Tíminn - 19.05.1974, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 19. mai 1974.
„Nýja leiklistarhreyf
ingin mesta átak í
félagsmálum hér á
Akranesi í mörg ár"
GUNNAR Sigurðsson heitir
ungur athafnamaður á Akranesi.
Hann er formaður æskuiýðsráðs
Akraness og varaformaður knatt-
spyrnuráðs staðarins. Viö Tima-
menn hittum Gunnar að máli,
viidum fræðast um starfsemi
æskulýösráðs og um gang knatt-
spyrnumála á Skaga.
„Æskulýðsráð Akraness er
ráðgefandi aðili"
— Æskulýðsráð vinnur sem
minnst að sjálfstæðum verk-
efnum, heldur er ráðið, — eins og
nafniö ber raunar með sér, — ráð-
gefandi aöili fyrir félögin, sem
starfa i bænum. Árlega höldum
við fund með öllum félögunum og
ræðum samstarfið. Stærsti
hlutinnafþvi fjármagni, sem við
höfum til ráðstöfunar, fer til þess
að styrkja félögin á einn eða
annan hátt. Oft er peningunum
varið til félagsmálaþjálfunar og
til aö félögin fái hæfa leiðbein-
endur til starfa. Sem dæmi get ég
nefnt að æskulýðsráö styrkti
KFUM til Noregsfarar á félags-
málanámskeiö, skátafélagið var
styrkt til farar aö Úlfljótsvatni,
og fleiri félög hafa fengið styrk
frá ráðinu. t ár höfum við fengið
sjö hundruð þúsund króna styrk
frá bæjaryfirvöldum, sem ber
vissulega vott um skilning á
starfsemi okkar.
Það er stefna æskulýðsráðs að
vera ekki i beinni samkeppni við
frjálsu æskulýðsfélögin i bænum,
heldur að styrkja þau og styðja
við bakið á þeim við ýmis verk-
efni.
,/Mesta átak i félags-
málum".
— Fyrir tveimur árum skaut sú
hugmynd upp kollinum, að nauð-
syn bæri til að endurvekja Leik-
félag Akraness. Siðan hefur þessi
hugmynd fengið á sig æ' skýrari
mynd, og um siðustu áramót þótti
rétt að taka þessi mál föstum
tökum. Árangurinn af þvi starfi
var uppfærsla leikritsins Járn-
hausinn, eftir þá bræður Jónas og
Jón Múla Árnasyni, núna i vor.
Um sjötiu manns taka meira og
minna þátt i leikritinu, og það
sem kannski er hvað merkilegast,
er sú staðreynd, að það var ekki
talið, að þessi stóri hópur af leik-
listarunnendum væri til i bænum
Gisli Alfreðsson leikari var
stjórnandi hópsins, og margar
næturnar var æft af kappi, þegar
frumsýningin nálgaðist. Það er
og rétt að geta þess, að almenn-
ingur virðist kunna vel við þessa
tilbreytni,og sýningar urðu fleiri,
en menn þorðu að vona i upphafi
Leikfélag hefur verið stofnað,
og voru stofnfélagar 96. Félagið
hlaut nafngiftina Skagaleikflokk-
urinn.
Leikhúsmálin og þessi nýi og
ferski andi, sem hefur sprottið
upp hér á Akranesi i sambar.di
við leiklist, er efalitið mesta átak
i félagsmálum hér i bæ i mörg ár.
Um sýningu
Undirritaður blaðamaður
Timans brá sér á sýningu á Járn-
hausnum og það er ekki annað
hægt að segja, en að unga fólkið,
sem þar átti hlut að máli, hafi
skilað sinum hlutverkum með
sóma. Eðlilega voru leikendur
misjafnir i sinum hlutverkum —
eins og gengur og gerist — enda
ekki hægt að gera sömu kröfur til
fóks, sem er að stiga sin fyrstu
spor á sviði leiklistar, og til full-
reyndra atvinnuleikara. Þó mátti
sjá, að allflestir tóku vinnu sina
alvarlega, og i heild var sýningin
góð skemmtun. Uppfærsla Járn-
haussins gefur góðar vonir um
árangursrikt framhald á þessari
starfsemi, ef vel er haldið á leik-
listarmálum á Skaga.
