Tíminn - 19.05.1974, Side 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 19. mai 1974.
BANDARÍKJAMENN HAFA
EYÐILAGT MIKINN HLUTA
GRÓÐURLENDIS í VÍETNAM
íslendingar
langlífir
Bandarikjamenn hafa ausiö
ógrynni af gróftureyöandi efnum
yfir gróðurlendi i Vietnam, og tal-
ið er að áhrifa þeirra muni gæta
næstu hundaö árin, að þvi er segir
i skýrslu sautján visindamanna
frá Bandarikjunum, Bretlandi,
Sviþjóð og Suður-Vietnam.
Geigvænleg gróöureyðing hefur
hlotizt af eituraustrinum, en auk
þess hefur f jöldi barna beðið bana
af þvi að hafa neytt eitraðrar
fæðu. Aður hefur þvi verið haldið
fram, að eiturefnin hafi valdið
þvi, að fjöldi kvenna i Vietnam
hafi látið fóstri, en ekki er vikið
að þvi í skýrslu þessari.
Eitrið hefur valdið miklum
skemmdum á gróðri, að þvi er
segir i skýrslu visindamannanna
sautján. Hitabeltisskógarnir inni
i landinu hafa orðið fyrir miklum
áföllum, og 36% mangróveskóg-
anna við sjávarsiðuna hefur verið
eytt. Visindamennirnir eru hins
vegar ekki á eitt sáttir um hversu
miklum hluta hitabeltisskóganna
hafi verið eytt. Skógarhögg er
mikilvæg atvinnugrein i Vietnam,
og mikill hluti viðarins er sóttur i
hitabeltisskógana, þannig að
fjárhagslegt tjón af eitrinu er
mikið á þvi sviði.
Rannsókn visindamannanna
sautján var gerð að tilhlutan
bandariska þingsins og hermála-
ráðuneytisins.
Háttsettir bandariskir herfor-
ingjar telja, að tjónið sé ekki eins
mikið og alvarlegt og visinda-
menn álita.
A árunum 1961-’71 vörpuðu
Bandarikjamenn úr flugvélum
rösklega fimmtiu milljónum kilóa
af eitri yfir gróðurlendi i Suður-
Vietnam, en það svarar til
þriggja kilóa á hvert mannsbarn i
landinu. Um það bil sjöundi hluti
landsins var úðaður með gróður-
eyðandi efnum.
NTB-New York. Jarðarbúar voru
3,8 milljarðar i júni árið 1972,
samkvæmt skýrslum Sameinuðu
þjóðanna. Jarðarbúum hefur
fjölgað um 76 milljónir á einu ári.
Ef sama hlutfall verður i mann-
fjölguninni, verða jarðarbúar
tvöfalt fleiri árið 2007.
Tiu fjölmennustu riki heims
eru: Kina 800,7 milljónir, Indland
563.4 milljónir, Sovétrikin 247,4,
Bandarikin 208,8, Indónesia 121,5,
Japan 109, Brasilia 98,8, Vestur-
Þýzkaland 61,6, Bangla Desh 60,1
og Nigeria 58 milljónir.
Tiu stærstu borgir i heimi eru
talið i milljónum: Shanghai 10,8,
Tokyo 8,8 (1971), New York 7,8
(1970), Peking 7,5 (1970), London
7.4 (1971), Moskva 7,1 (1972}
Mexico City 6,8 (1970), Bombay
ÓPÍUMVALMÚI er nú aftur
ræktaður I Tyrklandi eftir
tveggja ára hlé. Landbúnaðar-
ráðuneytið i Ankara hefur til-
kynnt opinberlega, að ópiumval-
múinn sé nú ræktaður i sex stöð-
um i Suðvestur-Tyrklandi, og er
það gert á vegum ríkisins og und-
ir ströngu eftirliti.
Hin nýja stjórn i Tyrklandi hef-
ur lofað að standa við það heit,
sem Bandarikjamönnum var gef-
ið, að einkaaðilar fái ekki leyfi til
að rækta valmúann. Þúsundir
5,9 (1971), Seoul 5,5 (1970), Sao
Paulo 5,1 (1970).
I þessum tölum er aðeins átt við
hinar eiginlegu borgir, en ekki út-
borgir þeirra.
Samkvæmt skýrslum frá
Sameinuðu þjóðunum hafa hol-
lenzkar konur lengstan meðalald-
ur kvenna heimsins. Meðalaldur
þeirra er 76,6 ár, Sænskar, is-
lenzkar, franskar og rússneskar
(Hvita Rússland) koma næstar
með meðalaldur um 76.
Sænskir karlmenn hafa lengst-
an meðalaldur I heimi, eða 71,69
ár. íslenzkir, norskir, danskir,
hollenzkir og israelskir hafa einn-
ig háan meðalaldur, um 70 ár.
