Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 13. marz 1974.
Miðvikudagur 13. marz 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þetta er fyrirtaks dagur fyrir Vatnsberana og
allar likur á þvi, að þeim takist að komast
drjúgu skrefi nær takmarki sinu á fjölmörgum
sviðum, og þá sérstaklega áætlunum, sem þeir
hafa gengið með um skeið.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Það litur út fyrir að bréf og samtöl i dag veiti þér
verkefni til að glima við og af þessu spinnast
hugmyndir, sem geta aldeilis komið að gagni
fyrir þig, ekki kannski endilega strax, heldur og
miklu fremur siðar.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þú skalt vera opnari fyrir óvæntum atburðum,
og alls ekki vera hræddur við að framkvæma
snarlega og af lítilli umhugsun jafnvel, af þvi að
i dag sérstaklega kann þetta að gefa þér óvænta
möguleika, sem koma sér vel.
Nautið: (20. april-20. mai)
I máli, sem snertir heimilislifið, ert þú i miklum
vafa, hvernig þú átt að bregðast við. Það er rétt
af þér að hugleiða málið vandlega og rasa ekki
um ráð fram. en hins vegar skaltu varast að
trúa nokkrum fyrir þessu.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Þú ert með eitthvað stórvægilegt á prjónunum,
en taktu nú vel eftir: Þú skalt gæta þess að fá
samþykki maka þins eða félaga.áður en þú hætt-
ir þér út i eitthvert brall, sem snertir fyrirtæki
þitt eða fjölskyldu.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
I dag skaltu búast við þvi, að þú verðir fyrir
sterkum áhrifum af samtölum eða bréfum, og er
þó ekki þar með sagt, að þau kámi endilega I
dag, þau gætu verið eldri. Lofaðu engu, sem þú
getur ekki staðið við.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Þú kemur málum þinum og fyrirætlunum langt i
dag, ef þú lætur orð'og skoðanir annarra eins og
vind um eyrun þjóta og framkvæmir aðeins eft-
ir sannfæringu þinni og trú á þaö, sem þú ert að
gera. Þá kemstu lika langt.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Það litur út fyrir, að loksins sé komið að þessu
mikla. Þú færð stoð og stuðning annarra og
viðurkenningu fyrir störf þin. Aö visu skyggir
það á gleöi þina, að þetta vekur öfund ákveðinna
aðila, en við þvi er ekkert að gera.
Vogin: (23. sept-22. okt)
Það lítur út fyrir, að dagurinn verði hinn
ánægjulegasti I alla staði, en sérstaklega er það
þó kvöldið, sem máli skiptir, en þá rifjast upp
gömul kynni, sem verða þér til ánægju og gleði,
kannski vinarheimsókn.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Efþúátt að getafært þéri nytalla möguleikana,
sem þessi dagur býður þér upp á, þá verðurðu að
byrja snemma og ekki hlifa þér, fyrr en þú ert
viss um að hafa lokið reglulega góðu dagsverki.
Þetta er þinn timi.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þetta er svolitiö einkennilegur dagur, en ef þú
ferð rétt að og beitir framkomu þinni og viðmóti
rétt, ætti þér að takast að snúa málum þér i hag
svo að þú hljótir þá viðurkenningu, sem þú hefur
sannarlega til unnið.
Steingeitin: (22. des.-19. jan).
Það er eins og þú verðir að hafa það hugfast sér-
staklega i dag, að skyldur og ábyrgð verða að
koma fyrst af öllu, og rólegheitin, sem þú hafðir
reiknað með, koma ekki i dag. Þú færð bréf eða
skilaboö i dag.
1 14444 ?
muaoifí
V 25555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
Rósberg G. Snædal:
Lítil kvittun fyr-
ir stórt Bréf
9,
fel
— Enginn á neitt, nema aö hann
hafi bréf upp á það, sagðí kóngs-
ins böðull, Sigurður Snorrason,
við gamla manninn úr Bláskóga-
heiðinni forðum.
Enginn er listamaður nema að
hann hafi bréf upp á það frá Út-
hlutunarnefnd listamannalauna
er okkur sagt i dag. Arlega sendir
þessi eilifðarinnar akademia frá
sér stórt Bréf með li'ðlega stórt
hundrað nöfnum islenskra lista-
manna, sem teljast þá hlutgengir
og umbunar verðir.
Bréf þetta, sem er allt i senn:
prentað, lesið og myndvarpaö, á
að sýna okkur svart á hvitu
hvernig ber að skilja sauði frá
höfrum, þvi miður bara svart á
hvitu ennþá, en þegar litasjón-
varpið kemur, fáum við Bréfið
sýnt i öllum regnbogans litum á
skerminum, allt frá fölgulum
atómskáldum upp i fjólubláa jöfra
andans. Bréfið á sér orðið langa
sögu — og stranga, ekki efa ég
það, en tekur þó furðu litlum
breytingum áratug af áratugi. —
Og þó. Ýmsir, sem nú sjá það og
grandskoða mega óneitanlega
muna sinn fifil fegri. Ég er einn af
þeim.
