Fréttablaðið - 03.12.2004, Page 31
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 128 stk.
Keypt & selt 38 stk.
Þjónusta 34 stk.
Heilsa 9 stk.
Heimilið 18 stk.
Tómstundir & ferðir 8 stk.
Húsnæði 18 stk.
Atvinna 14 stk.
Tilkynningar 10 stk.
Góðan dag!
Í dag er föstudagurinn 3. desem-
ber, 338. dagur ársins 2004.
Reykjavík 10.52 13.18 15.43
Akureyri 11.00 13.02 15.04
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Eva María Jónsdóttir er landsþekkt dag-
skrárgerðarkona. Færri vita hins vegar að
hún er óvenju matvönd. Sjálf kýs hún að
kalla það sjálfvalda sérvisku. Fjölskylda Evu
ætlar að eyða jólunum heima í litla húsinu
sínu, kannski með vel völdum fjölskyldu-
meðlimum og að sjálfsögðu au-pair stúlkunni
Hannan frá Marokkó, sem er að upplifa sín
fyrstu jól á Íslandi.
Hin sjálfvalda sérviska Evu Maríu felst í
því að hún borðar aðeins það sem er náttúru-
legt, vandað og vel útbúið og ekki útbíað í
aukaefnum. „Ef maturinn er ferskur og lítið
meðhöndlaður og hráefnið sem hreinast fer
það vel í magann á mér. Fólk heldur oft að
þetta sé flóknara en það er. Hins vegar finnst
mér lífið ekki mega vera of einfalt, það er
hollt fyrir sálina og skemmtilegt krydd í
hversdaginn að þurfa að spá aðeins í hvað
maður gerir og hvernig maður lifir. Þessi
matvendni mín er því eins konar hugarleik-
fimi.“
Eva María segist oftast borða ómeðhöndl-
að lambakjöt á jólunum. „Í ár ætla ég að
reyna að elda hreindýr. Með því á að vera
peru- og engifermauk, til að gefa sætan
keim, og líklega spínatgratín með sveppum.
Sósan verður einhvers konar koníakssósa
með rjóma.
Ég hef nefnilega ekkert við rjóma að at-
huga, enda hrein náttúruafurð sem inniheld-
ur mjög lítinn mjólkursykur, og það á við um
margar mjólkurafurðir, til dæmis ýmsa osta.
Mysa, nýmjólk og önnur drykkjarmjólk er
með miklum mjólkursykri og þess vegna
nota ég frekar sojamjólk. Ég er ekki í neinni
fýlu út í kýr, eða Guðna Ágústsson, eða
bændastéttina, þetta er meira svona á milli
mín og ensímanna. Mig vantar nefnilega
ákveðin ensím sem brjóta niður mjólkursyk-
ur.“
Eva María hefur ekki alltaf haft lamb á
jólunum því í fyrsta sinn sem hún eldaði sjálf
á aðfangadagskvöld bauð hún tengdaforeldr-
um sínum upp á kjúkling. „Ég hafði nýlega
fengið tandoori-kjúkling í matarboði og með
honum naan-brauð með rúsínum og kanil og
mér fannst brauðið svo jólalegt og kjúkling-
urinn svo góður að þetta væri upplagður jóla-
matur. Tengdaforeldrarnir kvörtuðu ekki, en
það var sjáanlega mikið afgangs á jóladag og
raunar næstu daga. Síðan hef ég ekki eldað
þennan rétt, enda þarf í hann jógúrt, sem í er
allt of mikill mjólkursykur.“ ■
Mætir ekki með nesti í jólaboðin
Eva María Jónsdóttir er með sjálfvalda matarsérvisku.
tilbod@frettabladid.is
Gleraugu eru á tilboði að
minnsta kosti fram í miðjan
þennan
mánuð í
verslun sem
heitir því
frumlega nafni Ég C og er til
húsa bæði í Hamraborginni í
Kópavogi og í Smáralind. Öll
eru gleraugun úr hertu plasti
með glampavörn og umgjörð
og sem dæmi um verð má
nefna tvískipt tölvu/lesgleraugu
sem kosta 22.500.
General Electric Profile amer-
ískur ísskápur er tilboði hjá El-
ectric, raftækja-
deild Heklu og
kostar nú
249.000 en
kostaði áður
299.000. Hann
er útbúinn
klakavél og still-
anlegt hitastig er
í kjötskúffu. hurðin er klædd
með burstuðu stáli.
Jólaafsláttur er á
hinni vinsælu
Acer-fartölvu í
Tölvulistanum í Nóatúni 17
Reykjavík og Glerárgötu 36 á
Akureyri. Þetta er 64 bita tölva
með öflugum örgjörva sem
hentar vel í þunga vinnslu.
Panilofnar með rúnnuðum
toppi eru á 25% afslætti í
Ofnasmiðjunni
á Háteigsvegi 7..
„Við erum í jóla-
stuði og viljum
ylja landsmönn-
um í vetrarkuld-
anum,“ segir
Guðjón Grétar,
afgreiðslumaður
í Ofnasmiðjunni
á Háteigsvegi 7.
Eva María og dóttirin Matthildur í jólaskapi.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í tilboðum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Af hverju er
alltaf háttatími
þegar mest er að
gera hjá mér?
Mercedes Benz 230CE árgerð 1983, í
góðu ástandi. Rafdr. topplúga. Upp-
lýsingar í s. 892 1466.
Piparkökur Þórönnu húsfreyju
BLS. 7
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/STEFÁN
31 (01) Allt forsida 2.12.2004 15.27 Page 1