Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 13. marz 1974. Hver vill stcðva hafnargerðirnar í Þorlákshöfn og Grindavík? A mánudag var frumvarp þeirra Sjálfstæðismanna, um að aðflutningsgjöld af viðlagasjóðs- húsunum skuli ekki renna til hafnargerðanna i Þorlákshöfn og Grindavik heldur tii Vestmann- eyja, til 1. umræðu i neðri deild. Við það tækifæri flutti Halldór E. Sigurðsson f jármáiaráðherra ræðu og skýrði aðdraganda og forsendur þessa máls. 1 ræðu fjármálaráðherra kom þetta m.a. fram: A s.l. sumri var skipuð nefnd til þess að athuga möguleika á þvi, hvernig ætti að snúast við til þess að tryggja, að Vestmanneyjaflot- ' inn hefði örugga höfn þegar á þessum vetri, ef svo færi, sem gert var þá ráð fyrir, að Vest- manneyjahöfn yrði ekki komin i þaö gagn, sem slðar myndi verða. Astæðan til þess að þessi nefnd var skipuð var m.a. sú, að fyrir lá boð frá Alþjóðabankanum um að lána Islendingum fé til hafnar- gerða vegna áfallsins i Vest- manneyjum. 1 þessari nefnd voru Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri, sem var formaður, Aðal- steinn Júliusson vita- og hafnar- málastjóri, Björn Guðmundsson, útgerðarmaður i Vestmanneyj- um, sem var tilnefndur af Öt- vegsbændafélagi Vestmanneyja, Högni Magnússon gjaldkeri sjó- mannafélagsins Jötuns i Vest- manneyjum, sem var tilnefndur af sjómanna- og verkalýðsfélög- um i Vestmanneyjum, séra Ingi- mar Ingimarsson i Vik, sem var tilnefndur af Sambandi sveitar- félaga á Suðurlandi, Jón Bergs, verkfræðingur i Hafnarfirði, til- nefndur af skipulagsstjórn rikis- ins, og Magnús H. Magnússon bæjastjóri, sem var tilnefndur af bæjarstjórn Vestmanneyja. t þessari nefnd voru m.a. þrir Vestmanneyingar, sem fjölluðu um þetta mál. Þessi nefnd vann sitt verk af miklum dugnaði og skilaði áliti, en þar segir m.a.: „Fjórar hafnir eru á suður- ströndinni frá Dyrhólaey og vest- ur um, Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn og Grindavik. Af þessum 4 stöðum er Stokkseyri talin sizt til hafnarbóta fallin og aðstæður til hafnargerða sllkar, að útilokað má telja, að hann komi til greina. Hugsanleg er stækkun og endurbætur Eyrar- bakkahafnar til þess að ná þar aðstöðu fyrir nokkra tugi báta, en að öllu leyti igildi byggingar nýrrar hafnar, og tæki rann- sóknarundirbúningur og fram- kvæmdir, er fýsilegar teldust, þvi 5-6 ár. Þá er i rauninni aðeins Hvernig má gera lífeyriskerfið einfaldara og samfelldara? Magnús Kjartansson heil- brigðisráðherra svaraði á Alþingi i gær fvrirspurn frá Birni Páls- syni um hvað liði endurskoðun tryggingakerfisins. Minnti hann á þingsályktunartillögu, er hann hafði flutt á siðasta þingi og visað var til rikisstjórnarinnar. t svari heilbrigðisráðherra kom þetta fram: Haustið 1971 var skipuð nefnd, sem fékk það verkefni, að endur- skoða allt tryggingakerfið. Nefndin fjallaði i upphafi starfs sins nokkuð um lifeyrissjóði og almannatryggingakerfi og sendi m.a. alþingismönnum greinar- gerð Þóris Bergssonar trygginga fræðings um lífeyrissjóði. Síðan hefur nefndin að mestu fjallað um önnur atriði tryggingamála og undirbúið einstök lagafrumvörp. S.l. vor fól ég nefndinni aö