Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 13 Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrg&armenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. AÐ GEFNU TILEFNI Af gefnu tilefni þykir rétt að birta hér i heild hina itarlegu skýrslu rannsóknarnefndar SUF, sem skipuð var vegna kæru Baldurs Kristjánssonar og fleiri um lögbrot við undirbún- ing og framkvæmd aðalfundar FUF i Reykjavik 24. október s.l. t nefndinni voru sex stjórnar- menn i SUF, sem allir eru utan af landi og komu hvergi nærri téðum aðalfundi. Þessa menn þekkja framsóknarmenn um allt land vel, en til nánari upp- lýsinga má geta þess, að fjórir þeirra eru formenn i öðrum stofnunum innan flokksins: Eggert Jóhannesson er formað- ur Framsóknarfélags Selfoss, Ingvar Björnsson er formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna i Reykjanes- kjördæmi, Jóhann Antonsson er formaður Framsóknarfélagsins á Dalvik, og Guðmundur W. Stefánsson er formaður Framsóknarfélagsins i Hvera- geröi. Pétur Einarsson og Frið- rik Georgsson eru i miðstjórn Framsóknarflokksins eins og aðrir nefndarmanna. Eins og kunnugt er hefur ver- iö ákveðið, i samræmi við þessa skýrslu, að halda nýjan aðal- fund, og hefur hann þegar verið auglýstur, en hann verður 25. marz n.k. Ómar Kristjánsson hefur sent SUF-siðunni athugasemdir við skýrsluna, og hefur veriö ákveöið að birta hana, en vegna þeirra takmarkana á rúmi SUF- siðunnar i Timanum, sem flokksforystan hefur sett, verð- ur birting hennar aö biða, og sömuleiðis ýmislegt annað að- sent efni. Skýrsla SUF-nefndarinnar A fundi sinum 15. nóvember 1973 kaus stjórn SUF nefnd til að rannsaka meint brot varðandi aðalfundFUFi Reykjavik, sem haldinn var 24. október 1973. í nefndina voru kosnir: Eggert Jóhannesson, Selfossi, for- maður, Ingvar Björnsson, Hafnarfirði, Friðrik Georgsson, Keflavik, Jóhann Antonsson, Dalvik, Guðmundur W. Stefáns- son, Hveragerði og Pétur Einarsson, Kópavogi. Tilefni þess, að stjórn SUF kaus umrædda nefnd, var kæra Baldurs Kristjánssonar og fleiri dags. 25.10. 1973. Akæruatriðin eru i fjórum lið- um. Ómar Kristjánsson hefur bæði i skriflegri greinargerð og munnlega á fundum nefndar- innar skýrt viðhorf sin til umræddra ákæruatriða. Einnig hefur Baldur Kristjánsson tjáð sig um ýmis atriði, og ýmsir borið vitni fyrir nefndinni. Fyrsta ákæruatriðið hljóðar svo: „Spjaldskrá félagsins var fölsuð á þann hátt, að inn á hana var bætt nöfnun manna, án þess að þeir hefðu verið teknir inn i félagið Við höfum rökstuddan grun um, að svo hafi verið um a.m.k. 119 menn. Samkvæmt lögum FUF i Reykjavik skulu inntökubeiðnir berast stjórn félagsins a.m.k. viku fyrir aðal- fund, og vera samþykktar á félagsfundi, sem fram fer á undan aðalfundi. Hvorugt þess- ara skilyrða var uppfyllt varð- andi þá 119 menn, sem bætt hafði verið inn á félagsskrána”. 1 greinargerð sinni lýsir ómar Kristjánsson þvi yfir, að honum sé ekki kunnugt um, að ekki hafi verið fariö eftir formlegum reglum um inntöku fólks i FUF fyrir nefndan aðalfund. Baldur Kristjánsson hefur lýst þvi yfir, að hann hafi þrem dögum fyrir aðalfundinn farið yfir spjaldskrá félagsins og borið hana saman viö kjörskrá félagsins frá 1971. Hafi þá komiö i ljós, að nöfn 119 manna hafi hvorki fundizt á félaga- talinu frá 1971 né i skrám um nýja félaga, sem gengið hafa i félagiö frá þeim tima fram aö aðalfundinum 1973. Kveður Baldur þetta hafa orðið tilefni til þess, að hann tölusetti öll þau spjöld, sem i spjaldskránni voru með sérstökum tölusetningar- stimpli. Þegar rofiö var innsigli á spjaldskrá félagsins, upplýstist, aö a.m.k. 10 spjöld voru ónumeruð. Engin skýring hefur komiö fram á þvi hvers vegna. Baldur Kristjánsson hefur lagt fram vottorö þriggja manna, þeirra Rögnvaldar Óðinssonar, Péturs