Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 13. marz 1974. veitti hann því eftirtekt, að hún stóð við hlið hans, og þá heilsaði hann henni. Það var í fyrsta skipti, sem hann ávarpaði hana, eftir að Jónas hafði kynnt þau á þilfari Botníu daginn áður. — Já, sagði Eiríkur, sem svar við spurningu hennar, þetta er bara dágóður afli, og þetta er fyrsti róðurinn, sem ég hef farið í seinustu sjö árin. — Jónas f rændi minn segir mér, að þér ætlið að setjast að hérna í Skarðsstöð og stunda fiskveiðar með honum, sagði Svala. Það verður heppilegt fyrir plássið, því að — Hún þagnaði og hló við, en hélt svo áfram: — Jæja, ég get svo sem sagt það hreint og beint, — þeir eru ósköp svifaseinir hérna. Eirikur leit á hana og hló líka. Hann fylgdist með f isk- burðinum, og án þess að sýna Svölu nokkra ókurteisi, ræddi hann við hana, eins og verkstjóri leyfir sér að rabba, meðan hann hugar að verki sínu. — Ég verð að segja eins og er, að þér eruð fyrsti íslendingurinn, sem ég hef heyrt segja þetta um ís- lendinga, Já, það tekur svo sem tíma að koma þeim af stað, en þá gengur það lika, eins og þér sjáið. Hann gekk frá henni til að gefa leiðbeiningar við starfið, og Svölu gafst tækifæri til að virða hann betur fyrir sér. Frá sjónarhóli konu hafði hann ef til vill hvað mest aðdráttarafl með unglegu, fersku f jöri — ekki á sama hátt og hjá unglingi, heldur því, sem varir, af því að það er viðkomandi eðlislægt. Þótt Eiríkur yrði áttræður og hár hans alhvítt, myndi han n eftir sem áður vera jafn unglegur, horfa jafn djarflega framan í veröldina þessum arnf ráu bláu augum, jaf n ákveðinn og snöggur í hreyfingum og hnarreistur. Ósvikinn sonur sjávarins. Um leiðog Svala fór aðtala við hann, hurfu henni allir fordómar, sem hún hafði gert sér varðandi hann, meðal annars það, hvernig hann hefði litið á hana, rétt eins og hún væri staur eða steinn. Hún gleymdi öllu, sem Jónas haf ði sagt um hann, og henni f annst hún geta verið ósköp óþvinguð gagnvart honum. Enda þótt hann hefði sterk áhrif á hana með rödd sinni, framkomu og talsmáta, voru það ekki sömu áhrifin og karlmenn hafa á kven- fólk, heldur miklu fremur á börn. Börn hændust mjög að Eiríki. Stærð hans, rödd, útlit og framkoma gerði hann strax að miðdepli hugsana þeirra, og hefði eitthvert ævintýralegt tilfelli flutt hann til lands, sem eingöngu væri byggt börnum, hefðu þau dansað umhverfis hann og gert hann að konungi sínum. Hannn hefði þegar í stað unnið traust þeirra ekki síður en aðdáun. Það voru einhverjir slíkir töfrar, sem Svala fann fyrir gagnvart honum. Enda þótt hún væri orðin átján ara, væri búin að dveljast ár í Kaupmannahöfn og væri auk þess trúlofuð þeim feita Ólafi Guðmundssyni, var hún enn barn í sér — þrátt fyrir varirnarisem hefðu f reistað dýrlings til að rjúfa heit sitt í voninni um koss. Og Eiríkur, sem úti í bátnum hafði hugsað með sér, að hvílíka brellu hann gæti gert Ólaf i með því að taka Svölu f rá honum, var nú búinn að gleyma þeim hugrenningum gjörsamlega, ekki síður en gremjunni yfir stærilæti hennar. Svala var horfin honum sem ung stúlka — hún hefði alveg eins getað verið karlmaður þess vegna. Það var hljómurinn í rödd hennar, látlaus f ramkoma hennar og eðlilegt fas hennar, sem höfðu haft þessi áhrif á hann. Hefði hann hitt hana áður en hann fylltist þessari feiknaandúð á kvenfólki, hefði afleiðingin verið hin sama. Því að Svala var ein þessara kvenna, sem þrátt f yrir undrafegurð skeytir ekkert um dýrið í karlmannin- um, blátt áf ram vegna þess, að sakleysi þeirra af vopnar allt og verður aldrei afvopnað sjálft — og það skynjar dýrið og veit. Ætlaði maður sér að elska slíka konu, varð maður að byrja á þvi að elska hana sem barn. Maður yrði síðan að halda áfram að elska hana eftir að hún væri orðin kona — en það myndi þó alltaf vera ástin til barnsins, sem lifði áf ram, og ástin til hennar myndi því ekki kulna. — Já, þetta gengur