Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 20
1 m . . \./éá GSÐI fyrir yóóan mat —1— ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS skáta nætt kominn Hópur í Krossá í ofsaveðri Björgunarsveitir frá Vík og Hellu björguðu þeim BJÖRGUNAKSVEITIN Vikverji i Vik i Mýrdal og flugbjörgunar- sveit á Hellu höföu ærnu aö sinna á laugardaginn var. Barst þá neyðarkali frá fólki úr hjálpar- sveit skáta i Reykjavik, sem fest haföi bila sina i Krossá á leiö inn i Þórsmörk. Skátarnir, sem i ánni lentu, voru á tveim bilum, alls um sextán manns, þar á meðal nckkrar stúlkur. Drap annar bill- inn á sér i Krossá miðri og seig fljótlega á hliðina. Freistaöi þá einn mannanna i honum að vaða i land með streng, en flaut fljótlega upp i straumkastinu, en gat hald- ið sér i strenginn. Varð þá að leggja hinn bilinn i ána til þess að ná honum. Festist sá bill þá einn- >g- Þegar svo var komið, var kall- að á hjálp i gegnum talstöð og neyðarblysum skotið á loft. Björgunarsveitin Vikverji í Mýr- dal hélt þegar af stað á vettvang á jeppa, og vörubil á beltum, sem raunar komst aldrei alla leiö, og flugbjörgunarsveitin á Hellu, sem stödd var við æfingar á Rangár- völlum brá einnig þegar við, er hún vissi, hvers kyns var. Vikverjar urðu á undan á stað- inn, og var þá komið kvöld, enda var vegurinn inn hjá Merkurbæj- um undir Eyjafjöllum afartorfær vegna aurbleytu. Rok var hið mesta inni á Krossáraurum, og voru svo snarpar hrinur af jöklin- um og Fimmvörðuhálsi, að varla gat heitið stætt. Tóku Vikverjar stúlkurnar i bil sinn og héldu með þær til byggða. Biðu sumir skát- anna, sem eftir voru, á aurunum, er Hellumenn komu á staðinn, en aðrir voru enn i bil úti i ánni. Þarna voru einnig nokkrir Vik- verjar, sem höfðu haft meðferðis froskmannabúning, og urðu eftir, þegar félagar þeirra héldu til byggða með stúlkurnar. Hellumenn höfðu á leiðinni inn eftir útvegað trukk með spili, sem kom til þess að draga bflana upp úr ánni. Tóku þeir hina hröktu menn i bila sina, þar sem þeir áttu neyðarmat i kössum, næröu þá og hlýjuðu þeim. Var siðan haldið til byggða. En þá voru bil- ar lagðir af stað austur, bæði úr Reykjavik og Hafnarfirði. Starrinn er far- inn að verpa Verpir fyrstur landfugla hérlendis -JH-Reykjavik — Þó að hrafinn verpi aö sögn niu nóttum fyrir sumar, þá er hann ekki fugla fyrstur til varps hér á landi. Af landfuglum er þaö háifgcrður nýliöi, starinn, scm verpir fyrstur allra, enda mjög harðgerður gugl, sem breiðist ört út siðan hann náði hér fótfestu. Sænska frystihúsið er að veröa að hálfgerðu fuglabjargi, og eru þar þegar komin eitthvað tiu starrahreiður. Að visu er starinn ekki bjargfugl, heldur verpir hann i bæjum og byggðum, einkanlega þar sem hann finnur holur eða augu undir upsum húsa eða getur smogið inn i einhverjar smugur eða afkoma. — Tvær tegundir sjófugla verpa fyrstar allra islenzkra fugla, sagði Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi, er við spurðum hann um þetta. Þetta eru skarf- urinn og súlan, sem eiga sér varpstöðvar i eyjum og stöpum, en kippa sér ekki upp við það, þótt svalan geti blásið. Solsjenitsyn í Sviss NRB-Bern. Sovézki rit- höfundurinn Aiexsander Soisjenitsyn hefur ákveðið aö setjast aö I Sviss, segir i tilkynningu frá svissnesku rikisstjórninni. Soisjenitsyn hefur hug á að setjast að i Zurich. Solsjenitsyn var visað úr Sovétrikjunum 13. febrúar siöast liðinn, en siðan hefur hann heimsótt Vestur- Þýzkaland, Danmörku og Noreg. Rikisstjórnir margra landa hafa boðið rithöfundin- um landvist. Solsjenitsyn býr nú i stórri ibúð i Zurich. 