Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 13. marz 1974. •ÞVt heyriststundum haldið fram, ah maðurinn sé eina skepna jarðárinnar, sem spillir umliverfi sinu. Sú fullvrðing er aö visu næsta hæpin. en hinu mun erfitt að neita. að maðurinn sé einn um að gera þetta vilandi vits og að yfirlögðu ráði, oft aðeins vegna stundarábata. Um þetta hefur mikið verið talað og á þaö deilt, sem ekki er undarlegt. En i allri okkar gagnrýni og sjálfásökun megum við ekki gleyma hinu, sem vel hefur veriö gert þeirri viðleitni að stöðva óæskilega þróun og bæta fyrir þau náttúru- spjölþsem unnin hafa verið, bæði af sjálfum okkur og öörum. Fræðsla og áróður bað var með þetta i huga, sem undirritaður lagði leið sina i húsakynni Landverndar á dögunum. bar var talið væn- legast að leita mótvægis viö þeirri þróun, sem við höfum haft fyrir augum á siðustu árum og áratugum og mörgum hefur staðið stuggur af. Haukur Hafstað brást vel við þeim tilmælum að svara nokkrum spurningum. Við gefum honum nú orðið. — Hvenær va,r Landvernd stolnuð'? — Hún var stofnuð árið 1969. bá bundust nokkrir áhugamenn samtökum um aö stofna með sér einhvers konar félagsskap, sem gæti unnið að náttúruvernd við hliðina á þeim opinberu stofnunum, sem fyrir voru i landinu, bað má segja, að þetta sé ekki i fyrsta skipti, sem áhuga- menn taka höndum saman um að vinna að náttúruvernd. Sjálft Skógræktarfélag íslands var stofnað til þess að vinna að fegrun landsins við hliðina á þeirri stofnun, sem þá var til, Skógrækt rikisins. Eins og nafnið bendir til, — Landgræðslu — og náttúru- verndarsamtök fslands,- er markmið Landverndar fyrst og fremst að vinna aö almennri umhverfisvernd. baö var og er enn skoðun þeirra manna, sem i Landvernd vinna, að ekki veröur unnið að náttúruvernd á íslandi að neinu verulegu gagni, nema landgræðsla komi þar einnig til. Land okkar er þannig af guði gert, að dýrmætustu náttúrugæði þess eru gróðurinn. Stór þáttur i okkar starli hefur lika verið land- græðsla og gróðurvernd. Við fengum i upphafi nokkurt fjármagn frá Landgræðslu rikisins til þess að deila þvi um landið, svo áð sveitafélög og áhugafóilk um allt land ga>ti notið góðs af þvi og unniö þau störf sem talin væru brýnust. á hverjum stað. Annar þáttur i starfi okkar, og ekki sá minnsti, hefur verið fræðslu- og áróðursstarf. bar hefur verið reynt að uppfræða fólk um gildi ómengaðs lands og hreins umhverfis með útgáfu rita Landverndar, en þau eru orðin þrjú talsins. Tvö þeirra, Mengun og Landnýting voru árangur af ráðstefnum. sem við gengumst fyrir á sinum tima, en þriöja r-itið er Gróðurvernd, sem samið var af Ingva borsteinssyni magister. 011 þessi rit fjalla á einn eða annan hátt um umhverfi okkar og þær hættur sem umhverfinu eru búnar vegna at- hafna okkar og búsetu. Enn fremur, á hvern hátt við eigum og þurfum að taka tillit til náttúrunnar. bá er það áróðurinn. Við höfum reynt að beina athygli lands- manna að þvi, hversu mikilvægt það er fyrir okkur að ganga sómasamlega um landið, svo að við völdum þó að minnsta kosti ekki skemmdum, þar sem við förum. Ferðamannastraumurinn eykst ár frá ári, og i þvi sambandi hafa komið upp ihörg vandamál, sem við höfum reynt að vekja athygli á, jafnframt þvi að við höfum reynt að gera tillögur til úrbóta. bpssi starfsemi okkar hlýtur alltaf að vera meira og minna i tengslum við þær stofnanir, sem rikið hefur á sinum snærum. í rauninni má segja aö við séum nokkurs konar samvizka þjóðar- innar i þessum efnum, þvi að við leitumst við að vekja athygli opinberra stofnana á þvi, hvað þarf að bæta, og á hvern