Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. marz 1974. TÍMINN 15 ® SUF fyrir aðalfund skulu vera komnar til félagssstjórnar viku fyrir aðalfund. Inntökubeiðnir skulu bornar upp i lok félagsfunda.” Ákvæði hinnar tilvitnuðu lagagreinar fela það ótvirætt i sér, að enginn er atkvæðisbær á aðalfundi nema inntökubeiðni hans sé sannarnlega komin til stjórnar félagsins viku fyrir aðalfund og samþykkt á félags- fundi, sem haldinn er fyrir aðalfund. t greinargerð Ómars Kristjánssonar segir um þetta atriði: ,,Sú regla er formregla án skýrs tilgangs” — þ.e. 4. grein félagslaganna. Á þá skoðun verður ekki fallizt. Umrædd inntökuregla var sett í lög félagsins eftir itar- legar umræður fyrir u.þ.b. niu árum, en þá hafði það endur- tekið sig hvað eftir annað, að deiluaðilar höfðu smalað fjölda fólks úr öðrum flokkum á aðal- fundi, enda gátu þá allir, sem á aðalfundinum mættu og voru á félagsaldri og höfðu tilskilda meðmælendur gengið i félagaið og greitt atkvæði á aðalfundi. Umrædd regla var lögtekin af brýnni nauðsyn, og til hennar liggja ljós rök. Á þá skoðun verður ekki fallizt, að skýrum ákvæðum 4. greinar um at- kvæðisrétt á aðalfundi verði vikið til hliðar sem tilgangs- lausri formreglu. Nefndin litur svo á, að þeir einir hafi verið at- kvæðisbærir á aðalfundinum 24. október s.l., sem voru lögmætir félagsmenn i lok félags- fundarins hinn 11. október s.l., enda, var enginn félagsfundur haldinn frá þeim degi til aðal- fundar. Vottorðum Rögnvalds Óðins- sonar, Hrafnkels Óðinssonar og Péturs Jónssonar hefur ekki verið hnekkt. Varnaraðila Ómari Kristjánssyni hefur ekki tekizt að skýra, hvers vegna nöfn Onnu Margrétar og Hlifar Guðmundsdætra voru á félags- skrá þegar aðalfundurinn var haldinn. Það telst þvi sannað, að a spjaldskrá félagsins, sem var kjörskrá á aðalfundi, voru nöfn 5 aðila, sem ekki voru félags- menn. Varnaraðili hefur gefið fullnægjandi skýringu á nöfnum þriggja af þeim 119, sem voru á lista þeim, sem sóknaraðili lagði fram. Á þeim 116 nöfnum, sem þá eru eftir, hefur varnar- aðili enga ..; skýringu gefið, þótt hann eígi að hafa i sinni vörzlu fundargerðarbækur félagsins og sé þvi i aðstöðu til þess að hnekkja staðhæfingu sóknaraðila um að allir eða ein- hverjir af þeim 116 mönnum, sem um ræðir, hafi ekki verið lögmætir félagsmenn á a aðal- fundi. Sóknaraðili hefur lýst þvi, að hann hafi tölusett spjaldskrá félagsins þrem dögum fyrir aðalfund, þ.e. 10 dögum eftir að nýrir félagsmenn gátu siðast öðlast rétt fyrir aðalfund, þ.e. Sóknaraðili hefur lýst þvi, '. að hann hafi tölusett spjaldskrá félagsins þrem dögum fyrir aðalfund, þ.e 10 dögum eftir að nýri félagsmen gátu siðast öðlast rétt á aðalfundi. Þegar innsigli það, sem sett var á spjaldskrána eftir aðalfundinn, var rofið, komu i ljós a.m.k. 6 ónúmeruð spjöld. Merking sóknaraðila á spjald- skránni þykir eigi hafa það sönnunargildi, að sönnunar- byrðinni af þvi, hvernig umræddir sex menn hafi gengið I félagið og nöfn þeirra komist i spjaldskrána, verði lögð á varnaraðila. Eins og áður, fjallar annar liðurinn i kæru sóknaraðila um það, að nöfn um 100 félags- manna hafi verið numin brott af félagaskrá. 