1 aðeins sjö löndum heimsins
lifa menn lengur en konur. Þessi
lönd eru Nigeria, Efri Volta, Ind-
land, Ceylon, Kambodia, Paki-
stan og Jórdan.
bænda biða eftir að fá leyfi til að
hefja á ný ræktun á ópium, en það
var bannað árið 1972 vegna ein-
dreginna óska Bandarikjamanna,
en mikið af þvi heróini, sem selt
er ólöglega þar i landi, er unnið úr
ópiumvalmúa, sem ræktaður er i
Tyrklandi.
Búizt er við, að brátt muni tyrk-
neskir bændur fá leyfi til að rækta
ópiumvalmúa, en stjórnin hefur
heitið þvi, að bændurnir selji ópi-
um ekki til smyglara, sem selja
það úr landi.
Bandariskar flugvélar úða eitri yfir skóga I Vietnam.
ÓPÍUMVALMÚI
RÆKTAÐUR í
TYRKLANDI Á NÝ
Einræðisstjórnir Suður-Ameríku
ó sakborningabekknum í Róm
Otlægir stjórnmálamenn frá
flestum löndum Suður-Ameriku
komu saman i Róm i aprilbyrjun
til að taka þátt i Russelréttar-
höldum um stjórnmálaástandið i
löndum sinum.
Fjöldi iðnaðarmanna, blaða-
manna, verkamanna, stúdenta og
stjórnmálamanna vitnuðu þrjá
fyrstu daga réttarhaldanna um
pyndingar og pólitisk morð i
Brasiliu. Þeir hafa einróma vitn-
að um afrifnar neglur, rafmagns-
högg gegnum munn og kynfæri,
læknisfræðilegar pyndingar, út-
rifin innyfli, barsmið, — allt undir
eftirliti nútima læknavisinda til
að hindra fórnarlömbin i að deyja
of snemma.
Pyndingar
sem stofnun
Eitt vitnanna, kvikmyndatöku-
maðurinn Wellington Deniz,
skýrði frá hvernig karlmenn,
konur og börn frá heilu þorpi á
svæðinu Oalma Ribeiro, hefðu
verið brennd með napalmi. ,,En
við viljum ekki, að pyndingarnar
verði sögulega merkilegar fyrir
Suður-Ameriku”, sagði eitt vitn-
anna, brasiliski félagsráögjafinn
Maya Dulce. „Við viljum skýra
frá, að pyndingarnar eru orðnar
pólitisk stofnun hjá rikisstjórnum
þessara landa”.
Maya Dulce var látin laus úr
fangelsi ásamt 40 öðrum pólitisk-
um föngum i skiptum fyrir þýzk-
an sendiherra, sem skoðanabræð-
ur hennar rændu i júni 1970. Hún
fór til Chile, en flúði þaðan, þegar
herforingjabyltingin var gerð
gegn Allende. Fleiri vitni voru úr
hópi þessara fanga. Það eru ekki
margir, sem eru i þvi ástandi að
þeir geti vitnað.
Fyrrverandi landstjóri i rikinu
Pernambuco I Brasiliu, Miguel
Arraes lagði fram kæru gegn
rikisstjórn Brasiliu. Hann er einn
af 40 manna hópnum, var dæmd-
ur i 24 ára fangelsi, en lifir nú i út-
legð i Alsir. Hann var útnefndur
sem fulltrúi allra útlægra Brasi-
liumanna, sem upphaflega báðu
Russel-stofnunina um réttarhöld.
Einnig hafa verið lagðar fram
ákærur gegn Chile og Uruguay,
Haiti, Paraguay, Guatemala,
Puerto Rico og Bóliviu.
í ákæru sinni benti Arraes á, að
hið svokallaða efnahagslega
kraftaverk i Brasiliu undir her-
foringjastjórninni siðan 1964 er
heldur vafasamt. Þjóðartekjurn-
ar hafa vaxið gifurlega, en aukn-
ingin hefur gerzt innan eins pró-
sents ibúanna. Kjör bænda og
verkamanna, sem eru 60%
þjóðarinnar, hafa sama og ekkert
batnað. Samkvæmt opinberum,
brasiliskum tölum, hefur hluti
þessa fólks af þjóðarframleiðsl-
unni fallið frá 25% i 20% frá 1965.
Arið 1965 varð verkamaður i
Brasiliu að vinna sjö klukku-
stundir og 40 minútur til að kaupa
sex kiló af brauði. Nú verður hann
að vinna 13 tima og 30 minútur til
að kaupa sama brauðmagn.
