Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. mai 1974.
HINN 14. marz siðast liðinn birt-
ist hér i blaðinu litil frétt um stórt
mál. Þar var sagt frá ungum
félagsskap, sem aðstandendur
drykkjufóiks hafa myndað með
sér. Það er full ástæða til þess að
kynna þessa starfsemi ofurlitið
nánar, og verður freistað að gera
það i þeim linum, sem hér fara á
eftir.
Hingað er nú komin ein þeirra
kvenna, sem áttu hlut að stofnun
þessa merka félagsskapar. En
nafn þessarar konu verður ekki
birt, þvi að við fylgjum þeirri
reglu AA-manna að segja ekki
opinberlega frá nöfnum þeirra
einstaklinga, sem að þessum
málum vinna. Nafnleyndin er ein
af grundvallarreglum AA-sam-
takanna.
Þar eru allir jafnir
— Fyrst langar mig að spyrja:
Hvenær voru Al-Anon samtökin
stofnuð?
— Þau voru stofnuð 18. nóvem-
ber 1972, og eru þvi tæplega eins
og hálfs árs nú, þegar þetta er
tekið upp, i aprilbyrjun.
— Voru stofnendur margir?
— Á stofnfundinum voru um
fimmtiu manns, og þeir hafa sið-
an unnið sameiginlega að þessu.
— Þið hafið auðvitað byrjað á
þvi að kjósa ykkur formann og
stjórn?
— Nei. Þarna á enginn að ráða
sérstaklega yfir öðrum, heldur
eru allir jafnir. Við skiptum að-
eins þannig með okkur verkum,
að einn er svokallaður dagskrár-
stjóri, annar ritari og hinn þriðji
gjaldkeri.
— En hvað um þennan fimmtiu
manna hóp, sem sat stofnfundinn,
voru það allt aðstandendur
drykkjumanna?
— Já, ég held, að flestir eða all-
ir hafi átt við einhver vandamál
að striða sökum drykkjuskapar
vandamanna sinna eða vina.
— Hversu oft haldið þið fundi?
— Við höldum fundi annan
hvern laugardag klukkan tvö eftir
hádegi, i safnaðarheimili Lang-
holtssafnaðar við Sólheima. Við
höfum einnig simavaktir i
Traðarkotssundi 6, og siminn þar
er 19282.Þessi simavakter á milli
klukkan þrjú og fjögur á mánu-
dögum og fimmtudögum. t ráði er
að breyta simavaktinni á
fimmtudögum og hafa hana á
milliklukkan fimm ogsex.svoað
sem flestar konur geti tekið þátt i
þessari starfsemi og að hún komi
sem jafnast niður. En þessi
skipulagsbreyting getur ekki
komið til framkvæmda, fyrr en
blöðin eru farin að koma út aftur,
þvi aö við þurfum að auglýsa
þessar simavaktir.
— Er félagsskapur ykkar ekki
aöeins fyrir þá sem þekkja ein-
hvern, er hefur við áfengisvanda-
mál að striða?
— Nei, þetta er engan veginn
bundið við slikt. Fólk getur haft
áhuga á þvi að hjálpa öðrum,
jafnvel þótt það þekki ekki per-
sónulega neinn, sem á við
áfengisböl að búa. Og við neitum
ekki neinum um að kynna sér
þessi mál, þvi ekki mun af veita,
að sem flestir leggi þar hönd að
verki.
Við léttum á hjörtum
okkar með samræðum
— Þú nefndir áöan dagskrár-
stjóra. Hvað gerið þiö á þessum
fundum?
— Það er alltaf einn sem
stjórnar fundi Við hin ræðum mál
okkar, og hver sem stendur upp
til þess að tala, ber einn ábyrgð á
orðum sinum. Það er skilyrði,
sem allir verða að beygja sig und-
ir, að gagnrýna aldrei það sem
aðrir kunna aö segja i ræðustóln-
um. Við ræðum þessi vandamál,
eins og þau lita út hjá hverjum
um sig, og léttum þannig byrðar
okkar. Það er nú einu sinni
þannig, að þótt drykkjumaðurinn
sé oftast illa farinn á sál og lik-
ama, vegna sinnar óreglu, þá er
heimili hans, kona og börn, þaö
ekki siður.
— Eru einkum konur drykkju-
manna i þessum félagsskap?
