Tíminn - 22.03.1974, Síða 9

Tíminn - 22.03.1974, Síða 9
Föstudagur 22. marz 1974. TÍMINN 9 an fjölda ibúa i bænum vera um 6500 talsins. — Svo eru það Viðlagasjóðshús- in. Eitthvað koma þau til með að hafa að segja i þessu máli? — Já, hér i Keflavik voru reist 55 hús á vegum Viðlagasjóðs, og tiu þeirra hafa veriðboðin til sölu. I flestum hinna er búið, og ég veit ekki, nema þar verði um ein- hverja byggð Eyjamanna áfram að ræða. Margir þeirra hafa kunnað vel við sig i Keflavik og vilja setjast þar að. Ég vona, að sala húsanna gangi vel. Það væri gott, ef þau gætu orðið til að auka enn fólksfjölgunina i bænum. Okkur er þörf á fólki. Hér er næg atvinna og sifellt verið að fjölga stórvirkum atvinnutækjum á öll- um sviðum, til sjávar og lands. — Þá þarf ekki að gera þvi skóna, að það eru stórfram- kvæmdir framundan? — Já, það er sama, hvert litið er, alls staðar blasa verkefnin við. Sum eru vel á veg komin, önnur skammt. Þetta er svolitið mismunandi eftir eðli málsins. Ef við leggjum þetta svolitið niður fyrir okkur, hljóta hafnarmálin að verða ofarlega á dagskrá i framtiðinni. Það verður að segja eins og er, að næsta skref er næsta óvisst, en það mætti segja mér, að tekið verði til við kantinn framan við saltsöluna. Það gera sérallir ljóst, að Vatnsneshöfnin er alltof litil, ég tala nú ekki um, þegar fiskiskipaflotinn er alltáf að stækka. Þarna eru þar að auki 2-3 vöruflutningaskip við bryggj- ur á hverjum degi, að heita má. Njarðvikurhöfnin er aðeins að litlu leyti komin i gagnið, og ófyrirséður kostnaður við að gera hana góða. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort það eigi að leggja fé i að gera þessar hafnir góðar, eða snúa sér að þvi að fara að hugsa fyrir höfn hérna úti á vik- inni, svo sem margir hafa að áhugamáli. Það er hins vegar ekkert vafamál, að komist Njarð- vikurhöfnin betur i gagnið, þá lagast ástandið i Vatnsneshöfn- inni, — svo að þetta er svo sem alltaf matsatriði. — Og svo er það hitaveitan. — Já, mæltu allra manna heilastur, þvi að þetta er mál málanna i framtiðinni. Það er bara þetta, hvenær við getum far- ið að leggja hitaveituna hingað til okkar. Við höfum lagt i geysi- mikla undirbúningsvinnu til þess að flýta fyrir framkvæmdum, og það má eiginlega segja sem svo, að við bfðum í ofvæni eftir niður- stöðunum frá Svartsengi, þvi að hér er allt tilbúið að hefjast handa. — Og þá þarf sjálfsagt að huga að skólabyggingum? — Já, svo koma skólabygg- ingarnar, ekki má gleyma þeim. Nú eru að hefjast umfangsmiklar framkvæmdir við gagnfræðaskól- ann. Siðan taka við framkvæmdir i skólamálum barnanna, og verð- ur tekið til við að reisa nýjan skóla, sem kemur vestan Vestur- götu og ofan Háteigs. Þessi skóla- bygging er orðin brýn nauðsyn vegna þess, hve byggðin hefur færzt vestur eftir, og er alltaf að teygjast lengra. Á þessum slóð- um, vestan Vesturgötu, gegnt Eyjabyggð og Garðahverfi, er nú verið að skipuleggja nýtt ibúðar- húsahverfi með um 3(10 ibúðum, Heiðabyggð. — Er virkilega þörf fyrir allar þessar byggingar á ekki lengri tima? — Já, það litur út fyrir það. Ég fæ ekki betur séð, en Keflvikingar séu ekkert sérstaklega gefnir fyr- ir það að búa i blokkum. Þeir vilja vera i sfnum húsum, útaf fyrir sig. Núna munu til dæmis liggja innium 100 óafgreiddar umsóknir um lóðir, og það er nokkuð mikið meö tilliti til þess, að ekki hefur verið auglýst eftir slikum um- sóknum, siðan lokið var við að skipuleggja Garðahverfið. — Eitthvað hefurðu nú að segja okkur af iþróttamálunum, Jó- hann. — Ætli ekki það, þau eru nú að sinu leytinu mál málanna hérna i Keflavik. Nú i vor hefjast fram- kvæmdir við nýja iþróttahúsið okkar, sem ris á svæðinu gegnt iþróttaleikvanginum. Þetta er glæsileg bygging, sem við getum verið stoltir af, og það er skoðun min, að mjög vel hafi tekizt til um teikningar og allt skipulag húss- ins, og þess verði ekki langt að biða, að við sjáum húsið risa af grunni, og langþráður draumur okkar i þessum efnum rætist. — Það hefur farið það orð af samstarfi sveitarfélaga hér á Suðurnesjúm.aðþaðsémikið og gott. — Já, það má segja það. Hér á Suðurnesjum er þó nokkurt og vaxandi samstarf milli sveitar- félaganna i allmörgum mála- flokkum, og einhugur rikir i bæjarstjórn Keflavikur um að hafa þetta samstarf sem viðtæk- ast. Ég segi fyrir mitt leyti, að ég er afskaplega hlynntur samstarfi og stækkun sveitarfélaga. Ég var fyrir vestan, þegar fsafjörður og Eyrarhreppur unnu að samein- ingu, og fylgdist með þeim mál- um af miklum áhuga. Hér á Suðurnesjum er ég sannfær-ður um, að Keflavik og Njarðvikur verða fyrr eða siðar eitt sveitar- félag. Spurningin er bara, hvenær það verður. En samvinnan er þegar orðin mikil og góð. Það sýna hitaveitumálin til dæmis hvað bezt. Spurningin er bara, hvenær og hvernig skrefið verður stigið. — Að lokum, Jóhann, hvað er þér efst i huga á þessum tima- mótum? — Mér er það efst i huga, að bæjarfélagið okkar megi vaxa og dafna, og tvimælalaust er það bezta afmælisgjöfin, sem hægt væri að færa Keflavik á þessum timamótum, að óska þess, að hér megi jafnan rikja einhugur og samhugur um að leysa þau vandamál, sem að höndum ber, til hagsbóta fyrir bæjarfélagið i heild. Viðlagasjóöshús i Keflavik. Ekkert bæjarfélag brást jafn skjótt viö aö leysa vanda nauðstaddra bræöra sinna. Varahlutir Cortina, Volvo, Willys, Austin Gipsy, Land/Rover, Opel. Austin Mini, Rambler, Chevrolet, Benz, Skoda, Tra- bant. Moskvitch. Höfum notaða varahluti i þessar og flest allar eldri gerðir bila meðal annars: Vélar, hásingar og girkassa. Bílapartasalan Höfðatúni 10, simi 11397.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.