Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 22
22 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til aðgerða gegn hugsanlegum fuglaflensufaraldri. Haraldur Briem er sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hvað er fuglaflensa? Fuglaflensa er inflúensa af a-stofni sem er af svipaðri gerð í okkur mönn- unum og fuglum. Hvenær varð hennar fyrst vart? Flensan kom fyrst upp á sjötta ára- tugnum á Vesturlöndum. Á síðari árum fer hún hins vegar að hafa áhrif á fólk sem vinnur með kjúklinga. Í Asíu er þetta erfitt því það gengur illa að uppræta hana í fuglunum og menn sýkjast beint af þeim. Er flensan hættuleg? Um sjötíu prósent þeirra sem sýkjast deyja. Ef langur tími líður áður en tekst að eyða flensunni kann hún að stökkbreytast svo að hún berst frá manni til manns. Þar með getur farið af stað heimsfaraldur. Er hægt að koma í veg fyrir sjúk- dóminn? Menn reyna að stöðva hann í kjúklingaeldinu en það gengur illa. Ef hann smitast á milli manna verður mjög erfitt að eiga við hann því ekkert mótefni er til. Ef þetta verður faraldur þarf kannski að beita gamaldags að- ferðum eins og sóttkví og einangrun. Er ástæða fyrir Íslendinga að hafa áhyggjur? Það er ekki sérstakt tilefni nú til að hafa áhyggjur. Við vitum ekki hvort heimsfaraldur sé í aðsigi. HARALDUR BRIEM Mjög há dánartíðni FUGLAFLENSA SPURT OG SVARAÐ Samræmdu prófin eiga rætur að rekja til fimmta áratugarins þegar landsprófin voru við lýði. Samræmdu prófin í núver- andi mynd voru tekin upp í lok áttunda áratugarins og voru fyrst aðeins tvö, svo fjögur, loks sex, aftur fjögur og nú velja nemendur í 10. bekk hversu mörg og í hvaða fögum þeir taka próf eftir því hvaða framhald þeir hyggja á í námi og starfi. Samræmd próf í fjórða og sjö- unda bekk voru tekin upp 1996. Til hvers eru þessi próf? Samræmdu prófin eiga að veita nem- endum, forráðamönnum og skólum upplýsingar um stöðu nemenda. Við- miðunarramminn í skólunum er þröng- ur. Nemandi sem stendur illa í þröng- um hóp getur komið verr út í þeim við- miðunarramma en í samræmdum próf- um. Mismunandi er eftir skólum hverjar eru forsendurnar fyrir námsmati. Þá get- ur það verið stuðningur fyrir kennara að fá utanaðkomandi mat í sínu náms- mati. Er þetta ekki spurning um í hvaða framhaldsskóla nemend- ur komast eða hvort þeir kom- ist yfir höfuð í framhaldsskóla? Þarna skipta samræmdu prófin í tíunda bekk vissulega máli en það skiptir líka máli að krakkarnir standi sig vel í skóla- prófunum. Þegar framhaldsskólinn tek- ur inn nemendur vega skólaeinkunnir og samræmdar einkunnir jafnt. Þetta getur styrkt stöðu krakkanna því að með þessu fá þau umsögn úr tveimur áttum. Ákveðnir skólar eru eftirsóttir og eru ástæðurnar ýmsar, t.d. orðstír skól- ans, félagslífið, öll ættin hafi gengið í viðkomandi skóla o.s.frv. Þessir skólar fleyta rjómann ofan af með því að velja inn nemendur sem standa betur en aðrir til frekara náms. Af hverju ekki að breyta sam- ræmdu prófunum? Margir eru þeirrar skoðunar að slæmt sé fyrir nemendur að fara í framhalds- skóla á þeirri forsendu að þeir standi betur en þeir gera. Það er talið auka lík- urnar á því að þeir hrökklist úr námi og því er tregða til að breyta samræmdu prófunum í vor til samræmis við það námefni sem kennararnir komast yfir. Allir nemendur komast hvort sem er inn í skóla. Prófunum ekki breytt þrátt fyrir verkfall FBL GREINING: SAMRÆMD PRÓF 3. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fjársvikamálið stórfellda sem upp er komið í Noregi teygir anga sína til Íslands. Á annað hundrað Íslendinga létu gabbast af loforð- um um skjótfenginn gróða og lögðu fé í svikamylluna, samtals um þrjátíu milljónir króna. Noregsmet í fjársvikum Mikið hefur verið fjallað um mál pýramídafyrirtækisins The Five Percent Community (T5PC) í norskum fjölmiðlum enda eru fjársvikin talin þau um- fangsmestu í norskri sögu. Áætlað er að forsprakk- ar þess hafi haft að minnsta kosti ellefu milljarða íslenskra króna upp úr krafsinu þegar þeir ginntu ríf- lega 70.000 manns til að leggja fé í fyrir- tækið, ý m i s t með sölu á hlutabréfum eða ann- ars konar varningi. Þegar Jim Wolden og félagar hans stofnuðu T5PC árið 1993 var hugmyndin að fá fólk til að kaupa sig inn í fyrirtækið svo að það gæti selt varning af ýmsu tagi í beinni sölu. Þeir hófust strax handa við að afla hluthafa að fyrirtækinu en varn- ingurinn lét hins vegar bíða eftir sér. Með ár- unum urðu hluthafar þess áskynja að