allt saman vel, þegar þeir eru komnir af stað á annað borð, sagði Svala. En það er nefnilega það — þeir þurfa einhvern til þess að koma sér af stað. Sjáið nú bara þessa, sem eru að halda út, eftir að hafa eytt deginum til ónýtis. Eirikur leit út til bátanna. Hann sagði ekki, hvað hann var að hugsa — að þetta væri Ólafi Guðmundssyni að kenna. Jónas var inni i pakkhúsinu til þess að líta eftir þvi, hvernig gengið væri f rá pökkuninni, og hafði þess vegna ekki neina hugmynd um þann trúnað, sem skyndilega hafði sprottið upp eins og ferskt og ilmandi blóm við bryggjuna. — Sjáum nú til! sagði Eiríkur, þegar stynjandi og rymjandi smástrákur bar sigri hrósandi síðasta f iskinn í land. Þá er þessu lokið. Og nú verð ég að fara og líta á leguna. Ég er búinn að kaupa bát, en það hvarflaði ekki að mér að líta á höfnina, þar sem ég verð að leggja hon- um, ef eitthvað verður að veðri. Ég veit nefnilega um hafnir, er nefndar eru því nafni, en eru ekki annað en gildrur fyrir bátana, sem brotna þar um leið og eitthvað hvessir. — Höfnin okkar er alls engin gildra, sagði Svala, sem ekki leið neinum að gera lítið úr Skarðsstöð. Ef þér vil jið, Timi fyrir sprautuna '^Kung Fu er ' ‘ þina.... en hvaö er Kungykinversk sjálfs' •varnaraðferð. Oglf ef þú stingur mig ekíci varlega, skal ég beita ^ .henni viðþig.: ~ Þeir ættu að? koma á hverri ■É stundu.1-- Sam,1-i^J kvæmt áætlun Þeir fylgjasts\ meðokkur, / , DÍÖfUÍl. *Cl ,Biddu.-'1 / %. Vampirurnar stökkva ] 'með hræðilegm öskrum I kastalarústunum lllilii Miðvikudagur 13. marz 7.00 Morgunútvarp 12.25 Fréttir og verðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi 14.30 Síðdegissagan: ., 15.00 Miðdegistónleikar.... 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: 17.30 Framburðarkennsla i spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Húsnæðis- og bygging- armál. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Fulltrúar bænda og neytenda i 6 manna nefndinni, Gunnar Guðbjartsson form. stéttar- samb. bænda og Torfi As- geirsson hagfræðingur, svara spurningum hlust- enda um verðlagningu land- búnaðarvöru. Umsjónar- menn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Ólafur Þ. Jónsson syng- ur lög eftir Markús Kristjánsson. Árni Kristjánsson leikur á pianó. b. Hjá Austur-Skaftfelling- um. Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fjórða og síðasta hluta ferðaþáttar sins. c. Liðins tima lýsigull. Elin Guðjóns- dóttir flytur upphaf hugleið- ingar Bjartmars Guð- mundssonar fr- Sandi um þingeyskar stökur og höf- unda þeirra. d. Æviminn- ingar Eiriks Guðlaugsson- ar. Baldur Pálmason les þriðja hluta frásögu hún- vetnsks erfiðismanns. e. Haldið til haga. Grimur M. Helgason, forstöðumaður handritadeildar landsbóka- safnsins.talar. f. Kórsöngur. Söngfélagið Harpa syngur islensk lög: dr. Róbert A. Ottósson stj. 21.30 Útvarpssagan: 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (27). 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höf- undur les (8). 22.45 Djassþáttur Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. mars 18.00 Skippi. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 18.45 Gitarskólinn. Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 6. þáttur. Kennari Eyþór Þor- láksson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta húsi. Breskur gamanmynda- flokkur. Vinir i raun. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visind. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Hryllingur. Ungversk biómynd, byggð á sam- nefndri sögu eftir Laszlo Németh. Leikstjóri Georg Hintsch. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. Myndin ger- ist i afskekktu byggðarlagi i Ungverjalandi á árunum milli heimsstyrjaldanna. Ung stúlka leiðist út i hjóna- band með manni, sem henni er ekki meir en svo geðfelld- ur. en það hjónaband fær sviplegan endi. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.