Tíminn - 14.05.1974, Page 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 14. mai 1974.
En honum létti mikið, þegar hann gekk til sjávar dag-
inn eftir, því að Svala var komin á fætur og stóð við
grindverkið og beið hans til þess að fylgja honum til
skips.
Þau gengu saman eftir götunni.,,Ceres" lá úti á f irðin-
um og púaði stórum, og seinustu bátarnir voru að leggja
frá landi.
Svala hafði talað um alla hugsanlega einskisverða
hluti á leiðinni niður í f jöru. Hún gerði sér naumast grein
fyrir því, hvað hún var að segja, af þvi að hjá henni
komst aðeins ein hugsun að: „Skyldi hann kyssa mig?"
Hún vissi vel, að hann myndi gera það, þvi að það var
ekki annað en sjálfsagt, og þó fannst henni það alveg
ómögulegt.
Til þess að draga kveðjustundina á langinn eins og
unnt væri, fór hún með honum um borð.
Þar — meðal eggjakassa og gaggandi hænsna í búr-
um, fiskikassa, gærubinda og fólks frá Skarðsströnd,
sem ætlaði til Reykjavikur — rann þessi örlagaþrungna
stund upp.
Ólafur gerði totu á munninn og laut fram til þess að
kyssa hana, en sá koss fór út í bláinn.
— Ég get ekki! stundi hún og hélt honum frá sér bein-
um handleggjum. Ég ætlaði að segja þér það— ég verð
að segja þér það — ég get ekki gifzt þér! Það er Ijótt af
mér, en ég get það ekki! Ég skal skrif a þér!
Hún hafði ekki hugsað sig um andartak að romsa
þessu upp úr sér, og það var ekki fyrr en á síðustu
stundu, að henni datt í hug að slíta trúlof uninni. Það var
eins og einhver, sem ekki botnaði neitt í heinu, hef ði sagt
þetta fyrir hana. En svo var akkerum létt, ferjumaður-
inn kallaði í ofboði á hana, hún hljóp niður stigann, og
þegar báturinn ýtti frá, sá hún, að Ólafur starði á eftir
henni. Skipið með þennan gríðarstóra reykháf með
rauða borðanum og báta, sem héngu í davíðunum, hurfu
gjörsamlega fyrir þessu stóra andliti, það var eins og
sjálfur sæskrattinn á hafsbotni hefði verið rændur feng
sínum, en væri ekki búinn að átta sig á þvi til f ulls.
Enda þótt hún hefði sloppið úr þeim háska, sem var
verri en dauðinn fann hún ekki fyrir neinum létti, því að
hún vissi það ekki til hlítar, frá hverju hún var sloppin.
Hún vissi það eitt, að hún hafði slitið trúlofun sinni,
gengið á bak orða sinna, rofið heit sitt og valdið föður
sinum sorg.
Ferjumaðurinn, sem hamaðist við árarnir, tók ekki
eftir neinu, og þegar að landi kom, stökk hún upp í f jör-
una, þakkaði honum fyrir og hljóp heim.
Hún átti ekki í neinum erf iðleikum með að hlaupa, hún
mæddist ekki og hreyfingar hennar voru léttar og eðli-
legar eins og hjá barni.
Faðir hennar var ekki heima, svo að hún hljóp upp á
loft og settist við gluggann til þess að bíða heimkomu
hans. Það kom fyrir, að hún bar höndina upp að hjarta-
staðtil þess að reyna í örvilnan sinni að gera sér grein
fyrir því, sem hún hafði gert. Eiríkur, sem var orsök alls
þess, var þessa stundina f jarri hugsunum hennar. Stórt
andlit Ólafs og svipur þess yfirgnæfði allt annað.
Nú sá hún föður sinn koma út dalinn. Hann nam staðar
til þess að ræða við menn, og blærinn, sem barst inn um
opinn gluggann og bærði gluggatjöldin, bar einnig raddir
þeirra til hennar. Loks kvöddust þeir, og faðir hennar
gekk heim að húsinu. Hann sá hana við gluggann og veif-
aði til hennar. Hún gekk til móts við hann niður í stof una.
Það vár klukkutími til hádegisverðar, og enn var ekki
búið að leggja á borð. Stefán hafði kastað hatti sínum á
borðið og var kominn að skrifborði sínu til að ná sér í
pípu, þegar Svala kom inn.
— Jæja þú hefur náð áð kveðja hann? Ég hefði sjálf ur
vil jað vera þarna niður f rá, en var bara upptekinn. Hann
fær aldeilis ferðaveðrið.