En vikjum aftur að Gunnari
Sigurðssyni
Æsku lýössta r f sem i í
skólum
— Við i æskulýðsráði Akraness
kynntum okkur starfsemi æsku-
lýðsráðs Reykjavikur og starf-
semi þess i gagnfræðaskólum
borgarinnar, þar sem það hefur
með höndum leiðsögn i ýmis
konar tómstundaiðkun. Að okkar
mati hefur þessari starfsemi
verið of litill gaumur gefinn, og
raunverulega vantað i gagn-
fræðaskólann'hérna. Við ræddum
þessi mál við skólastjóra gagn-
fræðaskólans, sem tók mjög vel i
okkar hugmyndir. Það verður þvi
stefna æskulýðsráðs að koma
þessu máli i höfn, og að þessi
starfsemi komi til framkvæmda
strax næsta haust. Við fáum
skólann að láni og útvegum leið-
beinendur. Ég er þess fullviss,
að starfsemi sem þessi verður vel
þegin, og við i æskulýðsráði
bindum miklar og góðar vonir við
hana.
George Kirby, þjálfari I.A., ásamt konu sinni.
Timamynd: Jim
Eins og áður segir, er Gunnar
Sigurðsson varaformaður knatt-
spyrnuráðs Akraness, og þvi þótti
okkur tilhlýðilegt að ræða við
hann um gang þeirra mála
„Vinnan stendur árangrin-
um fyrir þrifum"
— I fyrsta skipti i sögu knatt-
spurnuráðs hefur fengizt þekktur
erlendur þjálfari til meistara-
flokks og mun hann starfa allt
keppnistimabilið. Hann heitir
George Kirby og er Englend-
ingur. Kirby kom hingað i
febrúar og siðan hefur verið æft
mjög vel. Með tilkomu þessa
snjalla þjálfara hefur skapazt
nýtt viðhorf i knattspyrnumálum
hér á Akranesi, og það er allt
önnur og betri hreyfing i knatt-
spyrnumálum hér en áður. Á
undanförnum árum hafa venju-
lega mætt tiu til tólf meistara-
flokksmenn á æfingarnar i
febrúar og marz, en æfingasókn
hefur tekið svo miklum stakka-
skiptum að i vor mættu strax á
fyrstu æfingarnar á milli þrjátiu
og fjörutiu. Við bindum að sjálf-
sögðu miklar vonir við þennan
þjálfara og fyrstu deildar liðið i
knattspyrnu.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að kostnaðurinn við að fá
erlenda þjálfara til starfa uppi á
íslandi er mjög mikill, en við
megum ekki eingöngu horfa i
kostnaðar- og peningahliðina. Þó
langar mig i þessu sambandi, að
geta þess, að bæjarfélagið hefur
verið ómetanlegt og skilningsrikt
i okkar garð með rausnarlegum
fjárstyrk
Með bættri þjálfun, og um leið
betra liði lifnar áreiðanlega
meiri áhugi hjá bæjarbúum á
liðinu, og þar af leiðandi, má ætla
að aðsókn að leikjum liðsins
aukist verulega. Aðrir tekjuliðir
eru happdrætti og auglýsingar á
búninga meistaraflokks. Við
komum á fót happadrætti, gáfum
út fimm hundruð miða, sem hver
kostaði eitt þúsund krónur.
Vinningar voru þrjár ferðir með
Sunnu til sólarlanda. Þá höfum
við auglýst fyrir Sunnu á
búningum meistaraflokks og sú
auglýsing gefur okkur dágóðar
tekjur i aðra hönd.
