Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 13. marz 1974. Hefur ofnæmi fyrir vatni Illa er komið fyrir leikaranum og söngvaranum Dean Martin, hann hefur ofnæmi fyrir vatni. Hann burstar ekki tennurnar upp úr öðru en dýrum frönskum vlnum, aðallega Chateau d’Yquim, helzt árgangi 1959, sem er bezti árgangur þessarar aldar. Vinið er honum sent sér- staklega frá Bordeaux og kostar litlar fimm þúsund krónur flaskan. — Ég er búinn að fá ofnæmi fyrir vatni, segir leikarinn. Ég er dauðhræddur við þennan viðbjóðslega lyktar og litlausa vökva. Það er eins gott,að hann hefur efni á þvi, eða upp úr hverju skyldi hann baða sig? Ovenjulegt heimilisdýr Kventigrisdýrið Dina frá Súmatra, nú i dýragarðinum i Alma Ata, Kazakhstan, neitaði alveg að gegna móðurhlut- verkinu eftir að hafa fætt 3 af- kvæmi. Tvö þeirra dóu. Þvi þriðja var komið fyrir hjá hjónunum, Lidiu og Enver Sarynous, bæði doktorar að mennt. Heimili þeirra var á 2. hæð i háhýsi og þangað fluttu'þau Lipochku,eins og litla tigrisdýrið vgr nefnt. Þar urðu alls konar vandræði. T.d. varð köttur, sem átti að fóstra „barnið”, dauðhræddur og forð- aði sér. Þá varð Sarynov fjöl- skyldan að taka við „barnaupp- eldinu”. Lipochku var séð fyrir öllu, sem venjuleg ungbörn eru talin þurfa með. En það var ekki svo einfalt, hún neitaði t.d. alveg að nota pela. Þá varð að taka til annarra ráða, binda á henni fæturna og nota dropateljara til að fæða hana. Nú eru mestu erfiðleikarnir liðnir hjá. Lipochka er orðin fimm mánaða. Hún þrifst vel og hefur góða matarlyst, leifir engu af matarskammtinum frá dýra- garðinum : 12 kg. af nýju kjöti, egg, mjólk og græn- meti.Lipochka er uppáhald allra, ljúf i lund og leikur sér vift fólk og við hvolpinn Katya. En hún þolir illa einveru og kann ekki við að vera skilin ein eftir i ibúðinni. Og gleði hennar er augljós, þegar einhver úr fjöl- skyldunni skilar sér heim aftur. Eftir þvi sem dýrafræðingarnir segja, þá getur það farið að verða hættulegt að hafa Lipochku öllu lengur á heimilinu, svo að nú er verið að undir. búa flutning hennar I dýragarð. ★ ★ ★ Erum við ekki sæt- ar og útskeifar? Þessar ungu dömur eru mjög alvarlegar á svipinn, enda eru þær að byrja nám i listdansi og þá er mikilsvert að fara að öllu með nákvæmni og taka kennsl- una alvarlega. Þær eru i skóla, sem er rekinn af leik- og dans- sýningarhúsi i Moskvu. Þetta leikhús er i sambandi við stór- fyrirtæki, sem heitir Hamar og Sigð, og er það risastórt stál- vinnsluver i Moskvu, þar sem vinnur aragrúi fólks. Dansskóli þessi er ekki talinn standa jafn- fætis atvinnudansaraskólum, en það eru gerðar miklar kröfur til hæfni þeirra, sem eru teknir i þannig skóla i Sovétrlkjunum,og stendur listdans þar með mikl- um blóma, svo sem alkunna er. Þessi skóli er talinn undirbún- ingsskóli og einkum til þess fall- inn að glæða áhuga barna og unglinga á listdansi. / ' '/■ ' j1? ;■ 'J / C Y 1 m m •íN d E l|r 3 a DENNI DÆMALAUSI Skildu trommuna eftir fyrir utan. í dag verðurðu að fara vel að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.