„Brasilianska einræðisstjórnin
stefnir tilveru okkar sem þjóðar i
hættu”, sagði Arraes. „Efnahag
og framleiðslu er stjórnað af auð-
hringum. Hinar gifurlegu námu-
auðlindir okkar hafa verið af-
hentar félögum. Þessi stefna
breiðist frá Brasiliu til annarra
rikja Suður-Ameriku og einnig
flytjast út villimannlegar aðferð-
ir til að koma á nýjum einræðis-
stjórnum, eins og gerðist i Chile i
september siðastliðnum.”
Akærandinn frá Chile, sendi-
herra Allendes i Róm, Carlos
Vasallo, endurtók i ákæru sinni,
sömu ásakanir um erlendan —
ameriskan og brasiliskan —
stuðning við byltinguna i Chile.
5000 drepnir
í Uruguay
Akærandinn frá Uruguay, fyrr-
verandi sósialistiskur iðnaðar-
ráðherra, Zelmer Michelini, sem
nú er i útlegð, hafði mjög mikil
áhrif á áheyrendur. Kannske
vegna þess, að hann sagði frá
harmleik, sem heimurinn hefur
hingað til verið næsta fáfróður
um. Hann lýsti landi sinu, sem
lýðræðisþjóðfélagi i framför,
þangað til utanaðkomandi öfl
komu einræðisstjórn á laggirnar
árið 1968. Siðan þá hafa 5000 póli-
tiskir fangar verið pyndaðir til
dauða (ibúarnir eru tvær og hálf
milljón) og i fangelsum landsins
eru 40.000 pólitiskir fangar. „Það
er á þeirra vegum, sem við tölum
hér — við erum raddir hinna
dauðu og þöglu”, sagði hann.
Fyrstu réttarhöld dómstólsins i
Róm rannsaka aðeins ákærur um
fótumtroðin mannréttindi. Á
tveimur næstu fundum (næsti
verður haldinn i Bruxelles), verð-
ur fjallað um ákærurnar um hina
amerisku „fótunitroðandi heims-
valdastefnu” i Suður-Ameriku og
útrýmingu Indiána.
Víðtækari
réttarhöld
Suður-Ameriku-réttarhöldin
eru frábrugðin Russel-réttar-
höldunum um Vietnam i Stokk-
hólmi og Hróarskeldu fyrir
nokkrum árum. Þau hafa öðlazt
breiðari grundvöll. Nokkrir
mannanna i dómstólnum eru þeir
sömu, t.d. forsetinn, italski þjóð-
réttarfræðingurinn Lelio Basso,
heiðursforsetinn Jean-Paul
Sartre, sem gat ekki verið við-
staddur vegna veikinda og júgó-
slavneski sagnfræðingurinn
Vladimir Dedijer.
En dómstóllinn hefur einnig
fengið til liðs við sig mikla per-
sónuleika á sviði heimspeki,
stjórnmála og trúmála, m.a.
fjóra ameriska og franska
Nóbelsverðlaunahafa, fyrrver-
andi forseta i Dóminikanska lýð-
veldinu, Juan Bosch, suðurame-
risku rithöfundana Gabriel
Marques og Julio Cortazar, ame-
riska barnalækninn Benjamin
Spock og tungumálavisinda-
manninn Noam Chomsky, auk
fjölda forystumanna kaþólskra
og mótmælanda og suðurame-
riskra og evrópskra lögfræðinga.
—gbk
Uruguay: Fangelsin fyllast.
EKKI EINS ORT OG AÐUR
EVRÓPUMÖNNUM FJÖLGAR
Fámennari fjölskyldur og hærri
meðalaldur valda lægri fólks-
fjölgunarprósentu i Evrópu næstu
árin, segir i skýrslu frá hag-
vaxtarnefnd Sameinuðu þjóðanna
fyrir Evrópu.
I byrjun 21. aldar verða ibúar
Evrópu um 70 milljónum fleiri en
nú. Ef Sovétrikin eru meðtalin,
verðurtalan 135 milljónum hærri.
Þetta felur i sér minni eða jafn-
mikla fólksfjölgun næstu 30 árin,
en átt hefur sér stað siðastliðin 20
ár.
Prósenttala barneigna lækkar,
og tuttugasta hver manneskja
verður rúmlega 75 ára.
Arið 2000 verða 14% ibúa
heimsins búsett i Evrópu, en nú
eru i Evrópu 20% ibúa heims. Ef
Sovétrikin eru ekki talin með,
verður hlutur Evrópu i byrjun
aldarinnar niu prósent.
Aukning fæðinga i Austurriki,
Belgiu, Finnlandi, Vestur-Þýzka-
landi, Austur-Þýzkalandi og Svi-
þjóð er nú undir 14 af 1000, sem er
það lægsta, sem hefur verið
skráð.
gbk