Jónssonar og Hrafnkels Óðinssonar. Hafa tveir þeir fyrrnefndu komið fyrir rannsóknarnefndina og staðfest vottorö sin. I vottorði Rögnvaldar óöins- sonar frá 23.10 1973 segir m.a. svo: „Fimmtudaginn 18 þ.m. haföi einn af félagsmönnum FUF i Reykjavik samband við mig og stakk upp á þvi við mig, aö ég gengi i félagið. Daginn eftir, föstudaginn 19. október, mætti ég á skrifstofu Sigurðar Gizurarsonar hrl. Þar var nafn mitt skrifað niður i bók ásamt nöfnum Péturs Jónssonar, Teigagerði 1, og Hrafnkels Óðinssonar, Heiðargerði 32. Hvorugur þeirra var viðstadd- ur, en ég var búinn að tala við þá um að ganga i félagið skömmu áður. Þar var mér tjáö, að enginn félagsfundur yrði haldinn fyrir aðalfund til að taka nýja félaga inn i félagið, en hins vegar yrðu nöfn okkar færð inn á félagaskrá, þannig að við gætum mætt með fullum atkvæðisrétti á aðalfundinum hinn 24. þ.m., og var lagt rikt á við mig að mæta og sjá um, að hinir tveir mættu á aðalfund- ínn . Vottorð hinna tveggja eru efnislega á sömu leið. Baldur Kristjánsson hefur bent á að nöfn tviburasystranna Onnu Margrétar og Hlifar Guðmundsdætra, til heimilis að Bakkagerði 1 i Reykjavik, sem fæddar eru hinn 16. september 1959, séu á spjaldskránni. Sam kvæmt þvi hafi þær ekki haft aldur til þess að gerast félags- menn fyrr en hinn 16. september s.l. Eftir þann tima var aðeins einn félagsfundur haldinn i félaginu fyrir aðalfund, og á þeim félagsfundi voru inntöku- beiðnir þeirra ekki bornar upp eða samþykktar. Hljóti þvi nöfnum þeirra að hafa verið bætt á spjaldskrána án þess að formskilyrðum um inntöku þeirra i félagið væri fullnægt. Báðar þessar stúlkur hafi mætt á aðalfundinum hinum 24. október, og ennfremur vottorðs- gefendurnir þrir. Omar Kristjánsson hefur mótmælt lista Baldurs Kristjánssonar með nöfnum þeirra 119 manna, sem Baldur telur hafa verið sett ólöglega inná félagaskrána. Ómar hefur bent a nöfn þriggja manna á lista Baldurs, sem hann telur sig geta fullyrt, að hafi gengið löglega i félagiö, þeirra Braga Guðbergssonar, Jónasar R. Jónssonar og Sigurðar Þórarinssonar. Ómar hefur ekki bent á aðra menn meö sama hætti. Baldur hefur ekki mótmælt þvi sérstaklega, að umræddir þrir menn hafi gengið löglega i félagið. Fyrir aöalfundinn voru félagsmönnum afhent félags- skirteini með viðfestum aðgöngumiða að fundinum, sem skráö var á nafn viðkomandi félagsmanns. Umræddir að- göngumiðar voru strax við innganginn settir i kassa og kassinn siðan innsiglaöur af deiluaðilum að aðalfundinum. Rannsóknarnefndin gerði margitrekaöar tilraunir til þess að fá kassa þennan opnaöan, og tókst það að lokum I febrúar s.l. Formaöur rannsóknarnefndar- innar var viöstaddur viö opnun kassans. I ljós kom, þegar nöfn þau, sem kassinn hafði að geyma, voru borin saman við spjaldskrá félagsins i þvi formi, sem hún nú er, að i honum voru a.m.k. nöfn 6 manna, sem ekki funduzt i spjaldskránni, en hafa engu að siður setiö aðalfundinn. Ennfremur hefur veriö upplýst af formanni fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna I Reykjavik, Kristni Finnbogasyni, að i vörzlum dyravarða veitinga- hússins að Lækjarteig 2, en þar var aðalfundurinn haldinn, séu um 80 spjöld, sem hann vinni nú að að fá afhent. 