1 simaviðtölum við blaða- menn á Vesturlöndum sagði frú Solsjenitsyn, aö hún vissi ekki enn, hvenær hún og börn hennar færu til Sviss. Hún hafði ekki heyrt um ákvörðun svissiiesku rikis- stjórnarinnar fyrr en blaða- mennirnir hringdu. Frú Solsjenitsyn sagði, að Renin-bókasafnið hefði veitt henni leyfi til að taka með sér skjöl Solsjenitsyns, þegar hún færi úr landi, en hún hefði án árangurs beðið um skriflegt leyfi frá yfir- völdum. Rændi flugvél með 426 farþega NTB-Tókió. Japanska lögregian handtók í gær mann, sem rændi farþegaflugvéi af gerðinni Boeing 747 meö 426 manns. Maöurinn rændi flugvélinni rétt áöur en hún átti aö lenda á eynni Okinawa. Flugvélin kom frá Tókió, og lcndingin gekk vel. 162 farþegar fengu að yfirgefa flugvélina á Okinawa, en ræning- inn hélt 247 farþegum, ásamt 20 manna áhöfn, áfram um borð i flugvélinni. Ræninginn krafðist 55 milljón dollara og 22 milljón yena i lausa- fé. (i allt samsvarar þetta 4560 milljónum islenzkra króna). Þ jóða ratk væða- greiðsla um EBE NTB-London. Hin nýja ríkisstjórn Brctlands ætlar aö gcra grund- vailarbreytingar á aöild Bret- lands aö Efnahagsbandalaginu. Þetta var eitt af aöaiatriöunum i hásætisræöu, sem Elisabet drottning flutti i neöri deild brezka þingsins i gær. I ræðunni sagði, aö áframhald- andi aðild yröi borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. A stefnuskrá rikisstjórnar Wil- sons eru einnig niöurgreiöslur á matvörum til aö haida verði niöri. Rikisstjórnin ætlar að hækka eft- irlaun og aöra opinbera styrki. Rikisstjórnin hyggst beita sér fyrir lausn efnahagsvandans, en i hásætisræðunni sagði, að hann stafaði af hækkandi verði og óhagstæðum vöruskiptajöfnuði. Einnig sagði I ræöunni, aö rikis- stjórnin ætlaði að breyta vinnu- löggjöfinni og auka oliuvinnsluna I Norðursjó, frá þvi sem áætlað er. Enginn veitinga- rekstur verður á Selfossi í sumar TVISVNT er, hvort nokkur veitingarekstur verður á Sel- fossi i sumar. Seifosshreppur hefur keypt Tryggvaskála, þar sem Brynjólfur Gislason og Kristin Arnadóttir, kona hans, hafa lengi haft greiöa- sölu, ásamt tilheyrandi lóö og mannvirkjum, á rúmar sex milljónir króna, og munu þau hætta veitingarekstri sinum, og leigutakar I Hótel Selfossi liafa sagt upp leigunni og hætta störfum i apriilok. Eina greiðasalan á Selfossi veröur þvl innan tiðar hjá Steinunni Hafstað i Hótel Þóristúni, sem er gististað- ur.en ekki veitingahús. Tillaga hefur komið fram i hreppsnefnd Selfosshrepps þess efnis, að leitað verði eftir samvinnu hótelféiags, sem þar er til, um byggingu veitinga- og gistihúss og félagsheimilis. Slik fram- kvæmd hlýtur þó að eiga sér alllangan aðdraganda. Þess vegna hefur sú hugmynd einnig skotið upp kollinum, að samkomulag kunni að geta oröið um það, að félög á Selfossi geri i sjálfboðavinnu þær endurbætur á Tryggva- skála, sem mjög er farinn að láta á sjá, að þar sé unnt að hafa veitingasölu i sumar. Þykir slfkt nauðsynlegt sjálft þjóðhátiðarsumarið. Þáttaskil í daqvist- unarheimilamálum Reglugerð bíður endanlegrar staðfestingar Gsal-Rvik— A ráöstefnu um mál- efni yngstu borgaranna á Hótel Sögu, sem hófst s.l. þriöjudag, var m.a. rætt um þátttöku rikis- ins I byggingu og rekstri dag- vistunarstofnana. Haföi Stefán Ól. Jónsson stjórnarráösfulltrúi framsögu um máliö. Stefán 01. Jónsson hefur unnið að lagasetningu um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dag- vistunarheimila, ásamt þeim Guðrúnu Jónsdóttur félagsráð- gjafa, Gyðu Sigvaldadóttur for- stööukonu, Þóru Þorleifsdóttur og Svövu Jakobsdóttur. Nefndin