taka til athugunar till. þá til þings- ályktunar um endurskoðun á tryggingakerfinu, sem samþykkt var aö visa til rikisstjórnarinnar 14. april 1973. Nefndin fékk Guðjón Hansen tryggingafræðing til þess að gera grein fyrir á hvern hátt mætti tengja saman almannatrygging- ar og lífeyrissjóði I samfellt tryggingakerfi. Tryggingafræöingurinn hefur skilað nefndinni ýtarlegri álits- gerð. Hann telur vart koma til greina að stofna allsherjar- lifeyrissjóð með þátttökuskyldu fyrir alla, sem atvinnutekjur hafa, og innlima núverandi llf- eyrissjóði I þann sjóö, en bendir á þrjár hugsanlegar leiöir til þess að koma á samfelldu trygginga- kerfi. 1. Allsherjar lifeyrissjóöur meö þátttökuskyldu fyrir alla, sem at- vinnutekjur hafa, og réttinda- vincslu frá stofnun sjóðsins. Núverandi lifeyrissjóðir myndu sjálfir þurfa að standa við skuld- bindingar sínar vegna liðins rétt- indatima i samræmi við lög og reglugerðir hlutaðeigandi sjóða. Væntanlega myndu flestir þeirra hins vegar hætta starfsemi sinni að öðru leyti, þótt þeim yrði heimilt að starfa sem viðbótar- sjóðir við almannatryggingar og hinn nýja allsherjarsjóð. Þetta er sú leið, sem Sviar og Norðmenn völdu, er þeir settu löggjöf um heildarkerfi grunntryggingar (al- mannatrygginga) og allsherjar llfeyrissjóðs. 2. Lifeyrissjóður fyrir þá, sem ekki eru þegar orðnir félagar i einhverjum þeirra sjóða, sem nú eru starfandi. Þessi leið hefði það I för með sér, að núverandi lífeyrissjóðir gætu starfað áfram með þeirri breytingu, að lokað yrði fyrir þátttöku nýrra sjóðfélaga. Starf- andi sjóðfélögum þessara sjóða myndi fækka smám saman, og meðalaldur myndi fara hækk- andi. Allsherjarsjóðurinn myndi lengi vel verða að mjög miklu leyti skipaður ungu fólki, og það yrði ekki fyrr en að röskum 50 ár- um liðnum, að allir, sem atvinnu- tekna öfluðu, yrðu orðnir félagar I honum. 3. Llfeyrissjóöur með þátttöku- skyldu fyrir þá, sem ekki eru skyldugir aö vera f öðrum lifeyrissjóðum eða eiga með öðr- um hætti aöild að þeim. Þessi leið er i samræmi við frumvarp, er samið var vorið 1971 aö tilhlutan þáverandi fjármála- ráðherra. Er þar gert ráð fyrir, að núverandi lifeyrissjóöir geti starfaðáfram, og jafnframt verði heimilt aö stofnsetja nýja sjóði. Nefndin hefur ekki enn tekið af- stööu til þessara hugmynda, en greinargerð tryggingafræðings- ins verður send alþingismönnum innan tlðar. Þorlákshöfn og Grindavik eftir. Innsiglingin I Grindavik er þröng og viðsjárverð, sérstaklega i sunnan- og suðvestanveðrum, og þegar inn er komið, er höfnin kyrr, en viðlegurými skortir. Ekkert er því til fyrirstöðu að auka viðlegurýmið inni I höfninni strax á þessu ári, þannig að þar mætti fá viðlegurými fyrir 20-30 fleiri báta en nú er. Raunar er þegar unnið að slikum fram- kvæmdum að nokkru. En það er kunnara, að I fyrravetur var byrjað að vinna að slikum fram- kvæmdum fyrir fé, sem Viðlaga- sjóður lánaði. Þá eru taldar líkur til þess ,,að gera megi verulegar bætur á inn- siglingunni með dýpkun og breiddun á hafnarmynninu og betri siglingarmerkjum á 6-12 mánuðum. Hvort þetta er mögu- legt á svo skömmum tima ræðst þó af gerð botnsins, sem ekki