1 áður tilvitnuð- um kafla úr greinargerð varnaraðila felst viðurkenning á þvi, að „nokkrar leiðréttingar” hafi verið gerðar á félagaskránni, og ennfremur, að þeirri reglu hafi verið fylgt, ,,að menn gætu ekki verið félag- ar i FUF með atkvæðisrétti, ef þeir væru jafnframt félagar i framsóknarfélögum annars staðar”. 1 5. grein laga Sambands ungra framsóknarmanna segir, að enginn sé löglegur félags- maur nema i einu Sambands- félagi i senn. Hvorki i lögum Framsóknarflokksins, lögum SUF i Reykjavik er neitt ákvæði um það, að maður geti ekki ver- ið félagsmaður i FUF-félagi, ef hann er einnig i félagi eldri manna. Regla sú, sem stjórn FUF. fylgdi samkvæmt ofan- vitnaðri tilvitnun, var þvi að þessu leyti ólögmæt, og ekki á valdi stjórnar félagsins, að setja slika reglu, og skiptir i þvi tilviki ekki máli, þótt báðir aðilar máls þessa hefðu sam- þykkt það. Ekki var það heldur á valdi stjórnar FUF i Reykjavi, að atkvæðisréttur á umræddum aðalfundi skyldi bundinn við lögheimili i Reykjavik. Ákvæði 4. greinar félagslaga um að félagsmaður geti orðið „hver framsóknarmaður á aldrinum 14-35 ára, sem búsettur er i Reykjavik og ná- grenni eða dvelur þar langdvöl- um”,er skýrt, Þar erekkigerð nein krafa um lögheimili. Þetta lagaákvæði stangast ekki á við lög flokksins eða lög SUF. Samþykktir stjórnar FUF um atkvæðisrétt, sem fara í bága við skýr ákvæði félagslaga, eru markleysa. Samkvæmt þvi, sem að framan er rakið, beitti stjórn FUF ólögmætum aðferðum við leiðréttingu á spjaldskrá. Það leiðir til þess, að leggja verður sönnunarbyrðina af þvi, að i raun hafi ekki verið numin brott af félagsskrá nöfn manna, sem voru lögmætir félagsmenn, á varnaraðila. Þar sem sóknaraðili hefur lagt fram lista með um 100 mönnum, sem hann álitur að hafi verið teknir af félagsskrá, og varnaraðili hefur enga greingertfyrir þvi, hvers vegna þessi nöfn vanti á skrána, þá verður samkvæmt framansögðu að byggja á því, að þessu leyti hafi spjaldskráin verið verulegum annmörkum háð. Það athugast i þessu sambandi, að niðurlagsákvæði 6. greinar laga FUF i Reykjavik hljóðar svo: „Stjórn félagsins skal færa tilbókaralla þá, sem teknip eru af félagaskrá.” Slika skrá hefur varnaraðili ekki lagt fram, enda mun hún ekki hafa verið haldin. Þriðji liðurinn i kæru sóknar- aðila fjallar um það, að nokkr- um hluta lögmætra félags- manna hafi verið meinað að greiða atkvæði á aðalfundinum hinn 24. október, enda þótt þeir hefðu ekki verið teknir brott af félagaskrá. Sjö þessara manna hafa undirritaö mótmælayfir- lýsingu vegna þess, eins og áður er greint 1 greinargerð várnaraðila eru sérstaklega skýrðar ástæður fyrir þvi, að einum þessara manna, Ólafi R. Grlmssyni, var meinaður atkvæðisréttur, en þær voru skv. greinargerðinni þær, að hann væri virkur félagi i „Framsóknarfélagi i Reykja- vlkurkjördæmi”, og ennfremur i fulltruaráði framsóknarfélag- anna á Suðurnesjum. Upplýst er, að Ólafur gekk i FR fyrir 6 árum, en hefur ekki neytt félagsréttar þar um 4 ára skeið. Ennfremur er upplýst að Ólafur er ekki meðlimur i neinu fram- sóknarfélagi á Suðurnesjum Viðurkennt er, að menn geta verið félagsmenn I tveim framsóknarfélögum I senn. Kemur það ekki i veg fyrir að þeir geti neytt félagsréttinda, þar með talið atkvæðisréttar, i öðru félaginu, og hlýtur viðkom- andi aðili sjálfur að eiga val um það, I hvoru félaginu hann greiðir atkvæði. