Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 8
3. desember 2004 FÖSTUDAGUR ÁTVR segir að rekstur vínbúðar í Hveragerði hafi ekki verið boðinn út: Stórfréttir fyrir bæjarstjórann MÁLAFERLI „Þetta eru stórfréttir fyrir okkur að þetta hafi ekki ver- ið útboð,“ segir Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, um staðhæfingu forsvarsmanna Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins að rekstur vínbúðar í bænum hafi aldrei verið boðinn út. „Þetta var meðhöndlað ná- kvæmlega eins og útboð hér. Það er alveg ljóst að þetta ferli verður að vera gegnsærra en það hefur verið fyrst þeir halda þessu fram núna. Þetta er mjög illa unnið hjá þeim. Ef þetta var ekki útboð hvers vegna var þá verið að óska eftir því að fulltrúi fjármálaráðu- neytisins yrði viðstaddur þegar tilboðin voru opnuð? Ég skil það ekki.“ Orri segir að í ljósi þess að þetta hafi ekki verið útboð sé eðli- legt að spurt sé að því hver við- miðin séu. „Hvernig er gefið í þessum málum? Áttu hinir sem sóttust eftir þessari starfsemi á móti Essó aldrei möguleika á að fá reksturinn til sín? Fyrst ÁTVR taldi sig ekki bundið af því að taka lægsta tilboðinu, hvers vegna var ekki haft samstarf við bæjarfé- lagið? Það er ekkert óeðlilegt við það að ríkisfyrirtæki taki þátt í uppbyggingarverkefnum sveitar- félaga.“ - th SÝKINGAR Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdótt- ur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álaga- blettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem milt- isbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýra- leifar upp á yfirborðið geti sýkl- arnir borist í dýr og menn. „Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna,“ sagði Steinunn. „Þetta hefur meðal ann- ars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leif- ar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablett- ina eru oft fólgnar í því að skepn- ur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi.“ Steinunn sagði að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir forn- leifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðal- fundi Fornleifafræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að mál- ið hefði ekki verið rætt formlega áður, en nú væri kominn tími til. „Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðvegin- um,“ sagði hún. „Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerð- ist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist og verið grafið í rústunum. Það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur.“ jss@frettabladid.is ■ BANDARÍKIN ORRI HLÖÐVERSSON Bæjarstjóra Hveragerðis finnst röksemda- færsla Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vera mjög veik. KÍNA, AFP Tugir manna réðust á skrifstofur borgaryfirvalda í Tongchuan í Kína eftir að tilkynnt var að 166 kolanámumenn hefðu látist í gassprengingu í kolanámu. Um 800 ættingjar og samstarfs- menn hinna látnu efndu til mót- mæla fyrir framan ráðhúsið og kröfðust þess að fá að ræða við embættismenn. Þegar engir slíkir létu sjá sig réðust nokkrir til inn- göngu. „Þeir eru mjög reiðir. Þeir vilja berja alla sem þeir sjá,“ sagði Yan Mangxue, ritari kommúnista- flokksins í nærliggjandi þorpi. Hann var lokaður inni í bygging- unni ásamt 25 embættismönnum meðan mennirnir sem ruddust inn brutu húsgögn og tækjabúnað. ■ Aðstandendur látinna: Brutust inn í ráðhúsi HORFT Á SKEMMDIRNAR Reiðir mótmælendur brutu rúður þessa bíls.jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Deluxe álkerra Afar sterk tvöföld rörgrind. Vatnsbrúsi og skorkortahaldari fylgja. Verð áður 9.990 kr. 30% afsláttur. Verð6.990kr. Ambassador kerrupoki Sérlega vel hannaður poki með mörgum vösum. Verð áður 14.990 kr. 50% afsláttur. Verð 7.490 kr.ÍSLENS KA A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 UPPGRÖFTUR Fornleifafræðingar vilja, að svæði sem hugsanlega geta verið sýkt af miltisbrandi, verði merkt. Myndin er ekki tekin í tengslum við fréttina. Grunur um miltisbrand í álagablettum hérlendis Fornleifafræðingar leiða getum að því að miltisbrandur geti leynst í svokölluðum álagablettum. Oft séu þeir kallaðir til vegna dýra sem hafi drepist eftir að hafa bitið gras á þessum blettum. „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“ Söfnunarsími 90 20000 Söfnunarreikningur 1150-26-833 (kennitala: 640604-2390) Þjóðarhreyfingin - með lýðræði www.thjodarhreyfingin.is GIFTAST SÍÐAR EN ÁÐUR Banda- ríkjamenn eru talsvert eldri þeg- ar þeir ganga í sitt fyrsta hjóna- band nú en fyrir rúmum þrjátíu árum. 1970 voru brúðir að meðal- tali tæplega 21 árs og brúðgumar rúmlega 23 ára. Nú eru brúðir rúmlega 25 ára og brúðgumar 27 ára. NÝTA EKKI EIGIN ÞJÓNUSTU Eng- inn stjórnenda almenningssam- göngukerfisins í Washington og nágrenni notar neðanjarðarlestir eða strætisvagna daglega sam- kvæmt frétt Washington Post. Meirihluti þeirra notar þjónust- una aldrei eða gat ekki rifjað upp hvenær þeir ferðuðust síðast með lest eða strætisvagni. 8 JÓLATRÉ Í HVÍTA HÚSINU Laura Bush sýndi fjölmiðlum í gær jóla- skreytingarnar í Hvíta húsinu. Þar mátti meðal annars sjá þetta mikla jólatré. 08-09 fréttir 2.12.2004 19:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.