að- aláherslan var á að fá enn fleiri hluthafa í hóp- inn en á hinn bóginn var l á t i ð liggja á m i l l i hluta a ð koma vörunum til þeirra sem greitt höfðu fyrir þær. Skráning á almennum hlutabréfamarkaði var alltaf handan við hornið en aldrei varð neitt úr henni. Þegar T5PC var lýst gjaldþrota 18. nóvember síðastliðinn gerðu menn sér fyrst ljóst hvílík svikamylla var þarna á ferðinni og hófst lögreglurann- sókn í framhaldi af því. Ellefu manns hafa verið handteknir og í gær var höfuðpaurinn Jim Wolden yfirheyrður en hann flúði til Spánar í kjölfar gjaldþrots- ins. Stærstur hluti milljarð- anna ellefu er talinn hafa fengist með sölu á hluta- bréfum. Ekki er ljóst hvað hefur orðið um alla þessa fjármuni. Höfuðpaurarnir sem helst mök- uðu krókinn bárust tals- vert á en jafnframt er tal- ið að tals- verður hluti fjárins hafi verið lagður inn á svissneska banka- reikninga. Fjárfest var í dularfull- um fyrirtækjasamsteypum í Mið- Ameríkuríkinu Belís og á Kýpur en einnig höfðu forsprakkar T5PC áform um að setja á fót spilavíti. Íslendingar bitu á agnið Norskir fjölmiðlar birtu í vikunni lista yfir þá sem hafa verið blekktir í pýramídasvindlinu en á honum er að finna fjörtíu þúsund nöfn einstaklinga og fyrirtækja. Á listanum eru vel á annað hundrað Íslendinga sem búsettir eru víða um landið. 52 Reykvíkingar keyptu hlut í T5PC, átján Eyja- menn, og fimmtán Garðbæingar. Tólf Kópavogsbúar létu gabbast, svo og níu Hafnfirðingar en ein- ungis tveir Akureyringar. Athygli vekur að Flúðamenn voru áhuga- samir um kaup á bréfum í T5PC, nöfn sjö þeirra eru á listanum. Reykvíkingur nokkur sem keypti hlut í T5PC sagði í samtali við blaðið að fyrir rétt rúmu ári hefðu Norðmenn komið hingað til lands og kynnt hugmyndina. Ekki vissi maðurinn hvers vegna Norð- mennirnir hefðu haft samband við sig en engu að síður leist honum vel á hugmyndina og var því tilbú- inn að reiða fram um 800 evrur, tæpar sjötíu þúsund krónur. Var greiðslan innt af hendi með kreditkorti. Bjóst maðurinn við að þegar skráningu á hlutabréfa- markaði lyki færi fjárfestingin að borga sig en þegar ekkert gerðist fóru að renna á hann tvær grímur. Féð er að líkindum með öllu tapað og útilokar maðurinn ekki að hann muni reyna að leita réttar síns. Hluturinn í T5PC var yfirleitt seldur á 0,45 evrur. Algengt er að Íslendingarnir hafi skráð sig fyrir 1777 hlutum, um það bil 69.000 krónum en dæmi eru um mun hærri fjárhæðir, allt upp í rúmar fjórar milljónir króna. Íslensku hluthafarnir virðast hafa sett í það minnsta þrjátíu milljónir króna í T5PC. Fjármálaeftirlitið aðhafðist ekki Fjármálaeftirlitið hefur í mörgum tilvikum varað sér- staklega við fyrirtækjum af þessu tagi en það var ekki gert í þessu tilviki. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármála- eftirlitsins, telur ástæðu þess að ekki var birt t i l k y n n i n g vegna T5PC vera þá að sennilega b á r u s t engar kvart- anir á sínum tíma út af fyrirtæk- inu eða ábendingar þar að lútandi. Þar sem fyrirtækið er þegar orðið gjaldþrota á hann ekki von á að málið verði skoðað af eftirlitsins hálfu. Páll ítrekar hins vegar að Fjármálaeftirlitið varar almennt við fyrirtækjum á borðið við T5PC. Málið minnir um margt á fjár- plógsstarfsemi sænska fyrirtæk- isins Sprinkle network sem komst í hámæli hérlendis síðastliðinn vetur. Fjöldi fólks taldi sig hafa verið hlunnfarinn og námu bóta- kröfur á annað hundrað milljónir króna en fáir fengu eitthvað end- urgreitt frá Svíunum. ■ „ÞRÆLSKEMMTILEGUR KVEÐSKAPUR“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „Andræði er sérstök ljóðabók þar sem gömlu og nýju formi er blandað saman svo úr verður nýr og ferskur kveðskapur sem baunar á nútímann.“ – Soffía Bjarnadóttir, Víðsjá Rás 1 SIGFÚS BJARTMARSSON: ANDRÆÐI SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING NORSKI FJÁRPLÓGS- PÝRAMÍDINN KORTIÐ STRAUJAÐ Einfalt var að inna greiðslur af hendi til T5PC. Erfiðara verður að fá endurgreitt PÁLL GUNNAR PÁLSSON Fjármálaeftirlitið varaði ekki við starfsemi fyrirtækisins hérlendis. Íslendingar lögðu þrjátíu milljónir í norska svikamyllu Ágóði höfuðpauranna í stærsta fjársvikamáli sem komið hefur upp í Noregi nemur tíu milljörð- um króna. Fjölmargir Íslendingar létu gabbast og er fé þeirra að öllum líkindum tapað. NORSKI PÝRAMÍDINN TEYGÐI ANGA SÍNA VÍÐA Höfuðpaurar T5PC höfðu 11 milljarða króna upp úr krafsinu. 22-23 (360) 2.12.2004 19:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.