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykja- víkur hafði ekki verið haldinn á þessum tima, og þvl vitað, að Ólafur hafði ekki neytt félags- réttinda þar. Verður þvi að telja algerlega ólögmætt að meina Ólafi um að neyta at- kvæðisréttar á aðalfundinum. Upplýst er, að ástæðan fyrir þvi, að nafn Björns Teitssonar varnumiðaf félagaskrá var sú, að hann var talinn eiga lög- heimili utan Reykjavíkur. Samkvæmt ibúaskrá Reykja- vlkurhefur Börn átt lögheimili I Reykjavik frá þvi 1971, heimilisfang hans hefur verið að Grundarstig 11 siðasta árið. Það er óumdeilt, að Björn gerðist félagi i FUF i Reykjavik á fyrrihluta árs 1972. Nafn hans hefur því verið numið af félaga- skrá og honum synjað um at- kvæðisrétt með ólöglegum hætti. Varðandi aðra þá, sem rituðu nöfn sin á framangreindan lista, er nafn Hallgríms Guðmundssonar á listanum yfir nöfn þeirra félagsmanna, sem sóknaraðili segir hafa verið tekna út af spjaldskrá félagsins með ólögmætum hætti. Hvorki er sannað af né á um það, hvort nöfn mannanna hafi verið á spjaldskrá félagsins eða ekki. P'jórða atriðiði kæru sóknar- aðila, það að meirihluti fráfar- andi stjornar hafi dreift at- kvæðaseðlum út um borgina fyrir aðalfundinn, og að félags- skírteini hafi verið afhent án þess að félagsgjald væri greitt, hefur varnaraðili viðurkennt, eins og fram kemur I tilvitnuð- um kafla úr greinargerð hans. Fyrsta atriðið, um dreifingu at- kvæðaseðla, er beint viður- kennt af varnaraðila, en það siðara óbeint, þ.e. i greinar- gerðinni koma fram skýringar eða afsaknir á siðara atriðinu en ekki mótmæli gegn þvi. Rannsóknarnefndin litur svo á, að dreifing atkvæðaseðla fyrir aðalfundinn sé brýnt brot á al- mennum fundarsköpum, enda augljóst, að slik dreifing at- kvæðaseðla er til þess fallin að bjoða heim hættunni a misferli i kosningum á fundum. Þau rök, að i slikri dreifingu atkvæða- seðla felist hagræðisauki, eru ekki haldbær. Dreifing at- kvæðaseðla á slikum fundi, sem hér var um að ræða, tekur samkvæmt reynslu aðeins fáar minútur. Afhending félagsskir- teina, án þess að félagsgjöld væru greidd var ekki I samræmi við ákvæði félagslaga, en i niðurlagsákvæði 5. gr. laga FUF segir: „Afhenda skal skir- teini þeim, er greitt hafa árstil- lag, og gildir það sem aögöngu- miði að fundum félagsins”. A aðalfundum FUF i Reykjavik, hefur um langt skeið verið fylgt þeirri reglu, að krefja félags- menn um árstillag, þegar þeim hefur verið afhent félagsskir teini, hvort sem þau hafa verið afhent nokkru fyrir fund eða við dyr fundarsalar. Þeir, sem ekki hafa viljað greiða árstil- laga hafa ekki fengið skirteini, og þeir sem ekki hafa haft skir- teini, hafa ekki fengið aðgang að aðalfundinum, og þar með ekki getað neytt atvæðisréttar. Þannig hefur niðurlagsákvæði 5. greinar verið beitt sam- kvæmt orðanna hljóðan og aldrei verið véfengt, að rétt væri að meina félagsmanni að- gang að aðalfundi, sem ekki hefur leyst út félagsskirteini. Sú röksemd, að „ef I hinum miklu önnum fyrir