— Enn sem komið er, hefur
verið mjög litiö af karlmönnum i
okkarhópi,en þó er ekki fyrir það
brennt. Þannig voru til dæmis
bæði konur og karlmenn á stofn-
fundinum. Auðvitað geta bæði
kynin jafnt unnið að þessum mál-
um, og sizt höfum við á móti þvi.
Sama er að segja um unglinga.
Ef þeir vilja kynna sér þessi mál,
þá eru þeir velkomnir i okkar
hóp.
— Eru ekki vandamál ykkar
næstum eins margvisleg og þið
eruð margar?
— Jú, sannarlega eru þau það,
en þó er alltaf eitthvað sameigin-
legt. Meginvandinn er einn og
hinn sami, þvi að i eðli sinu er
vandamálið eitt. Það á til dæmis
við um alla jafnt, að þegar mað-
urinn er drukkinn, getum við ekk-
ert gert, bókstaflega ekki neitt.
Það er, jú, að visu hægt að kalla á
lögregluna, ef ástæða er til þess,
en við sjúklinginn sjálfan þýðir
yfirleitt ekki að tala, þegar hann
er i þessu ástandi. Oft reynir
drykkjumaðurinn að koma af
staðrifrildi, en annars er það óút-
reiknanlegt, hver áhrif vin-
drykkja hefur á menn. Sumir
verða eins og brjálaðir menn eftir
örskamma stund, aðrir eru alltaf
eins og ljós, og aldrei fremur en
þegar þeir eru drukknir.
Hreinskilin frásögn af
biturri reynslu
Ég vil ekki hlifast við þvi að
segja hér mina eigin reynslu, þvi
að sá veit bezt, sem reynt hefur.
Maðurinn minn drakk mikið, og
hann reyndi jafnan að erta mig og
koma illindum af stað, þegar
hann var drukkinn. Lengi vel
svaraði ég honum, og þar með
var tilgangi hans náð. En svo fór
ég aðhugsa ráð mitt, hvað ég gæti
gert, og tók það þá i mig að svara
alls ekki, hvað sem við mig væri
sagt. Þetta gerði ég, en þá varð
hann hálfu reiðari, að ég skyldi
voga mér að taka ekki undir, þeg-
ar hann talaði við mig. Það getur
þannig orðið harla vandlifað og
erfitt að vita, hvernig maður á að
haga sér.
En svo erfitt sem þetta er fyr-
irkonurnar, þá er það hálfu verra
fyrir börnin. Hvað á móðir að
segja, þegar börnin spyrja:
„hvar er pabbi?” eða „hvenær
kemur pabbi heim?” Hverju get-
ur konan svarað? Hún hlýtur,
ósjálfrátt og oftast óafvitandi, að
sogast inn i lygavefinn.
Við hjónin áttum dreng i gagn-
fræöaskóla. Honum þótti i'nnilega
vænt um pabba sinn, og honum
féll mjög illa drykkjuskapur
hans. Einn daginn kom hann
heim úr skólanum og sagði: Nú er
ég hættur i skólanum. Við spurð-
um hann auðvitað, hvernig stæöi
á þvi að hann ætlaði að hætta á
miöjum vetri. Þá sagði hann sér
væri stritt svo mikið á drykkju-
skap föður hans, að hann héldist
ekki lengur við innan um félaga
sina i skólanum. Þegar við höfð-
um heyrt þetta, kvaðst faðir hans
skyldu fara með honum i skólann
og tala við skólastjóra og kenn-
ara. En sonur okkar sagði: Nei,
pabbi minn, það er orðið of seint.
Og hann fór ekki i þennan skóla
oftar. Hann útvegaði sér sjálfur
vinnu, seinna komst hann i iðn-
skóla, og honum hefur gengið
ágætlega i lífinu fram að þessu.
Ef til vill verður þetta honum að-
eins til góðs, ég veit það ekki, —
við vitum svo litið. En vin hefur
sonur minn aldrei bragðað. Ég
hef verið viðstödd, þegar verið
var að bióða honum vin. já.
TÍMINN
meira að segja að halda þvi að
honum, svo að hann „gæti verið
með”, en hann svaraði: Nei, ég
er búinn að sjá alveg nóg af þessu
um dagana.
— Heldur þú, að þetta hafi orð-
ið föðúr piltsins hvatning til þess
að hætta að drekka, þegar hann
sá son sinn hrekjast úr skóla fyrir
þessar sakir?
