Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 128 stk. Keypt & selt 38 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 18 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 14 stk. Tilkynningar 10 stk. Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 3. desem- ber, 338. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.52 13.18 15.43 Akureyri 11.00 13.02 15.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Eva María Jónsdóttir er landsþekkt dag- skrárgerðarkona. Færri vita hins vegar að hún er óvenju matvönd. Sjálf kýs hún að kalla það sjálfvalda sérvisku. Fjölskylda Evu ætlar að eyða jólunum heima í litla húsinu sínu, kannski með vel völdum fjölskyldu- meðlimum og að sjálfsögðu au-pair stúlkunni Hannan frá Marokkó, sem er að upplifa sín fyrstu jól á Íslandi. Hin sjálfvalda sérviska Evu Maríu felst í því að hún borðar aðeins það sem er náttúru- legt, vandað og vel útbúið og ekki útbíað í aukaefnum. „Ef maturinn er ferskur og lítið meðhöndlaður og hráefnið sem hreinast fer það vel í magann á mér. Fólk heldur oft að þetta sé flóknara en það er. Hins vegar finnst mér lífið ekki mega vera of einfalt, það er hollt fyrir sálina og skemmtilegt krydd í hversdaginn að þurfa að spá aðeins í hvað maður gerir og hvernig maður lifir. Þessi matvendni mín er því eins konar hugarleik- fimi.“ Eva María segist oftast borða ómeðhöndl- að lambakjöt á jólunum. „Í ár ætla ég að reyna að elda hreindýr. Með því á að vera peru- og engifermauk, til að gefa sætan keim, og líklega spínatgratín með sveppum. Sósan verður einhvers konar koníakssósa með rjóma. Ég hef nefnilega ekkert við rjóma að at- huga, enda hrein náttúruafurð sem inniheld- ur mjög lítinn mjólkursykur, og það á við um margar mjólkurafurðir, til dæmis ýmsa osta. Mysa, nýmjólk og önnur drykkjarmjólk er með miklum mjólkursykri og þess vegna nota ég frekar sojamjólk. Ég er ekki í neinni fýlu út í kýr, eða Guðna Ágústsson, eða bændastéttina, þetta er meira svona á milli mín og ensímanna. Mig vantar nefnilega ákveðin ensím sem brjóta niður mjólkursyk- ur.“ Eva María hefur ekki alltaf haft lamb á jólunum því í fyrsta sinn sem hún eldaði sjálf á aðfangadagskvöld bauð hún tengdaforeldr- um sínum upp á kjúkling. „Ég hafði nýlega fengið tandoori-kjúkling í matarboði og með honum naan-brauð með rúsínum og kanil og mér fannst brauðið svo jólalegt og kjúkling- urinn svo góður að þetta væri upplagður jóla- matur. Tengdaforeldrarnir kvörtuðu ekki, en það var sjáanlega mikið afgangs á jóladag og raunar næstu daga. Síðan hef ég ekki eldað þennan rétt, enda þarf í hann jógúrt, sem í er allt of mikill mjólkursykur.“ ■ Mætir ekki með nesti í jólaboðin Eva María Jónsdóttir er með sjálfvalda matarsérvisku. tilbod@frettabladid.is Gleraugu eru á tilboði að minnsta kosti fram í miðjan þennan mánuð í verslun sem heitir því frumlega nafni Ég C og er til húsa bæði í Hamraborginni í Kópavogi og í Smáralind. Öll eru gleraugun úr hertu plasti með glampavörn og umgjörð og sem dæmi um verð má nefna tvískipt tölvu/lesgleraugu sem kosta 22.500. General Electric Profile amer- ískur ísskápur er tilboði hjá El- ectric, raftækja- deild Heklu og kostar nú 249.000 en kostaði áður 299.000. Hann er útbúinn klakavél og still- anlegt hitastig er í kjötskúffu. hurðin er klædd með burstuðu stáli. Jólaafsláttur er á hinni vinsælu Acer-fartölvu í Tölvulistanum í Nóatúni 17 Reykjavík og Glerárgötu 36 á Akureyri. Þetta er 64 bita tölva með öflugum örgjörva sem hentar vel í þunga vinnslu. Panilofnar með rúnnuðum toppi eru á 25% afslætti í Ofnasmiðjunni á Háteigsvegi 7.. „Við erum í jóla- stuði og viljum ylja landsmönn- um í vetrarkuld- anum,“ segir Guðjón Grétar, afgreiðslumaður í Ofnasmiðjunni á Háteigsvegi 7. Eva María og dóttirin Matthildur í jólaskapi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Af hverju er alltaf háttatími þegar mest er að gera hjá mér? Mercedes Benz 230CE árgerð 1983, í góðu ástandi. Rafdr. topplúga. Upp- lýsingar í s. 892 1466. Piparkökur Þórönnu húsfreyju BLS. 7 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN 31 (01) Allt forsida 2.12.2004 15.27 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.