aðalfundinn hefur farizt fyrir, að nýrri félagsmen greiddu árstillag til félagsins i einstökum tilvikum, ber auðvitað að innheimta það hjá þeim þegar i stað,” er ekki haldbær. Eins og áður segir telst það viðurkennt, að félagsskirteini hafi verið afhent án gjalds, og þar sem álita verður að ein- hverjir af þeim sem skirteinin fengu. hafi mætt á aðalfundin- um og þannig fengið atkvæðis- rétt án þess að fullnægja skil- yrðum félagalaga til þess, þá verður að fallast á þetta ákæru- atriði sóknaraðila. úrskurður Samkvæmt framasögðu telur nefndin, að ekki verði hjá þvi komiztað leggja eftirtalin atriði til grundvallar niðurstöðu sinni: 1. Það telst sannað, að á spjald- skrá félagsins voru færð nöfn a.m.k. fimm manna, sem ekki voru félagsmenn, og likur eru að þvi leiddar, að svo hafi og verið um allt að 116 menn aðra. 2. Það telst sannað, að á aðal- fundinum, mættu 10 menn, sem ekki voru á spjaldskrá félagsins. Ekki er ennþá v ita ð, h vorí sa ma m áli gegnir um einhverja úr hópi 80 fundarmanna til viðbótar. 3. Það telst sannað, að lögmæt- um félagsmönnum var meinað að neyta félags- réttinda sinna á aðalfundin- um, ýmist með þvi að meina þeim aögang að fundinum eða með þvi að meina þeim að neyta atkvæðisréttar. 4. Það cr viðurkeiint, að at- kvæðaseðlum var dreift til manna áður en þeir komu á aðalfundinn, og mcð þvi sköpuð stórfelld hætta á kosningamisferli, enda með þvi brotin þýðingarmikil grundvallarregla fundar- skapa. 5. Það telst viðurkennt, að félagskirteini voru afhent án þess að félagsgjöld væru greidd. Með þvi var viðkom- andi mönnum veittur at- kvæðisréttur án þess að þeir uppfylltu skilyrði félagslaga til þess að taka þátt i kosningum á fundinum. Að framansögðu athuguðu verður talið, að undirbúningur og framkvæmd aðalfundar FUF i Reykjavík 1973 hafi verið haldinn þvilikum ágöllum, og að lög félgsins og almennar félags- venjur hafi ekki verið virtar, að skoða verði hann ólögmætan. Af þvi leiðir, að efna ber til nýs aöalfundar þegar i stað. I þessu sambandi er rétt að minna á það, sem segir um hliðstæð tilvik i stjórnarfars- rétti Ólafs Jóhannessonar á bls. 182: „Sé vikið verulega frá regl- um um fundarboðun, myndu ákvarðanir teknar á þeim fundi verða ógildanlegar. Gildir það jafnvel, þótt ekki sé sýnilegt, að annmarki þessi hefði skipt máli um saþykkt ályktunar, t.d. ef 7 nefndarmenn af 9 mæta og samþykkja ákvörðun. Hin ófullnægjandi fundarboðun kann að hafa valdið þvi, að tveir fulltrúanna gátu ekki mætt. Ef þeir hefðu komið á fundinn, hefðu þeir getað túlkað skoðanir sinar og flutt fram sin rök, og er þá hugsanlegt, að niðurstaðan hefði orðið önnur.”. Ennfremur má minna á það, að á bæjarþingi Reykjavikur hinn 26. febrúar gekk dómur i málinu nr. 5665/73 um áþekkt efni. Reykjavik, 3. marz 1974 f.h. Rannsóknarnefndar S.U.F. Eggert Jóhannesson (sign) Ingvar Björnsson (sign) Pétur Einarsson (sign) Guðmundur W. Stefáns- son (sign) Jóhann Antonsson (sign) Friðrik Georgsson (sign) © Hafnargerð að undirbúa, og það leiddi náttúr- lega til mikilla leiðinda, ef til þess þyrfti að gripa að stöðva slíkar framkvæmdir, eftir að af stað væri farið. Það hafa ekki verið um það deilur