Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 3
Miövikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 3 Lítil loðna —hs-Rvik. Þrátt fyrir blíö- skapaveöur á loönumiöunum viö landiö, var nánast engin veiði siöasta sólarhring. Þó tilkynntu 15 skip um afla. Nokkur minni loðnuskip- anna munu nú vera hætt öllum tilraunum til loðnu- veiða og farin á net, en reiknað er með, að mestur hluti flotans reyni að þrauka fram yfir helgina. Ef ekkert gerist i málunum og ekki finnst nú ganga fyrir Austur- landi, snúa þau sér liklega flest að bolfiskveiðunum. Þó er reiknað með, að einhver skipanna muni fara á spærlingsveiðar við Suður- landið, og einhverjir hafa hug á að reyna við kol- munnann. Lögfræðileg athugun á verðhækkunum MIÐSTJÓRN Alþýðu- sambands islands sam- þykkti á fundi sinum þann 7. þessa mánaðar eftirfarandi tillögu: „Miðstjórnin samþykkir að láta fara fram lögfræöiiega athugun á þvi, hvort sú ákvöröun 6 manna nefndar, að láta kauphækkun verkafólks og væntanlega hækkun dreifingarkostnaöar koma þegar i stað fram i verð- lagningu búafurða, hafi stoö i lögum um Framleiösluráö o.fl. Athugun þessa skulu a.m.k. tveir lögmenn hafa meö höndum eftir nánari ákvörðun miðstjórnar.” Egill Sigurgeirsson, lög- fræðingur A.S.t., og Jón Þorsteinsson hri. hafa orðið viö beiöni ASt um að gera athugun þessa. Útvarpstæki i einkabílum: Engin af- notagjöld Gsal-Reykjavik- Innheimtu af- notagjalda fyrir útvarpstæki i einkabilum liefur verið hætt. Aftur á móti verður enn sem fyrr að greiða afnotagjald fyrir útvarpstæki i öllum öðrum biluin. Afnotagjaldið fyrir einkabila hefur fairð lækkíindi siðustu tvö árin. Fyrst þurfti að greiða 2/3 hluta afnotagjalds, á siðasta ári 1/3, og á þessu ári ekki neitt. — Eðlilega verðum við fyrir töluverðum tekjumissi, sagði maöur, sem Timinn talaöi við hjá innheimtudeild útvarpsins, en ég hef heyrt, að hækka eigi önnur afnotagjöld sem þessari lækkun nemur. Nýir reikningar verða sendir út i þessari viku fyrir hálft árið. Hér sést nokkur hluti þátttakenda á ráðstefnunni. Páll Llndal, formaður Sambands isl. sveitar- félaga, i ræðustói. —Timamyndir: G.E. Það var margt um manninn að skoða viðlagasjóðshúsin i Kefla- vik. Ljósm. Timinn: Gunnar. AAargir skoða við lagasjóðshúsin — en greiðslutíminn þykir i styttra lagi yngstu felldri framsetningu þeirrar vitn- eskju, sem fyrir lægi i skjallegum gögnum á ýmsum stöðum, eða afla mætti með skipulegri könnun á fenginni reynslu. Ólafur Jónsson, formaður barnaverndarráðs, tók þvi næst til máls og gerði að umtalsefni Barnaverndarráð íslands, lög og reglugerðir um vernd barna og unglinga. Sagði Ólafur m.a. i ræðu sinni, að hann vonaðist til að umræðu- hópar ráðstefnunnar ræddu skemmtanahald unglinga, þar sem þau mál hefðu breytzt nýver- ið, sakir þess að skólar hefðu frá- beðið sér umsjón með skemmtun- um unglinga. Urðu nokkrar umræður i sam- bandi við þetta atriði, og sagði Guðmundur Magnússon skóla- stjóri, að eingöngu dansleikir með aðkeyptum hljómsveitum væru ekki lengur haldnir. öll önn- ur skemmtan og tómstundavinna i skólum héldi áfram. Upplýsti Guðmundur, að ástæðurnar væru aðallega tvær. Annars vegar fylgdi