Tíminn - 19.05.1974, Síða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 19. mai 1974.
1
Trésmiðjari Akur h.f. á Akranesi.
„Hér er betra vinnuafl en í
segir Stefán Teitsson framkvæmdastjóri og
þakkar það því, að Trésmiðjan Akur hf. hefur
getað byggt einstakiega ódýrar íbúðir á Akranesi
höfuðborginni"
Trésmiðjan Akur h.f.
á Akranesi hefur vakið á
sér athygli vegna þess,
að á vegum hennar hafa
verið byggð fjölbýlishús
með ibúðum, sem eru
miklu ódýrari en ibúðir
gerast hér á höfuðborg-
arsvæðinu. í fyrirtækinu
eru einnig smiðaðar alls
kyns innréttingar,
viðarþiljur svo og hús-
gögn, einkum stöðluð
skrifstofuhúsgögn, en
einnig t.d. hjónarúm og
kommóður.
Fjölbýlishús þau, sem Akur h.f.
byggir, standa við Garðabraut á
Akranesi. Þriðja húsið var afhent
4. mai sl., og nýlega var verið að
byrja á fjórða húsinu af sömu
gerð. I húsunum eru 3-4 herbergja
ibúðir af tveim stærðum, 80 og 87
fermetrar að stærð.
Hús þessi voru teiknuð á Verk-
fræði- og teiknistofunni s.f. á
Akranesi. — Við erum að láta
teikna nýja gerð af fjölbýlishús-
um með stærri og minni ibúðum.
En ef stjórnvöld gera ekki ein-
hverjar aðgerðir i efnahagsmál-
unum, gefumst við upp, sagði
Stefán Teitsson, framkvæmda-
stjóri Akurs h.f. i viðtali við
Timann nú fyrir skömmu.
— Við þökkum teikningunni
það mjög mikið, hvað ibúðirnar i
þessum húsum hafa verið ódýrar,
sagði Stefán. En þó kannski fyrst
og fremst þvi að hér er betra
vinnuafl og allt annar mórall en i
Reykjavik. Þar fer ákaflega mik-
ill timi i ódrýgindi i byggingar-
iðnaðinum, sérstaklega i kringum
matartima og i byrjun vinnutima.
Ég hef grun um, að á sumum
vinnustöðum I Reykjavik ódrýg-
ist vinnutiminn um 20%. Þetta
gerir einnig það að verkum, að
við höfum getað tekið að okkur
innréttingar úti um allt land, þótt
flutningskostnaður á efni sé meiri
hér en hjá fyrirtækjum á höfuð-
borgarsvæðinu.
— Svo við snúum okkur aftur
að ibúðunum. Hafa þær fallið
fólki vel i geð?
— Já, það tel ég. Þær eru
ei’nfaldar og öllu vel fyrir komið.
Og margar dýrari ibúðir og
þyngri i vöfum hafa ekkert fram
yfir þær.
Við afhendum ibúðirnar
fullbúnar með innréttingum,
hreinlætistækjum girtri lóð og sá-
inni grasflöt.
Með þessu höfum við m.a. vilj-
að leggja áherzlu á að útiloka það
vandamál, að sumir ibúar séu að
vinna i húsinu, þegar aðrir eru
búnir. Ennfremur komast með
þessu móti allir kostnaðarliðir á
eitt bretti, sem verður oftá tiðum
ódýrara. Viðskiptavinir okkar
hafa verið mjög ánægðir með
þennan hátt mála.
Byggingartimi þessara
fjölbýlishúsa okkar hefur verið
um ár. Þau eru með tólf ibúðum
Fjölbýlishúsin þrjú viö Garðabraut. Timamyndir Gunnar.