er að fullu könnuð. Grindavlk býður þannig upp á möguleika til endur- bóta, sem kæmu að gagni strax næsta vetur. Hins vegar er það álit Vestmannaeyinga, að Grindavlk liggi mun verr við fiskimiðum þeirra en Þorláks- höfn, og kom það t.d. fram á s.l. vetri, þvl að innan við 10 bátar höfðu fasta hafnaraðstöðu i Grindavík, en sennilega 40-50 bát- ar I Þorlákshöfn. Þrátt fyrir mikil þrengsli munu möguleikarnir til skjótra hafnarbóta I Þorlákshöfn vera lakari en I Grindavik.” Alþjóðabankinn fór fram á skjóta ákvörðun i þessu máli. Það lá lika fyrir, þegar þessi af- greiðsla var gerð, að það yrði erfiður vandi úr að leysa fyrir okkur Islendinga að láta i þessar tvær hafnir, það mótframlag, sem við þyrftum að láta á svo skömmum tima, sem um væri að ræða. Og ríkisstjórnin gerði sér einnig grein fyrir þvi, að þessi ákvörðun myndi kalla á aukin framlög til hafna annars staðar á landinu. Þetta var talið þvi aðeins framkvæmanlegt, að ákvörðun hafði ekki verið tekin um það, hvernig með aðflutningsgjöld af Viðlagasjóðshúsunum yrði farið. Þau höfðu ekki verið gefin eftir. Hins vegar hafði verið leyft að tollafgreiða þau, án þess að toll- afgreiðsla færi fram. Af hálfu rikisstjórnarinnar var talið, að hér væri verið að tengja þetta inn sem einn þátt I einum hluta Vest- manneyjamálsins, enda er það svo og verður að telja, að þeir Vestmanneyingar, sem stóðu að þessu nefndaráliti, hafi haft sömu skoðun, að hér væri um að ræða mál, sem varðaði Vestmanneyjar ekkert siður en þessa staði. Ef ráðstafa á þessum tekjum i ann- að, þá standa þessi verk uppi i vandræðum, þvi að þau eru byggð á þvi að fá þennan hluta af að- flutningsgjöldunum af Viðlaga- Halldór E. Sigurðsson sjóðshúsunum, og ýmsir hafa gert sér grein fyrir þvi, að svo gæti farið, að brúa yrði það bil með öðrum hætti, þangað til þetta innheimtist. Og þegar ákvörðun var tekin I fyrravetur um að fara i framkvæmdirnar i Grindavik, þá var það gert alveg án tillits til ný- afgreiddra fjárlaga, vegna þeirr- ar nauðsynjar, sem var vegna eldgossins i Vestmanneyjum. Sem betur fór leystust málefni Vestmanneyja fyrr og betur en nefndin reiknaði með, en ákvörðununum um þessar fram- kvæmdir var ekki hægt að hætta. Það var búið að ganga' frá lána- málum, og búið að undirbúa mál- in á allan þann veg, sem hægt var Frh. á bls. 15 OryggiseftiHit vegna farþegaflugs á Kefla- víkurflugvelli Einar Agústsson utanrikisráð- herra svaraði I gær fyrirspurn frá Benedikt Gröndal um öryggisráð- stafanir fyrir farþegaflug. Benedikt rifjaði upp sprengju- gabbið á Keflavikurflugvelli fyrir skömmu. Kallaðir voru til sprengjusérfræðingar varnar- liðsins til að framkvæma sprengjuleitina. Spurði hann, hvort Islenzk yfirvöld hefðu ekki tæki og aðstöðu til þess að fram- kvæma slikar sprengjuleitir, og hvaða búnaður og lið væri al- mennt til öryggisgæzlu I sam- bandi við farþegaflug. Minnti hann á þau flugvélarán og of- beldisaögerðir, sem gerzt hafa æ tiðari á slðari árum. Margs konar hættur væru fyrir hendi, og þyrfti fyrir þeim að hugsa og gera ráö- stafanir til öryggis flugfarþegum. Fyrirspurnir Benedikts og svör ráöherrans fara hér A eftir: 