1 kassanum voru 359 spjöld, þegar upp úr honum var talið. Annar liðurinn i kæru Baldurs Kristjánssonar hljóðar svo: „Félagsskráin var ennfremur fölsuð á þann hátt, að nöfn fjölda löglegra félagsmanna höfðu verið tekin burt af félagsskránni. Þessir löglegu félagsmenn voru þar með svipt- ir öllum réttindum félags- manna, og margir þeirra þar með i reynd reknir úr Framsóknarflokknum, þar eð nöfn þeirra eru ekki til á neinni annarri félagaskrá flokksins....” Baldur hefur lagt fram lista með nöfnum rúmlega eitt hundrað manna, sem hann telur að hafi verið tekin út af spjald- skrá félagsins með ólöglegum hætti,og miðar þá við kjörskrá félagsins eins og hún var 1971. Ómar hefur mótmælt umræddum nafnalista sem röng um. Hann kveðst hafa boðizt til þess við Baldur fyrir aðal- fundinn að færa þá menn inn á ný i félagaskrá, sem sannarlega hefðu verið teknir af henni af vangá. Baldur viðurkennir, að Ómar hafi boðið sér þetta. Baldur hefur vitnað til laga FUF um það, á hvern hátt menn gætu verið teknir af félagaskrá. Um þetta atriði segir svo i greinargerð ómars: „Nokkrar leiðréttingar voru gerðar á félagaskránni fyrir aðalfund, m.a. voru nöfn þeirra manna numin af félagaskránni, sem náð höfðu fullra 35 ára aldri. Einnig skal þess látið getið, að fyrir siðasta stjórnarfund FUF I fráfarandi stjórn hinn 23. október s.l. var lögð fram um- sögn stjórnar Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Reykjavik. 1 henni var þvi haldið fram, að samkvæmt réttri skýringu á lögum FUF i ljósi reglna Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna .1 Reykjavik ættu þeir einir atkvæöisrétt á fundum FUF i Reykjavik, sem ættu lögheimili i Reykjavik. Baldur og félagar hans and- harölega þessari umsögn, sem andstæðri lögum FUF i Reykjavik, og vildu ekki beygja sig fyrir henni. Meirihluti stjórnar FUF,semsvoofthefur reynt að koma til móts viö Baldur og félaga hana, samþykkti þvi að gera nokkrar breytingar á. Var lögð fram málamiðlunartillga þess efnis, að menn gætu ekki verið félagar i FUF með atkvæðisrétti, ef þeir væru jafnframt félagar i fram- sóknarfélögum annars staöar.” Þriðji liðurinn I kæru Baldurs Kristjánssonar hljóðar svo: „Meirihluti fráfarandi stjórnar meinaði nokkrum hluta löglegra félagsmanna aö greiða atkvæði á aðalfundinum á þeirri forsendu, að þeir væru einnig meölimir i öðru félagi ungra framsóknarmanna. Þeir mættu þó sitja fundinn, enda ekki verið teknir burt af félaga- skrá, en þeir heföu ekki at- kvæðisrétt. Meirihluti fyrrver- andi stjórnar færði engin rök fyrir þessum úrskuröi sinum. Ýmsir þeirra, sem þannig var meinað að greiöa atkvæöi á aðalfundinum, hafa aldrei verið félagar i neinu öðru félagi ungra framsóknarmanna en FUF i Reykjavik. Þar að auki skal þess getið, að félagsmönnum Framsóknarflokksins er heimilt að vera i fleiri en einu flokksfélagi, og ráða þeir þvi sjálfir i hvaða félagi þeir neyta atkvæðisréttar sins, en at- kvæðisréttar geta þeir aðeins neitt i einu félagi. Þótti meiri- hluti fráfarandi stjórnar hafi ekki nefnt siðasta lögheimili ákvörðun sinni til staðfestingar, skal á það bent, að samkvæmt lögum FUF i Reykjavik nær félagssvæði þess til Reykja- vikurog nágrennis, og ennfrem- ur geta þeir, sem dvelja i Reykjavik langdvölum, verið félagsmenn i félaginu, þótt þeir hafi lögheimili annars staðar”. Lögð hefur verið fram svohljóðandi yfirlýsing: ,,,Við undirritaðir stjórnar- menn i FUF i Reykjavik mót- mælum þvi á formlegan hátt, að eftirtöldum mönnum, sem eru að okkar mati fullgildir félags- menn i félaginu, er ekki helypt inn á aðalfund félagsins 24. október 1973, sem fullgildum félögum: Ólafur R. Grimsson, Hallgrimur Guðmundsson, Stefán Karlsson, Björn Teits- son, Sigriður Skaftadóttir, Sigriður Jóna Eggertsdóttir og Jóhannes Sn. Jónsson”. Ómar kvað Ólaf R. Grimsson hafa verið tekinn af kjörskrá i samræmi við stjórnarsamþykkt FUF frá 23. október s.l. Um aðra þá, sem eru á framan- greindum lista, gegni þvi máli, að þeir hafi ekki verið á kjörskrá félagsins, og þvi aðeins fengið aðgang að aðalfundinum, en ekki atkvæðisrétt. 