæddur í Úkraínu. Opnar gallerí á afmælisdaginn ARI TRAUSTI: ÞETTA ER EKKERT SMÁGJAFAGALLERÍ Trú á yfirnáttúrulegan uppruna hins illa er ekki nauðsynleg – mennirnir einir eru uppspretta alls ills. Conrad var tvítyngdur, á pólsku og frönsku, en skrifaði höfuðrit sín á ensku. Á legsteini hans í Kantaraborg í Englandi eru þrjár ritvillur. timamot@frettabladid.is Eitt versta mengunarslys sögunn- ar átti sér stað þennan dag fyrir tuttugu árum í Bhopal í miðju Indlandi, þegar efnaleki varð í verksmiðju bandaríska iðnfyrir- tækisins Union Carbide. Efnið sem lak er skylt blásýru og afleið- ingarnar urðu skelfilegar. Tvö þúsund manns dóu strax, 600.000 urðu fyrir skaða og að minnsta kosti sex þúsund hafa dáið síðan af afleiðingunum. Verksmiðjan framleiddi skordýra- eitur. Mjög skorti á nauðsynlegar varúðarráðstafanir á staðnum. Ekki var brugðist við þegar lekinn hófst og starfsliðið var vanþjálfað. Þá hafði íbúum í Bhopal og heil- brigðisstarfsfólki ekki verið kennt að bregðast við en vitað er að margir hefðu bjargast með því einu að halda rökum klút fyrir vitin. Indverska stjórnin fór í skaðabótamál við Union Carbide og samdi að lokum 470 milljóna dala bætur. Vegna þess hve gífur- legur fjöldi íbúa varð fyrir skaða kom sáralítið í hlut hvers, að meðaltali 550 dalir. Dánarbætur voru 1.300 dalir. Indverska stjórn- kerfið, sem frægt er fyrir spillingu og seinagang í stjórnsýslu, hefur enn ekki greitt út nema um helming bótanna. Union Carbide hætti starfrækslu verksmiðjunnar en lauk aldrei við hreinsun svæð- isins og stöðugt lekur eitur og óþverri úr verksmiðjurústunum. Enn er haldið uppi mótmælum á www.bhopal.net gegn stöðu mála. ■ ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1739 Steinn Jónsson Hólabisk- up deyr. 1818 Illinois verður 21. ríki Bandaríkjanna. 1857 Hvirfilbylur brýtur niður bæjarhús að Kollsvík við Patreksfjörð. Kona og tvö börn farast. 1907 Mary Pickford og Cecil B. DeMille leika saman á Broadway. 1944 Borgarastríð brýst út í Grikklandi eftir að Þjóð- verjar hörfa þaðan. 1967 Læknirinn Christian Barn- ard framkvæmir fyrstu hjartaígræðsluna á sjúkra- húsi í Suður-Afríku. Hjartaþeginn dó 18 dög- um seinna en læknirinn varð heimsfrægur. Mesta efnamengun aldarinnar Eins og venja er mun þekktur stóð- hestur dvelja í vetur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í gær, þriðju- daginn 30. nóvember, kom stóðhest- urinn Hamur frá Þóroddsstöðum í garðinn. Hamur er undan Galdri frá Laugarvatni og Hlökk frá Laugar- vatni. Hann er rauðstjörnóttur, vindhærður, það er að hann er rauð- ur á skrokkinn með stjörnu á enni og grásprengt (vindhært) fax og tagl. Hann er fæddur árið 1992 og er því á 13. vetri. Hamur er í eigu Bjarna Þorkelssonar og Hrossa- ræktarsambands Vesturlands. Hamur hlaut hæstu einkunn í kynbótadómi á Landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum árið 1998. Aðaleinkunn var 8,50. ■ Nýr stóðhestur í húsdýragarðinum STÓÐHESTUR GAGNAST HRYSSU Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Magnússon Frá Þórarinsstöðum, Seyðisfirði, áður til heimilis að Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum, Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Magnús Helgi Sigurðsson, Inger Helgadóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 4. desember kl. 14.00. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigrún Einarsdóttir Heiðarhjalla 35, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 28. nóv- ember. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 11.00. Jón Kristfinnsson, Guðrún Björk Jónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Jón V.Guðmundsson, Einar Kjartan Jónsson, Drífa Björk Landmark og barnabörn. MARÍA G. BALDVINSDÓTTIR OG ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Einhver fallegasta listverslun landsins. 3. DESEMBER 1984 Tvö þúsund manns deyja úr efnamengun á Indlandi. AFMÆLI Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, er 65 ára í dag. Hilmar Thors stjórnmálafræðingur er 39 ára í dag. ANDLÁT Margrét Arngrímsdóttir lést mánudag- inn 29. nóvember. Sigrún Einarsdóttir, Heiðarhjalla 35, Kópa- vogi, lést sunnudaginn 28. nóvember. Magnús Jónsson vélstjóri, Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 30. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Sigríður E. Halldórsdóttir frá Hnífs- dal, Þrastarási 6, Hafnarfirði, verð- ur jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. 13.00 Stefán Reynir Ásgeirsson verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Jóhann Kristinsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Ránargötu 9, Akur- eyri, verður jarðsunginn í Akur- eyrarkirkju. 14.00 Hinrik Albertsson, Framnesvegi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Guðlaug Sveinsdóttir, Urriðakvísl 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. 46-47 (34-35) Timamot 2.12.2004 15:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.