— Ég geri ráð fyrir að það hafi
haft mikil áhrif á hann, en þó
dugði það ekki til þess að fá hann
til þess að hætta. Hann drakk
lengi eftir þetta. En seinna tók
hann sjálfur þá ákvörðun að
hætta, og hefur haldið það vel sið-
an. Hann hefur ekki bragðað vin i
mörg ár.
— Voru það AA-samtökin, sem
björguðu honum?
— Já, það voru þau. Hann
ákvað sjálfur að ganga i samtök-
in, og vitanlega hefur það haft
heillavænleg áhrif fyrir hann, að
þetta skyldi gerast fyrir frum-
kvæði hans sjálfs, en ekki vegna
áhrifa frá öðrum.
Bezt er, að menn komi
af sjálfsdáðum
— En svo við snúum okkur frá
þessum persónulegu málum og að
félagsskapnum ykkar: Eru ekki
margar drykkjumannakonur
bældar og eiga erfitt með að tjá
sig?
— Jú, vitanlega er það algengt.
En ég hef séð konur hressast al-
veg ótrúlega mikið við að hittast
og spjalla saman á þessum fund-
um, jafnvel þótt ástandið heima
hjá þeim hafi ekki batnað svo
ýkjamikið. Svo lærum við hver af
annarri og getum notfært okkur
hver annarrar reynslu. Sem sagt:
Við notum það sem fram kemur á
fundunum og við höldum aö við
getum haft not af, en látum hitt
eiga sig.
— Leitið þið uppi fólk, sem þið
teljið að þurfi á liðsinni að halda,
eða verður hver og einn að koma
af sjálfsdáðum?
— Það er ákaflega mikilvægt
að menn komi sjálfir, hvort sem
um er að ræða konur eða karl-
menn. Þar er þó sá stóri
þröskuldur i vegi, að mjög margir
eiga erfitt með að viöurkenna, að
þeir eigi við þennan vanda að
glima. Oft þarf þvi að hjálpa við-
komandi persónu fyrstu sporin.
En ég held, að árangurinn verði
mestur, þegar maðurinn kemur
sjálfur, eftir að hafa viðurkennt
það bæöi fyrir sjálfum sér og öðr-
um, að hann eða hún þurfi á and-
legum styrk að halda. Það er eng-
inn efi á þvi, að konur verða hæf-
ari til þess að glima við sin
vandamál, eftir að hafa rætt sam-
an.
Eitt er enn, sem mig langar að
koma á framfæri, ef það skyldi
verða einhverjum, sem hlut á að
máli, að liöi: Svo erfitt sem það er
að umgangast drykkjumann á
meðan áfengisneyzlan stendur
sem hæst, getur það verið ennþá
erfiðara eftir að hann hefur tekið
þá stefnu að sigrast á veikleika
sinum. Þetta er ákaflega eðlilegt.
Það getur enginn maður drukkið
að staðaldri árum saman, án þess
að biða við það likamlegt og and-
legt heilsutjón á einhvern hátt.
Það má þvi ekki búast við neinni
sældartið, á meðan likaminn er
að venjast af eitrinu " og maður-
inn að venja sig af þeirri huesun
að hann megi til með að fá sér
glas. — Það er einmitt þetta, sem
við ræðum mjög á fundum okkar:
Hvernig eigum við að fara að þvi
að hjálpa manninum okkar — eða
maðurinn konunni — á meðan
hann eða hún eru að venja sig af
þvi að drekka. Það er ekki neitt
smáræðisátak að hætta að
drekka, eftir að hafa stundað
drykkju árum eða áratugum
saman. En það er áreiðanlegt —
og um það get ég borið af eigin
reynslu — að það er gifurlega
mikill styrkur fyrir báða aðila, ef
maki hins drykkjusjúka einstakl-
ings tekur frá upphafi fullan þátt i
viðleitni hans til þess að iosna
undan þrældómsoki vinsins.
Ofdrykkja er ekki einka-
mál neins
Þvi miður er það algengt, að
drykkjumenn — og konur liti á
15
það sem einkamál sitt, hvort þau
drekka eða ekki. Þetta er að sjálf-
sögðu hinn mesti misskilningur.
Hverjum kemur það við, ef ekki
maka og börnum, hvort hinn aðil-
inn drekkur eða ekki? Jafnvel
þótt menn eigi hvorki heimili né
maka, þá er það ekki einkamál
eins eða neins, hvort hann spillir
umhverfi sinu meðofdrykkju, eða
iætur það ógert.
