Tíminn - 19.05.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 19.05.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 19. mal 1974. Tvær brýr á Skjálfandafljóti 1932 Ingólfur Davíðsson: L/.!l oyggT uy uuio ¥ 1 gamm o iaga XXIII „Goðafoss I Gljúfrasal glym- ur frammi i Bárðardal”, kvað Benedikt Gröndal. Mun framar i dalnum standa Stóruvellir stórbýli að fornu og nýju. —Sjá bók Jóns Sigurðssonar „Bónd- inn á Stóruvöllum” 1953). Nýbýli er nú einnig á völlun- um og skólahús, en nýleg brú á Skjálfandafljóti fyrir neðan. Myndina af Stóruvallahúsinu, sem hér er birt, sendi mér Hulda Jónsdóttir. Myndin er tekin 1923 og sýnir húsið nær eins að útliti og þegar flutt var i þaö 1890. Húsið er byggt úr höggnu grljóti. Fyrrnefnd Hulda i Hliðskóg- um i Bárðardal, sendi lika mynd og lýsingu af æskuheimili sinu, Mýri i Bárðardal. Mýri er nú fremsta byggt ból i vestanverð- um dalnum, en fyrrum náði byggðin lengra. Hálendið suður frá bænum er nú viða orðið mjög bert og blásið. Á Mýri er þribýli, þ.e. tvö nýbýli. Hefur Mýri jafnan þótt farsæl sauð-i Stóruvellir f Bárðardal 1923 Mýri I Báröardal 1911 jörð, landrými er mikið og fremur snjólétt. Mýri var áður alkunnur áfanga- og gististaður þeirra, sem fóru Sprengisands- leið. Gamli bærinn var bæði stór og reisulegur, sjá mynd tekna 1911. Þessi bær er nú horfinn. Fer hér á eftir lýsing Huldu á gamla bænum á Mýri: „Ekki veit ég hvenær frambærinn var byggður, en svo voru burstirnar nefndar. Stærsta burstin var stofa með lofti, siðan koma bæjardyr, þá inniskemma og útiskemma og yzt smiðja. Bakvið burstirnar voru miklar byggingar. Þar var stórt eldhús, með einni elztu, eða alveg ekta eldavél, sem i sveitina kom, ein- hvern tima fyrir 1890. Þar inni var búr svokallað, er var i raun- inni borðstofa. Þar var einnig bakdyragangur út úr i eldivið- argeymslu annarsvegar, en sal- erni hinum megin, sem mun hafa verið fremur óvanalegt að innangengt væri i. Að sunnan var svo stór baðstofa með glugga móti suðri.Hún var byggð 1907 og var að þvi leyti óvanaleg, að hún sneri stöfnun- um i austur og vestur. Þar var brotin gömul hefð og mæltist misjafnlega fyrir. Baðstofan var i þrennu lagi, þ.e. vestur- hús, austurhús og miðbaðstofa. Gengið var inn i miðbaðstofu úr bæjargöngum gegnt eldhúsdyr- um. Baðstofan var gott hús og fallegt „eftir þvi sem þá gerð- ist” — Höfundur þriggja hinna myndanna er Guðjón Runólfs- son, sbr. þáttinn næst á undan, en ég tók nýrri myndina af Skútustöðum i jurtaleifagöngu- ferð okkar Gröntveds kringum Mývatn. Litið á brýrnar tvær á Skjálfandafljóti hjá Fosshól. Litla trébrúin niöri I gljúfrinu var byggð 1883, en hin nýrri og stærri og hærra uppi 1928. Og 1972 kom þriðja brúin til sög- unnar. Myndina tók Guðjón 1932. Það var á bárðdælskum slóðum sem Grettir kvað: „Gekk ég i gljúfrið dökka, gein veltiflug steina b.s.frv. En héð- an er lika skammt i hinn bjarta Goðafoss. A Skútustöðum bjó Viga- Skúta á söguöld. Lengi hefur verið þar kirkja og prestssetur. A myndinni frá 1932 er gamli bærinn, sér á nýtt hús og kirkj- una. Yfirlitsmyndin 5. júli 1935 sýnir prestssetrið, gamli bærinn og kirkjan i baksýn. Mikið tað á túninu. Hætt mun nú vera að nóta gömlu kirkjuna úti i hraun- inu i Reykjahlið. Myndin sýnir hana 1932. Árið 1729 tók hraun af bæinn i Reykjahlið, en hraunið komst ekki að kirkjunni, sem stóð á ávölum bala. Steinkirkju lét Pétur Jónsson byggja i Reykjahlið 1877. A Skútustöðum viö Mývatn 1932 Kirkjan I hrauninu i Reykjahliö 1932 Skútustaöir viö Mývatn 5. júli 1935

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.