Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 5 Bergsteinn Jónsson: Lífshamingja í skiptum fyrir brennivín Ætlar þessi þjóð að „drekka meðan dropa nokkurn drykkjar húnfær?”. „Bakkus sjóli sæll við bikar situr á stóli, tignar hám” var einu sinni kveðið, og þó mikið vatn hafi runnið til sjávar siðan hefir valdahlutfallið ekki breytzt þessum konungi i óhag. Þvert á móti. Hann hefir breitt út riki sitt og fjölgað áhangendum sinum, svo aldrei hefir vald hans verið meira en i dag. Þetta er óvéfengjanlegt, og það er sérlega varasamt að hafa staðreyndir að vettugi. Hér flæðir sú elfur fram, sem öllum fremur þarf við ós að stemma. Afengis-vandamálið verður að ræða undanbragðalaust fyrir opnum tjöldum af svo mikl- um þunga að til afskipta Alþingis hljóti að koma. Á þrjátiu árum Allt framundir 1940 voru það aðeins fullorðnir menn og nær eingöngu karlmenn, sem sáust undir áhrifum áfengis á al- mannafæri. Nú rúmum 30 árum siðar er svo komið, að unglingar og jafnvel börn um fermingarald- ur setja svip sinn á ýmsar sam- komur með drykkjulátum og stjórnlausu framferði á ýmsa lund, þ.á.m. skemmdarverkum. Trúlega hafa þessi firn gengið lengst fyrir svo sem þrem árum, þegar flestir fullorðnir borgarar voru flúnir úr miðbænum upp úr miðnætti 17. júni. svo blöskraði þeim þessi framvinda. Lft fullorðni maður þér nær! Það er alkunna hversu snar þáttur áfengi er i öllu skemmtanahaldi, hefir það kom- ið vel i ljós nú i vetur i sambandi við þjónaverkfallið, en skemmti- staðir voru þá mun verr sóttir en áður, a.m.k. þangað til pelafylliri komst i algelyming. Jafnan er ungt fólk i miklum meirihluta á skemmtistöðum. Það er eðlilegt. Nú bregður hins vegar svo við, að inntak skemmtana virðist hafa breytzt svo á seinni árum, að ekki er lengur gaman að koma saman til að dansa, heldur virðist skemmtun byggjast svo mjög á ölvunar-áhrifum, að lftið virðist á skemmtistaði að sækja ef þeirra áhrifa nýtur ekki við. Það er alveg óþarfi að láta sér sjást yfir orsakir þess, að Bakkus ernú sem óðast að leggja ungdóminn að fót- um sér allt niður á barnsaldur. Þetta stafar af þvi að slaknað hef- ir á taum aga og sjálfsvirðingar hjá þeim fullorðnu og þeim skjöplast i fordæminu. Band agans má þeim mun siður slakna, sem velmegun vex, þvi að fátækt- in var löngum drjúgur hemill. En það út af fyrir sig, að hvorki skuli mega vera fyrir hendi, svolitill fritimi eða auraráð, sýnir einkar glöggt, að hinn ungi borgari hefir fæðzt og alizt upp i samfélagi, sem bráðan ber til að endurskoða. Sjá þar er löstur þinn Það talar skýru máli um lifnaðarhætti eldri kynslóðarinn- ar, að þegar sú tið virðist vera lið- in að hún geti bannað þeirri yngri það sem hún iðkar sjálf, þá geys- ast börn hennar fram og leiða lesti fullorðinna svo vel i dagsljós, að ekki verður um villzt hvað undir slær og bak við býr. Allt og sumt sem skeður þegar unglingar eru að hneyksla með ölvunar- framferði er, að þau hafa um hönd siði fullorðinna. „Áfengis-menning” Ef spurt er hvað sé til úrbóta á þvi ömurlega ástandi, sem flestir viðurkenna að riki i þessum mál- um, koma gjarnan fram raddir, sem tala hátt um að auka þurfi áfengismenningu. Eftir þvi, sem næst verður komizt ber að skilja þetta furðulega orð svo, að breyta þurfi drykkjusiðum æ meir til þeirrar áttar, að sem flestir geti leynzt manna meðal talsvert und- ir áhrifum áfengis án þess að eftir þvi verði tekið i fljótu bragði. Þessi kenning lýsir auðvitað tvimælalausri samstöðu við brennivinsneyzlu, enda til þess ætlazt. Slikan orðhengilshátt ber þvi að hrakyrða i mestan máta og biðja aldrei að þrifast, þvi að þá er fyrst orðið óhægt um vik að verjast þegar óvinurinn leynist svo á meðal vor, að illt er að greina hann frá umhverfinu. Þetta kemur vel heim og saman við þá staðreynd, að áfengis- menningarkennungunni hefir verið sýnd hin mesta alúð einmitt þann sama tima, sem áfengis- vandamálið hefir vaxið okkur yf- ir höfuð. Tap teknanna vegna? Eins og bent hefir verið á hefir reynslan gersamlega kveðið nið- ur allt tal um að aukin vinmenn- ing eða annar undansláttur geti bjargað