Tíminn - 22.03.1974, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 22. marz 1974.
Svefnsalir
Kjarnorkuver á
strönd
Norðurishafsins
Nyrzta kjarnorkuver heims er
nú byrjað að veita rafmagni og
hita til nærliggjandi byggðar-
laga og námubæja. Orkuverið
liggur fyrir norðan 68. breiddar-
baug i Bilibino i norðaustur-
horni Sovétrikjanna, ekki langt
frá strönd Norðurishafsins.
Skipstjóri á
eigin skipi
bað hafa ekki allir efni á að
eignast stóra og fina skemmti-
báta.og viðlegupláss er dýrt fyr-
ir slik tæki, en farið er að fram-
leiða smábáta, sem hver og einn
ætti að hafa efni á að eiga. Auk
þess að vera ódýrir, hafa bátar
þessir þann kost.að hægt er að
taka þá með sér heim að sjóferð
lokinni. En ekki er ráðlegt að
fara langt út i haf á farkosti sem
þessum.
og siðgæði
1 Tennessee i Bandarikjunum
voru nýlega sett lög, sem banna
ósamkynja stúdentum að leggj-
ast til svefns i svefnsölum, þar
sem ekki eru fastir veggir milli
aðseturs pilta og stúlkna.
— Ég álit þetta ákaflega þörf
lög, sagði þingmaðurinn Bill
Baird, er hann mælti fyrir
frumvarpinu. Hann sagðist hafa
verið að glugga i Billy Graham
á dögunum, og þar hefði staðið,
að Bandarikjamenn ættu á
hættu að glata frelsinu, ef þeir
tjösluðu ekki upp á siðgæði
þjóðarinnar, og það fyrr en
seinna.
Margir þingmenn voru mjög
andvigir þessu lagafrumvarpi
og héldu þvi fram, að siðgæðis-
kenndin styrktist ekki við laga-
boð. Einn þeirra, Carl Koella að
nafni, lýsti þvi yfir, að honum
fyndist þetta frumvarp spreng-
hlægilegt og fór fram á, að lýst
yrði eftir heilbrigðri skynsemi
meðmælenda þess. Eftir japl og
jaml og fuður báru þó siðgæðis-
postularnir sigur úr býtum.
Kostamuksj verður önnur stærsta
borg Karelíu
Borgin Kostamuksja, sem i
ráði er að reisa við Kontocki-
vatn i Kareliu, verður sam-
kvæmt byggingaráætlun þeirri,
sem nú hefur verið lögð fram,
önnur stærsta borgin i þessu
sovézka sjálfstjórnar-lýðveldi.
tbúarnir verða fyrst um sinn
aðallega þaö fólk, sem að
borgarsmiðinm vinnur, og
starfsfólk málgrýtishreinsunar-
stöðvar, sem fyrirhugað er að
koma upp, þvi nýlega fannst
mikið járngrýti i jörð á þessum
slóðum. Málmgrýtishreins-
unarstöðvarnar eiga að sjá
málmiðjuverum fyrir rúmum 8
millj. tonna af sindurmolum á
ári.
Staðgengill Burtons gjaldþrota
Henry Wynberg, bandariski
fjármálamaðurinn, sem hugg-
aði Liz Taylor þann stutta tima,
sem hún var skilin við sinn
heittelskaða Richard Burton, á
ekki krónu. Og það sem verra
er. hann er skuldum vafinn. Á
þeim fáu vikum, sem samband
þeirra varði, tókst honum ekki
aðeins að eyöa öllum eignum
sinum, sem voru vist þó nokkr-
ar, jafnvel á bandariskan mæli-
kvarða. Hann safnaði lika
skuldum upp fyrir bæði eyru.
Nýlega neyddist hann til að
selja fina húsið sitt i Los Angel-
es og er nú fluttur i litla ibúð i
einu af ófinni borgarhverfunum.
— Aumingja Henry veit ekki
sitt rjúkandi ráð. segir einn af
vinum hans. Hann hefur trúað
mér fyrir þvi, að hann skuldi
mörg þúsund dali, og það er
mikið vafamál, hvort honum
tekst nokkurn tima að losa sig
bessi geysistóri fiskur var
veiddur i Volgu, en þar hefur
hann sloppið við net veiðimanna
i marga áratugi og fengiö að
vaxa i friði. En þetta er styrja
og eru hrogn hennar dýrustu
matvæli, sem framleidd eru i
heiminum.
, „ — Han spyr um kaup og kjör
— bað er naumast að fólkið sefur hpssi
fast i þessu húsi. P
DENNI
DÆMALAUSI
Ég gerði ekkert við það. Ég át
það.