1. Spurning: Hvaða öryggisráö- stafanir eru gerðar á íslenzkum flugvöllum til verndar farþega- flugvélum gegn hættu á tlug- vélaráni, feröum hermdar- verkamanna og annars sllks? Svar: 1 fyrsta lagi er spurt um ráöstafanir vegna hugsanlegra flugvélarána. A öeflavikurflug- velli er fyrir hendi aöstaöa til þess aö leita á farþegum og i handfarangri þeirra. Við leit á farþegum eru notuö málmleitar- tæki af viðurkenndri gerö, serí! rlkissjóöur keypti áriö 1972. Þessi búnaöur og aðstaða hefur veriö notaö reglulega af tveimur er- iendum flugfélögum, sem hafa haft hingað áætlunarflug. Þessi aöstaða er til reiðu fyrir öll flug- féiög, sem óska að nýta hana. Þetta fyrirkomulag er með svipuðum hætti og I nágranna- löndunum, enda voru á sínum tlma fengnir erlendir sérfræðing- ar til ráðuneytis um þessi mál. Ekki er leitað I ferðatöskum nema að gefnu tilefni. 1 ööru lagi er spurt um „feröir hermdarverkamanna og annars sliks”. Mál þessi eru fyrst og fremst i höndum útlendingaeftir- litsins og hinnar aimennu lög- gæzlu, sem fá daglega allar upp- lýsingar um feröir grunsamlegra aöila frá INTERPOL eöa lög- regluyfirvöldum einstakra rlkja. Sérstaklega er samvinna Norður- landanna mjög náin I þessum efn- um. Er þá fylgzt með þvl, aö þessir aöilar komist ekki inn I landið. 2. Spurning: Geta Islenzk yfirvöld annazt sprengjuleit I farþega- fiugvélum, ef tilefni gefst til? Svar: A Keflavikurflugvelli hefur þaö komið samtals 5 sinn- um fyrir, aö um sprengjuhótun hafi veriö að ræða varöandi far- þegaflugvélar. I sllkum tilfellum er fyrsta verkiö aö koma öllum farþegum og öllum handfarangri þeirra út úr fiugvélinni. Þvinæst er flugvél- in færö á fyrirfram ákveðinn staö fjarri allri byggö. Ef ástæða þykir til, er allur annar farangur teicinn úr flugvélinni og rannsakaður I viöurvist farþega. Þessi verk annast eigandi viö- komandi flugvélar eða umboös- maöur hans. Jafnframt er leitað I flugvélinni hátt og lágt. Það gerir áhöfn flugvélarinnar eöa aðrir MIUG ■ RÉT ■ Einar Agústsson starfsmenn flugfélagsins, sem gjörþekkja viökomandi flug- vélartegund og vita, hvað á að vera á hverjum stað. Reynslan sýnir, að þessi starfs- aöferö er vænlegust til árangurs, enda annast islenzk yfirvöld ekki sprengjuleit I flugvélum. I þeim tilfellum, þegar um sprengjuhótun hefur verið aö ræöa, hafa engar sprengjur fund- izt. Viö sprengjuleit hafa þó alltaf veriö tilkvaddir sprengjusér- fræöingar frá varnarliðinu, reiðu- búnir til þess aö gera sprengjur óvirkar, ef þær kynnu aö finnast, og til aö rannsaka torkennilega hluti, sem gætu veriö sprengjur. Aö endingu skal þess getið, aö hinir erlendu fagmenn, sem áöur var minnzt á, héldu hér námskeið fyrir flugvallarstarfsmenn, lög- gæzlu og starfsmenn flugfélag- anna, þar með taldar áhafnir. Jafnframt er ennþá veriö aö vinna að þessum málum. Þá sagöi ráðherrann, aö tveir Islenzkir menn hefðu sérhæft sig i sprengjuleit. Væri annar starf- andi hjá Landhelgisgæzlu en hinn hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavik. Mætti að sjálfsögðu til þeirra leita, ef sprengjuleit þyrfti fram að fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.