hér á Alþingi að vilja leysa málefni Vestmanneyja, og það var nú t.d. á einum fundi i rikis- stjórn, sem ég lagði fyrir bréf hæstvirts þingmanns Sunn- lendinga um ábyrgð vegna Vest- manneyjaskipsins, og það var af- greitt á þeim fundi samtimis af þeirri einföldu ástæðu, að þar sem fyrr vildu ráöherrarnir leggja sig fram um að koma til móts við óskir Vestmanneyinga. Mönnum yfirsést, að það má vel vera, að það hafi verið yfirsjón að sjá það ekki fyrir, að gosið væri að hætta og höfnin kæmist fyrr í not heldur en reiknað er með I þessu nefndaráliti, en öryggið, sem var fólgið i þessu nefndar- áliti var meira virði að dómi þeirra, sem i nefndinni sátu, og þess vegna var samþykktin gerð. Hitt er svo jafnljóst, að það skapar ekkert nema erfiðleika, ef frá þvi ætti að hverfa nú, og ég trúi þvi ekki, að hæstvirtir þing- menn ætlist til þess. En eins og annars staðar verða menn að gera sér grein fyrir þeim af- leiðingum, sem það hefur að byggja hafnir eins og þessar, og tvær hafnir, sem kosta nærri milljarð, er meira heldur en við tslendingar höfum gert áður. Ég efast ekkert um, að fjárveitingar til hafnarmála á yfirstandandi ári voru langtum meiri heldur en nokkru sinni fyrr, og þetta mál hafði þar sitt að segja, þvi að auð- vitað fór það eins og vitað var, að á það var sótt úr öllum áttum að fá fjárveitingar til annarra hafna, þegar svo vel var gert við tvær hafnir, eins og hér var lagt til. Fari svo, að tekjur af Viðlaga- sjóðshúsunum reynist meiri held- ur er gert er ráðfyrir eða framlag til þessara hafna þarf að vera, þá ganga þeir peningar til Vest- manneyja og ekkert annað, að þvi leyti, sem ég kann um það að ráða. Það er ekki hugur manna, að þetta sé notað nema I tengslum við Vestmanneyinga og Vest- manneyjar, en það var hins vegar skilningur rikisstjórnarinnar, að hér væri verið að nota féð ein- göngu I tengslum við Vestmann- eyjar samkvæmt tillögu nefndar, sem starfaði út frá Vestmann- eyjagosinu, og 3 Vestmanneying- ar áttu sæti I og skiluðu einróma áliti. Yfirumsjón með byggðalínunni IIINN 5. þ.m. skipaöi iðnaðarráð- berra, Magnús Kjartansson, sér- staka nefnd, er bafi i umboði iðnaðarráðuneytisins yfirumsjón með byggingu háspcnnulinu milli Suður- og Norðurlands eftir svo- nefndri byggðaleið. 1 nefndina voru skipaðir: Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðing- ur, formaður nefndarinnar, Guðjón Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Kristmundur Halldórsson fulltrúi og Tryggvi Sigurbjarnar- son verkfræðingur. 1 fjárlögum fyrir áriö 1974 hefur Alþingi heimilað rikisstjórninni lántökur til linubyggingarinnar að upphæð samtals 300 milljónir króna. Skrifstofustarf Karlmaður eða kona óskast til skrifstofu- starfa. Upplýsingar i skrifstofunni, Strandgötu 28, simi 50-200. Kaupfélag Hafnfirðinga Til sölu eru eftir- taldar bifreiðar Mercedes Benz, 6 tonn, yfirbyggður, ár- gerð 1961. Ford Ieader, 6 tonn, með sturtum og krana, árgerð 1963. Bedford með Leylandvél, sturtum og krana 8 tonn, árgerð 1966. Bedford, 6 tonn með palli, árgerð 1961. Sæmundur Sigurbjörnsson, Syðstu-Grund, Skagafirði, simi um Stóru-Akra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.