Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 17 ar uppi ráðagerðir til úrbóta i þessum efnum. Deildin hefur staðið fyrir ýmsum nýjungum i iþróttalifi borgarinnar, m.a. endurvakið hið gamla Tjarnar- boðhlaup, sem nú fer árlega fram. Einnig hefur verið efnt til Laugardalshlaups og árlega er E.Ó.P.-mótiðhaldið til minningar um Erlend 0. Pétursson, fyrrver- andi formann K.R. Formaður frjálsiþróttadeildar er úlfar Teitsson. GLÍMUDEILD Gróska er i starfi glimudeildar K.R. og árangur glimumanna góður á siðasta ári. Þar bar hæst sigur Jóns Unndórssonar i ts- landsglimunni og einnig náðu ungir glimumenn góðum árangri á siðasta ári. Að venju tók deildin þátt i nokkrum glimusýningum á sl. ári, m.a. á þjóðhátiðardaginn 17. júni. Formaður glimudeildar er Elias Arnason. HANDKNATTLEIKS- DEILD Meistaraflokkur félagsins varð að bita i það súra epli að falla nið- ur i 2. deiid á siðasta keppnis- timabili, og i dag litur út fyrir, að dvölin þar verði einu ári lengri en ætla hefði mátt. Árangur annarra flokka var misjafn, aðeins einn sigur vannst i íslandsmóti, en það var I 4. flokki þar sem K.R. á mjög sterku liði á að skipa, sem miklar vonir eru bundnar við. Júgóslavneska handknattleikslið- ið Zagreb kom hingað til lands á vegum deildarinnar og heppnað- ist sú heimsókn mjög vel. For- maöur handknattleiksdeildar er Kristján örn Ingiberg. KNATTSPYRNU- DEILD Deildin er elsta deildin innan K.R. og i margra augum eins konar andlit félagsins, þ.e.a.s. árangur K.R. sem heildar er oft metinn i ljósi árangurs knatt- spyrnumanna og þó einkum meistaraflokks deildarinnar. Þrátt fyrir þróttmikið og árang- ursrikt unglingastarf undanfarin ár hefur árangur meistaraflokks á sama tima verið langt frá þvi að vera viðunandi að mati stjórnar- deildarinnar. Hefur þvi nýlega verið ráðinn þekktur enskur þjálfari fyrir meistaraflokk og bindur deildin miklar vonir við starf hans að þvi marki að koma K.R. aftur i fremstu röð meðal is- lenskra knattspyrnuliða. Deildin hélt sinn fyrsta knattspyrnudag á sl. hausti og var aðsókn að K.R.- svæðinu fádæma góð þann dag. Undirbúningur sumarstarfsins er nú i fullum gangi, þjálfarar hafa verið ráðnir fyrir alla flokka og æfinga- og keppnisferðir innan- lands og utan eru fyrirhugaðar. Formaður knattspyrnudeildar er Sveinn Jónsson. KÖRFUKNATT- LEIKSDEILD Árangur körfuknattleiksmanna var góður á siðasta ári sem fyrr og ber þar hæst enn einn sigur meistaraflokks i Bikarkeppni KKt, en að auki sigraði flokkur- inn i Reykjavikurmótinu. tslandsmeistaratitillinn gekk lið- inu enn einu sinni úr greipum á siðustu stundu. 1 ár er ílokkurinn staðráðinn i að bæta þeim titli við þá tvo sem hann hefur varið frá siðasta keppnistimabili og áður eru nefndir. Árangur yngri flokka var og góður á siðasta ári og yfir- leitt mikil gróska i starfi deildar- innar. K.R. notfærði sér ekki rétt sinn til þátttöku i Evrópukeppn- inni i körfuknattleik, en fór þess i stað i keppnisferð til Irlands i haust sem leið og svo aftur nú i febrúar. Nokkrir K.R.-ingár léku með islenska landsliðinu á árinu. Formaður körfuknattleiksdeildar er Jón Otti ólaísson. LYFTINGADEILD Deildin er ung að árum og býr viðerfiða æfingaaðstöðu, en með- limir hennar hafa synt mikinn dugnað og fórnfysi við endurbæt- ur á æfingasal deildarinnar. Þrátt fyrir aðstöðuna hefur árangur af þátttöku I mótum verið mjög góð- ur, og státar deildin bæði af ís- lands- og Reykjavikurmeisturum BEZTU FRJÁLSÍÞRÓTTA- AFREK ÍSLENDINGA 1973: O O Miklarframfarir í 800 m hlaupi... — KR-ingar eiga beztu sprett- og millivegalengdarhlauparana greinum og öllum aldursf lokkum. Næstu vikurverður rætt um af- rek i einstökum greinum og 10. beztu birt í hverri grein. í dag verður fjallað um 100, 200, 400 og 800 m. hlaup. Þeir einstaklingar, sem mesta at- hygli vekja i þessum greinum eru Vilmundur Vilhjálmsson og Halldór Guðbjörnsson. Vil- mundur stórbætti sig i 400 m. hlaupi og Halldór i 800 m. Ánn- ars eru margir efnilegir milli- vegahlauparar að hasla sér völl og eiga eftir að láta veru- lega að sér kveða á næstunni, jafnvei I sumar. Má þar nefna Jón Diðriksson, Júiius Hjör- leifsson, Gunnar Jóakimsson o.fl. Það sem ánægjulegast er við 800 ml hlaupið er