nokkru i þessum efnum, enda er kannski álika raunhæft að byggja menningu á höfuðlesti og boða guðskristni með svarta- galdri. En dæmalaust lýsir það vel sofandahætti þjóðarinnar i málinu, aðrikisstjórnin skuli ekki hafa knúizt til að verameð þetta járn i eldi sinum, svo sem eins og herstöðva- og landhelgismál. Gjarnan heyrist sú rödd, að rikið hafi verulegar tekjur af áfengissölunni og vafalaust er það rétt. Samt er ekki sopið kálið þó I ausuna sé komið og hætt er við að þegar rikið selur þjóðinni áfengi, sé það að undirbyggja út- gjöld, sem hærri upphæðum nema en svokallaður ágóði áfengissölunnar fyrir utan allt það böl og manntapa, sem ekki verður metið til fjár. Þarf að banna þér óviti? Þess er full von að frjálsbornu fólki þyki harðir kostir að taka upp boð og bönn, enda sé það háttur herforingja að stjórna með tilskipunum. En þegar öllu er á botninn hvolft og útlitið skoðað undanbragðalaust, eins og það er i dag, virðist bráða nauðsyn bera til að banna innflutning á áfengi til neyzlu, enda manndómsmerki, en ekki skömm að lýsa i bann þann vökva, sem tilheyrir hinni verri verund svo tvimælalaust og augljóslega að ekki verður um villzt. Óhugnanlega mörg slys verða i sambandi við neyzlu áfengis, mörg innbrot eru framin i ölvun, algengust orsök á missi ökurétt- inda er ölvun, óhugnanlegustu niðurbrot heimila eru oftast af- leiðing ölvunar og ætli æðimarg- ar áætlanir um kefisbundna glæpastarfsemi verði ekki til þar sem áfengi er i glösum. Og svo mætti lengi telja. Það er sannar- lega þess að vænta, að enginn fulltiða maður lýsi svo óhæfni sinni til að hugsa rökrétt, am.k. ekki i fjölmiðli, að hann efist um þá lykilaðstöðu, sem hinn vondi hefir I gegnum áfengi á okkar jörð. Það er vitað, að talsmenn áfengra drykkja halda þvi fram, að vinsmygl muni stóraukast, ef innflutningur væri ekki frjáls. Einmitt þessu var haldið fram, þegar barizt var fyrir afnámi bannsins forðum daga. einnig þetta vopn hefir reynslan slegið úr höndum formælenda Bakkus- ar, þvi að allir vita, að eftir ára- tugalanga frjálsa sölu áfengis i landinu takmrkast vinsmy.gl af þvi einu hvað menn trysta sér fil að gera. Geðdeildir Ekki þarf að efa að flestum er kunnugt um sihækkandi tölu þeirra, sem vistast þurfa á svokölluðum geðdeildum. Er svo komið, að nú er verið að vinda að þvi bráðan bug að byggja sérspitala yfir þetta fólk. Ekki verður fram hjá þvi geng- ið, að mikill hluti geðdeildar sjúklinga er fólk á ungum aldri, og yngri miklu en var fyrir nokkr- um áratugum. Algengtku vera að þetta fólk hafi misst heilsu sina vegna áfengisneyzlu og ýmsu, sem henni er samfara. Nú er það vitað, að við höfum aldrei haft undan að byggja þau sjúkrahús, sem ávallt hafa verið talin nauð- synleg vegna eðlilegrar hrörnun- ar bráðra sjúkdómstilfeila og slysa, svo eitthvað sé nefnt. Við verðum nú að tefjast frá þessum verkefnum til að byggja nýja teg- und sjúkrahúsa, geðspitala og til- vonandi vistmenn þar e.t.v. að meiri hluta ungt fólk, sem gæti verið úti I atvinnulifinu. Rótleysi Mér býður i grun, að margt af þessu unga fólki, sem talið er vera geðsjúkt nú til dags, sé orðið það fyrir hreina handvömm, þ.e.a.s. vegna áunninna breyt- inga i samfélaginu, sem m .a. lýsa sér i þvi, að ungt fólk þarf ekki endilega að standa sig, a.m.k. ekki i bráð. Af þvi skapast rót- leysi, sem býður aftur heim áfengi og e.t.v. fleiri vimugjöfum. Við skulum taka mið af ungutn manni, sem ekkj er alltof vilja- Bergsteinn Jónsson sterkur, en það eru margir. 