Þá er það okkur utanbæjar-
mönnum sérstakt gleðiefni, að
boðsmiðafarganið verður af-
numið að mestu leyti. Þetta
mál hefur verið eitt helzta
baráttumál utanbæjarfélaganna
á siðustu árum, og á ársþingi
Knattspyrnusambands Islands
siðastliðið haust var samþykkt að
draga verulega úr þessum
ósóma — utanbæjarfélögunum
til mikillar gleði. Fólk gerir sér
ekki almennt i hugarlund, hve
stórar peningaupphæðir hafa
farið forgörðum vegna þess arna,
og ég vil undirstrika ánægju
okkar með úrslit þessa máls.
Það er eins hér á Akranesi og
annars staðar, þar sem áhuga-
mennska i knattspyrnu er
rikjandi, að vinnan stendur
árangrinum fyrir þrifum. Að
minum dómi væri æskilegt, að
þeir menn, sem standa i eld-
linunni i knattspyrnunni, vinni
tveimur til þremur timum minna
á dag. Þetta er hlutur, sem verð-
ur að komast á, og ég er þess full-
viss, að það gerist inna fárra ára.
„Vantar fleiri leiki fyrir
yngri flokkana".
— Við verðum að gæta þess, að
vanrækja ekki yngri flokkana,
minnug þess að þeir eiga i fram-
tiðinni að halda uppi sóma okkar
I knattspyrnunni. Það vantar
fleiri leiki og fleiri mót fyrir yngri
strákana. Þeir æfa mjög mikið,
„Það er stefna æskulýðsráðs, að vera ekki i, beinni samkeppni við
frjálsu æskulýðsfélögin i bænum, heldur að styrkja þau og styðja við
bakið á þeim við ýmis verkefni”.
Timamynd: Gunnar.
— Rætt við Gunnar Sigurðsson,
formann æskulýðsráðs Akraness
og varaformann knattspyrnuráðs
en fá þvi miður of fáa leiki yfir
knattspyrnutimabilið.
1 sumar er ráðgerð ferð með
fjórða flokk til Kaupmanna-
hafnar, og fimmti flokkur fer i
æfingabúðir að Laugarvatni, sem
þar eru á vegum Iþróttasam-
bands íslands.
Athyglisverð nýjung var hafin i
fyrra. Þá var komið i fram-
kvæmd bæjarkeppni við Kópavog
i öllum flokkum, heima og
heiman. Þá er vert að geta þess i
lokin, að skiptiheimsóknir eru
alltaf nokkrar, og mér er engin
launung á þvi, að ég tel þær alveg
nauðsynlegar. Það er flokkur frá
Torstrup i Danmörku, sem kemur
til okkar i surnar.
Þá er þessu viðtali lokið. Við
kveðjum Gunnar Sigurðsson og
þökkum fyrir okkur. —Gsa.l.
Frakkland:
FORSETAEFNIN
HNÍFJÖFN
NTB—Paris — Úrslit forseta-
kosninganna i Frakklandi eru nú
óvissari en nokkru sinni fyrr.
Skoðanakannanir sýna, að fram-
bjóðendurnir eru hnifjafnir, og er
jafnvel talið, að nokkur þúsund
atkvæði kunni að ráða úrslitum.
Það ræður úrslitum i forseta-
kosningunum, hvernig Gaullistar
kjósa. Þeir hafa ekki lýst yfir
opinberlega, hvorn fram-
bjóðendann þeir styðja, og vitað
er að margir þeirra munu kjósa
sósialistann Mitterland, en aðrir
hægri manninn Giscardd
Estaing. Tæp 3% franskra kjós-
enda búa utan Frakklands og
ekki er vitað hvort þeir styðja
annan frambjóðandann fremur
en hinn.
Húsnæði vantar
Mann, sem vinnur hjá ríkisfyrirtæki,
vantar herbergi nú þegar. Þarf ekki að
vera stórt.
Tilboð, merkt Húsnæðislaus 1805, leggist
inn á afgreiðslu blaðsins.