1 heil 12 ár var-ég af tittnefndri
Nefnd talinn til rithöfunda og
nafn mitt skartaði á Bréfinu. Sið-
an hvarf það skyndilega, mig
minnir „fyrir átta árum,” og hef-
ur ekki átt þangað afturkvæmt.
Sökum þess, að ég hef verið að
myndast við að skrifa bækur sl.
aldarfjórðung og gefið út bók að
meðaltali annað hvort ár — og
nafn mitt stóð i Bréfinu nálega
helming þess tima, var ég auðvit-
að farinn að telja sjálfum mér trú
um það, að ég væri obbolitill lista-
maður. Eða hvað átti ég aö
halda? Nú hef ég fyrir nokkru,
eins og að framan greinir fengið
staðfest af Nefndinni, ,,að ég hef
sjálfsagthaft á röngu að standa”,
eins og skáldið sagði, — en meira
en það, — og það sem alvarlegra
er frá minu sjónarmiði, Nefndin
hefur orðið uppvis að mistökum
og ég vil segja misferli i starfi,
með þvi að bruðla i mig opinberu
fé ár eftir ár, alls óverðugan.
Þess vegna angrar það mig nú
hvað mest, að geta ekki skilað
þessum peningum aftur og leið-
rétt þar með misskilning minn og
mistök Nefndarinnar, en þar sem
ég ætti vitanlega aö greiða af þvi
vexti allan timann, svo og visi-
töluhækkun á höfuðstólinn, er ég
hreint ekki viss um að ég sé mað-
ur til þess i bili. Það fer þó auðvit-
að eftir þvi, hve mikla lækkun ég
fæ á tekjuskattinum minum i ár.
Við sjáum hvað setur.
Ekki hvarflar aö mér aö efast
um réttdæmi Nefndarinnar, og
þvi hef ég aldrei gert neitt til að
ota minum tota gagnvart henni
eða einstökum Nefndarmönnum,
þótt ég viti vel, að það hafa ýmsir
gert með góðum árangri.
Peningalega er ég jafn dauður
eða lifandi, hvort ég fæ sem svar-
ar hálfsmánaðar þingfararkaupi
Björns á Löngumýri þetta árið
eða hitt. Á meðan ég get undirvis-
að börnum hér norður á Skaga og
stutt með þvi „byggðastefnuna”
marglofuðu — og fengið að vera
gervismiður yfir sumarmánuð-
ina, má ég svo sem vel við una.
En úr þvi ég er nú farinn að vera
persónulegur og vitna um eigin
hag, sakar ekki að geta þess, að
stundum hvarfla aö mér hug-
renningasyndir. Ein er t.d. sú, að
gaman gæti nú veriö að hafa ein-
hvern tima aðstöðu til að leyfa sér
þann munað, að þurfa ekki að
gera annað en hugsa, skrifa og
yrkja svo sem mánaðartima, —
og þótt svo, aö afraksturinn yrði
mér einum lil ánægju.
En hafa skal þaö,
sem hendi er næst
og hugsa ekki um það,
sem ekki fæst
ekki sizt þar sem hvortveggja er,
að fleiri eru afskiptir en ég — og
útlit er fyrir að vesalingur minn
og allflestir Nefndarmannanna
syngjum okkar siðasta vers um
svipað leyti.
Að siðustu hlýt ég aö þakka
Nefndinni sérstaka einurð og
festu i starfi hin siðari árin, — og
óska isl. listamönnum (þar á
ég auðvitað við þá, sem tilheyra
hinu stimplaða stóra hundraði) til
hamingju með Bréfið. Þeir eru
áreiðanlega allir vel aö krónun-
um komnir (og þótt þær hefðu
veriðfleiri) — en allra síðast verð
ég að lýsa undrun minni yfir þvi,
að nafn Ragnheiðar sálugu
Brynjólfsdóttur skuli ekki finnast
á lista Nefndarinnar. Þaö hefði þó
altént sómt-sér bærilega við hlið-
ina á formanni og framkvæmda-
stjóra Þjóðhátiðarnefndar þetta
mikla rhinningaár.
Tjörn, á þorraþræl 1974.
Rösberg G.Snædal.
1> TUNGSRAM 1>
%
LJÓSA
PERUR
Kúlu- og kertaperur
Heildsölubirgðir fyrirliggjandi
RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS HF.
Ægisgötu 7 — Sími 17975/76
Iðnaðarhúsnæði
til leigu
470 fermetrar á 2. hæð i Brautarholti 26.
Upplýsingar i sima 1-66-46 og 3-21-64.
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
BÚNAÐARBANKINN
REYKJAVÍK
SANDVIK
snjónaglar
Snjónegldir hjólbarðar veita öryggi
í snjó og hólku.
Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana
yðar og negla þó upp.
Góð þjónusta — Vanir menn
Rúmgott athafnasvæði fyrir alla bíla.
BARÐINN
ÁRMÚLA 7 SÍMAR 30501 OG 84844 REYKJAVÍK.