aukin breidd og meðaltimi 10 beztu er 1:59,7 mín. og það er rúmur áratugur, siðan breidd hefur verið jafnmikil i þessari ann- ars skemmtilegu grein. Von- andi verða framfarirnar enn meiri i sumar og e.t.v. fáum við tima undir 1:50,0 min., en hver skyldi það verða? A 10 beztu afrekin: 100 m hlaup. sek. BjarniStefánsson KR 10.7 Vilm. VilhjálmssonKR 11.0 Sigurður Jónsson HSK 11.0 Karl. W. Frederiksen UMSK 11.2 Valmundur Gislason HSK 11.2 Róbert Óskarsson HSH 11.2 Elias Sveinsson 1R 11.4 Sigurður Sigurðsson Á 11.4 Guðmundur Jónsson HSK 11.4 Felix Jósafatsson UMSE 11.4 200 m hlaup. sek. Bjarni Stefánsson KR 21.4 Vilm. Vilhjálmsson KR 22.2 Sigurður Jónsson HSK 22.5 Valbjörn Þorláksson Á 23.2 Stefán Hallgrímsson KR 23.6 SigurðurSigurðsson A 23.9 Trausti Sveinbjörnss. UMSK 23.9 Guðmundur Jónsson HSK 23.9 Gunnar Einarsson FH 24.0 Hilmar Pálsson HVÍ 24.0 400 m hlaup. sek. Vilm. Vilhjálmsson KR 49.0 BjarniStefánssonKR 49.4 Sigurður Jónsson HSK 50.0 Stefán Hallgrimsson KR 50.4 Július Hjörleifsson IR 51.8 Agúst Asgeirsson IR 52.0 Borgþór Magnússon KR 52.5 jón Hermannsson Á 52.7 Gunnar P. Jóakimsson IR 52.8 Elias Sveinsson IR 53.0 VILMUNDUR VILHJALMSSON. Afrekaskrá I s'- lendinga í frjálsum iþróttum 1973 vitnar um augljósar framfarir á árinu. Þegar litið er yfir beztu afrekin kemur i Ijós/ að í 20 greinum karla, boðhlaupum og ýmsum aukagreinum er sleppt/ lítur dæmið þannig út, að i 14 grein- um er hann betri, en í 5 lakari. Kvenna- greinarnar eru svipaðar af 13 greinum er árangurinn betri í 9, sá sami í 2 og lakari í 2 greinum. Hér er um umtalsverðar framfarir að ræða og það ánægju- legasta er þó það, að „breiddin" hefur einnig aukizt mjög, sérstak- lega í hlaupagreinunum. íslenzk met voru bætt 172. sinnum og annað eins metaflóð hefur aldrei verið sett á einu ári, en þessi met eru sett bæði í karla- og kvenna- HALLDÓR GUÐBJÖRNSSON. BJARNISTEFANSSON. 800 m hlaup. mín. Halldór Guðbjörnsson KR 1:51.9 Agúst Ásgeirsson IR 1:53.7 Július Hjörleifsson 1R 1:55.5 Jón Diðriksson UMSB 1:58.6 Gunnar P. Jóaskimss. ÍR 1:59.3 Einar Óskarsson UMSK 2:02.4 Markús Einarsson UMSK 2:03.6 Viðar Halldórsson FH 2:03.7 Erlingur Þorsteinss. UMSK 2:03.7 SigurðurP. Sigmundss. FH 2:04.6 Víða- vangs- hlaup Víðavangshlaup tslands fer fram sunnudaginn 24. marz, keppt verður i karla-kvenna- sveina og drengjaflokki og piltaflokki. Skriflegar þátt- tökutilkynningar verða að hafa borizt til skrifstofu FRl eða i pósthólf 1099 í siðasta lagi mánudaginn 18. marz. Keppnisnúmer verða siðan afhent laugardaginn 23. marz kl. 10-12 á skrifstofu Frjáls- iþróttasambandsins i iþrótta- miðstöðinni Laugardal. Þátttökugjald á mann er kr. 50.00. Þátttökutilkynningar, sem berast eftir 18. marz, verða ekki teknar til greina. Lands- flokka- glíman Landsflokkagliman 1974 verð- ur háð laugardaginn 30. marz n.k. i Leikfimisal Vogaskólans i Reykjavik og hefst kl. 14. Glirnt verður i þremur þyngdarflokkum fullorðinna, og auk þess i unglinga- drengja- og sveinaflokki. I flokki fullorðinna er skiptingin þannig: Fyrsti þyngdarflokkur glimu- menn yfir 84 kg að þyngd Annar þyngdarflokkur glimu- menn 75-84 kg að þyngd Þriðji þyngdarflokkur glimu- menn undir 75 kg að þyngd I sveinaflokki er aldurinn 14 og 15 ára I drengjaflokki er aldurinn 16 og 17 ára 1 unglingaflokki er aldurinn 18 og 19 ára Ákveðið er, að landsflokka- glimunni verði sjónvarpað af myndsegulbandi. Þátttökutilkynningar þurfa að berast mótanefnd GLI i pósthólf 997 fyrir 17. marz n.k., með nákvæmum upp- lýsingum um aldur og þyngd keppenda. Mótanefnd. ÍSLANDS- MÓT í KNATT- SPYRNU INNAN- HÚSS tslandsmótið i knattspyrnu innanhúss verður haldið i iþróttahöllinni i Laugardal, Reykjavik, um næstkomandi páska. Þ.e. dagana 11. 13. og 15. april. Keppt verður að venju i karla- og kvennaflokki. Tilkynningarfrestur er til 20. marz, 1974, og verður tilkynn- ingin ekki tckin gild, nema þátttökugjald fylgi, en það er kr. 1.000.00 fyrir hvern flokk. Niðurröðun mótsins verður send þátttökuaðilum fyrir 5. april 1974. Þetta tilkynnist yður hér með. Mótanefnd K.S.t. llelgi Danielsson, formaður. Ragnar Magnússon, ritari. Páll Bjarnason, meðstjórn- andi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.