Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN MiOvikudagur 13. marz 1974. Umsjón: Alfreö Þorsteinssón = RNMENN IÞRÓTTADEILDA KR: Aftari röö frá vinstri: ólafur Sigurjónsson (fimleikadeild), Kristján örn Ingibergsson (handknattleiksdeild), Finnur rrason (borötennisdeild), (Jlfar Teitsson (frjálsiþróttadeild), Eriingur Jóhannsson (sunddeild), Eilas Árnason (glfmudeild) og Ómar úlfarsson tingardeild). Fremri röö: Friöleifur Stefánsson (badmintondeild), jSveinn Jónsson (knattspyrnudeiid), Einar Sæmundsson (formaöur KR), Jón Otti fsson (körfuknattleiksdeild) og Steingrlmur Gröndal (varaf. skiöadeildar). ★ KNATTSPYRNA ★ FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ★ SKÍÐI ★ SUND ★ GLÍMA ★ KÖRFU- KNATTLEIKUR ★ HAND- KNATTLEIKUR ★ FIMLEIKAR ★ BADMINTON ★ LYFTINGAR ★ BORÐTENNIS Félagið hefur alla tíð verið í vexti i MARZ mánuði 1899 var stofnað hér i Reykjavik félag er hlaut nafnið Knattspyrnufélag Reykjavik- ur. Ekki er með vissu vitað um stofndag, en i þess- um mánuði fyllir þvi K.R. 75 ár. Félagið hefur aila tið verið i vexti og er svo enn og er það von forystumanna þess, að svo megi verða um ókomin ar. 1 K.R. eru I dag starfandi 11 iþróttadeildir og gefur þvi auga leið, aö innan félagsins eru lagöar stundir á flestar iþróttagreinar innan hinnar frjálsu iþrótta- hreyfingar hérlendis. Hver deild hefur sina eigin stjórn og sjálf- stæöan fjárhag, en aöalstjórn félagsins sér um sameiginleg málefni þess, t.d. byggingafram- kvæmdir og rekstur mannvirkja. Aö auki er samstarf viö hinar einstöku deiidir og fastanefndir félagsins rlkur þáttur i starfi aöalstjórnar. Tvær fastanefndir starfa á vegum aðalstjórnar en það eru Hússtjórn og Framkvæmdancfnd Skálafeils. Hússtjórn sér um framkvæmdir og rekstur á féiagssvæöinu við Frostaskjói i Reykjavik og er formaöur þeirrar nefndar Sveinn Björnsson. Framkvæmdanefnd Skálafeils annast framkvæmdir, rekstur og viöhaid skiðaskála félagsins i Skálafelli og önnur mannvirki þar þ.á.m. lyftur og veg. Formaöur Framkvæmda- nefndar er Georg Lúðvíkssonv I tengslum við aðalstjórn starfar einnig nýstofnuð kvennadeild félagsins, sem hlotið hefur nafniö K.R.-konur. Verkefni þeirrar dcildar er m.a. aö vinna aö endurbótum á félagsheimiii K.R., auk ýmissa sérstakra verkefna er til falla. Formaður K.R.-kvenna er frú Aldis Schram. Aöalstjórn veitir á ári hverju einstaklingum innan félagsins heiöursviöur- kenningar fyrir margra ára störf og/eöa keppni i þágu félagsins. Núlifandi heiðursfélagar K.R. eru þrlr, cn þaö eru þeir bræður Björgvin og Gunnar Schram, svo og Sigurður Halldórsson. Hér á eftir verður getiö stutt- lega hinna einstöku iþróttadeilda félagsins og drepið á þaö, sem þar fer fram. BADMINTONDEILD A vegum deildarinnar hafa undanfarin ár starfaö og keppt nokkrir af fremstu badminton- leikurum landsins og hafa jafnah reynst sigursælir. Með bættum húsakosti félagsins hefur nokkuð rýmkað um starfsemi badmin- tondeildar, og hefur undanfarið verið lögð aukin áhersla á ' unglingastarfið undir forystu Reynis.Þorsteinssonar og er það starf þegar farið að bera ávöxt. Formaður ba^imintondeildar er Friðleifur Stefánsson. BORÐTENNISDEILD Þessi deild er sú yngsta innan K.R., en engu að siður er starf hennar nú þegar afar grósku- mikið. Deildin er að ná upp sterkri unglingasveit og árang- ur hinna eldri var einnig mjög góður á síðasta ári, t.d. vann Hjálmar Aðalsteinsson til allra meiri háttar verðlauna, sem veitt voru i borðtennis á fslandi á þvi ári. Formaður borötennisdeildar er Finnur Snorrason. FIMLEIKADEILD Nokkur deyfð hefur verið yfir starfi deildarinnar undanfarið, en þjálfaraskortur stendur þessari glæsilegu iþróttagrein illilega fyrir þrifum hérlendis. 1 vetur hefur þó nokkuð rofað til i þessum málum hjá deildinni og eru for- ystumenn hennar að endurvekja hana til fyrri frægðar. Formaður fimleikadeildar er ólafur Sigur- jónsson. FRJALSÍÞRÓTTA- DEILD Þjálfaraskortur hefur staðið starfsemi deildarinnar nokkuð fyrir þrifum undanfarið, og þrátt fyrir góðan árangur i mótum, er það forráðamönnum deildarinnar nokkurt áhyggjuefni, hversu illa unglingar haldast við frjálsar íþróttir. Hefur stjórn deildarinn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.