1 greinargerð sinni lýsir ómar þvi, að það aö meina nokkrum hluta félagsmanna að greiða atkvæði hafi verið i samræmi við tilvitnaða samþykkt stjórnar FUF, sem hafi verið þess efnis aö menn gætu ekki veriö félagar i FUF i Reykjavik með atkvæöisrétti, ef þeir væru jafnframt félagsmen i framsóknarfélögum annars staöar. ómar kveður ólaf R. Grlmsson hafa verið virkan félaga i „Framsóknarfélagi i Reykjaneskjördæmi,” og enn- fremur verið i „fulltrúaráöi framsóknarfélaganna á Suður- nesjum”. Samkvæmt þessu hafi Ólafi R. Grimssyni verið meinaöur atkvæðisréttur á aðalfundinum. ómar lagði ekki fram gögn né yfirlýsingar hvaö snerti aðra menn á lista þessum. Fjórða ákæruatriðið hljóðar svo: „Fyrir aðalfundinn haföi meirihluti fyrrverandi stjórnar FUF dreift út um borgina félagsskirteinum og atkvæöa- seðlum, sem gilda áttu á félagsfundinum. Fjöldi þeirra, sem fengu inngöngu á aðal- fundinum, komu meö félags- skirteini og atkvæöaseðla utan ilr bæ. Sög'ðu þeir i votta viður- vist, aö þeir heföu ekki þurft að greiða félagsgjald til að fá skir- teinin, og beinlinis veriö boðin þau endurgjaldslaust að fyrra bragði. Aðrir urðu hins vegar að ganga fyrir meirihluta fyrrver- andi stjórnar, sem sat i anddyri fundarhússins, til að krefjast sinna félagsskirteina og at- kvæðaseðla. og greiða sin félagsfjöld. Þannig hafði meiri- hluti fyrrverandi stjórnar getað afhent hverjum sem var úti i bæ félagsskirteini og atkvæða- seðla.þar eð ekkert eftirlit var með þeim, sem höfðu þessi gögn undir höndum, þegar þeir komu inn i húsið”. 1 greinargerð stjórnar Ómars segir svo um þetta ákæruatriði: Stjorn FUF vill vegna þessara ummæla taka fram, að það er ekkeri einsdæmi, að sá háttur sé hafður á að afhenda félagsskir- teini áður en fundur hefst. Ef af- henda hefði átt félagsskirteini við innganginn, hefði allt kvöldið farið i það. t þvi er fólgin mikil og sjálfsögð hag- kvæmni að afhenda skirteinin áður. Það er hins vegar úr lausu loft gripið, aö mönnum hafi ver- ið boðin skirteini að fyrra bragði endurgjaldslaust. Að visu er það ávallt svo, þegar veriö er að safna nýjum félögum i stjórn- málaflokk, að þeir félagsmenn, sem að söfnun nýrra félags- manna, eigi iðulega frumkvæði að þvi að nýja fólkið gangi i flokkinn. Er ekkert óðelilegt við það. Þannig hefur þjóðmála- barátta ávallt farið fram. Ef maður fellst á að ganga i FUF, verður hann að hafa meðmæli tveggja fullgildra félagsmanna, svo að hann geti fengið inngöngu i flokkinn. Þessu skilyrði var fullnægt.” Um það ákæruatriði, að at- kvæðaseðlum hafi verið dreift til maf.iia fyrir aðalfundinn, segir ;f’o i greinargerð Ómars: „Hér gegnir sama máli. At- kvæðaseðlum var dreift til hagræðisauka. Þeir, sem félagsskirteinin fengu við innganginn, tóku hins vegar við atkvæðisseðlum sinum þá með félagsskirteininu. Framkvæmd sú, sem hér var höfö á, átti ekki aö geta leitt til misnotkunar, t.d. aö einn maður yrði sér úti um tvo eða fleiri atkvæðaseðla. Þeir, sem fóru inn á fundinn, urðu að afhenda afrit af félags- skirteinum, sem látiö var i lokaðan atkvæðakassa. Ef menn vildu eftir á rengja at- kvæðatölur, var ofur einfalt að gera saman fjölda greiddra at- kvæöa og afritin i atkvæöa- kassanum. Fyrirkomulag þetta átti að tryggja, aö ekki ætti sér misferli stað”. Forsendur að úrskurði Hér að framan hefur mála vöxtum verið lýst i meginatriðum og helztu málsástæ&ur aðila greindar. Skal nú nánar vikið að ein- stökum atriðum, sem fram hafa komið i rannsókninni, og verður jafnframt gerö grein fyrir helztu lagarökum og áliti nefnd- arinnar. Fjórða grein laga FUF i Reykjavik, sem fjailar um inntöku nýrra félagsmanna, hljóðar svo: „Meðlimur getur gerzt hver framsóknarmaður á aldrinum 14-35 ára, sem búsettur er i Reykjavik og nágrenni eða dvelur þar langdvölum. Inntökubeiðni skulu fylgja meömæli tveggja félagsmanna, og erhlutaöeigandi þálöggiltur meölimur félagsins, er félags- fundurhefur samþykkt inntöku- beiðni hans. Inntökubeiðnir Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.