ákveðnum hljómsveitum slikur ósómi, að ekki yrði lengur við unað, og hins vegar ofbauð og ofbýður skólunum kostnaður við slika dansleiki. Frh. á bls. 6 Þannig komst Arni Ólafsson, eftirlitsmaður með húsunum fyr- ir hönd Viðlagasjóðs, að orði, er við ræddum við hann. Til marks um fjöldann sagði Arni, að þegar hann mætti á sunnudag, hefðu fimmtán bilar beðið við húsin. Við spurðum Árna um viðbrögð fólks, er það hefði skoðað húsin og rætt kaupskilmála þá, er settir hefðu verið fram. — Yfirleitt má segja, að mönn- um liki húsin mjög vel, og auð- vitað miklu betur en þeir höfðu gert sér i hugarlund. Hins vegar eru skilmálarnir ekki öllum að skapi: mönnum finnst greiðslu- timinn of stuttur. — Hefurðu nokkuð heyrt af til- boðum, Arni? — Já, það hefur verið talað um tilboð, og ég hef heyrt um ákveðið tilboð manns héðan að sunnan. Annars vita þeir betur um þau mál hjá Viðlagasjóði inni i Reykjavik. — Nú hefur þú verið eftirlits- maður með húsunum, frá þvi byrjað var að setja þau upp, Arni? Hvernig hefur fólki fallið að búa i þeim? — Ég held það sé óhætt að segja, að menn séu á einu máli um, að það sé gott að búa i þess- um húsum, og þau séu mjög vel byggð. Það voru miklir kuldar i vetur, en það var hvergi kvartað um kulda i þessum húsum, en i þeim er rafhitun. Hallgrimur Sigurðsson hjá Við- lagasjóði veitti blaðinu þær upp- lýsingar i gær, að enn væru engin tilboð komin i Viðlagasjóðshúsin i Keflavik. Um hitt væri ógjörning- ur að segja, hversu mörg bærust, eða á hvern veg þau yrðu, þvi að frestur til að leggja fram tilboð rennur ekki út fyrr en á föstudag kl. 5. Tilboð, sem lögð hefðu verið i póst fyrir þann tima, yrðu vitan- lega tekin til greina þótt þau kæmu frayn siðar. Ráðstefna um mál borgaranna Árni Ólafsson, eftirlitsmaður með viðlagasjóðshúsunum i Keflavik. BH-Reykjavik — Mikill fjöldi fólks hefur undanfarna daga lagt leið sina i Viðlagasjóðshúsin i Eyjabyggð i Keflavik, en þar eru til sýnis tvö húsanna af þeim tiu, sem þar eru til sölu. Þegar blaða- inaður og Ijósmyndari Tímans komu á vettvang, var mikill fjöldi bíla fyrir utan húsin, og var það eftirtektarvert, hve mikill fjöldi þeirra var frá Reykjavik og Kópavogi, og einnig allmargir með G-númerum. — Hér hefur verið margt um manninn og mikið spurt um hús- in. Fólkið, sem hingað hefur komið, er aðallega frá byggða- svæðunum hér á Suðvesturlandi, en mér er ekki grunlaust um, að sumir hafi komið lengra að. anna, að tilhlutan Sambands isl. sveitarféiaga, menntamálaráðu- neytisins og Barnaverndarráös Islands. Páll Lindal, formaður Sam- bands isl. sveitarfélaga, setti ráð- stefnuna og bauð þátttakendur velkomna. Magnús Torfi Ólafsson ávarpaði samkomuna og sagði m.a.: — Ég vil láta þess getið við þetta tækifæri, að þótt lögin um barnavernd séu ekki tiltakanlega gömul i núverandi mynd, tel ég ástæðu til að þau séu tekin til end- urskoðunar i sumum atriðum, og ég mun gera ráðstafanir til að sú endurskoðun geti hafizt.... Mestu varðar þó, að afskipti af ómálga börnum eða milli vita, og málefn- um fjölskyldna, eru eitthvert vandasamasta og viðkvæmasta verkefni sem stjórnvöld fást við, og öll þekking sem auðveldar meðferð