hátt. Enn fremur erum viö til aðstoðar þessum stofnunum viö ýmis verk- efni. sem þær takast á hendur. bannig hafa til dæmis bæði Land- græðslan og Náttúruverndarráð falið okkur ýmis verkefni til úrlausnar, einmitt vegna þess, að talið var eðlilegra að við hefðum þau með höndum heldur en að þessir aðilar ynnu sjálfir að þeim beint. Við þurrkum mýrar og leggjum vegi Siðast liðinn vetur fól Náttúru- verndarráð okkur ásamt náttúru- verndarsamtökum lands- fjórðunganna að láta kanna vot- lendissvæði á Islandi og árangurinn af þvi starfi veröur sennilega fjórða rit Landverndar — um votlendi Islands. . Um votíendismálin hefúi' vérið deilt nokkuð á undanförnum árum. Menn hafa ekki verið á einu máli og sumir telja að viö séum að raska náttúrlegu jafnvægi meö þeirri uppþurrkun, sem fylgt hefur aukinni’ræktun i landinu. Hefur þessum ásökunum einkum verið beint aö bændum landsins eins og vænta mátti. En hvort sem þessar ásakanir eru á rökum reistar eða ekki, er hitt vist, að við teljum það oröið tima- bært nú að taka þessi mál til yfir- vegunar og kynna okkur þau eins vandlega og kostur er, þannig að við fáum nokkra hugmynd um hvar við erum á vegi staddir i þessu efni. — En nú gerum við fleira en að þurrka upp mýrar. bað eru lagðir vegir um landið, þvert og endi- langt. Stafar ekki lika hætta af þvi? — Jú, vissulega stafar mikil hætta af nútima vegagerð, þegar landinu er ýtt upp á breiðum spildum til þess að gera háa vegi. bannig er um margar fram- kvæmdir okkar, að þær beinlinis valda náttúruspjöllum, hjá þvi er ekki hægt aö komast. bað hefur verið sagt, að með þvi að búa i þessu landi i eilefu aldir, séum við búin að raska þvi jafnvægi, sem náttúra þess hafði, þegar það byggðist. Vitanlega er þetta alveg rétt, én um tjáir nú ekki að sakast. Forfeður okkar áttu varí annars úrskota en að ný.ta landið á þann hátt sem þeir gerðu, enda vissu-þeiri mörgum tilfellujn alls ekki. að þeir væru að valda’neinu tjóni. bað er þvi bæði skamniúýni og ranglæti af okkur að áfellast þá. Við, aftur á móti, höfum ekki neina afsökun. Við vilum hvað hefur gerzt, og við vitum að okkur ber skylda til aö bæta fyrir það á einn eða annan háft. Við minntumst á vegagerð. bess eru mörg dærni, að út frá þeim sárum seni hún veldur hefur myndazt uppblástur, sem enn hefur ekki verið stöðvaður. Hinu megum við ekki gleyma, að þeir aðilar, sem staðiö hafa að hvað mestu jarðraski með fram- kvæmdum sinum, svo sem Vega- gerðin Rafmagnsveitur rikisins og Landsvirkjun, hafa lika sýnt náttúruvernd meiri skilning, en margir aðrir. Ef við horfum i kringum okkur, sjáum við, að frágangur á vegum hefur gerbreytzt á undanförnum árum. Vegagerðin er nú farin að sá grasfræi i þau jarðvegssár, sem hún veldur, — og telur það skyldu sina. Nú þegar er komið á samstarf milli Vegagerðar rikisins og Náttúruverndarráðs um það, að þegar hefja á vega- framkvæmdir, séu náttúru- verndarmenn með i ráðum. betta á einnig við um Rafmagnsveitur rikisins, Landsvirkjun og aðra stóra framkvæmdaaöila. Og við sjáum það á mörgum stööum, þar sem þessar stofnanir hafa gert jarðrask, aö þar er frágangur með meiri myndarskap en viða annars staðar. Alviðra, önnur jöröin sem gefin var Landvernd og Arnessýslu. Þvl miður var ekki tiltæk mynd af hinni jöröinni, öndverðarnesi, en um báðar jarðirnar er getið i þessu viðtali, eins og þeir munu sjá, sem greinina lesa. Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 11 báð er kannski ekki neitt meginatriöi i sjálfu sér, hvérjum þetts er að þakka, en hins er skyll að geta, að einmitt i þessum stofnunum eru margir ágætir náttúruverndarmenn. Og ég er sannfærður um, aö þetta sam- starf veröi til þess að viö förum að ganga að okkar verklegu fram- kvæmdum meö allt öðru hugar- fari en við höfum gert til þessa. Þar á Ferðafélag íslands góðan h!ut að máli Sumir segja, að þetta eða hitt megi alls ekki gera. Vist er þaö i mörgum tilvikum alveg rétt, en hinu megum við þó aldrei gleyma, að við verðum að halda áfram að búa i landinu. Ekki dugir heldur að leggja allar fram- kvæmdir á hilluna og taka þá stefnu að gera ekki neitt. Við verðum hins vegar að miða allar okkar framkvæmdir við það að gera eins litil spjöll á náttúru landsins og nokkur kostur er, alfriða sérstæða staði og náttúru- minjar og vera strax reiðubúin að bæta fyrir þann skaða, sem við kunnum að valda i bili, eins og til dæmis að græða sár meðfram vegum og rafmagnslinum. Við megum ekki heldur ana út i fram- kvæmdir — eins og þvi miður hefur oft verið gert — án þess að hafa kynnt okkur vandlega allar aðstæðurá viðkomandi stað, bæði með verkfræðilegri athugun og umsögn kunnugra manna. Ég held, að nú séum viö að hel'ja nýtt skeið I þessum el'num og að okkur muni ekki henda eins inörg slys i framtiðinni og hingað til, enda mál að linni. — Er ekki umgengni ferða- manna lika mikið aö batna? — barna komst þú við auman blett, þetta virðist vera mjög viðkvæmt mál. bvi miður verður það að segjast. að þar er okkur mikill vandi á höndum. baö er ekki aðeins, að við hofum auglýst landið of mikiö sem ferðamanna- land fyrir útlendinga.'éins og stundum hefur verið sagt og deilt á hér i okkar hópi. heldur hitt lika, að umgengni okkar Islendinga sjálfra er vægast sagt á alltof lágu stigi. Að visu hafa hér orðiö margar góðar breytingar. og þar á Ferðafélag tslands drjúgan hlut að máli, þvi það hefur unnið ósleitilega að þvi aö skapa ferða- menningu. beir staðir, sem Ferðafélagið hefur haft til umráða og byggt þar sin sæluhús á undanförnum árum, eru i raun og veru einu staðirnir þar sem hægt er að taka á móti ferðafólki, á hálendinu, þar sem ásóknin er orðin hvað mest. Hins vegar hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til þess, hve landið er veikt fyrir. Hálendi, þar sem sáralitill gróður er, þolir nánast ekki neina umferð. Og þeir staðir, sem orðið hafa fyrir hvað mestum átroðningi, eins og til dæmis bórsmörk og Land- ínannalaugar, eru óneitanlega i mikilli hættu. bar eru verkefni, Haukur Hafstaðerhcr að melskurði i Þorlákshöfn. Myndina tók Svcinn Runólfsson landgræðslustjóri á siðastliðnu hausti. sem við verðum að snúa okkur að, og ég hef von um að bæði Náttúruverndarráð og aðrir þeir áðilar/Sem mest fjalla um þessi mál, fari nú að taka þau raunhæfari tökum en gert hefur verið hingað til. En þetta er ailtof langt mál til þess að géra þvi nokkur viðhlitandi skil i stuttri blaðagrein. Hitt vil ég endurtaka og undirstrika sérstaklega, að Ferðafélagið er sá aöili, sem einna mest hefur gert i þessúm málum og við getum mikið af þvi lært. Önnur umgengni — Já, en nú göngum við oftar um land okkar en þegar við erum beinlinis að ferðast. Hvernig finnst þér hin almenna umgengni okkar vera? — Hún er ekki nægilega góð, þvi miður. En hún er ákaflega misjöfn. begar við tölum um góða eða slæma umgengni frá degi til dags, er oftast átt við umgengni á sveitabýlum. betta hef ég oft orðið var viö, bæði á rneðan ég var sjálfur bóndi og eins eftir að ég kom hingað suöur til Reykjavikur. bað er vitanlega alveg rétt, að sveitir setja mikinn svip á landiö og þær framkvæmdir, sem þar eru gerðar. En hins ber að gæta, að það eru fleiri.sem ganga um landið en bændur og