var skipuð af mennta- málaráðherra, samkvæmt ákvæði i málefnasamningi rikis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Frumvarp nefndarinnar var af- greitt sem lög frá Alþingi 21. april 1973. Stefán Ói. Jónsson sagði m.a. á ráöstefnunni: „Með löggjöf þess- ari verða þáttaskil i dagvistunar- málum hér á landi, þótt of snemmt sé ennþá að segja til um, hve viðtæk áhrif þessarar lög- gjafar verða þar sem hún er raunar ekki komin enn til fram- kvæmda, en sýnt er þó, að hún hefur þegar örvað áhuga ýmissa á stofnun og rekstri dagvistunar- heimila. ...Ekki var það skoðun nefndarinnar, að dagvistunar- heimili ættu aö. koma i staö upp- eldis á heimilum, heldur ættu vel búin og vel rekin dagvistunar- heimili að veita foreldrum ómetanlega aðstoð við uppeldi barna i nútima þjóöfélagi, þar sem við dagvistunarheimili starf- aði sérmenntað fólk, sem beitti þekkingu sinni til þess að skapa börnunum þroskavænlegt um- hverfi og búa þau undir skóla- nám”. Nefndinni var falið aö gera til- lögur að reglugerð, og sendi hún menntamálaráðherra þær, 20. febrúar 1974. Þær eru nú til at- hugunar hjá ráðuneytinu. Rikis- framlagið er háð ýmsum skilyrð- um, og gerir nefndin grein fyrir Frh. á bls. 15 Nixon til Egyptalands? NTB-Kairó. 1 háifopinberu mál- gagni egypzku stjórnarinnar sagöi i gær, aö Nixon Bandarlkja- forseti kæmi i heimsókn tii Egyptalands einhvern tlma milli 10. og 15. mai til aö ræöa viö Sadat forseta. Engin staöfesting á frétt- inni hefur enn veriö birt opinber- lega. Frá Tel Aviv bárust þær fréttir, að Israel hefði dregið úr vig- búnaði á Golanhæðum. Vegir hafa aftur veriö opnaðir fyrir venjulegri umferö, og bændur hafa aftur snúið til vinnu sinnar á ökrunum. „ÉG TÍUNDA ÞAÐ EKKI I ÖÐRUM SÓKNUM", — sagði „Lindsey borgarstjóri", sem látið hefur af umsjónarmannsstarfi í Ölfusborgum eftir tíu ár JH-Reykjavik. Eriendur Guömundsson, sem veriö hef- ur umsjónarmaöur i ölfus- borgum frá upphafi vega, alls i hálft ellefta ár, hcfur nú látiö af störfum og mun hafa i hyggu aö flytjast út i Vest- mannaeyjar. Orsökin mun ágreiningur um kaup og kjör. En mörgum mun þykja skarö fyrir skildi viö brottför Er- lends, sem kunningjarnir hafa i gamni kallaö Lindsey borgarstjóra. Umsjón i ölfusborgum, er mjög erilsöm, þar sem jöfnum höndum þarf að svara i síma, sinna margvislegri þjónustu viö gesti, hirða tún og bletti og annast húsin, sem alls eru þrjátiuog sex. Þar við bætist, að hvað annasamast er um helgar, þvi að þá er skipt um orlofsgesti i húsunum. Hefur blaðið fyrir satt, aö þessi þjónustumaður orlofsgesta hafi sjálfur aðeins fengið örfáa daga i sumarleyfi öll þau ár samanlagt, er hann hefur gegnt umsjónarmanns- starfinu. — Ég svara eins og Jón Hreggviðsson, að ég tíunda þaö ekki I öðrum sóknum, sagði Erlendur, er Timinn átti tal viðhann um þetta. Um hitt getur verið ágreiningur, hversu mikla þjónustu á að láta orlofsgestum i té, og mér hefur ekki fundizt hægt að hlaupa burt þótt klukkan væri orðin þetta eða þetta og láta gestina leysa sin vandamál sjálfa. Og þvi er ekki heldur að leyna að siðasti vetur varð erfiður, er skyndilega kom hingaö mikill fjöldi fólks á flótta undan gosinu i Eyjum. En ég eignaðist marga vini meðal Eyjafólksins i ölfus- borgum, og það er rétt, að ég ætla að flytjast út i Eyjar, endahefég veriðþaráður. Ég vil ekkert um það segja, hvort ég geri þetta af þvf, að for- ráöamenn ölfusborgar séu nánasarlegir við mig — kannski er það ég, sem er frekur. Það verður hver að hugsa sitt um það, sagði hann að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.