Tíminn - 19.05.1974, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 19. mai 1974.
A myndinni sjást garðhús hótelsins, en þau eru sambyggö og taka fimmtán gesti
„SELFOSS ER
HEPPILEGUR
ÁNINGARSTADUR"
í^'röm Immk iiYiYiVtVi. úíMWú líiifttm II
— segir Steinunn Hafstað, sem rekur Hótel Þóristún
sinni alkunnu lipurð og gestrisni.
Húsið er stórt og stendur nálægt
bakka ölfusár, og á lóð hússins
standa snotur garðhús, með fjór-
um anddyrum.
— Hvað hefur þú mikið gisti-
rými, Steinunn?
— 1 þessu húsi eru niu herbergi,
fimm á efstu hæð, fjögur i kjall-
ara og á miðhæðinni er borðstofa
og setustofa. t húsunum hérna á
lóöinni eru átta herbergi, —
þannig að alls eru þetta sautján
herbergi fyrir 35 manns.
Við gengum út i góða veðrið
með Steinunni til að skoða „garð-
húsin”, eins og frúin kallaði þau. t
hverju húsi eru tvö herbergi með
sameiginlegum inngangi. Það
vakti strax athygli mina, hversu
innréttingum er haganlega fyrir
komið. 1 hverju herbergi er
sturtuklefi, og húsin eru upphituð
með hitaveitu.
— Ég tók helminginn af þess-
um húsum i notkun 4. ágúst á sið-
astliðnu sumri, og afganginn i
byrjun nóvember, þannig að enn
er ekki komin nein veruleg
reynsla af rekstri þessara húsa.
Þeir gestir, sem hafa búið i hús-
unum. láta vel af dvöl sinni, og ég
bind miklar og góðar vonir við
þessi hús, enda er hér alltaf frið-
sælt og rólegt.
Þessi hús teiknaði Bjarni Páls-
son og þegar við Timamenn höfð-
um litazt um i krók og kima héld-
um við aftur inn i „stóra” hótelið,
þar sem rjúkandi kaffi beið okkar
i mjög vinalegri borðstofu.
— Hótel Þóristún er ekki veit-
ingastaður, segir Steinunn Haf-
stað, hér er gisting og morgun-
verður. Þetta er þó aðskilin þjón-
usta, þannig að gestir minir ráða
þvi, hvort þeir borða morgunverð
hér eöa annars staðar.
— Telur þú, Steinunn, að Hótel
Þóristún geti annað allri eftir-
spurn eftir gistirými hér á Sel-
fossi?
— Yfir mitt sumarið getur
hótelið yfirfyllzt, en það er lika
eini timi ársins. Já, ég tel að
hótelið nægi eftirspurninni fyrst i
stað. Það er mikið um gestakom-
ur i júli og ágúst, og þá eru ferða-
menn i miklum meirihluta, en á
vetrum kemur oft fólk til að hvila
sig. Veiðimenn eru hér algengir
gestir, enda býður staðurinn upp
á nálæg stangveiðimiö.
Sagðist Steinunn gera sér góöar
vonir um að fá fleiri gesti með til-
komu hringvegarins, þar sem
ferðafólk á leið til Suðurlands
gæti allt að einu búið á Selfossi, „i
túnfæti Reykjavikur”, eins og
hún orðaði það.
—- Mér er það engin launung,
að gisting á hóteli minu verður
alltaf ódýrari, vegna þess að ég
hef ekki matsölu. Ég vil sérstak-
lega vekja athygli Austfirðinga,
sem ætla að leggja land undir fót
og heimsækja Suðurland, á þess-
ari starfsemi. Selfoss er mið-
svæðis á Suðurlandi, og vegir
liggja hér til allra átta. Gullfoss,
Geysir, Þingvellir og Skálholt eru
alltstaðir, sem enginn ferðamað-
ur á leið um Suðurland, getur
gengið framhjá, og þvi er Selfoss
ákaflega heppilegur áningarstað-
ur.
Þú hefur ung ákeðið að leggja
Að Þóristúni 1 á Selfossi býr kona
nokkur rausnarbúi. Hfeitir hún
Steinunn liafstaö og rekur eina
bótelið i Selfossborg, Hótel Þóris-
tún.
I þessu myndarbúi þykir ferða-
mönnum gottað hvila lúin bein og
sofna við vögguvisur ölfusár,
sem rennur mikilfengleg og
straumþung við bæjardyrnar.
Steinunn Hafstað er mörgum
tslendingum að góðu kunn fyrir
starf sitt. Hún hefur rekið greiða-
sölu viða um land, allt frá árinu
1944, þegar hún var á Hellu. A ár-
unum 1945-1947 lagði Steinur.n
stund á nám i hótelrekstri i
Washington, höfuðborg Banda-
rikjanna, og siðan hefur hún
starfað á Akureyri, I Borgarnesi,
á Blönduósi, Varmalandi og við-
ar.
A Selfossi hefur um langt árabil
verið starfrækt Hótel Tryggva-
skáli, en þeirri starfsemi hefur nú
verið hætt. Hótel Selfoss hefur
eingöngu verið meö matsölu, og
allar lfkur eru á, að innan
skamms verði sú starfsemi lögð
niður. Og þá er Hótel Þóristún
eina gistihúsið á Selfossi.
Við litum inn á hótelið til Stein-
unnar, sem tók á móti okkur af
mffnjí ®
Mtim i
1 þessu myndarlega húsi rekur Steinunn Hafstað eina gistihúsið á Selfossi. Garðhúsin sjást til vinstri á
myndinni. Timamyndir Róbert