sveitafólk, yfirleitt. Áreiöanlega er alls staðar vaxandi hreyfing i þá átt að bæta alla umgengni, bæði i bæjum og nágrenni þeirra og eins út um sveitir landsins. baö færist sifellt i vöxt, að sveitarfélög. einkum litlir kaupstaðir, leita til okkar hér i Landvernd til þess að fá hjá okkur áburð og fræ, sem þeir svo nota til þess að græða upp næsta nágrenni sitt. Eins og við sjáum víðast hvar á landinu, er það land, sem liggur hib næsta þéttbýli, venjulega uppurið. Oftast eru það gróður- litlar hliðar, blásnir melar og ber holt, og á allan hátt heldur ólystugt nágrenni. En viða um landið hafa bæjarfélög lagt fram talsvert fjármagn til þess að græða þessar landskemmdir upp, og það er hægt aö benda á marga staði, þar sem Landvernd og viðkomandi áhugamannafélög i þessum bæjum hafa unnið gott og nytsamt verk. Ég held þannig, að við séum að öðlast næmari skilning á þvi að viö þurfum aö fegra umhverfi okkar og að við lifum ekki menningarlifi i þessu landi, ef við látum það undir höfuð leggjast. Hins vegar get ég ekki stillt mig um að minnast á eitt atriði, sem er alltof algengt. Ég á hér við fjúkandi rusl frá sorphaugum bæjanna, sem mætir manni á óliklegustu stöðum. sezt á girðingar i nágrenni sorp- hauganna og berst jafnvel aftu.r inn i bæina sjálfa. Ég veit vel að þetta er mikið vandamál. og ég veít lika, að mörg sveitarfélög hafa reynt að leysa þennan vanda. en ekki tekizt. Hitt er jafnvist. að við 'fáum ekki fallegt og ómengað umhverfi á þessum stöðum, fyrr en við höfum fundið einhver ráð til þess að koma i veg fyrir þennan sóðaksap. Ágætt samstarf við áhugamannahópa — Er ,það orðið algengt, að sveitarfélög úti um land setji sig i samband við ykkur til þess að leysa sin umhverfisvandamál? — Já. Eins og ég sagöi i upphafi, þá hefur annar aðal- þátturinn i okkar starfi veriö landgræðsla og landvernd. betta hefur verið þannig unnið, að við höfum keypt áburð og fræ fyrir þær þrjár milljónir króna. sem við höfum fengið af landgræðslu- fé. Til móts við þetta fjármagn hafa á undan förnum árum komið um tvær milljónir króna frá sveitarfélögum, sýslufélögum og áhugafélögum um landgræðslu viðs vegar á landinu. þannig að ekki hefur alltaf vanfaö mjög mikið á að upphæðin hafi tvöfaldazt vegna frjálsra framlaga. En það er ekki nóg að kaupa áburð og fræ, þaö þarf lika að koma hvoru tveggja i jörðina. bctta liefur verið unniö i sjálf- boðavinnu al áhugamanna- félögum á viðkomandi stööum, og Sjálfboðaliðar við landgræðslustörf. það er ekki veigaminnsti þátturinn. aö áhugi fólks skuli vera svo vakandi sem raun ber vitni um. I mörgum sveitum hefur verið reynt að bjarga þvi landi, sem er ab fjúka i burtu. og ekki er hægt að vinna með þeim tækjum og þeirri tækni, sem við nú ráðum yfir. Við höfum öll séð rofabörö, þar sem torfurnar eru aö minnka ár frá ári. bessi börö hafa viða verið stungin niður og siðan sáð i. bað er ekki hægt aö gera með vél- um.heldur veröur mannshöndin sjálf að annast verkiö. Mig langar að segja frá þvi sem dæmi, að i Vestur-Skaftafells- sýslu hafa klúbbar og ungmenna- félög unnið aö þvi að græða upp rofabörð. sem eru þar viða. Og ef þið akið hringveginn næsta sumar. munuö þið sjá þessa gróðurgeira i hliöum, hvar sem þið fariö um sýsluna. bað getur enginn efazt um, að þar hefur miklum verðmætum verið bjargað. Stórmerkur atburður — Hvað telur þú sjálfur merkasta atburðinn i sögu Land- verndar núna siðustu misscrin? — bessu er fljótsvarað. Ég hika ekki við að telja það lang- merkasta atburö siðustu ára. þégar bóndi austur i Árnessýslu Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.