1 krafti þess, að hægt er að sjá hon- um fyrir fæði og húsnæði heima, sem hann þarf aldrei að borga, er reynt að setja hann til mennta, jafnvel þó að hann kannski væri fallinn, enn betur til annarra verka. Þetta þýðir að sjálfsögðu það, að hann þarf ekkert á sig að leggja til að draga fram lifið. Hann þarf dálitið að leggja á sig við námið og byrjar allvel. Fljót- lega er svo farið að kalla hann kúrista og, þar sem hann hefir ekki skaphöfn til að standa gegn SAMVIRKI Varahlutir Cortina, Volvo, Willys, Austin Gipsy, Land/Rover, Opcl. Austin Mini, Itambler, Chevrolet, Benz, Skoda, Tra- bant. Moskvitch. Höfum notaða varahluti i þessar og flest allar eldri gerðir bila meðal annars: Vélar, hásingar og girkassa. Bílapartasalan Ilöfðatúni 10, simi 11397. vissum þáttum i umhverfinu slær hann undan, fyllir flokk hinna „köldu” og kærulausu sækir imyndaðar skemmtanir og kem- ur seint heim á nóttinni. Niðurbrot Honum leiðist að mæta ólesinn i tima og eiga óhægt með að halda sér þar vakandi. Niðurbrotið verður algjört, og hann snýr við degi og nóttu. Nú er það, sem að- standendur vakna við vondan draum. Leitað er læknisráða og e.t.v. sálfræðings. Þeir velta vöngum. Fyrirbrigðið er jú all- þekkt, en ákaflega erfitt viður- eignar. „Við erum nú vanir að gefa róandi á kvöldin til að reyna að snúa þessu við”. Fyrsti lyfseð- ill tilfelisins sér dagsins ljós og þegar hann hefir verið endurtek- inn nægilega oft fara auka- verkanir að gera vart við sig. Nú er að visa á lyf, sem sett er til höf- uðs hinu fyrra og svoleiðis koll af kolli. Að byggja yfir hann lika Þegar hér er komið sögu verða venjulegir skattborgarar, af mannúðarástæðum, að snara upp stórbyggingu m.a. yfir þennan unga mann og fleiri, sem likt er ástatt um og er þá ekki um það spurt hvort menn séu staddir i miðri ibúðarbyggingu fyrir sjátfa sig. Ekki er þetta neitt venjulegt hótel, sem verið er að koma þarna upp, heldur er þar allt úvegað ókeypis, fæði, jafnvel föt — að ógleymdum rándýrum lyfj- um, sem viðkomandi mun nú vera nær dæmdur til aðnota fyrir ófyrirsjáanlegan tima. Ég hef þá trú, að hefði þessi ungi maður farið út i atvinnulif- ið, þar sem nóg er að starfa, neytt hollrar fæðu, unnið sig þreyttan og sofið vel, hefði hann orðið nýtur borgari og skattþegn. Matsatriði Áður fyrr var oftast litil hjálp til handa ungum mönnum heima fyrir og engin úti frá. Þeir urðu bara að tanda sig. Þótt það væri auðvitað stundum allt um of, er það kannski þrátt fyrir allt nauð- synlegt að þurfa þess. Kannski er það matsatriði hvort betra er að missa margan efnilegan mann frá menntabrautinni sökum fátæktar, eða sitja uppi með hálf- fullar geðdeildir af fólki er ekki átti erindi til náms, meðan alls staðar vantar fólk i vinnu bæði á sjó og landi. Að þurfa að geta unnið fyrir sér er mestur hagur einstaklings og þjóðar. Hæfileg vinna göfgar og þroskar manninn auk þess að skapa öll verðmæti. Brennivinsaltarið Þvi verður vart trúað að jafn margir ábyrg’ir einstaklingar, sem ætið hafa fundizt með þessari þjóð þegar á reynir, sitji öllu lengur auðum höndum og hafist ekki að, þegar áfengisvandamál- ið er komið á það stig, sem raun ber vitni. Ætlar fólk að láta það yfir sig ganga svo til möglunar- laust, að unglingar séu, næstum almennt, undir áhrifum áfengis meira og minna við flest þau tækifæri, sem nefnd eru skemmt- an? Er fullorðnu fólki svo mikið i mun að geta sjálft neytt vins aðþað vilji láta ráðast hvort þess eigin börn verði færð til fórnar á brennivinsaltarið? Sitjið ekki auðum hönd- um Bersýnilegt er að hefja verður mikinn áróður fyrir bættu ástandi. Hverskonar heilbrigð félagasamtök verða að láta til sin taka. Ef þurfa þykir verður að stofna ný félög með samtökum fólks, sem viil skemmta sér algáð. Það er með öllu siðlaust, að slikt fólk eigi engan vettvang til skemmtanahalds. Bara hinir, sem drekka. Fjöldahreyfingar verða að þrýsta svo á með sam- þykktum að málið hljóti að koma fyrirhiðháa Alþingi og fái þar af- greiðslu, sem vonandi verður samboðin ábyrgum mönnum. Þó langt sé komið ferðinni á breiða veginum skulum við vera bjartsýn og ekki þrefa um það, hvort komin sé 10. eða 11. stund, heldur vera minnug þess, að björgunarstörf er hægt að vinna meðan stundaglasið hefir ekki að fúllu runnið út. Látið ekkiframtið ykkar og lifshamingju i kiptum fyrir áfengi. Atvinna Trésmiðir og laghentir menn óskast til starfa. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 20. Ungling vantar á sveitaheimili um lengri eða skemmri tima. Upplýsingar um simstöðina i Reykholti Ste 2* m 1 f\ Koparfittings EIRRÖR - RÖRSKERAR - FLANGSARAR ARMULA 7 - SIMI 84450 KA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.