Það er meðal annars af þessari
ástæðu, að ég held þvi fram, að
maki og venzla menn hins
drykkjusjúka eigi að taka þátt i
viðleitni hans, þegar hann fer að
sjá að sér, þvi að drykkjuskapur
er ekki siður vandamál umhverf-
isins en þess einstaklings sem
drekkur. Þetta er þeim mun
nauðsynlegra af þvi að það er
staðreynd, að eitt hið fyrsta, sem
drykkjusjúklingurinn áttar sig á,
þegar stefnubreytingin er að
verða hjá honum, er einmitt
þetta, að honum komi það ekki
einum við, hvort hann drekkur
eða ekki. Eitt með þvi
hreinskilnislegasta og heiðarleg-
asta, sem ég hef heyrt af mann-
legum vörum, eru orð drykkju-
manna, sem eru að rétta við og
lita með fullu raunsæi yfir farinn
veg. y
— Við förum nú senn að slá
botninn i þetta, en viltu ekki að
lokum segja mér eitthvað um
félagsskap ykkar? Til dæmis
hvað kostar að gerast félagsmað-
ur?
— Inngöngu i Al-Anon félags-
skapinn fylgja ekki neinar kvaðir.
Það er kannski ekki beinlinis rétt
að tala um að „ganga i” þennan
félagsskap. Menn geta komið á
fundi eins oft og þeir vilja og sið-
an hætt þvi, ef þeim sýnist svo.
Árgjöld eru engin, en við höfum
körfu á fundunum, og i hana lát-
um við aura, sem nægja til þess
að kaupa kaffi, en það drekkum
við alltaf að fundi loknum. Með
sama hætti greiðum við kostnað
af útgáfustarfsemi og þýðingum.
En i félagsskap okkar eru ekki
neinar kvaðir. Þar er enginn sem
skiparneinum neitt, heldur ræður
hver einstaklingur sjálfur gerð-
um sinum.
— VS.
Fjármálaráðuneytið
13. mai 1974.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Vegna breytinga á lögum um söluskatt,
er hér með vakin sérstök athygli á
nokkrum ákvæðum laga og reglugerða
um söluskatt.
NÚMERAÐIR REIKNINGAR: Sérhver sala eða af-
hending á vörum, verömætum og þjónustu skal skráð i
fyrirfram tölusettar frumbækur eöa reikninga, sem
skulu bera greinilega með sér, hvort söluskattur er
innifalinn i heildarfjárhæð eða ekki.
SJÓÐVÉLAR: (stimpilkassar). Staögreiðslusala smá-
söluvöruverslana er undanþegin nótuskyldu, en sé hún
ekki færð á númeraðar nótur eða reikninga, skal hún
annaö hvort stimpluö inn i lokaðar sjóðvélar eða færð S
sérstök tölusett dagsöluyfirlit.
BÓKHALD: Bókhaldi skal þannig hagað, að rekja
megi, á hverjum tima, fjárhæöir á söluskattskýrslum
til þeirra reikninga i bókhaldinu og annarra gagna,
sem söluskattskýrslur eiga að byggjast á.
I
VIÐURLÖG: Sé söluskattur ekki greiddur á tilskildum
tima, sætir aðili viðurlögum, i stað dráttarvaxta áður,
sem eru 2% fyrir hvern byrjaðan dag eftir eindaga allt
aö 10%, en siðan 11/2% á mánuði til viðbótar, taliö frá
16. næsta mánaðar eftir eindaga.
AÆTLUN A SKATTI: Söluskattur þeirra, sem ekki
skila fullnægjandi söluskattskýrslu á tilskildum tima,
verður áætlaöur. Einnig er heimilt aö áætla söluskatt
aðila, ef i ljós kemur, að söluskattskýrsla styöst ekki
við tilskilið bókhald skv. bókhaldslögum og lögum og
reglugerö um söluskatt.
ÖNNUR ATRIDI: Söluskattskyldum aðilum er bent á,
að kynna sér rækilega lög og reglugerðir um söluskatt
og er sérstaklega bent S nýmæli söluskattslaga og
ákvæði IV. kafla reglugerðar nr. 69/1970 um söluskatt
um tilhögun bókhalds, reikninga og önnur fylgigögn,
sem liggja eiga söluskattskýrslum til grundvallar.
m
Svo skal böl
bæta...........
Rætt við ónefnda eiginkonu
fyrrverandi drykkjumanns