Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 19. mai 1974. Börnin þroskast við listnám Þó að teiknikennsla sé nú orðiö í flestum barnaskólum um viða veröld.þá er það viðurkennt að mörg börn hafa svo skapandi listgáfu og fá mikla gleði og ánægju af ýmiss konar listnámi, svo sem leirmótun og málun með oliulitum og fleira, að æski- legt er að þau fái meiri kennslu. Einnig eru mörg börn, sem stunda músiknám með venju- legu barnaskólanámi, og ná furðu langt undir handleiðslu góðra kennara. t sovézkri borg sem heitir Orjonikidze og er i Norður-Ossetianfylki hefur verið komið upp sérstökum listaskóla fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára. Er þar bæði kynnt og kennd alls konar tónlist, aðallega er lögð áherzla á si- gilda tónlist og einnig þjóðlög, og þá einkum rússnesk þjóðlög, iÞar fóll kempan hann Killy? Margir muna enn eftir fræga skiðakappanum Jean-Claude Killy, sem fékk þrenn gullverð- laun á Vetrar-Olympiuleikunum áriö 1968. Hann varð á stuttum tima heimsfrægur, og þótti einnig mjög glæsilegur ungur maður. Hann fékk tilboð um að leika i kvikmyndum, og þá auðvitað sérstökum skiða- myndum. Hann stóð sig bara vel i leikarastarfinu og lék i kvik- mynd, sem á ensku nefndist „Snow Job”. A móti honum i þeirri mynd lék leikkona, sem Héitir Daniele Gaubert og er 29 ára gömul. Killy sjálfur er 30 ára. Siðan þau léku saman hafa þau verið óaðskiljanleg, og um ára- mótin siðustu gengu þau i hjóna- band. Aður var Daniele gift syni Trujillos einræðisherra i Dómini- kanska lýðveldinu, sem var ráðinn af dögum, en sonurinn heitir Rhadames Leonidas Trujillo, og áttu þau Daniele tvö börn saman. Skiðahetjan Killy vann hug hennar og hjarta, svo hún skildi við dóminikanska einræðisherrasoninn. Killy hefur ekki verið kvæntur áður, og siðustu árin hefur verið talað um hann sem eftirsóttasta pipar- sveininn i Evrópu, — en nú er sem sagt kempan fallinn! Tannhirðing fyrr og 1 blöðunum sjáum við oft aug- lýsingar um tannkrem, og þar er sýnt brosandi fólk, með glitr- andi hvitar tennur brosandi út að eyrum, og notendum er bent á að nota einmitt þessa tegund af tannhreinsiefnum þá fái þeir slikar tennur. 1 Banda- rikjunum, þar sem auglýsinga- strið herjar á öllum sviðum, er samt ekki nema sex manns af hverjum tiu, sem nota tann- krem til hreinsunar tönnum sinum. Sumir vilja heldur nota salt eða sápu, og aðrir segjast hreinsa tennurnar með þvi að borða epli I eftirmat, eöa aðeins stanga úr tönnunum með þar'til gerðum tannstöngli. 1 gömlum pýramita i Egyptalandi frá þvi 3500 árum fyrir Krist hefur fundizt tannstöngull úr gulli, ’ svo að egypzku faróarnir hafa hirt tennur sinar með pomp og prakt. Á leirtöflu frá Babýlon nú frá þvi árið 700 f.K. er sagt frá aðferð, sem þarlendir notuðu til að hreinsa tennur sinar, og var þá smábómullarhnoðra snúið utan um teinung. Cesar og hersveitir hans notuðu duft til tannhreinsunar, sem búið var til úr ösku af uxahófum, brunnu eggjaskurni, reykelsi og ilm- efnum. Tannkrem, eins og við notum nú til dags kom fyrst á markaðinn um aldamótin siðustu. Það er hægt að fá tann- hreinsiefni með margvfslegu bragði. Algengt er að af þvi séu ávaxtabragð td. banana eða jarðarberjabragð og einnig meö súkkulaðibragði og meira að segja whisky-bragði, og nú ný- lega er komið á markaðinn i Ameriku tannkrem með kokkteil-bragði, — heitir sú tegund Dry Martini og er það rándýrt i notkun, en mikið eftir- spurt og keypt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.