þessa málaflokks þeim mun meira virði. Sagði menntamálaráðherra, að það sem einkum skorti varðandi málefni yngstu kynslóðar islend- inga, væri meiri vinna að kerfis- bundnum athugunum og sam- Gsai — Reykjavík — 1 gær þriðjudag liófst að Hótel Sögu ráð stefna um málefni yngstu borgar- Magnús Torfi óiafsson mennta- málaráðherra flytur ávarp sitt á ráðstefnunni. Skattkerfisbreyt- ingin og stjórnar- andstaðan Stjórnarandstaðan virðist enn staðráðin i að fella frum- varpið um skattakerfisbreyt- ingu. Skv. útreikningum hag- rannsóknastjóra þarf 5 prós- entustig i söluskatti til að brúa það bil i fjárlögum þessa árs, þ.e. fram til 31. des., sem myndast við þá lækkun tekju- skatts einstaklinga, sem frumvarpið ráðgerir og um var samið við verkalýðshreyf- inguna. Ráðgert er að 2. umræða um frumvarpið fari frani i neðri deild Alþingis i dag. Sam- komulag mun vera um, að hafa loka afgrciðslu frum- varpsins á föstudag. Gangur tnálsins mun þvi að öllum lík- indum verða þessi: Haldi stjórnarandstaðan fast við þá afstöðu sina að neita um hækkun söluskatts um 5% til að mæta skatta- lækkuninni niunu þær greinar, sem fjalla um söluskatts- hækkunina falla á jöfnum at- kvæðum i neðri deild 20:20, þegar þær verða þar upp born- ar. Allar breytingatiliögur stjórnarandstöðunnar munu einnig falla á jöfnum atkvæð- um. Frumvarpið verður þvi væntanlega afgreitt til efri- deildar þannig, að tekju- skattslækkunin stendur eftir, en söluskattshækkunin felid niður. Verður frum- varpið fellt? 1 efri deild hefur stjórnarlið- ið meirihluta. Þar verður söiuskattshækkuninni bætt inn i frumvarpið að nýju. Það þýðir, að frumvarpið verður að fara að nýju til neðri deild- ar til einnar umræðu. Við þá umræðu verða einstakar grcinar fruinvarpsins ekki bornar undir atkvæði heldur frumvarpið i heiid. Greiði stjórnarandstæðingar þá at- kvæði gegn frumvarpinu er það þar með úr sögunni. Tekjuskattslækkun verður engin. Verður þá lagt á skv. núgild- andi iögum um tekjuskatt. Mun stjórnarandstaðan þá hafa komið i veg fyrir, að sú tekjuskattslækkun, sem verkalýðshreyfingin samdi um við rikisst jórnina sem undanfara heildarkjarasamn- inganna, komist til fram- kvæmda. Endurskoðunar- leiðin Á fundi um varnarmál á Hótel Sögu sl. sunnudag sagði Einar Ágústsson eftirfarandi um þær tillögur, sem hann hefur lagt fram scm hug- myndir að umræöugrundvelíi á næsta samningafundi við Bandarikjastjórn uin endur- skoðun varnarsamningsins: ,,Ég veit ekkert um það hvernig móttökur þessar til- lögur fá hjá Bandarikjamönn- um eða NATO, en liitt veit ég, að þær tillögur, sem Banda- rikjamenn hafa hingað tii sett fram eru langt frá þvi að vera aðgengilegar að minu inati. Komi hins vegar frani nýtt gagntilboð verðum við að skoða það, þegar þar að kem- ur. Það biður sins tíma. Þessar tillögur, sem ég hef lagt fram, eru fyrst og fremst settar fram til þess að reyna samningaleiðina til þrautar. Það hefur verið skoðun okkar Framsóknarmanna að slikt beri okkur að gera og að við eiguin að gefa okkur þann tima til þess, sem þarf og að óþolinmæði eigi ekki að ráöa feröinni undir neinum kring- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.