Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 7 Kvenréttindafélag íslands: Jafnari skipting auðæfa K.R.F.Í. hefur nýlega haldið aðalfund sinn. Það kom m.a. fram i skýrslu formanns, að fund- ur alþjóðafélagsins, sem haldinn var i Nýju Delhi i Indlandi i nóvember s.l., hefði haft að kjör- orði sinu: „Framfarir með sam- starfi”. Fundurinn beindi þeim tilmæl- um til aðiidarfélaga sinna, en K.R.F.I. er eitt þeirra, að þau vinni að jafnari skiptingu auðæfa heimsins, og að þau noti vel kvennaárið 1975 og hvetji konur um viða veröld til þess að láta ekki sinn hlut eftir liggja til að efla framfarir á sviði félags- og stjórnmála. 1 framhaldi af þessu sagði formaður, að stjórn K.R.F.I. hefði ákveðið að skipa nefnd i tilefni af alþjóðakvenna- árinu, og yrði leitzat við að hafa samvinnu um þetta við kven- réttindasamtök annars staðar á Norðurlöndum. En þau hafa ein- mitt i undirbúningi samnorrænan fund, sem haldinn verður i Finn- landi i júni n.k. Að þessu sinni átti að ganga úr stjórn K.R.F.l. varaformaður, sem kosinn er til tveggja ára i senn. Fráfarandi varaformaður, Asta Björnsdóttir, baðst ein- dregið undan kosningu, enda hef- ur hún árum saman verið i stjórn félagsins eða gegnt þar öðrum trúnaðarstörfum. Stjórnin er nú þannig skipuð: Guðný Helgadótt- ir, formaður, Brynhildur Athugasemd heimsins Kjartansdóttir, varaformaður, Lára Sigurbjörnsdóttir, Sigriður Anna Valdimarsdóttir og Þóra Brynjólfsdóttir og einnig Ganney Long Einarsdóttir, Guðrún Gisla- dóttir, Margrét Einarsdóttir og Valborg Bentsdóttir, sem eru til- nefndar af landsfundi K.R.F.I. Stjórn K.R.F.l. hefur ákveðið að gangast fyrir gjöf i Menningar- og minningarsjóð kvenna til minningar úm Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Þeir félagsmenn. sem óska að eiga hér hlut að máli. geta afhent framlag sitt á skrif- stofu K.R.F.I., að Hallveigastöð- um, á þeim timum sem hún er opin, sem er þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga kl. 15-17. Engey RE 1 kom til Reykjavlkur á laugardaginn, en þessi skuttogari er smlðaður i Póllandi, og eigandi hans er Einar Sigurðsson, ásamt Ingvari Vilhjálmssyni. Togarinn er 785 rúmlestir að stærð og með 3 þús. h.a. aðalvél, sem knýr skipið um 16.5 sjómilur. Skipstjóri á Engey er hinn kunni aflamaður Arin- björn Sigurðsson. — Timamynd: Róbert. Þjóðhátíð á Akranesi í júnílok ÞJÓÐHATÍÐARNEFND Akra- ness hefur undirbúið nokkurra daga hátiðahöld á Akranesi siðast i júni i tilefni af 11 alda afmæli byggðar i landinu. Þjóðhátiðin á Akranesi hefst föstudagskvöldið 28. júni, en þá verður opnuð iðn- sýning I Gagnfræðaskólanum. Sýndur verður þverskurður af framleiðslu bæjarbúa i iðnaði og sjávarútvegi. Þá verður jafn- framt opnuð listsýning þetta kvöld, en hún verður væntanlega til húsa i barnaskólanum. Báðar þessar sýningar verða opnar i viku. Dagana 29. og 30. júni verður efnt til iþróttahátiða á vegum 1A. Verður þar keppt bæði i einstakl- ings- og flokksiþróttum. Um helgina 30. júni er stefnt að þvi að opna nýtt byggðasafnshús á Akranesi, en það hefur verið i byggingu i nokkur ár. Byggða- safn hefur verið starfrækt i 15 ár á Akranesi, og hefur það fengið inni i gamla Garða-húsinu. 