Hann tók langa pípuna og tók að troða í hana. Hann var
ekki vanur að reykja inni fyrr en á kvöldin, og hann ætl-
aði að f ara og setjast á litla bekkinn við dyrnar.
— Pabbi, það er nokkuð, sem ég þarf að segja þér, hóf
Svala máls. Ég fylgdi honum alla leið um borð í Ceres og
ég sagði honum, að...
— Já? sagði Stefán og leit upp. Hvað er annars að þér,
Svala?
— Ég get ekki gifzt honum.
Hún stóð niðurlút við borðið. Hún leit upp, meðan hún
sagði þetta, en varð svo niðurlút aftur. Stefán hafði nú
lokið við að troða í pípuna og stóð kyrr og starði á hana.
— Hverjum getur þú ekki gifzt?
— Ólafi Guðmundssyni.
— Guð minn almáttugur, ertu búin að missa vitið?
sagði faðir hennar. Hvað hefur Ólafur Guðmundsson
gert af sér, að þú skulir ekki geta gif zt honum?
— Hann hefur ekkert gert af sér, en ég get ekki gifzt
honum.
Stefán hafði gert sér allskonar furðulegar hugmyndir
um kvenfólkið, og voru þær nánast sambland af fyrir-
litningu og aðdáun. Það var sannfæring hans, að þær
stæðu karlmönnunum langtum ofar hvað snerti tilfinn-
ingalifið, en hann var líka jafn sannfærður um, að þær
stæðu þeim langt að baki á öllum öðrum sviðum. Hann
var þeirrar skoðunar, að kvenfólkið væri alltaf reiðubúið
að snúast gegn karlmönnunum, ekki af neinni sérstakri
A meðan, á lendingarstaðnum,-
mtm
I
Þriðjudagur
14. mai
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7,30, 8,15 (og
forustugr. dagbl.), 9.15 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Oddný Thorsteinsson
les framhald „Ævintýris um
Fávis og vini hans” eftir
Nikolaj Nosoff (20). (Jtvarp
vegna unglingaprófs i
dönskukl. 9.00.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30. Siðdegissagan: „Hús
málarans” eftir Jóhannes
Helga Óskar Halldórsson
les (4).
15.00 Miðdegistónleikar:
islenzk tónlist a. Sónata
fyrir fiðlu og pianó eftir
Fjölni Stefánsson. Rut
Ingólfsdóttir og Gisli
Magnússon leika. b.
„Alþýðuvisur um ástina”
eftir Gunnar Reyni Sveins-
son við texta eftir Birgi
Sigurðsson. Söngflokkur
syngur undir stjórn
höfundar. c. „Ólafur
Liljurós”, ballettmúsik eftir
Jórunni Viðar. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur:
Páll P. PálSson stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar. Til-
kynningar.
18,45. Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Bókaspjall Umsjónar-
maður: Sigurður A.
Magnússon.
19.55 Lög unga fólksins.Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir
21.00 A vettvangi dóms-
málanna- Björn Helgason
hæstaréttarritari talar.
21.30 A hvitum reitum og
svörtum Guðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
22.00 Fréttir
22,15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Eiginkona i
álögum” eftir Alberto
Moravia. Ragnhildur Jóns-
dóttir islenzkaði. Margrét
Helga Jóhannsdóttir leik-
kona les (3).
22.35 Harmonikulög. Jo Ann
Castle leikur.
23.00 A hljóðbergi. „Vitis-
vélin”, leikrit eftir Jean
Cocteau: —siðari hluti Með
aðalhlutverk fara Margaret
Leighton, Jeremy Brett,
Alan Webb, Patrick Magee
og Diana Cilento, Leikstjóri
er Howard Sackler.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
IWiliiHl
Þriðjudagur
14. mai
20.00 Veður og auglýsingar
20.30 Steinaldartáningarnir
Nýr, bandariskur teikni-
myndaflokkur i framhaldi
af myndunum um Fred
Flintstone og félaga hans.
Nú eru börn Freds og sam-
tiðarmanna hans vaxin úr
grasi, og um þá ungu og
uppvaxandi kynslóð fjallar
þessi myndaflokkur. 1. þátt-
ur. Listakonan Vala Þýð.
Heba Júliusdóttir.
21.00 Stjórnmála viðhorfið
Umræðuþáttur i sjónvarps-
sal. Umsjónarmaður Ólafur
Ragnarsson.
21.40 SkákStuttur, bandarisk-
ur skákþáttur. Þýðandi og
þulur Jón Thor Haraldsson.
21.50 Ileimshorn Frétta-
skýringaþáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Jón Hákon Magnússon.
Dagskrárlok