1 sumar á að ljúka fyrsta áfanga húsasamstæðu, sem á að rúma byggðasafnið i framtiðinni, og er byggingin svo langt komin, að gert er ráð fyrir þvi, að vigsla og opnun safnsins i nýjum húsa- kynnum geti fallið inn i þjóð- hátiðardagskrá. Þá hefur komið til tals, að írar færi Akurnesingum minninga- stein um landnám Ira á Akranesi. Er vonazt til að afhjúpun steins- ins geti orðið liður i hátiðahöldun- um. Landnámið á Akranesi er að þvi leyti sérstakt, að þar námu einungis kristnir menn, irskir land. Að lokinni helginni 30. júni er fyrirhugað að eitthvað verði á dagskrá vikuna út, þótt ekki hafi verið gengið frá einstökum atrið- um. Þar munu koma við sögu kirkjukór Akraness, hestamenn staðarins og skátar, svo eitthvað sé nefnt. Og eitt kvöldið munu Akurensingar fagna komu „kútt- ersins”, sem Kiwanisklúbbur Akraness hefur keypt i Færeyj- um, og ætlar að gefa byggðasafn- inu. Fyrirhugað er að taka hátið- lega á móti „kútternum” á hafnargarðinum. Þá eiga Akurnesingar von á öðrum góðum grip, sem Lions-menn hafa greitt fyrir, en það er gamli Ford, árgerð 1918, svokallað T-model. Er nú verið að gerabilinn upp i Reykjavik, og verður honum ekið um Akranes- bæ, áður en honum verður ekið að Görðum, þar sem hann verður geymdur. Nefna má, að i undirbúningi er útgáfa sérstaks hátiðarrits á Akranesi. Gert er ráð fyrir þvi, að hátið- inni á Akranesi ljúki föstudaginn 5. júli, en daginn eftir stendur þjóðhátið að Reykholti, sameigin- leg hátið Borgfirðinga, Mýra- manna og Akurnesinga. Undirritaður vill taka skýrt fram, að orðum var aukið i við- tali, sem Timinn átti við hann, fimmtudaginn 7. marz, undir fyrisögninni „Umræður um rétt- indi og lánamál”. Ber þar helzt að nefna, að tóm rökleysa var höfð eftir undir- rituðum varðandi ósamstöðu og framtaksleysi garðyrkjubænda. Einnig var ekki lagður réttur skilningur i það, sem sagt var um ómenntaða garðyrkjubændur, þvi i þeirra hópi eru margir mjög duglegir garðyrkjumenn og fyrst og fremst átt við það, að i fram- tiðinni nyti menntun garðyrkju- fræðinga fullra réttinda. Reykjum, Olfusi, 8. marz 1974. Björn Jónsson, formaður skólafélags garðyrkjunema. Ég, undirritaöur blaðamaður Timans, vil taka fram eftirfar- andi varðandi leiðréttingu Björns Jónssonar: 1 leiðréttingu Björns segir: „Ber þar helzt að nefna, að tóm rökleysa var höfð eftir undir- rituðum varðandi ósamstöðu og framtaksleysi garðyrkjubænda.” Það er ekki mál undirritaðs, hvort Björn Jónsson fer með tómarökleysu i samtali við blaða- mann. Um það atriði verður hann að sakast við sjálfan sig og engan annan. Aftur á móti, ef Björn Jónsson heldur þvi fram, að blaðamaður- inn hafi gert sin orð að hans, þá skal það sem rétt er, koma fram. Þegar undirritaður átti tal við Björn Jónsson, spurði ég hann, hverjar væru orsakir þess, að réttindi þeirra væru svo litil sem raun ber vitni. Svaraði Björn og sagði: „Þú mátt hafa það eftir mér, að ég tel, aö framtaksleysi og ósamstaða garðyrkjubænda séu aðalorsakir þess...” Hvort ofangreind orsök er hin eina og sanna, skal ég ekki tjá mig um, enda litt kunnur rétt- indamálum garðyrkjunema. Varðandi hitt atriðið, sem Björn nefnir, visa ég til viðtals- ins, en þar segir: ,, — Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir ylræktarbuskapinn i landinu, þegar mikið af ólærðu fólki hefur veg og vanda af garð- yrkjumálum.” Virðingarfyllst Gunnar Salvarsson, blaðamaður. Verksmidju Höfum opnað útsölu á lítið gölluðum vörum frú verksmiðjum okkar AÐ SNORRABRAUT 56 — REYKJAVÍK Selt verður: Prjónagarn — Gluggatjaldaefni — Áklæði — Teryleneefni — Tweedefni — Ullarteppi — Svefnpokar — Gallabuxur — Peysur — Úlpur — Frakkar — Herraskór — Kvenskór — Unglingaskór — Inniskór — Safariskór — Knattspyrnuskór og margt fleira EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GÆÐAVERÐI GEFJUN Verksmiðjurnar — HEKLA - Akureyri IÐUNN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.